Pressan


Pressan - 03.09.1992, Qupperneq 24

Pressan - 03.09.1992, Qupperneq 24
24 FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. SEPTEMBER 1992 E R L E N T Það blæs ekki byrlega fyrir George Bush Bandaríkjaforseta þessa dagana. Bill Clinton, forsetaefni demó- krata, nýtur mun meira fylgis en forsetinn og það er erfitt að sjá hvernig Bush mun takast að snúa vörn í sókn. Enn eru þó tveir mánuðir til kosninga og á þeim tíma getur allt gerst. Bush hefur verið iðinn við að minna menn á hvernig Harry S Truman hafi unnið sigur á lokastundu í kosningunum 1948. Sennilegra er þó að hann líti á fordæmi Johns Major á Bretlandi, sem öllum að óvörum hélt þingmeirihluta fyrr í ár. En til þess að svo megi verða þarf Bush ekki bara að sýna bandarískum almenningi fram á hvers vegna Bill Clinton yrði óhæfur forseti, hann þarf líka að sannfæra hann um eigið ágæti, sem virðist hægar sagt en gert. Á landsfundi repúblikana í Houston í Texas á dögunum gengu nánustu samstarfsmenn Bush með spjöld á sér, þar sem vinstra megin voru talin upp helstu afrek forsetans á kjörtíma- bilinu (fall kommúnismans, Flóa- bardagi og’ lagabætur), en hægra megin voru talin upp markmið hans á næsta kjörtímabili (efna- hagsbali, menntun og efling íjöl- skyldunnar). Ráðgjafar Bush þurftu senni- lega á þessum tossaseðli að halda, því þrátt fyrir að undanfarna tvo áratugi hafi engum dulist löngun Bush til að gegna forsetaembætti er nefnilega ekki enn á hreinu hvað það er, sem hann vill gera í Hvíta húsinu fyrir utan það að sitja í besta stólnum í kofanum. Ráðgjafar hans segja að á kjör- tímabilinu, sem nú er að líða, hafi Bush haft meira en nóg að gera við að bregðast við þeirri byltingu, sem orðið hefur á alþjóðavett- vangi. Fyrir vikið kunni innan- landsmál að hafa setið á hakan- um. Þeir ítreka jafnffamt að Bush hafi ekki getað tekið á innanlands- vandanum með þeim hætti, sem hann helst kysi, meðal annars vegna þess að áhyggjur af endur- kjöri hafi bundið hendur hans, en ekki þó síður vegna samstarfsörð- ugleika við Bandaríkjaþing. Og út af fyrir sig er nokkuð til í því. En setjum nú sem svo að hann hafi sigur í kosningunum nú í nóvember. Hvað ætlar Bush að gera? Vissulega verður hann þá með frjálsari hendur, þar sem hann þarf ekki framar að hafa áhyggjur af kosningum, en það er fátt sem bendir til þess að þingið reynist honum auðveldara við- fangs. Og jafnvel þó svo færi, þá spyrja menn samt sem áður þeirr- ar spurningar hvað Bush ætli sér að gera. UTANRÍKISMÁL ÁFRAM f DEIGLUNNI Undanfarnar vikur hafa að- stoðarmenn forsetans lagt minni áhersiu á utanríkismál, en það verður samt sem áður að teljast afar líklegt að seinna kjörtímabil Bush muni að miklu leyti snúast um utanríkismál. Ekkert bendir til þess að hræringar í heiminum minnki á næstu árum og meira en nokkru sinni fyrr þarf heimurinn á skynsamlegri forystu Bandaríkj- anna að halda, því þau eru eina risaveldi heimsins og menn sjá hvernig Evrópubandalagið (EB) hefur farið að ráði sínu í leifunum afjúgóslavíu. f Hvíta húsinu eru menn þegar farnir að leggja á ráðin um hvern- ig breyta verði hlutverki Atlants- hafsbandalagsins (NATO) á næstu árum ffá því að vera varna- bandalag þrengstu (og ýtrustu) hagsmuna 16 ríkja Evrópu og Norður-Ameríku til þess að geta orðið friðarstillir í framtíðarátök- um, sem að öllum líkindum myndu eiga sér stað utan vamar- svæðis NATO. Einnig hafa heyrst vísbendingar um að forsetinn vilji freista þess að beita sömu aðferð og gafst svo vel í Evrópu fyrir botni Miðjarðarhafs og í Asíu. Síð- ast en ekki síst mun Bush þurfa að fóstra lýðræðisþróunina í Austur- vegi, sem enn er afar viðkvæm. Á þessum sviðum hefur forset- inn gert upp hug sinn um hvert beri að stefna, þó svo vissulega sé langur vegur enn til þess að það gangi eftir. Bush er ekki í nokkr- um vafa um að sagan muni dæma hann að verðleikum þegar utan- ríkismálin eru annars vegar (þó svo að það verði líkast til Ronald Reagan, sem fær heiðurinn af því að hafa unnið Kalda stríðið) en hins vegar vofir yfir honum hætt- an á því að hans verði fyrst og fremst minnst sem þess forseta, sem jók fjárlagahalla Bandaríkj- anna meira en nokkur annar. EFNAHAGSVANDINN KNÝJ- ANDI Um þetta snýst málið: efnahag. Bandarískir kjósendur virðast kæra sig kollótta um siðferðis- styrk frambjóðenda, afstöðu þeirra til fjölskyldunnar og fóstur- eyðinga eða löggjöf um skotvopn. Það sem þeim er fyrst og fremst umhugað um eru peningar: hvað þeir fái í kaup (í mörgum tilfellum hvort þeir fái kaup), hvort þeir geti vænst kauphækkunar, hverjar verði sveiflur á fasteignaverði og vöxtum og svo framvegis. Þessu fólki hefur Bush lítið að bjóða. Mánuðum saman lofaði forset- inn því að það væri dagaspursmál hvenær efnahagurinn tæki við sér. Að vísu voru fremur fáir, sem lögðu trúnað við þetta, en Bush situr uppi með að hafa hamrað á þessari óskhyggju sinni. Til að gera illt verra hefur enginn gleymt áskorun forsetans um varalestur á loforði hans um að leggja enga nýja skatta á, sem hann sveik svo á miðju kjörtímabili. Fyrir vikið taka menn það mátulega alvarlega nú, þegar hann ber sér á brjóst sem iðrandi syndari og lofar að hækka skatta aldrei aftur. Heit hans um yfirbót, sem á að felast í því að lækka beinlínis skatta, taka menn jafnframt með ákveðnum fyrirvara. Það verður þó að telja Bush og mönnum hans til tekna að þeir hafa verið að undirbúa mjög mikla skattkerfisbreytingu, sem hefði í för með sér lægra skatthlut- fall og hvata til sparnaðar og fjár- festingar. Rætt er um að loka þurfi alls kyns undanskotsleiðum í skattkerfinu, en á sama tíma verði að láta af tvísköttun fyrirtækja, því í mörgum tilfellum greiða fyrir- tæki skatt af hagnaði og aítur þeg- ar arðgreiðslur til hluthafa fara fram. Það, sem mest myndi þó muna um, væri neysluskattur á borð við virðisaukaskatt, en fram til þessa hafa hin einstöku ríki innheimt söluskatt, sem er mjög mismunandi effir ríkjum. 100-DAGA ÁÆTLUNIN Skattkerfisbreytingaráform þessi eru innifalin í 100-daga áætl- un, sem fram til þessa hefur verið farið með sem trúnaðarmál. í henni er gert ráð fyrir margs kon- ar breytingum öðrum, til dæmis á heilbrigðiskerfinu, í menntamál- um og fleiru. Ástæðan fyrir því að áætlunin er bundin við 100 daga mun vera sú að forsetinn og menn hans hafa gert sér grein fyrir því að þeir hafa aðeins 100 daga frá kosningum til að gera róttækar breytingar, að þeim loknum verði kerfisbáknið búið að ná yfirhönd- inni á nýjan leik. Það er síðan annað mál hvort að áætlun þessi verði nokkurn tímann meira en orðin tóm, hvort sem Bush nær kjöri eða ekki. Það er afar ósennilegt að repúblikön- um takist að hnekkja meirihluta demókrata í þinginu og þó svo að fyrirsjáanlegt sé að mikil endur- nýjun muni eiga sér stað í þinginu á næstunni og að þingflokkur demókrata muni hneigjast eitt- hvað til hægri mun það engan veginn hrökkva til. HUGSJÓNAEKLA BUSH Fyrir fjórum árum varð mönn- unt tíðrætt um hversu mjög Bush skorti hugsjónir og framsýni eða „This vision thing...“ eins og for- setinn orðaði það svo listilega sjálfur. Hann lagði hins vegar áherslu á að hann ætlaði sér að verða góður verkstjóri og gaf ótví- rætt til kynna að Bandaríkin hefðu fengið sinn skerf af hugsjónum hjá Reagan forvera sínum. I síð- ustu kosningum héldu þessi rök og sennilega hafa þau styrkt Bush fremur en hitt. Nú er hins vegar öldin önnur. Bandarískir kjósendur hafa fengið sig fullsadda af efnahagslægðinni og líta til forsetaembættisins í von um að þaðan sé leiðsagnar að vænta. Bush hefur hins vegar lítið að bjóða þeim. Hann telur að það sé ekki í verkahring ríkisins að eyða peningum til þess að reyna að örva efhahagslífið, enda sáralít- ið silfur afgangs til þess arna. Á hinn bóginn hefur hann sætt mik- illi gagnrýni af hægri vængnum, þar sem menn telja hann hafa svikið frjálshyggjuhugsjónir þær, sem Reagan kvaðst stýrast af, þrátt fyrir að báknið belgdist út undir forsjá hans. En Bush er svo sem ekki fyrsti stjórnmálaleiðtoginn, sem hefur úr lítilli hugmyndafræði að spila. En öfugt við þá flesta hefur hann ekki bætt úr því með því að fá hugmyndaffæðinga til liðs við sig. Flestir nánustu samstarfsmenn hans og vinir eru steyptir í sama mót og hann sjálfur: iðnir þjónar kerfisins, en ekki ýkja frumlegir. Það er ekkert sem bendir til þess að þetta muni breytast. Ef eitthvað er sjá menn teikn á lofti um að þeir menn, sem þó teljast líklegastir til’að fá ferskar hug- myndir, menn eins og Jack Kemp og William Bennett, séu á útleið. Öllum ber saman um að Bush sé hæfur og gáfaður forseti, en hann eigi það til að tala áður en hann hugsar og sé svo varfærinn að í óefni stefni á stundum. En eins og nú er málum komið er ljóst að hann er í vondum málum og að kjósendur munu tæpast veita honum brautargengi vegna fornrar frægðar. Fyrir kosning- arnar 1988 svaraði Bush gagnrýni um almennan heybrókarhátt með því að sækja í sig veðrið og sýna andstæðingi sínum fulla hörku. Það fól meðal annars í sér loforðið um að skatthækk’anir kæmu ekki til greina, svcf það er vandséð að sú hernaðarlist virki á nýjan leik. En hvað sem verður þarf Bush að þora að taka áhættu á næstu vik- um og reyna að sannfæra banda- ríska kjósendur í hinsta sinn um að hann sé maðurinn til þess að leiða hinn frjálsa heim næstu fjög- ur ár.___________________________ Andrés Magnússor 3:l)c S&nSljmgttm Mitterrand og Maastricht Maastricht-samkomulaginu var ætlað að verða sjömílnastígvél Evr- ópubandalagsríkjanna tólf í átt til samruna þeirra. Nái það fram að ganga mun sameiginleg varnar- og utanríkisstefna þeirra verða innan seilingar og sameiginlegur gjaldeyrir sömuleiðis. I júní síðastliðnum höfnuðu Danir hins vegar samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Franáois Mitt- errand Frakklandsforseti greip þá til þess ráðs að boða til kosninga um málið í Frakklandi hinn 20. september til þess að sýna með óyggjandi hætti fram á stuðning einnar af „stóru þjóðunum" við það, en þá mátti gera ráð fyrir stuðningi um 2/3 hluta Fraídca. Evrópskir stjórnmálamenn hafa hins vegar engan veginn staðið sig í stykkinu við að útskýra samninginn fyrir almenningi. Fyrir fjölda Evr- ópubúa hefur samningurinn ekkert í för með sér annað en afskiptasemi útlendra möppudýra. Vanhæfni Evrópubandalagsins til að láta til sín taka í Bosníu vekur mjög alvarlegar efasemdir um sameiginlega utanrík- isstefnu bandalagsins og í Frakklandi virðast rnargir ætla að nýta sér kosningarnar til að láta í ljós skoðanir sínar á óvinsælli stjórn Mitterr- ands. Hafni Frakkar Maastricht-samkomulaginu yrði það mesta áfall Mitt- errands á pólitískum ferli hans. Árið 1969 sagði Charles de Gaulle forseti af sér eftir að nokkrar smávægilegar stjórnarskrárbreytingartillögur hans voru felldar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er engin hætta á öðru en franskir kjósendur og Mitterrand sjálfur verði minntir á það fordæmi off og mörgum sinnum á þeim vikum, sem effir eru til kosninga. Við jsurfum að ^ hafa nokkra hluti alveg á hreinu...

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.