Morgunblaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÖLLUM yfirmönnum á rækjufrysti- togaranum Rauðanúpi hefur verið sagt upp. Togarinn er nú að veiðum, en framhaldið er alveg óljóst. Rauði- núpur er eina rækjufrystiskipið sem nú er gert út á rækju á Íslandsmið- um. Þrátt fyrir töluverðar veiðiheim- ildir á Flæmingjagrunni, nýtir aðeins eitt skip sér rétt til veiða þar, Pétur Jónsson. Rækjuafli Íslendinga þar var aðeins um 4.000 tonn á síðasta ári, en leyfilegur afli ríflega 11.000 tonn. Mestur heildarafli af rækju af öll- um miðum varð árið 1996. Þá veidd- ust alls ríflega 89.000 tonn, þar af 20.700 á Flæmingjagrunni. Mestur varð rækjuaflinn á Íslandsmiðum ár- ið 1995, tæp 80.000 tonn. Bullandi tap „Það er ljóst að bullandi tap er á rækjuútgerðinni þegar afurðaverðið er komið svo langt niður. Það hefur lengi verið mjög lágt, en nú er það farið niður úr öllu valdi. Það er ljóst að miðað við þessar forsendur er eng- inn grundvöllur fyrir þessari útgerð og því liggur fyrir að endurskipu- leggja hana. Í því ljósi var öllum yf- irmönnum Rauðanúps sagt upp störfum, segir Guðmundur Krist- jánsson, stjórnarformaður ÚA, á heimasíðu félagsins. Undirmönnum hefur ekki verið sagt upp en upp- sagnarfrestur hjá yfirmönnum er þrír mánuðir. Eftir nokkuð góða rækjuveiði á fyrstu vikum ársins hefur veiðin minnkað verulega og jafnframt hefur verð á rækjuafurðum hrunið. Fyrir helgina var landað 115 tonnum af frystri rækju úr Rauðanúpi ÞH eftir 26 daga túr. Aflaverðmætið var 10,7 milljónir króna, að jafnaði 411 þús- und krónur á dag. Ágætis veiði „Það hefur í raun verið ágætis fisk- irí í vetur. Við vorum í slipp í janúar en höfum síðan farið þrjá túra og gengið vel að veiða,“ segir Jóhann Gunnarsson, skipstjóri á Rauðanúp, er Morgunblaðið náði í hann úti á sjó. „Það er því ekki aflaleysi sem er að plaga okkur heldur afurðaverðið. Það hefur ekki náðst að selja þær afurðir, sem við höfum fullunnið um borð, hráa frysta rækju í skel fyrir Japan og soðna skelrækju fyrir aðra mark- aði. Við höfum verið eina skipið á þessu hér heima og svo virðist sem það hafi verið lítill áhugi hjá sölusam- tökunum að selja þessa rækju, enda kannski ekki um mikið magn að ræða. Það gerir útslagið, því iðnaðar- rækjan hefur öll selzt hér innan lands.“ Jóhann segir að þeir geri ráð fyrir að vinna uppsagnarfrestinn, en þeir hefðu svo gjarnan vilja snúa sér að öðrum verkefnum. „Við fáum von- andi áfram vinnu við að draga fisk úr sjó. Skýringin á þessum uppsögnum er eingöngu erfiðleikar við sölu af- urðanna og þær tengjast ekki á nokk- urn hátt nýlegum eigendaskiptum á fyrirtækinu. Það hefur einfaldlega smám saman verið að fjara undan- þessu og því koma uppsagnirnar ekk- ert á óvart,“ segir Jóhann Gunnars- son, skipstjóri. Miklar sveiflur Miklar sveiflur hafa orðið í rækju- veiðinni bæði við Ísland og á flæm- ingjagrunni. Lágt afurðaverð hefur ráðið miklu um minni áhuga á því að veiða og frysta rækjuna úti á sjó og hátt gengi íslenzku króunnnar hefur gert illt verra. Sókn í úthafsrækjuna hófst á níunda áratugnum að nokkru marki en áður hafði veiðin að mestu verið stunduð inni á fjörðum. Sóknin jókst svo hratt á þorskleysisárunum, bæði vegna stækkandi rækjustofns og minni verkefna við aðrar veiðar. Tugir skipa stunduðu veiðarnar hér við land þegar mest var, bæði öflug frystiskip og minni bátar sem ísuðu rækjuna og lönduðu til vinnslu heima fyrir. Með vaxandi þorskstofni og að sama skapi hnignunar rækjustofns- ins minnkaði veiðin og verðið féll að auki, meðal annars vegna þess að það fór mjög hátt á sínum tíma en því fylgdi kauptregða sem leiddi til veru- legrar verðlækkunar. Litla veiði ís- lenzkra skipa á Flæmingjagrunni má að miklu leyti skýra með frekar dýru úthaldi og lágu afurðaverði. Kanada- menn hafa aukið veiðar sínar gríð- arlega, sem leitt hefur til aukins framboðs á rækju í Evrópu og verðið helst áfram lágt. Þessar ástæður allar leiddu svo til mikilla rekstrarerfiðleika í rækju- vinnslu á Íslandi og eru nú aðeins örfáar verksmiðjur starfandi. Þær fá hráefni til vinnslu frá ísrækjuskipum hér við land og frysta iðnaðarrækju af frystiskipum á Flæmingjagrunni og í Barentshafi. Síðasti rækjufrystitog- arinn að hætta veiðum                         ! " #$ % % $% &'  ( $ %  " *%   "  % Enginn grundvöllur fyrir útgerðinni vegna lágs afurðaverðs ÚR VERINU EFTIR langvarandi lækkun stýri- vaxta seðlabanka bæði hér á landi og erlendis er nú útlit fyrir að vextir fari að hækka á ný. Vextir hafa raunar þegar hækkað nokkuð í Bretlandi, eru 4%, en í Bandaríkjunum, á evru- svæðinu og í Japan hafa vextir enn haldist óbreyttir, 1% í Bandaríkjun- um, 2% á evrusvæðinu og 0,1% í Jap- an. Þessi þróun er þó ekki einhlít, því að í Kanada voru vextir til að mynda lækkaðir fyrr í þessum mánuði og sömu sögu má segja um Svíþjóð, en vextir seðlabanka beggja þessara landa eru 2%. Engu að síður má gera ráð fyrir að á heildina litið og á þeim efnahagssvæðum sem skipta Ísland mestu máli, evrusvæðinu og í Banda- ríkjunum, verði þróun vaxta heldur upp á við. Eftir nýjustu fregnir af bættu atvinnuástandi og lítillega hækkandi verðbólgu í Bandaríkjun- um, að ógleymdum orðum Alans Greenspans seðlabankastjóra í þessa veru, er gert ráð fyrir að vextir muni taka að hækka á ný síðar á þessu ári, ef til vill strax í sumar. Efnahags- ástandið í Evrópu gefur hins vegar ekki tilefni til að vænta vaxtahækk- unar þar í náinni framtíð, en þegar fram í sækir, ef til vill á næsta ári, má gera ráð fyrir vaxtahækkun þar. 1.200 milljarða króna erlendar skuldir Erlendar skuldir íslenska þjóðar- búsins námu tæpum 1.200 milljörð- um króna um síðustu áramót og höfðu þá hækkað um 28% milli ára. Langmestur meirihluti þessara skulda er með breytilegum vöxtum, sem þýðir að við vaxtabreytingar er- lendis eykst vaxtabyrði þessara lána. Greiningardeild KB banka áætlaði fyrr á þessu ári að 87% erlendu lán- anna væru með breytilegum vöxtum, og ef miðað er við það hlutfall myndi 1% vaxtahækkun erlendis fela í sér að vaxtagreiðslur Íslands til erlendra lánardrottna myndu hækka um 10 milljarða króna. Þetta gerir um 9% af útflutningsverðmæti sjávarafurða Ís- lands í fyrra. Áhrifin af vaxtahækkun erlendis gætu því verið umtalsverð. Eitt af því sem nefna má í þessu sambandi er að töluverður hluti þeirra miklu hlutabréfaviðskipta sem hafa átt sér stað hér á landi að und- anförnu eru talin hafa verið fjár- mögnuð með erlendri lántöku. Með vaxtahækkun erlendis verða þessi viðskipti óhagstæðari en ella. Vaxta- hækkun erlendis getur því bæði dregið úr hlutabréfaviðskiptum hér á landi og, vegna breytilegra vaxta, gert þau viðskipti sem þegar hafa átt sér stað óhagstæðari. Ekki er þó útlit fyrir að vextir helstu myntsvæða erlendis muni hækka þetta mikið á næstunni þann- ig að áhrifin verða ekki svona mikil, ekki í bráð að minnsta kosti. Sam- kvæmt upplýsingum frá greiningar- deild KB banka er um helmingur lán- anna í evrum og eins og áður sagði er ólíklegt að þeir vextir hækki alveg á næstunni. Bandaríkjadalur vegur um 28% og ef vextir seðlabankans þar í landi hækka um 1% munu vaxtagjöld Íslendinga því hækka um nálægt þrjá milljarða króna. Aðrar myntir sem hafa þýðingu í þessu sambandi eru breska pundið og japanska jenið, en lán í þeim myntum vega þó innan við tíu af hundraði erlendu lánanna. Ekki augljóst að elta þurfi erlenda seðlabanka Eins og fyrr sagði er einnig útlit fyrir vaxtahækkun hér á landi eftir að stýrivextir hafa haldist óbreyttir, 5,3%, í fjórtán mánuði. Hæst fóru vextirnir í 11,4% í árslok 2000 og fram á vorið 2001 en lækkuðu svo skarpt þar til í febrúar í fyrra. Eitt af því sem þrýsta mun á um vaxtahækk- un Seðlabanka Íslands er vaxta- þróunin erlendis, en með hærri vöxt- um erlendis minnkar vaxtamunur við útlönd. Þessi munur hefur verið um og yfir 3%, en greiningardeild Lands- bankans sagði í sérriti fyrir einum mánuði, sem gefið var út í tilefni þess að þrjú ár voru liðin frá því tekið var upp flotgengi hér á landi, að vaxta- munurinn þyrfti, að því gefnu að hér héldist sæmilegt þjóðhagslegt jafn- vægi, eins og útlit væri fyrir, að minnka verulega frá því sem nú væri, ætti flotkrónan að eiga sér framtíð. Það er þess vegna alls ekki augljóst að Seðlabankinn verði að elta vaxta- hækkun erlendis, en þó hefur hækk- un erlendis jafnan áhrif til hækkunar hér á landi. Væntingar um þenslu, að- allega vegna mikilla framkvæmda innanlands, hafa þó mun meiri áhrif og verða ráðandi þáttur í ákvörðun- um Seðlabankans. Vaxtahækkun Seðlabankans, sem gera má ráð fyrir í sumar eða haust, verður líklega hófstillt í upphafi, enda þarf að líta til fleiri þátta en hættu af þenslu vegna framkvæmda. Hærri vextir stuðla að hærra gengi krón- unnar vegna innstreymis fjármagns og þó að seint verði fullt samkomulag um hvað sé hið æskilega gengi henn- ar, þá er ólíklegt að vilji sé til að styrkja það sérstaklega þar sem það hefur neikvæð áhrif á útflutnings- greinar. Þarna rekast því á sjónarmið um það annars vegar að halda vöxt- um og þar með gengi uppi til að slá á þensluhættu og verðbólgu og hins vegar að halda gengi lágu til að efla tilteknar atvinnugreinar. Markaðsvextir ólíkir stýrivöxtum Þrátt fyrir að Seðlabankinn ákveði vaxtahækkun á næstunni er ekki sjálfgefið að raunverulegt vaxtastig allra hækki við þá vaxtahækkun, að minnsta kosti ekki fyrst í stað. Vextir á skuldabréfamarkaði hafa farið hratt lækkandi á síðustu vikum og mánuðum og má sem dæmi nefna að ávöxtunarkrafa lengsta húsbréfa- flokksins hefur lækkað úr um 4,7% í um 4,1% á þremur mánuðum. Aukinn áhugi erlendra fjárfesta á íslenskum skuldabréfum á stærstan þátt í þess- ari þróun, ekki síst eftir að samning- ar náðust um skráningu bréfanna í uppgjörskerfi Clearstream. Engin leið er að segja nákvæmlega til um það hver áhrif væntanlegrar vaxta- hækkunar Seðlabankans verða á þessa markaðsvexti, en vegna þess að á þessum markaði verka kraftar í báðar áttir er þó ósennilegt að þau verði veruleg. Áhrifin verða að lík- indum meiri á vexti á peningamark- aði og á almenna vexti í bankakerf- inu. Áhrifin á vexti í bankakerfinu eru þó ekki heldur alveg bein, því eins og bankarnir hafa sjálfir bent á verða þeir einnig að taka tillit til ávöxtunar- kröfu á markaði. Að öllu samanlögðu er þó ljóst að væntanleg vaxtahækk- un Seðlabankans – eða yfirvofandi vaxtahækkun eins og sumir myndu orða það – verður á endanum til að gera fjármagn dýrara og þrengja að þeim sem þurfa lán. Sem þarf svo sem ekki að koma á óvart, því að þetta er einmitt tilgangurinn með hækkuninni. Vaxtahækkun framundan Fréttaskýring |Gert er ráð fyrir að stýri- vextir erlendis muni almennt hækka á næstunni. Hér á landi er einnig gert ráð fyrir vaxtahækkun. Haraldur Johannessen fjallar um áhrif vaxtahækkunar hér á landi og erlendis, tengsl við erlendar skuldir og ávöxtunarkröfu á skuldabréfamarkaði. Reuters Erlendir vextir Vegna mikilla erlendra lána, meðal annars vegna hlutabréfakaupa á innlendum markaði, hefur vaxtaþróun erlendra gjaldmiðla mikil áhrif hér á landi. haraldurj@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.