Morgunblaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2004 27 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Nú getur þú tryggt þér síðustu sætin í sólina í maí á hreint ótrúlegum kjörum og tryggt þér síðustu sætin til Benidorm, þessa vinsæla áfanga- staðar. Sumarið er komið á Spáni og hér getur þú notið lífsins við frá- bærar aðstæður og nýtur traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Þú bókar ferðina og 3 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir í fríinu. Munið Mastercard ferðaávísunina Stökktu til Benidorm 19. maí frá kr. 29.995 Verð kr. 29.995 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, flug, gisting, skattar. Staðgreiðsluverð, vikuferð. 19. maí. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Almennt verð kr. 31.500. Verð kr. 39.950 M.v. 2 í íbúð/stúdíó, flug, gisting, skattar. 19. maí. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Almennt verð, kr. 41.950. Val um 1 eða 2 vikur. Á HÁDEGISTÓNLEIKUM Hafn- arborgar kl. 12 á morgun fær Ant- onía Hevesi til sín fiðluleikarann Zsigmond Lázár. Það er ekki bara tónlistin sem sameinar þessa tvo listamenn, heldur fléttast rætur þeirra einnig saman. Antonia, sem er píanóleik- ari og listrænn stjórnandi hádeg- istónleikanna, er frá Ungverjalandi þar sem hún stundaði nám í kór- stjórn auk náms í söng- og hljóm- fræði. Hún stundaði orgelnám í Austurríki hjá prófessor Otto Bruckner frá árinu 1990 en fluttist til Íslands árið 1992 og hefur kom- ið mikið við sögu í tónlistarlífinu hér. Hún starfar nú sem orgel- og píanóleikari í Hafnarfjarðarkirkju og var auk þess í hlutastarfi sem æfingapíanisti við Íslensku óper- una í vetur. Tónlist tengd uppruna Zsigmond kemur einnig frá Ung- verjalandi, fæddist þar árið 1964. „Zsigmond á sér fjölbreyttari ræt- ur en ég,“ segir Antonía, „afi hans var hálfur Rúmeni og hann er einn- ig af gyðingaættum.“ Hún segir að þau hafi ákveðið að flytja á tónleikunum þjóðlega tón- list sem tengist uppruna þeirra beggja, ungverska, rúmenska, gyð- inglega og austurríska. „Við byrj- um tónleikana á hinum kunna 5. ungverska dansi eftir Brahms og þar sem ég á líka sterkar rætur í Austurríki, flytjum við aust- urrískan dans, konsertpolkann La Canari eftir F. Poliakin. Næst á dagskrá er ungverskur þjóðdans sem heitir Csárdás, eftir Ítalann V. Monti. Svo flytjum við hefðbundið klezmerlag sem leikið er við brúð- kaup, Fihren Di Makhetonim Aheim. Við ljúkum tónleikunum með ofsalega fjörugu og stór- skemmtilegu þjóðlagi frá Rúmen- íu.“ Zsigmond býr nú og starfar á Stöðvarfirði þar sem hann er org- anisti, kórstjóri og tónlistarkenn- ari. Hann er víðförull tónlist- armaður en er hingað kominn til að njóta kyrrðar frá skarkala heimsins. „Hann er hér að sækjast eftir friði til að æfa og semja tón- list. Þegar ég hringdi í hann og sagði að nú væri friðurinn úti og tími til kominn að kynna sig fyrir Íslendingum brást hann vel við. Hann er mjög fær tónlistarmaður og tónsvið hans er breitt. Hann hefur verið starfandi tónlist- armaður frá 18 ára aldri og leikið á fiðlu með djass- og klezmer- hljómsveitum auk þjóðtónlist- arhópa. Jafnframt þessu hefur hann spilað á hljómborð í funk- hljómsveit og unnið með nútíma- tónlistarmönnum,“ segir Antonía. Víðförull tónlistarmaður Sem fiðluleikari hefur hann spil- að í flestum löndum Evrópu, auk Bandaríkjanna, Kanada, Japans og Egyptalands. Árið 1994 sigraði Zsigmond í kammertónsmíða- keppninni í Szeged í Ungverja- landi. Meðal verka hans má finna kammermúsík, kórtónlist, verk fyr- ir sinfóníuhljómsveit sem og djass- tónlist og verk fyrir big band- hljómsveitir. Árið 2003 varð hann þess heiðurs aðnjótandi að vera gerður að meðlimi í Félagi ung- verskra tónsmiða. „Þjóðlagatónlistin er honum í blóð borin og ég hlakka afskaplega til þessara tónleika og veit að þetta verður alveg sérstök upplifun,“ segir Antonía. Aðgangur að Hádegistónleikum Hafnarborgar er ókeypis. Sérstök upplifun Morgunblaðið/Sverrir Antonía Hevesi og Zsigmund Lázár við flygil Hafnarborgar. Í REYKJAVÍK og nágrenni má sjá umhverfislist nemendahóps frá Listaháskóla Íslands sem hann vinn- ur að fram á fimmtudag. Listamenn- irnir eru níu og vinna í ýmsa miðla. Kennari á námskeiðinu er Bryndís Snæbjörnsdóttir. Bjarki Bragason hefur und- anfarnar vikur unnið með sjúkra- og slökkviliði höfuðborgarsvæðisins m.a. hefur Bjarki með aðstoð slökkviliðsins staðið fyrir því að upp- lýsa æfingaturn slökkviliðsins við Skógarhlíð. Sjá má upplýstan turn- inn á hverju kvöldi út þessa viku. Í dag mun Gabriele Porta vinna lítið verk við húsahorn á Berg- þórugötu. Kristjan Zaklynsky hefur komið upp draugaskiltum víðs vegar um borgina á stöðum er sögusagnir herma að þessar verur ráði eða hafi ráðið ríkjum. Guðný Hrund Sigurð- ardóttir ætlar að vinna verk á Laugaveginum sem kallast „spor“. Hún mun merkja á sérstakan hátt ákveðna leið niður Laugaveginn, Bankastræti og Austurstræti. Hye Joung Park hefur unnið 12 póstverk sem send verða með ákveðnu millibili til útnefndra Ís- lendinga. Hey efnir til gjörnings sem kallast „Grid of Perfection“ í pósthúsinu í Austurstræti. María Antal verður með hljóðverk í Kringl- unni. Þessi verk eru unnin með hljóð sem María hefur tekið upp á nokkr- um stöðum í borginni og sett saman á sinn hátt. María hefur unnið þessi verk í samvinnu við forstöðumenn Kringlunar og munu verkin verða flutt í hátalarakerfi hennar í fullri mynd á fyrirfram ákveðnum degi í maímánuði. Í dag verður útvarpað stuttri kynningu á verki hennar um hátalarakerfi Kringlunnar. Anna María verður með hljóðverk sem staðsett verður í Öskjuhlíðinni, suðvestur af Perlunni. Á fimmtudag má sjá verk Arngríms Borgþórs- sonar sem hann hefur teiknað í und- irgöngum við Reykjavíkurveg (niður af Arnarneshæð, Hafnarfjarð- armegin). Innblástur hans kemur frá vaxtarmunstri ákveðins gróðurs. Karl Bergmann Ómarsson er með innsetningu í Hljómskálagarði, en hann hefur átt í „erótísku“ sambandi við staðinn. Umhverfislista- verk í borginni PÍANÓLEIKARINN og tón- skáldið Snorri Sigfús Birgisson og óperusöngvarinn Ólafur Kjartan Sigurðarson fluttu verk eftir Snorra Sigfús á hádegistónleikum í Nor- ræna húsinu miðvikudaginn 14. apr- íl. Fyrst flutti Snorri Sigfús tvö pí- anóverk, Árstíðirnar (1984) og Portrett nr. 1 (1997). Árstíðirnar eru í fjórum þáttum Sumar – Haust – Vetur – Vor, þar sem hver árstíð hefur sinn eigin kar- akter. Portrett nr. 1 hlýtur eins og nafnið bendir til að vera persónuleg lýsing tónskáldsins á ákveðinni per- sónu og er að ýmsu leyti mun þrosk- aðra verk en Árstíðirnar en um leið einnig svo ólíkt í karakter, kannski dálítið einhæft á kafla en með fal- legan ómblíðan enda. Snorri lék þessi verk sín mjög hnitmiðað með fallegum blæbrigðum. Vier Rübenerlieder fyrir baritón og píanó er samið árin 2002 og 2003. Tuvia Rübner (f. 1924) yrkir ljóð sín á hebresku og þýsku. Ólafur söng ljóðin á þýsku. Það fyrsta Du bist (Þú ert) var frumflutt í desember 2003 í Freiburg í Þýskalandi en hin þrjú voru frum- flutt hér. Hin þrjú ljóðin eru Komm doch (Komdu), Wie ein Baum (Eins og tré) og Da die Wörter blind sind (Þegar orðin eru blind). Það þarf ekki að fjölyrða mikið um lögin, þau falla einstak- lega vel að textan- um og túlka inni- haldið vel. Þau eru mjög krefj- andi fyrir söngv- arann sem hefur lítinn sem engan stuðning frá pí- anóinu og stund- um jafnvel hið gagnstæða. Túlk- un Ólafs Kjartans var hrein snilld og heildarflutn- ingurinn mjög áhrifamikill. Prokofíef, Ber- stein og Bartók Á háskólatón- leikunum í Nor- ræna húsinu mið- vikudaginn 21. apríl leiddu þau Tómas Guðni Eggertsson píanóleik- ari, Dimitri Þór Ashkenazy klarin- ettleikari og Sif M. Tulinius fiðlu- leikari saman hesta sína og eins og við var að búast varð úr hin glæsi- legasta tónveisla. Dimitri Þór hefur ekki leikið mikið opinberlega hér á landi og er það synd því hann er hreinn snillingur á hljóðfærið og það vissu þeir sem fylltu sal Norræna hússins til að hlýða á leik þeirra þre- menninganna. Tónleikarnir hófust á Fimm mel- ódíum op. 35 eftir Sergej Prokofiev (1891-1953) sem upphaflega voru samin 1920 fyrir söngrödd með pí- anóleik en tónskáldið umritaði síðan 1925 fyrir fiðlu og píanó. Erfitt er að ímynda sér mannsröddina reyna við þetta verk, svo krefjandi sem það er fyrir fiðluna. Annað verkið var Sónata fyrir klarinett og píanó op. 1 (1941-2) eftir Leonard Bernstein (1918-1990). Í sónötunni blandast áhrif frá djassi og suður-amerískri tónlist hinni venjubundu vestrænu hefð. Síðast var Contrasts fyrir fiðlu, klarinett og píanó (1938) eftir Béla Bartók (1881-1945). Tríóið er samið í tveim- ur þáttum fyrir Benny Goodman sem frumflutti það ásamt Szigeti og Endre Petri 1939, síðan bætti Bartok við einum þætti og mun það hafa verið flutt þannig fyrst 1940. Bartok mun hafa hugsað sér tvær fiðlur þar sem önnur er stillt í Gis,- D,-A,-Es (scordatura). Þessi stilling setur heldur betur svip á verkið sem er einnig undir greinilegum áhrifum þjóðlaga- og/eða sígaunatónlistar þar sem notaðir eru aðrir tónskalar en í hefðbundinni tónlist þannig að allt virðist fljótandi í „bláum“ tónum sem einnig eru ráðandi í djasstón- listinni. Allir hljóðfæraleikararnir fóru á kostum á þessum tónleikum þar sem öll verkin voru heldur betur í erf- iðari kantinum og bera þess vott að vera samin fyrir snillinga. Tómas sýndi hæfni sína við píanóið. Sif sýndi snilld sína á fiðlunni í fyrra verkinu ekki síður en því síðara. Dimitri Þór sýndi svo ekki verður um villst að hann er hreinn snill- ingur á klarinettið og samleikurinn og flutningurinn á Bartók var hreint stórglæsilegur. Áhrifamikill flutningur TÓNLIST Norræna húsið PÍANÓ- OG SÖNGTÓNLEIKAR Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari og Ólafur Kjartan Sigurðarson óperusöngv- ari flytja lög eftir Snorra Sigfús Birgisson. Miðvikudagurinn 14. apríl 2004 kl. 12.30. Norræna húsið KAMMERTÓNLEIKAR Dimitri Þór Ashkenazy á klarinett, Sif M. Tulinius á fiðlu og Tómas Guðni Eggerts- son á píanó. Verk eftir Prokofief, Bern- stein og Bartók. Miðvikudagurinn 21. apríl 2004 kl. 12.30. Jón Ólafur Sigurðsson Dimitri Þór Ashkenazy Snorri Sigfús Birgisson Ólafur K. Sigurðarson STÓR hópur grunnskólanema í Ísa- fjarðarbæ heldur tónleika undir yf- irskriftinni „Vorvindar glaðir II“ í Hömrum, sal Tónlistarskóla Ísa- fjarðar kl. 20 í kvöld. Nemendurnir, sem flestir eru á mið- eða framhalds- stigi leika á ýmis hljóðfæri fjöl- breytta tónlist af léttara taginu í bland við klassísk tónskáld á borð við Bach, Mozart, Schumann og Chopin. Vorið úr Árstíðunum Viðamesta verkið á efnisskránni er Vorið úr Árstíðunum eftir Vivaldi, þar sem Halldór Sveinsson leikur að- aleinleikshlutverkið með strengja- sveit skólans. „Vorið“ í Hömrum ÁKVEÐIÐ hefur verið að hafa tvær aukasýningar á leikritinu Eldað með Elvis í Samkomuhúsinu á Akureyri. Leikritið var sýnt sex sinnum nyrðra fyrir skemmstu og komust færri að en vildu. Nú hefur tekist að bæta við tveimur allra síðustu auka- sýningum á Akureyri föstu- daginn 21. og laugardaginn 22. maí kl. 20. Þeir sem voru skráðir á biðlista hafa for- gang en sala hefst í dag á öðrum miðum. Leikstjóri er Magnús Geir Þórðarson en í helstu hlutverkum eru Álfrún Örnólfsdóttir, Friðrik Frið- riksson, Halldóra Björnsdótt- ir og Steinn Ármann Magn- ússon. Sýningin hefur verið sýnd í Loftkastalanum frá áramót- um, en hún er samstarfsverk- efni Menningarfélagsins Ei- lífs og Leikfélags Akureyrar. Elvis aft- ur norður Skorrdæla er gef- in út í minningu Sveins Skorra Höskuldssonar, prófessors í ís- lenskum bók- menntum við Há- skóla Íslands. Í Skorrdælu eru sextán greinar og eitt þýtt ljóð eftir sautján höfunda. Greinarnar eru um íslenskt mál, bók- menntir og menningu. Sveinn Skorri fæddist í Suður- Þingeyjarsýslu 19. apríl árið 1930 en flutti ungur að Vatnshorni í Skorradal og ólst þar upp. Hann lauk meistaraprófi í íslenskum fræð- um frá Háskóla Íslands en lagði síð- ar stund á enskar bókmenntir og danskar, almenna bókmenntafræði og skáldskaparfræði við háskóla í Kanada, Danmörku og Svíþjóð. Hann varð lektor við Háskóla Íslands 1968 en prófessor 1970 og vann óslitið við skólann til ársins 2000. Sveinn Skorri lést 7. september árið 2002. Ritstjórar voru Bergljót Soffía Kristjánsdóttir og Matthías Viðar Sæmundsson. Útgefandi og dreifing: Háskóla- útgáfan. Bókin er 233 bls., kilja. Verð: 3.900 kr. Minningarrit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.