Morgunblaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÁTÖK Í DAMASKUS Til skotbardaga kom í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í gær og sögðu talsmenn stjórnvalda að hryðju- verkamenn hefðu gert árás í hverfi þar sem mikið er um sendiráð. Munu þeir hafa skotið sprengjum á hús sem áður hýsti skrifstofur Sameinuðu þjóðanna í borginni. Óljóst er um mannfall. Tæki skráir ferðir bíls Nýtt tæki sem Vegagerðin hefur verið að prófa getur mælt ekna kíló- metra og sent upplýsingarnar í gegn- um GSM-síma. Hefur efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis kynnt sér þessa tækni í tengslum við umfjöllun nefndarinnar um frumvarp um olíu- gjald og kílómetragjald. Tækið skráir allar ferðir bílsins sem það er sett í og býður upp á að hægt sé að fylgjast af- ar nákvæmlega með notkun á vegum. Hvetur til afvopnunar Muammar Gaddafi, leiðtogi Líbýu, heimsótti í gær framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í Brussel en hann hefur ekki farið til Evrópu í 15 ár. Gaddafi sagðist boða frið og hvatti allar þjóðir heims, einnig stórveldin, til að fara að dæmi Líbýumanna og afsala sér gereyðingarvopnum. Fjölbreytni fjölmiðla varin Samþykkt var skýrsla á Evrópu- þinginu í síðustu viku þar sem aðild- arlönd ESB eru hvött til að standa vörð um fjölbreytni fjölmiðla og tryggja sjálfstæði þeirra. Telur þing- ið að ráðandi staða fjölmiðlafyr- irtækis á markaði komi í veg fyrir fjölbreytta fjölmiðlaflóru, en hana beri að vernda í samkeppnislöggjöf. Hryðjuverkamenn teknir Stjórnvöld í Jórdaníu létu í gær sjónvarpa játningum nokkurra hryðjuverkamanna sem viðurkenndu að hafa ætlað að beita efnavopnum í árásum á hús leyniþjónustunnar í höfuðborginni Amman. Mennirnir segjast hafa fengið fé til að kosta árásina hjá al-Qaeda-samtökunum. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Umræðan 28/35 Viðskipti 12/13 Minningar 36/41 Erlent 14/18 Staksteinar 46 Höfuðborgin 20 Bréf 44 Akureyri 21 Kirkjustarf 47 Suðurnes 22 Dagbók 46/47 Landið 23 Fólk 52/57 Listir 26/27 Bíó 54/57 Forystugrein 30 Ljósvakamiðlar 58 Viðhorf 34 Veður 59 * * * Tímaritið Lifun fylgir Morgunblaðinu í dag til áskrifenda. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is ÞORGERÐUR Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra er sammála formönnum stjórnar- flokkanna um að afnema eigi af- notagjöld Ríkisútvarpsins. Komi til þess þurfi að finna aðrar leiðir til að fjármagna rekstur RÚV. „Það eru tvær leiðir sem helst hef- ur verið bent á; setja RÚV á fjár- lög, sem ég er ekkert sérstaklega hrifin af, eða setja á nefskatt. Ég held að það sé leið sem við ættum frekar að líta til,“ segir ráðherra. Hún vonar að ríkisstjórninni takist að koma með frumvarp sem lýtur að framtíðarskipulagi Ríkis- útvarpsins á haustþingi. Um þetta hafi verið fjallað undanfarin miss- eri en sé ekki enn leyst. Engin formleg nefnd vinni að þessu. Bendir hún á að samkvæmt til- mælum í skýrslu nefndar um eign- arhald á fjölmiðlum beri stjórn- völdum að setja ákveðinn ramma um starfsemi RÚV og hugsanlega nýja skipan stofnunarinnar. Þetta sé því kannski meira knýjandi nú, eftir framlagningu frumvarps um eignarhald fjölmiðla og skýrslu nefndarinnar. Vill ekki RÚV á fjárlög Markús Örn Antonsson útvarps- stjóri segir að formenn stjórnar- flokkanna hafi ekki getið þess hvað ætti að koma í stað afnota- gjalda. Af tæknilegum ástæðum kunni þó að vera nauðsynlegt að endurskoða þennan aðaltekjustofn RÚV. „Nokkrar leiðir koma til álita: nefskattur sem lagður sé á alla einstaklinga og fyrirtæki og inn- heimtur með öðrum sköttum, eða þá fasteignabundinn tekjustofn sem innheimtur yrði með fast- eignagjöldum. Allra lakasta vil ég þó telja þá hugmynd að setja Rík- isútvarpið á fjárlög þannig að aðal- tekjustofn þess yrði háður árlegri ákvörðun stjórnmálamanna. Þá yrði þessi stofnun, sem á eðli sínu samkvæmt að veita stjórnmála- mönnum og stjórnvöldum nauð- synlegt aðhald, orðin háðari þeim um fjárveitingar en nokkru sinni hefur verið. Þetta er spurning um sjálfstæði almannamiðilsins,“ segir Markús Örn. Menntamálaráðherra boðar afnám afnotagjalda RÚV Nefskattur álitlegur kostur fyrir RÚV ÁTTA skipverjar af varðskipinu Tý fóru á Springer-bát í Kol- beinsey á þriðjudagskvöldið en varðskipið átti leið um svæðið. Landhelgisgæslan fer reglulega í Kolbeinsey, bæði til að fylgjast með stærð hennar og eins hefur það æfingagildi fyrir áhafnirnar á varðskipunum. Sífellt brotnar úr Kolbeinsey, aðallega norðan- og austanverðri eynni. Hún er því stöðugt að minnka. Ljósmynd/Landhelgisgæslan Stigu á land í Kolbeinsey RÍKISLÖGREGLUSTJÓRINN hefur lokið rannsókn sinni á líkfund- armálinu svokallaða og sendi ríkis- saksóknara málsgögn í gær. Beðið er því ákvörðunar um hvort höfðað verð- ur opinbert mál með útgáfu ákæru á hendur þremur sakborningum máls- ins. Málið kom upp í kjölfar þess að lík Litháans Vaidasar Juceviciusar fannst í höfninni við Netagerð Frið- riks Vilhjálmssonar í Neskaupstað 11. febrúar. Rannsókn hófst hjá Sýslumanninum á Eskifirði í sam- vinnu við lögregluna í Reykjavík og ríkislögreglustjóra. Leiddi hún til handtöku tveggja Íslendinga og eins Litháa hinn 20. febrúar. Ríkislög- reglustjóri tók við rannsókn sýslu- manns þann 2. mars og tíu dögum síð- ar höfðu tveir sakborninganna játað aðild sína að málinu. Talið er víst að málið hafi upphaflega snúist um fíkni- efnainnflutning með því að Vaidas heitinn hafi borið fíkniefni innvortis frá Litháen. Stífla í meltingarvegi hafi leitt hann til dauða. Sakborningarnir þrír hafi ákveðið að flytja lík hans til Neskaupstaðar og sökkt því í höfnina. Rannsókn á líkfundar- máli lokið ÍSLENSKA kvikmyndasamsteypan ehf. hefur óskað eftir gjaldþrota- skiptum auk tveggja dótturfélaga. Fyrirtækið hefur verið í greiðslu- stöðvun undanfarna mánuði og voru gerðar árangurslausar tilraunir til að afla fjármagns til nauðasamninga á því tímabili. Auk þess hafa dóttur- félögin Regína ehf. og Fálkar ehf. óskað eftir gjaldþrotaskiptum af sömu ástæðum. Friðrik Þór Friðriksson, eigandi Íslensku kvikmyndasamsteypunnar, segir gjaldþrot fyrirtækisins vera ná- lægt 400 milljónum króna og eigi Landsbanki Íslands megnið af kröf- unum í fyrirtækið. Verkefni fyrirtæk- isins séu hins vegar ekki í hættu þar sem þau séu á vegum sérfyrirtækja. Fimm starfsmenn starfa nú hjá Ís- lensku kvikmyndasamsteypunni. Íslenska kvikmynda- samsteypan ehf. 400 milljóna króna gjaldþrot BORGARSTJÓRA Reykjavíkur hef- ur verið falið að leita eftir viðræðum við Valgerði Sverrisdóttur iðnaðar- ráðherra um hvernig Reykjavíkur- borg geti losað sig út úr eignarhaldi og ábyrgðum á raforkuframleiðslu Landsvirkjunar. Var tillaga þess efnis samþykkt með fjórum samhljóða at- kvæðum í borgarráði í gær. Tekið er fram að sala borgarinnar á eignarhlut sínum sé langtímamarkmið. Vilja út úr Landsvirkjun DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra afhenti í gær rektor Oxfordháskóla í Englandi styrk frá ríkisstjórninni vegna kennslu í íslenskum fornbók- menntum. Nemur styrkurinn sem svarar til 3,3 milljóna króna. Davíð er í tveggja daga heimsókn til Oxfordháskóla í boði rektors. Hann hélt í gær fyrirlestur við skól- ann um stefnu Íslands gagnvart Evrópusambandinu og skoðar í heimsókninni ýmsar deildir og stofn- anir skólans, þar á meðal sérstakt safn íslenskra bókmennta. Veitti Oxford- háskóla styrk ♦♦♦ ♦♦♦ ♦♦♦ EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur við- urkennt að ekki sé þörf sérstakra aðgerða á Íslandi til þess að fylgja eftir hugmyndum sambandsins um flugvernd annars vegar og orku- nýtni bygginga hins vegar. Samkvæmt upplýsingum utanrík- isráðuneytisins er með undanþág- unni frá reglugerð um flugvernd komið í veg fyrir útgjöld íslenskra flugmálayfirvalda sem áætlað var að gætu numið um 800 milljónum króna á ári að óbreyttu. ESB sam- þykkti að reglugerð um flugvernd og tilskipun Evrópusambandsins um bætta orkunýtni bygginga yrði tekin upp í EES-samninginn með sérstakri undanþágu að því er Ís- land varðar. Allir lögðust á eitt Mikil vinna fór fram af hálfu utan- ríkisþjónustunnar við að fá ESB til að viðurkenna sérstöðu Íslands og var m.a. fulltrúum sambandsins boðið til Íslands og þeim kynntar að- stæður á helstu flugvöllum á Íslandi. „Okkur fannst sérstaklega mikið afrek að ná fram undanþágunni varðandi flugvernd, því það hefði kostað okkur mikil útgjöld,“ segir Grétar Már Sigurðsson, skrifstofu- stjóri viðskiptaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins. „Það var gott sam- starf á milli utanríkisráðuneytisins, Flugmálastjórnar, samgönguráðu- neytisins og sendiráðsins í Brussel. Allir þurftu að leggjast á eitt um að ná þessu fram. Málflutningurinn hefur skilað árangri og er þetta með bestu dæmum sem við höfum í seinni tíð um ákveðinn skilning á sjónarmiðum Íslands,“ segir hann. Í kjölfar hryðjuverkanna í Banda- ríkjunum þann 11. september árið 2002 samþykkti ESB nýja reglugerð um flugvernd sem tók gildi fyrir réttu ári. Hún er liður í átaki ESB í að tryggja öryggi loftfara gagnvart utanaðkomandi ógnum á borð við hryðjuverk. Frá því að reglugerðin var samþykkt hafa staðið yfir samn- ingaviðræður um undanþágu fyrir Ísland og hefur Evrópusambandið nú fallist á að vegna sérstakra land- fræðilegra aðstæðna skuli innan- landsflug á Íslandi vera undanþegið ákvæðum reglugerðarinnar. Að mati Grétars Más hefði inn- leiðing reglugerðar ESB um flug- vernd að óbreyttu kallað á stórhert öryggiseftirlit á þeim flugvöllum sem þjóna innanlandsfluginu og það sé mat flugmálayfirvalda að fjár- festa hefði þurft í tækjabúnaði fyrir um 350 milljónir króna. Að auki hefði verið nauðsynlegt að fjárfesta í tækjum til leitar í handfarangri og á farþegum til notkunar á helstu inn- anlandsflugvöllum. Þá hefði kostn- aður við að standa undir slíku hertu eftirliti numið um 800 milljónum króna á ári sem að stærstum hluta sé launakostnaður. Mögulegt að fá ESB til að viðurkenna sérstöðu Íslands Þá hefur ESB viðurkennt að ekki sé þörf sérstakra aðgerða á Íslandi til þess að fylgja eftir hugmyndum sambandsins um orkunýtni bygg- inga. Haft er eftir Kjartani Jóhanns- syni, sendiherra í Brussel, í vefriti utanríkisráðuneytisins, að bæði þessi mál sýni, að mögulegt sé í ein- stökum tilvikum að fá ESB til að viðurkenna sérstöðu Íslands þegar undanþágan gangi ekki gegn mark- miðum viðkomandi gerðar. ESB veitir Íslandi undanþágu á sviði flugverndar Spara 800 milljóna útgjöld vegna flugverndarmála
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.