Pressan - 03.09.1992, Síða 45
FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. SEPTEMBER 1992
LÍFIÐ EFTIR VINNU
45
„Síðustu tuttugu mínúturnar; aðdragandi strandsins, strandið og eftirleikur þess — þarna er óefað
glæsilegasti kafli sem hefur sést í íslenskri kvikmynd," skrifar Egill Helgason um Svo á jörðu sem á
himni.
Svo ájörðu sem
______áhimni
HÁSKÓLABfÓI
★ ★★
Það er enginn vafi: Nýja
myndin hennar Krist-
ínar Jóhannesdóttur
flýgur léttilega í flokk
bestu íslensku kvikmynda. Og ef
hún höfðar ekki til áhorfenda, þá
hlýtur að mega álykta að hann
hafi bráð snögglega af íslending-
um útbreiddur áhugi á dulrænum
efnum. Því annaðhvort er hér
fjallað um yfirskilvitlega atburði
ellegar sérkennilega ofurskynjun
stúlkubarns, nema hvort tveggja
sé.
Það er flakkað milli staða í tíma
og rúmi. Þetta eru þrjár sögur sem
renna saman og sundur og verða
þríeinar í lokin: í fysta lagi ástar-
harmur hinnar göldróttu Straum-
fjarðar-Höllu langt aftur á mið-
öldum, í öðru lagi hinsta för rann-
sóknaskipsins Pourquoi-pas? á
haustdögum 1936 og svo í þriðja
lagi þungamiðja myndarinnar —
stúlkubarnið sem skynjar þessa
atburði eins og þeir renni á filmu í
gegnum kollinn á henni.
Að mestum hluta heppnast
hún prýðilega þessi ffásagnarað-
ferð, sem vissulega er brothætt.
Sagan lumar á ýmsum óvæntum
uppákomum, litlum smásögum
og lymskulegum tilvísunum, sem
margar eru ekki að fúllu skýrðar
fyrr en í bláendann. Kvikmynda-
fólkið er ekki að lofa upp í ermina
á sér þegar það segir að myndin sé
spennandi; það er hún svona oft-
astnær, þótt allan tímann sé ljóst
hver endalokin hljóta að verða.
En það eru náttúrlega ýmsir
hnökrar á myndinni, þótt ekki séu
þeir stórvægilegri en gengur og
gerist í kvikmyndum sem hafa
verið marglofaðar hérlendis.
Flakkið milli tímaskeiða reynir til
dæmis á þolinmæði áhorfandans
sem er orðinn dálítið þreyttur áð-
ur en myndin nær sér aftur á strik
í lokin; það hefði mátt stytta atrið-
in aftan úr miðöldum talsvert og
fækka þeim. í heildina hefði
myndin alveg þolað að vera svona
tuttugu mínútum styttri.
Það er einkum í miðaldafrá-
sögninni sem hin innri ritskoðun
Kristínar bregst. Sá kafli er áber-
andi veikasti hluti myndarinnar,
en atburðarásin sem gerist 1936 er
miklu áhugaverðari, einfaldari og
oft á tíðum hrífandi mikilúðleg.
Samtöl miðaldafólksins eru flat-
neskjuleg og þvinguð, þarna er
eina skiptið í myndinni að bregð-
'ur fyrir þeirri tilgerð sem stund-
um hefur reynst Kristínu dálítið
skæð (sbr,- böð sem eru iðkuð af
kappi); umgjörðin er á köflum
eins og úr mynd eftir Hrafn
Gunnlaugsson og í bakgrunnin-
um hljómar voða víkingaleg mús-
ík (gæti kannski líka verið úr ind-
íánamynd). Poppararnir Daníel
Haraldsson og Páll Hjálmtýsson
eru ffáleitir í hlutverki tvíbura og
ekki bætir úr skák að heyra Megas
og Sigurð Pálsson lesa inn á
myndina textann þeirra (á mörg-
um stöðum heyrist að tal er
„döbbað" og svolítill vandræða-
gangur í hljóði, líklega er það af
íílri nauðsyn). Tinna Gunnlaugs-
dóttir, sem annars stendur sig
með ágætum, virðist ekki ná
miklu sambandi við persónu
galdrakonunnar Höllu.
Fyrir kverúlanta er erfitt að
heyra „kaupmann“ tala um að
sigja með fisk til „austurlanda“ —
á fjórtándu öld. Ekki bætir heldur
úr skák þegar maðurinn, ljós-
hærður og mæltur á íslensku,
kvartar yfir því hversu erfitt það sé
að vera gyðingur. Eða var það
misheyrn?
Dálítið erfitt er að umbera
sögulega ónákvæmni af þessu
tagi, sérstaklega í ljósi þess hversu
nákvæmlega er farið með söguleg-
ar staðreyndir í þeim atriðum sem
gerast nær nútímanum.
Þrátt fyrir að tilgreindur sé
mikill fjöldi aukaleikara virðist
myndin aldrei ýkja mannmörg.
Þetta skiptir kannski ekki miklu
máli. öllu alvarlegra er hversu
leikur í aukahlutverkum er yfir-
Ieitt vondur. Þetta verður enn
meira áberandi þegar maður ber
saman frammistöðu íslenskra
aukaleikara og fransks leikara sem
fer snilldarlega með lítið hlutverk
hásetans Burte. fslendingarnir
virðast alveg óskiljanlega klaufskir
og vandræðalegir og fara þá al-
gengu leið áhugaleikarans að
geifla sig og hreyfa sig of mikið
þegar smávægileg svipbrigði
hefðu dugað miklu betur. Kannski
er þetta leikstjórnarlegt atriði, og
þó — svipað hefur maður séð í
fjölda íslenskra kvikmynda. Máski
kunna íslendingar ekki að leika í
kvikmyndum — með örfáum
undantekningum?
Ýmislegt gætu þeir til dæmis
lært af Frakkanum Pierre Vaneck,
sem fer makalaust vel með hlut-
verk leiðangursstjórans, dr.
Charcots. Gerir ekki of og ekki
van, hefúr engin áberandi leikræn
tilþrif, en nær samt að hrífa áhorf-
andann með inn í þessa örlaga-
hringiðu.
Hins vegar dregur það frekar úr
áhrifamætti sögunnar en hitt að
skipbrotsmaðurinn Gonidec skuli
allan tímann æða um í hálf-
hýsterísku ástandi, svona eins og
hann hafi átt verulega bágt frá
fæðingu. Erjur hans við háseta eru
óskiljanlegar og bæta engu við.
Það er semsagt hægt að finna
ýmislegt að verki Kristínar. Það
breytir því þó ekki að heildaryfir-
bragð myndarinnar er glæsilegt;
kvikmyndatakan er oftast góð og
stundum bráðsnjöll. Svart fjall,
grasræma og bólgið haf eru glæsi-
leg umgjörð um atburðarásina —
líklega hefur sjórinn aldrei fengið
jafnveglegan sess í íslenskri bíó-
mynd.
Um miðbikið finnst manni lop-
inn að sönnu teygður óþarflega,
en það er áhorfendum ríkulega
bætt upp síðustu tuttugu mínút-
urnar; aðdragandi strandsins,
strandið og eftirleikur þess, lok
myndarinnar — þarna er óefað
glæsilegasti kafli sem hefur sést í
íslenskri kvikmynd.
Svo er að geta ffammistöðu Álf-
rúnar Örnólfsdóttur. Hrefna
hennar er frábært stelpuskott,
sem Álfrún leikur svo sniðuglega
að manni verður orðs vant. f raun
er nauðsyn að fara í bíó að sjá
hana — og þessa forvitnilegu
mynd sem er stærri í sniðum og
hugsun en gengur og gerist um ís-
lenskar myndir. Óttist menn að
kvikmynd eftir Kristínu Jóhann-
esdóttur hljóti að vera leiðinleg, þá
er það fullkominn misskilning-
ur...
Egill Helgason
Bongó oggœrur
Trúbrot
Trúbrot
★★★★
Grýiurnar
Mávastellið
............*★*.............
^HH^Endurútgáfa gamalla
^^iTMverka er eitt af því já-
kvæöasta við yfirtöku
- geislaplötunnar. Flest af
því sem er endurútgefið er reglu-
lega kærkomið á markaðinn. Af
fjölntörgum endurútgáfum Steina
hf„ sem þeir kalla hornsteina, eru
fyrsta plata Trúbrots og Mávastell
Grýlanna með því allra bitastæð-
asta.
Fyrsta breiðskífa Trúbrots var
unnin með hinni klassísku lið-
skipan; Gunna Þórðar og Rúnari
Júl, Kalla Sighvats, Gunnari Jökli
og Shady Owens, sem var fersk-
Framhald og meira afgagnrýni á
siðu 47.
18.00 Fjörkálfar.
18.30 Kobbi og klíkan.
18.55 Táknmálsfréttir.
19.00 ★ Auðlegð og ástríður. Áströlsk sápa.
19.25 ★ Sókn í stöðutákn. Breskt grín.
20.00 Fréttir.
20.35 Blóm dagsins. Njóli.
20.40 ★★★ Til bjargar jörðinni. Látum skynsemina ráða.
Flvernig geta pólitíkusar bætt umhverfið?
21.35 Ólympíuleikar fatlaðra. Sýnt frá opnunarhátíð.
21.50 Eldhuginn. Fyrsti þáttur af tuttugu og tveimur um
lögreglumann í Chicago, sem hefur setið í fangelsi
en sleppur út og fer að elta bófa með aðstoð þokka-
gyðju sem er lögfræðingur.
22.40 ★★ Grænir fingur. Hafsteinn tékkar á garði
Sigurveigar í Hraunkoti í Lóni. E
23.00 Fréttir.
■HmXEEÐnHI
18.00 Sómi kafteinn.
18.30 Ævintýri íóbyggðum.
18.55 Táknmálsfréttir.
19.00 Magni mús.
19.25 ★ Sækjast sér um líkir
20.00 Fréttir.
20.35 Blóm dagsins. Holtasóley.
20.40 ★★ Leiðin til Avonlea. Er þyrnum stráð.
21.30 ★★ Matlock. Kyntáknið Andy Griffith.
22.20 Strandverðir. Baywatch. Amerísk. í rauninni er
þetta þáttaröð fyrir sjónvarp, en fyrsti þátturinn er í
lengd bíómyndar. Umfj'öllunarefnið er stæltir strand-
verðir í Kaliforníu. Frekar hljómar það nú illa.
00.05 Natalie Cole. Þessi stúlka varð heimsfræg fyrir að
nota upptökutækni nútímans til að syngja á móti
löngu látnum föður sínum, Nat King Cole.
LAUGARDAG U R
14.00 íslenska knattspyrnan. Bein útsending frá næstsíðus-
tu umferð íslandsmótsins. Þennan dag keppa KA og
Valur, Breiðablik og ÍBV, ÍA og FH og KR og Þór.
16.00 íþróttaþátturinn. Vonandi ekki golf.
18.00 Múmínálfarnir.
18.25 Bangsi besta skinn.
18.55 Táknmálsfréttir.
19.00 Strandverðir. Framhald bíómyndarinnar frá því
kvöldið áður.
20.00 Fréttir.
20.35 Lottó.
20.40 Blóm dagsins. Tófugras. Fara þeir ekki að klára
flóruna?
20.45 Fólkið í landinu. Bryndís Schram talar við Eyþór
Sigmundsson póstkortaútgefanda.
21.10 ★ Hver á að ráða? Bara tveir þættir eftir. Við hljótum
að lifa það af!
21.35 ★★ Kerlu skal kálað. Throw Momma from the
Train. Amerísk, 1987. Svört kómedía,
útúrsnúningur úr frægri Hitchcock-mynd. Tveir
aðframkomnir menn skiptast á morðum, en annar
þeirra tekur samkomulagið með meiri alvöru en
hinn. Danny De Vito og Billy Crystal eru nokkurn
veginn eins og við mátti búast, en Anne Ramsey er
frámunalega ógeðsleg sem skapvond og hálfbrjáluð
kerlingarherfa.
23.00 ★★ Dion-bræður. The Dion Brothers. Amerísk,
1974. Kolanámumenn fara til stórborgar og gerast
glæpamenn. Stacy Keach er góður leikari, en mynd-
in hefur ekki elst vel.
17.50 Sunnudagshugvekja. Sigrún Helgadóttir líffræðingur
^■maaxiÐxaHNi
pælir í lífsgátunni.
18.00 Ævintýri úr konungsgarði.
18.30 Fyrsta ástin. Ástfangnir sænskir unglingar.
18.55 Táknmálsfréttir.
19.00 BernskubrekTomma og Jenna.
19.30 H Vistaskipti. Lífið í MR er skemmtilegra en þetta.
20.00 Fréttir.
20.35 Sjö borgir. Sigmar B. á kafFihúsum í Vínarborg, meðal
annars á slóðum Manuelu Wiesler og
Hundertwassers.
21.10 ★ Gangur lífsins. Væmið.
22.00 Noregi allt. Helgi Már Arthursson talar við Harald
Noregskongung sem kemur í opinbera heimsókn á
mánudag.
23.30 Alls ekkert ofbeldi. Þýsk sjónvarpsmynd um konu
sem er nauðgað og áhrif þess á líf hennar og
geðheilsu.
17.00 Samskipadeildin. íslandsmótið í fótbolta.
18.00 Háðfuglar. Þeir eru breskir og gera grín að sjálfum
sér og Bretum.
17.00 Konur í íþróttúm. Þær eru margar en fá ekki mikla
athygli. Þær hlaupa líka hægaren karlarnir.
17.30 Van Gogh í Arles. Mörg mestu meistaraverWn málaði
Van Gogh í Arles í Suður-Frakklandi. Þar er fagurt
landslag og mjúk bi»ta.
18.30 List Dogona. Dogonar eru ættbálkur í Malí sem á sér
mikla sögu og mikla menningu. Brot af því er
varðveitt á Metropolitan-safninu í New York.
16.45 Nágrannar.
MMTUDAGU R
17.30 ídraumalandi.
17.50 Feldur.
18.15 Flakkað um tímann. Leikinn myndaflokkur.
19.19 19.19.
20.15 ★★ Fótboltaliðsstýran. í ensku deildinni.
21.10 ★ Laganna verðir. Amerískar löggur.
21.40 ★★ Ofsahræðsla. Fear Stalk. Amerísk, 1989.
Ágæt leikkona, Jill Clayburgh, leikur sjónvarpskonu
sem þarf að verjast ásókn geðsjúklings sem vill taka
völdin í lífi hennar.
23.15 ★★ Hamskipti. Vice Versa. Amerísk, 1988.
Vinnuóður faðir og ellefu ára gamall sonur hans
skipta um hlutverk með dularfullum hætti. Bara
gaman. E
16.45 Nágrannar.
—nnii.ini;i—I
17.30 Krakkavísa.E
17.50 Á ferð með New Kids on the Block. Sem varð aldrei
vinsæl á íslandi.
18.15 Trýni og Gosi.
18.30 Eerie Indiana. Myndaflokkur. E
19.19 19.19.
20.15 HKæriJón.
20.45 ★★ Lovejoy.
21.40 ★★ Allt er breytingum háð. Things Change.
Amerísk, 1988. Fábrotinn skósmiður tekur á sig
sökina á morði fyrir mafíuforingja. Frekar þunnildis-
leg gamanmynd, en vel leikin. Gamla brýnið Don
Ameche fer á kostum.
23.30 ★★★ Ólíkir elskendur. White Palace. Amerísk,
1990. Uppi fellur fyrir miðaldra gengilbeinu á grill-
búllu. James Spader og Susan Sarandon leika prýði-
lega, ágætismynd.
01.10 ★ Bjarnarey. Bear Island. Amerísk, 1980.
Hæfileikum góðra leikara á borð við Donald
Sutherland, Vanessu Redgrave og Richard Widmark
er sóað í þessari spennumynd sem er gerð eftir sögu
Alistairs MacLean. E
09.00 Með afa. örn Árnason kominn úr sumarfríi.
LAUGARDAGUR
10.30 Lísa í Undralandi. Nýr teiknimyndaflokkur.
10.50 Spékoppar. Nýrteiknimyndaflokkur.
11.15 Einaf strákunum.
11.35 Mánaskífan.
11.55 Landkönnun National Geographic.
12.50 Bílasport. E
13.20 Visasport. E
13.50 ★★★ Ferð til fyrirheitna landsins. Road to Utopia.
Amerísk, 1945. Bing Crosby, Bob Hope og Dorothy
Lamour í Klondyke. Söngva- og dansamynd frá þeim
tíma þegar saklaust skemmtiefni dugði til að hafa
ofan affyrirfólki.
Fínt fyrir þá sem hafa gaman af svona.
15.15 ★ Persónur og leikendur. American Dreamer.
Amerísk, 1984 Óttalega þunn gamanmynd um
húsmóður sem vinnur ferð til Parísar og álítur sig
hetju í ævintýri.
E
17.00 ★ Glys.
17.50 Létt og Ijúffengt. Matreiðsluþáttur.
18.00 Popp og kók. Þáttur um popp og bíó.
18.40 Samskipadeildin. Dregurað leikslokurrv
19.19.19.19.
20.00 ★ Falin myndavél.
20.30 ★★ Morðgáta. Angela Lansbury aftur á ferð í
hlutverki Jessicu Fletcher sem leysir allar morðgátur.
Einhvern brodd vantar í þættina, en það fer allt eftir
smekk.
21.20 ★ Skollaleikur. See No Evil, Hear No Evil.
Amerísk, 1989. Asnaleg gamanmynd um blindan
mann og annan heyrnarlausan sem eru saklausir
grunaðir um morð. Enn hallar undan fæti fyrir Gene
Wilder og Richard Pryor.
23.10 ★★★★ Duld. The Shining. Amerísk, 1980.
Einhver besta hryllingsmynd bíósögunnar. Jack
Nicholson brosir djöfullega í hlutverki rithöfundar
sem tapar glórunni á einangruðu fjallahóteli. Stanley
Kubrick leikstýrir, þetta er síðasta markverða verk
hans.
01.25 Grafinn lifandi. Buried Alive. Amerísk, 1990.
' Sjónvarpsmynd um konu sem eitrar fyrir eiginmanni
sínum. Síðan gerast einkennilegir atburðir. E
09.00 Kormákur.
I^^MIMWWWWTWTW?WTW»W!WcWTWjWM^Hm
09.10 Regnboga-Birta. Nýrteiknimyndaflokkur.
09.20 Össi og Ylfa.
09.45 Dvergurinn Davíð.
10.10 Prins Valíant.
10.35 Maríanna fyrsta.
11.00 Lögregluhundurinn Kellý.
11.30 ídýraleit.
12.00 ★★ Fjölskylduflækja. Cousins. Amerísk, 1989.
Endurgerð á franskri gamanmynd um ástir sem
takast með svilfólki. Frummyndin var miklu betri. E
13.55 ítalski boltinn. Bein útsending. AC-Milan á móti
Atalanta. Fyrrtalda liðið er eiginlega of gott.
15.45 Á slóð stolinna dýrgripa. Á höttunum eftir lis.ta-
verkum og dóti sem nasistar stálu í stríðinu.
16.35 Gigt. Þáttur í tilefni af norrænu gigtarári. Það er fullyrt
að 50þúsund íslendingar séu með þennan sjúkdóm
í einhverri mynd.
17.00 Listamannaskálinn. Þýska tónskáldið Hans Werner
Henze. E
18.00 Lögmál listarinnar. Breskur myndaflokkur um gildi
listarinnar.
18.50 ★★★★ Kalli kanína og félagar. Ekta amerískar
teiknimyndir.
19.19 19.19.
20.00 ★ Klassapíur. Leiðinlegar ogljótar amerískar kerling-
' ar.
20.25 ★★ Root fer á flakk. Breskur gamanmyndaflokkur.
21.20 ★★ Stíað í sundur. Torn Apart. Amerísk, 1989.
Rómantísk (og frekar væmin) mynd um elskendur,
hann er gyðingur en hún Palestínukona. Ekki er sú
blanda líkleg til vinsælda.
22.50 Samskipadeildin.
23.00 ★★ Arsenio Hall. Dolly Parton lítur inn. Er hún með
sílíkon í brjóstunum?
23.45 ★★★ Síðasta óskin. Rocket Gibraltar. Amerísk.
1988. Stórleikarinn Burt Lancaster í mynd um
öldung sem fagnar afmælisdegi í faðmi fjölskyld-
unnar. Barnabörnin skilja hann betur en börnin. E
★★★★Pottþétt ★★★Ágætt ★★Lala ★Leiðinlegt ® Ömurlegt E Endursýnt efni