Pressan - 12.11.1992, Side 31
FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. NÓVEMBER 1992
f Þ R Ó T T I R
31
HVAÐ
SEGJA
ÞJÁLFAR-
ARNIR UNI
PÉIUR?
MILLINN BAK VIÐ
BESTA LID HEIMS
Pétur Ingvarsson, framherji
Hauka, hefur komið mjög á
óvart það sem af er tímabilinu.
Við fengum nokkra þjálfara til
að gefa honum umsögn.
„Aðal Péturs er vilji og geysileg
einbeitni skín út úr honum í
hverjum leik. Þá hefur sjálfs-
traustið aukist rosalega hjá
honum.“
Jón Kr. Gíslason, þjálfari (BK.
„Pétur er gríðarlega duglegur,
alltaf að. Vinnuhestur og
áræðnari en tígrisdýr.“
Friðrik I. Rúnarsson, þjálfari KR.
„Pétur er hugaður leikmaður
sem gefst aldrei upp og hefur
blómstrað undanfarið.“
Torfi Magnússon landsliðsþjálfari.
„Pétur er villtur og baráttu-
glaður. Auk þess er hann hæfi-
leikaríkur leikmaður sem hefijr
ekki einbeitt sér nóg að íþrótt-
inni fyrr en nú.“
(var Ásgrímsson, þjálfari Snæfells;
„Pétur er vaxandi leikmaður
sem orðinn er stórhættulegur.“
Svali Björgvinsson, þjálfarf Váls.
Það eru víst fáir sem draga í efa að lið AC
Milan er besta knattspyrnulið heims í dag
og jafnvel besta félagslið allra tíma. Ekki
nóg með að það hafi sýnt frábæran árangur
undanfarið í erfiðustu deildarkeppni í
heimi heldur er liðið að slá flest hugsanleg
met. Á ftalíu segja menn í hálfkæringi að
allt eins sé hægt að afhenda liðinu meistara-
titilinn strax og snúa sér að baráttunni um
annað sæti, slíkir eru yfirburðir liðsins sem
nú hefur leikið 44 leiki í deildinni án taps.
En að búa til lið sem AC Milan kostar sitt.
Þrátt fyrir að aðeins séu leyfðir þrír erlendir
leikmenn í einu þá á lið einn umgang vara-
manna. Það þýðir að frábærir leikmenn
eins og Jean-Pierre Papin frá Frakklandi,
Boban frá Króatíu og Savicevic frá Júgó-
slavíu eru á bekknum. Fremst fer hollenska
tríóið Ruud Gullit, Marco Van Basten og
Frank Rijkaard. Um daginn þegar Holland
og ftalía áttust við í landsleik voru tíu leik-
menn AC Milan inni á vellinum í einu; leik-
urinn líktist meira æfingu hjá liðinu.
ftalska deildarkeppninn er annað og
meira en keppni um meistaratitil. Hún er
einnig keppni á milli ríkustu manna ftalíu;
Silvio Berlusconi, eigandi AC Milan, Agn-
elli, Fíatkóngurinn sem á Juventus, og
Cragnotti, eigandi Lazio, eru þrír af ríkustu
mönnum Ítalíu. Þeir beita knattspyrnunni
fyrir sig á sama hátt og prinsarnir á I’talíu,
sem gerðu endurreisnina í listum að keppni
sín á milli fyrir fjórum öldum. Berlusconi
hefur verið líkt við Medici-ættina sem á
tímabili hafði þá Raphael, Leonardo da
Vinci og Michelangelo í listaliði sínu. Berl-
usconi hefur hollenska tríóið!
HEFUR EYTTFIMM MILUÖRÐUMI
LEIKMENN
Berlusconi er ríkasti maður Italíu að
dómi Fortune- tímaritins. Hann á verslun-
arkeðjur og fjölmiðlaveldi auk þess sem
hann hefur fjárfest víða. Þegar hann tók við
félaginu árið 1986 skuldaði það 1,5 millj-
arða króna. Síðan hefur hann eytt 5 millj-
örðum og aðeins fyrir síðasta tímabil reiddi
Jakob Sigurðsson
KVABTA EKKI UNDfl
UMHYGGJULEYSI
„Ég er svo heppinn að ég get
stundað vinnu þrátt fyrir
meiðslin,“ sagði Jakob Sigurðs-
son, fyrirliði Valsmanna, sem
nú annað árið í röð er kominn á
sjúkralista. Jakob sleit kross-
bönd í vinstra hné og óvíst hvort
hann verður meira með í vetur.
Jakob, sem er efnaffæðingur
að mennt, var við vinnu þegar
haft var samband við hann.
Hann sagði að það væri baráttu-
mál Félags fyrstudeildarleik-
manna að koma tryggingamál-
um á hreint og hefðu könnunar-
viðræður verið í gangi við trygg-
ingafélögin.
„Ég get ekki kvartað yfir um-
hyggjuleysi Valsmanna, en ég
geri ráð fýrir að fá einhverja að-
stoð frá félaginu vegna læknis-
kostnaðar," sagði Jakob. Hann
sagði að lækniskostnaðurinn
væri sem betur fer lítill því þetta
greiddist að mestu í gegnum
heilbrigðiskerfið.
„Hins vegar er endurhæfing-
in hrikaleg vinna og maður
hlakkar svo sem ekkert til þess,“
sagði Jakob, en ekki er enn ljóst
hvenær hann verður skorinn
upp við meiðslunum.
SÁ
SLEIP-
ASTI í
FLIKK-
FLAKKI
„Þetta er auðvitað affakst-
ur mikilla æfinga," sagði Jó-
hannes Níels Sigurðsson,
fimleikamaður og íþrótta-
kennaranemi, en hann sigraði
í öllum sex keppnisgreinum
karla á haustmóti Fimleika-
Jóhannes Níels Sigurðsson er í
(þróttakennaraskólanum á
Laugarvatni og ferðast fimm
sinnum í viku til Rej^javíkur á
æfingar.
sambands fs-
lands um síðustu helgi.
Jóhannes hefur æft fim-
leika ffá sjö ára aldri og segist
alltaf vera að bæta sig. Sem
kunnugt er hafa A-Evrópu-
menn verið í sérflokki í fim-
leikum en Jóhannes segir að
yfirburðir þeirra hafi minnk-
að. Hann bíður nú eftir að fim-
leikasambandið ákveði hvort
það sendir hann á mót erlend-
is.
Undanfarið hafa hann og
Guðjón Guðmundsson, sem
einnig er í Ármanni, verið f
sérflokki og marga hildi háð.
„Nei, þetta er allt í góðu á
milli okkar, við erum orðnir
| vanir þessari keppni,“ sagði Jó-
hannes.
KÖRFUBOLTI ÚRVAI.SDEILD
Keflavík - Snæfell kl. 20.00. Kefl-
víkingar eiga stórgott lið og ekk-
ert lið er öfundsvert af þvl að
lenda I kiónum á þeim I ham, en
Hólmarar eru glúrnir.
KR - Haukar kl. 20.00. Bræður og
frændur gegn þeim röndóttu. Við
veðjum á bræðurna.
KÖRFUBOLTI
l.DEILDKVENNA
KR - Grindavík kl. 20.00. Stelp-
urnar keppa í Hagaskóla meðan
strákarnir eru á fullu á Seltjarnar-
nesinu.
HANDBOLTI
1. DEILD KVENNA
Armann - Grótta kl. 21.15. Út-
lenska stúlkan hjé Ármenningum
átti að vera stórskytta en reyndist
hornamaður. Sem er allt I lagi þvl
stelpan er góð.
KR - Stjarnan kl. 18.00. Garða-
bæjarfraukurnar hljóta að vera
betri en Vesturbæjartáturnar.
KÖRFUBOLTI ÚRVALSDEILD
Breiöablik - Valur kl. 20.00. Blik-
ar eru búnir að reka liðþjálfann og
fá nýjan útlending.
Njarðvík - Skallagrímur kl.
20.00. Njarðvíkingum hefur engan
veginn gengið í vetur.
íWiWM^RiMataaaE
KÖRFUBOLTI ÚRVALSDEILD
Haukar - Tindastóll kl. 14.00.
Þetta verður én efa skemmtilegur
leikur. Valur Ingimundarson er
hreint ótrúlega sterkur ef hann er
ekki i banni.
KÖRFUBOLTI
l.DEILD KVENNA
KR - fS kl. 17.00. Þessi lið standa
framarlega í kvennakörfubolta á
(slandi.
Tindastóll - Njarðvík kl. 16.00.
Körfuboltaáhugi er ekki kynskiptur
á Króknum.
KÖRFUBOLTI ÚRVALSDEILD
Skallagrímur - Grindavík kl.
16.00. Skallgrímingar unnu Grind-
víkinga í fyrsta leik mótsins og
hljóta að geta gert það aftur,
enda á heimavelli.
Njarðvík - Keflavík kl. 20.00.
Það verður væntanlega allt vit-
laust í þessum nágrannaslag, en
Kéflvíkingar eru sigurstranglegri.