Pressan - 03.09.1992, Qupperneq 35
FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. SEPTEMBER 1992
35
jfEiríkur Örn Pálsson trompetleikari
Hljóðfærið bilar eða ég hitti ekki á tóna
„Versta martröðin sem maður lendir í er sennilega að hljóðfærið bili hjá manni eða
maður hitti ekki á tónana sem maður er búinn að þjálfa sig í að hitta á í tuttugu ár.
Þetta er hugsun sem er alltaf til staðar, en það hefur þó alltaf blessast þegar á
reynir. Oft er það nú svo að eitthvert smotterí fer úr skorðum svo útkoman
ekki alveg eins og hún á að vera. Maður er þá sjálfur í rusli og
miklar þetta fyrir sér, en áheyrendur taka sjaldnast eftir nokkru.
Kúnstin er að láta ekki á neinu bera og góðir „performerar“ eru
góðir í að breiða yfir þau smávægilegu mistök sem
þeim ef til vill verður á að gera.“
Góður „performer" er slunginn
í að breiða yfir smávægileg mistök.
eftir henni. Þetta gat valdið mikilli
streitu, þar sem auðvelt er að vill-
ast í ókunnu landi. Það var líka
mjög óþægilegt þegar ljósmynd-
arar áttu það til að vera einum of
ágengir. Þeir eru margir í aðstöðu
til að notfæra sér að ungar stelpur
eru einar og fjarri öllum sem þær
þekkja, en fæstar fyrirsætur kom-
ast hjá því að verða fyrir þessu.“
Hafði hvorki martraðir á undan
né hafa þær komið í Ijós síðar.
Anna Ólafsdóttir
Björnsson þingmaður
Vissi að
hverju var
gengið
„Ég er í raun vanhæf til að
svara þessu því ég vissi nokkurn
veginn að hverju ég gekk í þessu
starfi. Það má því segja að raun-
veruleikinn hafi ekki verið mar-
traðarkenndur þótt erillinn væri
aðeins meiri en ég hélt. Þvert á
móti. Það kom mér í raun á óvart
hversu svipað þetta var því sem ég
átti von á. Þetta líktist mjög starfi
blaðamannsins, sem ég var að
koma úr, þar sem maður var stöð-
ugt að setja sig inn í alla mögulega
hluti. Ég hafði engar martraðir á
undan og ekki hafa þær heldur
komið í ljós seinna. Það var hins
vegar miklu meira álag sem fylgdi
því að vera kennari og á sínum
tíma kveið ég því miklu meira.
Ábyrgðarhlutinn var mjög mikill í
því starfi.“
Flóki Kristinsson
prestur
Gleymdi
ræðunni
„Þegar ég var nýbyrjaður í
prestskap dreymdi mig oft sama
drauminn aftur og aftur og var
hann á þá leið að ég fór í predik-
unarstól en hafði þá gleymt ræð-
unni minni. Eitt sinn sem oftar
dreymir mig drauminn og ég bið
Dreymdi sama drauminn aftur
og aftur.
söfnuðinn að hafa mig afsakaðan
því ég hafi gleymt ræðunni. Ég
geng síðan úr stólnum og sný mér
að altarinu til að biðja, en upp-
götva þá að ég er ber að aftan.
Draumurinn rættist að nokkru
viku síðar þegar ég var að messa
norður á Skagaströnd. Var ég þá
reyndar ekki ber en gleymdi hins
vegar ræðunni. Það var afskaplega
óþægileg lífsreynsla, sérstaldega
fyrir ungan_ mann sem ekki var
orðinn vanur í starfi."
Helgi Gústavsson
leigubílstjóri
Alvarlegt
þegar ráðist
er á menn
„Það versta sem getur komið
fyrir er að keyra á einhvern, því sú
hætta er alltaf fyrir hendi þegar
verið er að keyra tvö til þrjú
hundruð kílómetra á dag út um
alla borg. Sem betur fer hefur það
sloppið og er þetta því ekki raun-
veruleg reynsla. Einnig er það
mjög alvarlegt þegar ráðist er á
menn, en töluvert er um það í
þessari stétt og ekki óalgengt að
menn lendi í einhverju stappi. Það
eru þá farþegar sem standa í slíku
og gera það af ýmsum hvötum en
það er oftast þagað um þetta. I dag
er mestur kvíðinn í kringum dóp-
ið, sem virðist auka árásargirni
manna. Oft er við ofurefli að etja
og hafa þeir verið allt upp í fjórir,
en menn eru nú ekki allir aum-
ingjar! Raunveruleikinn getur því
verið martröð líkastur. Það er nú
annað öllu sakleysislegra sem líka
veldur óþægilegri tilfinningu en
það er að gleyma heimilisfangi
þegar fólk er mikið að spjalla við
mann. Yfirleitt kemur það nú upp
í hugann aftur en ef ekki þá spyr
maður bara fólk. Það þykir ekkert
tiltökumál.“
Telma L Tómasson
K Y N L í F
JÓNAINGIBJÖRG JÓNSDÓTTIT
Viðhorftil vœndis
í Hollandi
Hollendingar eru þekktir fyrir
umburðarlyndi gagnvart hegðun
sem aðrir eru fljótir að fordæma.
Af þeim sökum er fróðlegt að
kynnast þankagangi þeirra.
Hvaða augum líta hollenskur al-
múgi og lögin þar í landi vændi?
Þeir eru ófáir íslendingamir sem
hafa lagt leið sína í rauðljósa-
hverfið í Amsterdam og fengið
sér ærlegan skammt af flissi,
pískri og augnagotum.
Hórurfrá öllum
heimshornum hafa
sitt alþjóðlega þing
ogþarhafa þœr
ályktað heilmikið
um mál sín.
Baráttuhópur
gleðikvenna,
„Rauði þráðurinn“,
hefur líka unnið öt-
ullega að mannrétt-
indamálum
vændiskvenna.
í hollenskum lögum frá 1911
er vændi ekki bannað en það er
talið ólöglegt að hafa vændi ann-
arra að féþúfu. f rejmd er þessum
lögum ekki framfylgt. í fyrsta lagi
er afar erfitt að sanna fjárhags-
lega misnotkun á vændiskonum.
Enginn fæst til að bera vitni og
sönnunargögnum er erfitt að
safna. Veigameiri ástæða er þó
hin útbreidda skoðun alls þorra
fólks að ákæra vegna vændis
þjóni bara þeim tilgangi að ýta
starfseminni neðanjarðar og gera
yfirvöldum óhægt um vik að
hafa eftirlit með öllum sem
stunda vændi sér til viðurværis.
Um tuttugu þúsund gleðikonur
og - karlar lifa eingöngu á vændi
í Holiandi. Annar eins fjöldi
stundar vændi sem aukastörf.
Vegna þessa raunsæis, ef svo má
að orði komast, er vændi að
mestu látið óáreitt svo framar-
lega sem vændisfólkið veitir
þjónustu sína á vissum svæðum
og ef vændinu fylgja ekki alvar-
legir glæpir. Þrátt fýrir þessi (að
því er virðist) frjálslegu viðhorf
Hollendinga og þá staðreynd að
vændiskonur geta og mega starfa
sjálfstætt er vinnuöryggi þeirra í
mörgu ábótavant.
Hugmyndafræðin á bak við
hollensku lögin sem sett voru í
byrjun aldarinnar endurspegla
það sem mætti kalla „afnáms
stefnuna". í þeirri hugmynda
ffæði er litið á vændi sem niður
lægjandi og ómannúðlegt, féiags-
legt krabbamein sem beri að
skera burt. Lækningin er í því
fólgin að líta þannig á að þeir
sem stunda vændi séu fórnar-
lömb, þeim beri að hjálpa til að
verða sómasamlegt fólk að nýju.
Ekki sé hægt að refsa fórnar-
lambinu fyrir að hafa lent í glöt-
un. Þeir sem notfæri sér neyð
vændiskvenna til að hagnast á
séu glæpamenn, til dæmis hór-
mangarar og hóteleigendur.
Þetta siðferðislega gildismat ríkir
víða um heim og er ísland þar
ekki undanskilið.
Þeir allra raunsæjustu benda á
að vændi verður aldrei hægt að
útrýma. Út um allan heim finn-
ast karlar og konur sem vilja fá
kynferðislega útrás og eru tilbúin
að borga íyrir það. í hverju sam-
félagi er leitað leiða til að hemja
þennan „óskapnað“. Sums stað-
ar er vændi leyft að ákveðnu
marki, eins og til dæmis í Hol-
landi. Vandinn er bara sá að
varla getur það talist heppilegt að
lögreglan ráði hvernig og hvaða
mörk eru sett en ekki stjórn-
málamenn.
Þeir sem til þekkja telja hæpið
að afskiptaleysið og fórnar-
lambsviðhorfið þjóni hagsmun-
um þeirra sem stunda vændi.
Þetta siðferðislega klofna viðhorf
gerir að verkum að fordómar
bitna hvað mest á vændiskon-
um. Hórmangarar og ekki síst
viðskiptavinirnir gleymast í um-
ræðunni. Það sem mér þykir
einna athyglisverðast þegar litið
er til vændis í Hollandi er hversu
ffjálslegt það er á yfirborðinu en
þegar að er gáð er starfsskilyrð-
um vændiskvenna í mörgu
ábótavant. Það er meginástæða
þess að vændiskonur — frá Hol-
Iandi og öðrum löndum — hafa
sett fram kröfur um að þær fái að
vinna sem hveijir aðrir borgarar
að vinnu sinni og njóti allra al-
mennra mannréttinda. Hórur frá
öllum heimshornum hafa sitt al-
þjóðlega þing og þar hafa þær
ályktað heilmikið um mál sín.
Baráttuhópur gleðikvenna,
„Rauði þráðurinn“, hefur líka
unnið ötullega að mannréttinda-
málum vændiskvenna. Undan-
farin ár hafa hollensk lög verið
tekin til gagngerrar endurskoð-
unar og síðan árið 1990 getur
hváða hollensk borg sem er látið
útbúa sérstök leyfi til handa
vændiskonum. Það stefnir allt í
að í nánustu ffamtíð verði vændi
í Hollandi löggild starfsgrein og
vændiskonur hljóti þá öll söniu
réttindi og aðrár vinnandi stéttir.
Spyrjið Jónu um kynlífið. Utanáskrift:
Kynlíf c/o PRESSAN, Nýbýlavegi 14, 200 Kópavogur.