Morgunblaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Bókari Um er að ræða fullt starf hjá framleiðslu- fyrirtæki á Akranesi. Starfssvið - Færsla bókhalds og launa. - Mánaðarleg uppgjör og afstemmingar. - Undirbúningur bókhalds fyrir endurskoðun. - Almenn skrifstofustörf. Hæfniskröfur - Reynsla af færslu bókhalds og launa. - Góð enskukunnátta. - Góð tölvukunnátta (s.s. excel / word). - Góðir samskiptahæfileikar. Starfið er krefjandi og krefst frumkvæðis. Leitað er að liprum en ákveðnum starfsmanni. Upplýsingar gefur Jón Þorsteinsson í síma 431 4501 og 893 5763. R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Ársfundur Ársfundur Lífeyrissjóðs FVFÍ verður haldinn í Borgartúni 22, fimmtudaginn 13. maí nk. kl. 17.00. Fundarefni: Ársfundur skv. 5. gr. samþykkta sjóðsins. Reikningar sjóðsins liggja frammi á skrifstofu FVFÍ vikuna fyrir fund. Stjórn Lífeyrissjóðs FVFÍ. Aðalfundur Skinneyjar-Þinganess hf. Aðalfundur Skinneyjar-Þinganess hf., Horna- firði, verður haldinn í húsi félagsins í Krossey á Hornafirði föstudaginn 14. maí 2004 kl. 13.30. Á dagskrá fundarins verða: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um heimild stjórnar til kaupa á eigin hlutabréfum félagsins skv. 55. gr. hluta- félagalaga. 3. Önnur mál, sem eru löglega borin fram. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningar félagsins, ásamt skýrslu endurskoðanda, mun verða hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins í Krossey á Hornafirði viku fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir á fundarstað. Hornafirði, 27. apríl 2004. Stjórn Skinneyjar-Þinganess hf. KENNSLA TILBOÐ / ÚTBOÐ Tálknafjarðarhreppur Útboð Tálknafjarðarheppur óskar eftir tilboðum í „Slátt og hirðingu 2004-2005“ Verkið felst í slætti og hirðingu á grassvæðum innan sveitarfélagsins. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Tálkna- fjarðarhepps í Miðtúni 1, frá og með miðviku- deginum 28. apríl og kosta 1.500 kr. Tilboðum í verkið skal skila á skrifstofu Tálkna- fjarðarhepps fyrir kl. 11:00 þriðjudaginn 11. maí 2004 og verða opnuð þar kl. 11:15 sama dag, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Einnig óskar Tálknafjarðarhreppur eftir tilboð- um í „Sorphirðu og sorpeyðingu 2004-2006“. Verkið felst í sorphirðu frá heimilum í Tálkna- fjarðarheppi, móttöku sorps frá fyrirtækjum og sorpeyðingu í sveitarfélaginu. Úboðsgögn verða seld á skrifstofu Tálknafjarð- arhepps í Miðtúni 1, frá og með miðvikudegin- um 28. apríl og kosta 2.000 kr. Tilboðum í verkið skal skila á skrifstofu Tálkna- fjarðarhrepps fyrir kl. 11:00 þriðjudaginn 11. maí 2004 og verða opnuð þar kl. 11:20 sama dag, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Oddviti. TILKYNNINGAR Auglýsing um afgreiðslu bæjarráðs Kópavogs á auglýstri tillögu að deiliskipulagi Í samræmi við 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breyt- ingum, er hér með auglýst afgreiðsla bæjar- ráðs Kópavogs á eftirtalinni skipulagstillögu: Lindaskóli. Breytt deiliskipulag. Í samræmi við skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997, með síðari breytingum, hefur bæjar- ráð Kópavogs þann 18. mars 2004 samþykkt tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðar Linda- skóla, Núpalind 7. Í tillögunni felst að heimilt verður að byggja tveggja hæða byggingu við norðurálmu skólans, um 230 m² að grunnfleti eða um 460 m² að samanlögðum gólffleti. Þakhæð viðbyggingarinnar verður allt að 10,6 m. Tillagan var auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 frá 30. janúar til 27. febrúar 2004 með athuga- semdafresti til 15. mars 2004. Engar athuga- semdir eða ábendingar bárust. Skipulagsstofn- un hefur yfirfarið málsgögnin sbr. bréf dags. 31. mars 2004 og gerði ekki athugasemd við að birt yrði auglýsing um samþykkt deiliskipu- lagsins sbr. ofangreind lög. Auglýsing um gild- istöku deiliskipulagsins mun birtast í B-deild Stjórnartíðinda 30. apríl 2004. Nánari upplýsingar eða gögn um ofangreinda deiliskipulagsáætlun og afgreiðslu hennar er hægt að nálgast á Bæjarskipulagi Kópavogs, Fannborg 6, 200 Kópavogi, milli kl. 8:30 og 16:00 frá mánudegi til fimmtudags og á föstu- dögum frá 8:00 til 14:00. Skipulagsstjóri Kópavogs. SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og bygg- ingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík. Bakkastaðir 2, Korpuskóli. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar að Bakkastöðum 2, Korpuskóli. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að stækka lóðina, afmarka skólanum byggingarreit og fjölga inn- keyrslum á lóðina. Gert er ráð fyrir skólabygg- ingu sem er 2780 m2 að stærð með möguleika á viðbyggingum. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillagan liggur frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 08:20 – 16.15, frá 28. apríl til 9. júní 2004. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu sviðsins, skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athuga- semdum við hana skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa eigi síðar en 9. júní 2004. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 28. apríl 2004 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.