Morgunblaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Við erum í góðum málum, það eru fleiri okkur líkir, Dóri minn. Sálfræðilegir áhrifaþættir o.fl. Áhrifavaldar í brennidepli Félag um lýðheilsustendur fyrir nám-skeiði um sálfræði- lega áhrifaþætti heilbrigð- is, heilsulæsi og ójafnræði til heilsu, samanber yfir- skrift þess sem síðar verð- ur skoðuð nánar. Nám- skeiðið er í samstarfi við Endurmenntun HÍ og haldið hjá Endurmenntun HÍ á Dunhaga 7 dagana 4. og 5. maí nk. og hefst kl. 8.30 á þriðjudeginum og endar kl. 12.30 á miðviku- deginum. Morgunblaðið lagði nokkrar spurningar fyrir Þórarin Sveinsson, stjórnarmann í Félagi um lýðheilsu. – Hvað er Lýðheilsu- félagið? „Félag um lýðheilsu var stofnað fyrir um 3 árum í kjölfar vel heppnaðs námskeiðs um lýð- heilsu. Námskeiðið sem nú er haldið er einmitt með svipuðu sniði og námskeiðið þá. Lýðheilsa vísar til heilbrigðis og lífsgæða al- mennings og er þýðing á því sem á ensku er kallað „public health“. Lýðheilsa sem fræðigrein fjallar um það hvernig bæta megi heil- brigði og auka lífsgæði almenn- ings með heilsuvernd, heilsuefl- ingu og ýmsum forvörnum gegn sjúkdómum og skertum lífsgæð- um. Að lýðheilsu koma margar ólíkar fræðigreinar eins og heil- brigðisfræði, líffræði, félagsfræði, sálarfræði og stjórnmálafræði. Lýðheilsa hefur sem sagt margar hliðar eins og t.d. félagslegar, stjórnmálalegar og menningar- legar hliðar.“ – Hver er yfirskrift námskeiðs- ins og hvað felur hún í sér? „Yfirskrift námskeiðsins er „Sálfélagslegir áhrifaþættir heil- brigðis, heilsulæsi og ójafnræði til heilsu“. Yfirskriftin felur margt í sér. Í fyrsta lagi þá fjallar nám- skeiðið um það hvernig félagsleg- ar aðstæður og sálrænir álags- þættir hafa áhrif á líðan okkar og möguleika okkar til að lifa heil- brigðu lífi. Þá verður einnig fjallað um svokallað heilsulæsi. Heilsu- læsi er það hversu vel meðvitaðir og upplýstir einstaklingarnir eru um eigið heilbrigði og um það hvernig þeir geta haft áhrif á heilsuna, t.d. með því að breyta lífsháttum sínum og aðstæðum. Dæmi um atriði sem hægt er að hafa áhrif á og skipta heilsuna máli eru hreyfing og mataræði. Þá er einnig í námskeiðinu komið inn á ójafnræði til heilsu sem þýðir að einstaklingarnir eru misjafnlega í stakk búnir til að efla heilsuna og nýta sér þær leiðir og þjónustu sem í boði eru til heilsueflingar. Markmiðið er að tengja síðan alla þessa þætti saman í námskeið- inu.“ – Hvert er tilefni námskeiðsins? „Tilefnið er nú fyrst og fremst að vekja athygli á mikilvægi sál- rænna og félagslegra áhrifaþátta á heilbrigði og lífsgæði. Við viljum koma lýðheilsu inn í umræðuna ekki síst núna þegar umræða um kostnað og niðurskurð er áber- andi. Við hjá Félagi um lýðheilsu teljum mikil- vægt að huga að námi í lýðheilsufræðum á háskólastigi. Munum við nýta okkur erlendu fyrirlesarana á meðan þeir eru hér og ætlum að ræða þessi mál við forsvarsmenn nokkurra há- skóla hér á landi samhliða nám- skeiðinu.“ – Hvernig verður námskeiðið sett upp? „Námskeiðið byggist á innlend- um og erlendum fyrirlesurum. Fyrstan skal nefna Don Nutbeam sem er yfirmaður heilbrigðisskól- ans við Háskólann í Sydney í Ástr- alíu og var yfirmaður lýðheilsu- mála í breska heilbrigðisráðu- neytinu á árunum 2000–2003 og þar áður prófessor í lýðheilsu við Háskólann í Sydney. Nutbeam hefur stundað rannsóknir á áhrifaþáttum heilbrigðis og skrif- að mikilvægar fræðigreinar um lýðheilsu. Hann hefur því geysi- mikla þekkingu og reynslu af lýð- heilsumálum og er auk þess kröft- ugur og líflegur fyrirlesari. Hann mun m.a. fjalla um heilsulæsi, ójafnræði til heilsu og stefnumót- un í lýðheilsumálum. Tarani Chandola er einnig fyrirlesari á námskeiðinu en hann er vísinda- maður við University College í London. Hann er heilbrigðis- félagsfræðingur og fjallar m.a. um hina viðurkenndu Whitehall-rann- sókn sem hann hefur komið að og hefur haft umtalsverð áhrif á stefnumótun breskra stjórnvalda um lýðheilsu og aðgerðir til að draga úr ójafnræði til heilbrigðis. Auk þess verða fjórir íslenskir fyrirlesarar, þau Harpa Njáls MA, sérfræðingur á Borgar- fræðasetri HÍ, dr. Hólmfríður Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá Vinnueftirliti ríkisins, dr. Inga Dóra Sigfúsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu, og dr. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri. Harpa fjallar um rannsóknir sínar á því hvernig fátækt á Íslandi hefur áhrif á heilsu barna. Hólmfríður mun fjalla um ójafnræði á milli hópa m.t.t. heilsufars og byggist þar á nýjum rannsóknum sínum. Inga Dóra fjallar um vímuefna- neyslu unglinga og mikilvægi rannsókna til að móta stefnu og aðgerðir stjórnvalda á því sviði. Þorsteinn talar um stefnumótun á sviði lýðheilsu og nýtingu rann- sókna í því tilliti.“ – Fyrir hverja er námskeiðið? „Námskeiðið er ætlað fagfólki í félags- og heilbrigðisþjónustu og uppeldis- og kennslufræðum.“ Þórarinn Sveinsson  Þórarinn Sveinsson fæddist í Mosfellssveit 3.8. 1957. Stúdent frá ML, 1977. B.Sc. í líffræði frá líffræðiskor HÍ, 1981. M.Sc. í líf- eðlisfræði frá Manitoba-há- skólanum, 1986. Ph.D. í lífeðlis- fræði frá Manitoba-háskólanum, 1992. Starfað við HÍ síðan 1991, fyrst sem stundakennari, síðan lektor, 1993, og dósent síðan 1997 í lífeðlisfræði við sjúkra- þjálfunarskor HÍ. Er og í stjórn Félags um lýðheilsu. Maki er Kristjana Gunnarsdóttir for- stöðumaður. Börn: Sveinn 25 ára og Edda Sólveig 9 ára. …koma lýð- heilsu inn í umræðuna ÞAÐ eru margar kynjaskepnur sem leynast í nátt- úrunni ef vel er að gáð. Þennan tröllkarl er að finna á Þingvöllum. Engum sögum fer af athöfnum hans í lifandi lífi, en ljóst er a.m.k. að hann er orðinn að steini og fylgist með mannlífi og dýralífi á Þingvöll- um. Orðinn að steini VILJI Dana til að tryggja sér hafs- botnsréttindi á Hatton-Rockall svæðinu og ákvörðun um að leggja tæplega 1.600 milljónir íslenskra króna í rannsóknir á svæðinu til árs- ins 2007, breyta engu um áform Ís- lendinga um að gera tilkall til svæð- isins, að mati Tómasar H. Heiðar, þjóðréttarfræðings í utanríkisráðu- neytinu. „Þetta kemur í sjálfu sér ekki á óvart. Um er að ræða mælingar sama eðlis og þær sem hófust hér á landi fyrir nokkrum árum,“ segir Tómas. Hann segir að Íslendingar hafi gert ráð fyrir um 700 milljónum króna í rannsóknir á þeim þremur svæðum sem Íslendingar gera tilkall til, þ.e. á Reykjaneshrygg, Hatton- Rockall-svæðinu og Síldarsmugunni. Tómas segir að vinnunni miði vel og að áætlað sé að ljúka henni árið 2006. Skip Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson, hefur m.a. stundað mælingar í þessu skyni, en svæðið sem er til rannsóknar samsvarar þrettánföldu landsvæði Íslands. Rannsóknirnar eru liður í undir- búningi greinargerðar til land- grunnsnefndar Sameinuðu þjóðanna um mörk landgrunns Íslands utan 200 sjómílna. Hvað Hatton-Rockall svæðið varðar hafa Bretar og Írar, auk Íslands og Danmerkur, sem ger- ir kröfu fyrir hönd Færeyja, gert til- kall til svæðisins. Rannsóknirnar miðast að því að staðsetja ytri mörk landgrunnsins og mun Ísland færa rök fyrir því að umrædd svæði séu náttúrulegt framhald af landinu. Ís- land hefur frest þar til í maí árið 2009 til að skila inn greinargerð, en stefnt hefur verið að því að gera það mun fyrr. Búist er við því að Danir gerist að- ilar að hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna á þessu ári og munu Danir þá hafa tíu ár til að skila inn grein- argerð, eða allt til ársins 2014. Eftir að greinargerð hefur verið lögð fram gerir landgrunnsnefnd Sameinuðu þjóðanna tillögur um mörk landgrunns viðkomandi ríkis og skulu mörk landgrunnsins, sem strandríki ákveður á grundvelli þessara tillagna, vera endanleg og bindandi. Danir vilja tryggja sér hafsbotnsréttindi við Hatton-Rockall Breytir engu um áform Íslendinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.