Pressan - 03.09.1992, Side 44
44
FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. SEPTEMBER 1992
LÍFIÐ EFTIR VINNU
Klassíkin
MTUDAGUR
• Þýsk háskólahljómsveit,
Freiburger Kammerensem-
ble, skipuð 34 hljóðfæra-
leikurum, er hér á ferðalagi
og fer víða. Stjórnandinn er
þrítugur íslendingur, Gunnsteinn Ól-
afsson, en einleikari á píanó heitir Ól-
afur Elíasson og er líka íslendingur. Á
efnisskrá hljómsveitarinnar er forleik-
urinn að Don Giovanni eftir Mozart,
píanókonsert nr. 3 í c-moll eftir Beet-
hoven og sinfónía nr. 83, „Hænan",
eftir Haydn. Aðgangur er ókeypis.
Stykkishólmskirkja kl. 20.30.
• Guðrún Jónsdóttir er sópransöng-
kona, menntuð hér og á Ítalíu, en bor-
in og barnfædd á ísafirði. Þar heldur
hún tónleika við undirleik Ólafs Vignis
Albertssonar, en á efnisskránni eru
sönglög eftir Schumann, Brahms, Ma-
hler og Richard Strauss, en líka óperu-
aríur eftir Mozart, Puccini og Doniz-
etti. Frímúrarasaluritin ísafirði kl.
20.30.
• Þýsk háskólahljómsveit frá Freiburg.
Stjórnandi Gunnsteinn Ólafsson, ein-
leikari á píanó Ólafur Elíasson. Efnis-
skrá: Forleikurinn að Don Giovanni eft-
ir Mozart, píanókonsert nr. 3 í c-moll
eftir Beethoven, sinfónía nr. 83 eftir
Haydn. Aðgangur er ókeypis. Kirkju-
bæjarklaustur kl. 20.30.
Ókeypis
• íslenskir karlmenn
minnast með hrolli
sumardaganna fyrir
tveimurárum þegar
ítalskir sjóliðar fóru um bæinn,
kölluðu á eftir kvenfólki og
varð vel ágengt. En varla þurfa
menn að óttast slíka samkeppni
frá frönskum sjóliðum sem
hingað eru komnir í kurteisis-
heimsókn með freigátunni Ni-
voise. Frakkar eru satt að segja
ekki jafnsætir og ítalir, ekki
jafnyfirþyrmandi ágengir við
konur og líklega skortir þá ein-
hverja persónutöfra til að jafn-
ast á við ítalina. Því ætti að vera
óhætt að bjóða konunni með
að skoða freigátuna þar sem
hún liggur við Ægisgarð á
sunnudaginn, frá kl.
14.30-17.30.
• Nú er alls konar vetrarstarf
að hefjast. Flest kostar það
peninga, námskeið eru til dæm-
is sjaldnast ókeypis. En það er
ókeypis að syngja fullum hálsi
og sá blanki getur fengið útrás
fyrir þá hæfileika í frjóu kór-
starfi. Ýmsir kirkjukórar eru til
dæmis að taka aftur til óspilltra
málanna um þessar mundir.
Það kostar tíma, en ekki bein-
harða peninga.
Málþing
MMTUDAGUR
EJ# Íslenskt-mexíkóskt vin-
SJ áttufélag verður stofnað á
■ Hótel Sögu á fimmtudags-
■kvöldið. Tilgangurinn er að
stuðla að auknum samskiptum íslands
og Mexíkó á sem flestum sviðum og
er rætt um að félagið geti tekið að sér
að annast sýningahald, kynningar og
aðra viðburði, hvort tveggja á sviði
menningar og viðskipta. Allir eru vel-
komnir á stofnfundinn, en þar
skemmtir söngkonan Nina Mares frá
Mexíkó ásamt undirleikurum. Ætli Ól-
afur Ragnar mæti? Hótel Saga kl.
20.30.
Myndlist
• Norrænn skúlptúrhóp-
ur opnar sýningu í Nýlista-
safninu á laugardag. Þetta
eru upprunalega nem-
endur frá ríkislistaskólan-
um í Ósló sem hafa starfað saman síð-
an 1988 og sýnt víða á Norðurlöndun-
um. Hópurinn, sem samanstendur af
sjö listamönnum, fimm konum og
tveimur körlum, sýndi í vor í Kaup-
mannahöfn, en nú er röðin semsagt
komin að Reykjavík. Opið kl. 14-18.
• Samsýning á Kjarvalsstöðum. Þarna
leggja í púkk ungir listamenn (sem
reyndar eru smátt og smátt að færast
á miðjan aldur); Kristján Steingrímur,
íris Friðriksdóttir, Ragnar Stefánsson
og Ólafur Gíslason. Til sýnis í húsinu
eru líka teikningar eftir Alfreð Flóka og
afstrakt höggmyndir eftir Ásmund
Sveinsson. Opiðkl. 10-18.
• Hafsteinn Austmann er einn mest-
ur afstraktmaður í íslenskri myndlist
og langt í frá nýgræðingur. Á sýningu
í listsalnum Nýhöfn í Hafnarstræti sýn-
ir Hafsteinn málverk og vatnslita-
myndir sem hann hefur gert síðustu
þrjú árin. Opið kl. 14-18.
• Kristín G. Gunnlaugsdóttir, listakona
norðlenskrar ættar, sýnir í Safnaðar-
heimili Akureyrarkirkju grafíkmyndir,
teikningar og málverk frá og með
laugardegi. Opiðkl. 14-18.
• Kjörgripir — keramíkfrá Japan. Jap-
önsk leirkeragerð á sér langa hefð. Á
þessari farandsýningu í Norræna hús-
inu má sjá verk eftir 56 leirkerasmiði,
flest eru þau í hefðbundnum stíl. Opið
kl. 14-19.
• Halldóra Emilsdóttir heldur mál-
verkasýningu í Gallerí Úmbru sem er í
gömlu húsi á Bernhöftstorfunni. Opið
kl. 12-18.
• Elías Halldórsson sýnir í Hafnarborg,
hinni ágætu menningarmiðstöð
Hafnfirðinga. Þar hefur Elías hengt
upp málverk og grafíkmyndir. í kaffi-
stofunni sýna hjónin Einar Már Guð-
varðarson og Susanne Christiansen
höggmyndir úr ítölskum marmara,
grásteini og móbergi. Opiðkl. 12-18.
• Gísli Sigurðsson, sem annars er rit-
stjóri Lesbókar Moggans, hefur málað
röð olíumynda þar sem er lagt út af
hinum fornu Sólarljóðum. Myndirnar
sýnir Gísli á Hólum í Hjaltadal.
• Gunnlaugur Scheving málaði fyrir-
ferðarmikil verk sem fjalla um lífsbar-
áttu sjómanna. Svoleiðis hlemmar
hljóta að fara vel á hráum veggjunum
í nýja galleríinu niðri í Hafnarhúsi. Op-
iðkl. 14-18.
• Donald Judd, einn frægasti lista-
maður sem nú er á dögum, sýnir
nokkur verk eftir sig í sýningarsalnum
Annarri hæð, sem er á Laugavegi 37.
Opið miðvikudaga kl. 14-18 eða eftir
samkomulagi.
• íslensk málverk hanga uppi í Lista-
safni íslands, úr eigu safnsins. Á
kannski betur við þennan túristamán-
uð en jórdönsku kjólarnir. í sölunum á
neðri hæð gamla íshússins eru verk
eftir frumherja íslenskrar málaralistar, á
efri hæðinni eru nýrri verk, auk nokk-
urra verka frá útlöndum. Opið kl.
12-18.
• Æskuteikningar Sigurjóns minna
okkur á að enginn er fæddur lista-
maður, þótt sumir hafi jú meiri hæfi-
leika en aðrir. Elstu myndirnar á sýn-
ingunni í Safni Sigurjóns Ólafssonar
eru frá æskuárum hans á Eyrarbakka,
en flestar frá árunum 1924 til 1927
þegar hann stundaði nám í Iðnskólan-
um. Skemmtileg sýning og svo er allt-
af gaman að koma í safnið á fallega
staðnum í Laugarnesinu, út við Sund-
in blá. Opiðkl. 14-17.
Sýningar
!• Það var svo geggjað. Ár-
bæjarsafn er löngu hætt að
snúast bara um moldarkofa
og gömul hús, heldur líka
um fólk, sumt í ekki alltof
fjarlægri fortíð. Til dæmis hippasýn-
ingin sem ber með sér andblæ áranna
1968 til 1972, þegar herbergi ung-
linga önguðu af reykelsi, allir gengu í
útvíðum buxum og karlmenn voru
hæstánægðir með að skvetta á sig
Old Spice- rakspíra. Opiðkl. 10-18.
• Húsavernd á íslandi. Aðalstræti er
sorglegt dæmi um þegar menn vilja
hvort tveggja halda og sleppa, vernda
og rífa. Vissir hlutar Akureyrar eru á
hinn bóginn fagurt dæmi um skyn-
samlega húsavernd. í Bogasal Þjóð-
minjasafns stendur yfir sýning þar
sem er rakin saga húsaverndar á ís-
landi. Opiðkl. 11-16.
• Höfnin í Reykjavík er mikið mann-
virki og það voru stórhuga menn sem
réðust í að byggja hana í kringum
1915. Nefnum Jón Þorláksson. Sýning
í Hafnarhúsinu rekur sögu hafnarinn-
ar, í tilefni af 75 ára afmæli hennar.
Opiðkl. 11-17.
• Höndlað í höfuðstað er sýning á
vegum Ljósmyndasafns Reykjavíkur
og Borgarskjalasafns. Þar eru raktir
þættir úr sögu verslunar í Reykjavík.
Hún var einna blómlegust um alda-
mótin, eða þá voru þar að minnsta
kosti mjög flottar búðir.
<i dansflokkurirm hefur verið endurnýjaö
verkefni leikársins.
ao
og verða breytingarnar til aðstyrkja hann mjög.Æft er affulium kraftí fyrir
Endurnýjun í ballettinum
Það hefur oft staðið styr um fs-
lenska dansflokkinn og hann
fengið gagnrýni af ýmsu tagi, en
þótt ýmislegt hafi gengið á hefur
hann ekki lagt upp laupana. Nú
virðist vind vera að lægja, en Mar-
ía Gísladóttir listdansstjóri hefur
staðið fyrir breytingum innan
flokksins sem munu verða til að
styrkja hann mjög. „Það hafa
komið inn nýir dansarar, íslenskir
og erlendir, og eru þar af fimm
nýir strákar. Þessar breytingar
munu gjörbreyta flokknum,“ seg-
ir Salvör Nordal, framkvæmda-
stjóri dansflokksins. „Við erum að
æfa ný verk og verðum með sýn-
ingu í Þjóðleikhúsinu í október."
Það eru þrír bandarískir lista-
menn sem setja upp jafnmörg
verk og eru æfingar á því fyrsta
langt komnar. Öll eru verkin ný-
klassísk.
„Það er mikill áhugi á ballett
hérna, en sá áhugi hefur verið sof-
andi því ekki hefur verið það mik-
ið að gerast að fólk hafi getað sýnt
þennan áhuga,“ segir Salvör. „Við
verðum líka að athuga það að
ballettinn er ung listgrein á íslandi
og það tekur tíma að byggja hana
upp, og einnig að þroska áhorf-
endur. Nú er flokkurinn orðinn
sjálfstæður, undir forystu nýrrar
stjórnar, og við höfum tækifæri og
öll skilyrði til að styrkja hann. Við
finnum mikinn meðbyr og höfum
fulla ástæðu til að líta björtum
augum á framtíðina.“
Fyrir rúmu ári sátu nokkrir af-
slappaðir, glaðir einstaklingar á
torgi í Flórens og fléttuðu bönd í
hár vegfarenda. Þetta hefur verið
stundað í hinni svörtu Afríku í
óratíð og nú hafa íslendingar
bæst í hóp þeirra sem þetta
stunda. Það var að vísu Ástrali
sem stóð fyrir þessari iðju fyrstur
manna hérlendis en við af hon-
um hefur tekið bandarískur lista-
maður, Laura Valentino. Hún stendur í portinu hjá Móunóru, fléttandi, perlandi og snúandi upp á hár þeirra sem
vilja. Og það eru margir sem vilja. Biðraðir hafa meira að segja myndast. Og nú er svo komið að annar hver maður
gengur um með þetta í hárinu.
(Verðlag fer eftir sídd hársins og rokkar ffá fimm hundruð krónum upp í fimmtán hundruð.)
Fléttuð bönd í hári — vin-
sælt, vinsælt.
Hvernig fannst þér
„Svo á jörðu sem á himni“?
RAGNHILDUR GfSLADÓTTIR söngkona
„Ég varánægð með þá mynd. Mérfannst hún mjög falleg og ég óska aðstandendum
myndarinnartil hamingju."
ILLUGI JÖKULSSON blaðamaður
„Mér fannst hún fjarska skemmtileg. Myndin er til fyrirmyndar í flesta staði."
ELÍN PÁLMADÓTTIR blaðamaður
„Þetta er stórmynd. Meira lagt í hana en nokkra aðra íslenska kvikmynd. Nægir að
nefna þetta stóra raunverulega seglskip og sviðið þegar það er að farast með mönnun-
um. Ég hefði gjarnan viljað sjá þann hlutann fyrirferðarmeiri, þá á kostnað miðaldahlut-
ans. En ég býst við að það sé persónulegt, enda er ég mikill aðdáandi þess heimskauta-
fara og mikilmennis sem dr. Charcot var. Engu að síður finnst mér samskeytin þar sem
telpan tengir þessa tvo heima skila sér vel. Mér finnst myndin góð, mjög dramatísk og
leikararnir hreint afbragð, að ógleymdri tónlistinni, sem eykur á dramatíkina."
ANNA RINGSTED kaupmaður
„Mérfannst alveg rosalega gaman."