Morgunblaðið - 28.04.2004, Síða 6

Morgunblaðið - 28.04.2004, Síða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ MARKÚS Örn Antonsson útvarps- stjóri segir að vissulega sé kominn tími til að stjórnvöld grípi í taumana vegna þróunar á fjölmiðlamarkaði, og þótt fyrr hefði verið. „En jafn- framt skal haft í huga að íslenskur fjölmiðlamarkað- ur er lítill og það þarf fjársterka aðila til að reka fjölmiðla af ein- hverju viti. Þeir verða heldur aldrei mjög margir. Reglur um eignarhald þurfa að mót- ast af raunsæi á þessar aðstæður og jafnframt vera gegnsæjar með tryggingu fyrir nægilegri eftir- fylgni, þannig að auðmenn, sem hugsanlega ætla að kaupa sér völd og áhrif í þjóðfélaginu með misnotk- un fjölmiðla sinna, leiki sér ekki að því að fara í kringum lagaákvæðin, einfaldlega með því að skipta um nafn og númer. Þá er verr af stað farið en heima setið.“ Útvarpsstjóri segir að hvergi hafi verið jafnmikill losarabragur á veit- ingu leyfa til útvarps- og sjónvarps- rekstrar og einmitt hér á landi. Reglur um útvarpsrekstur hafi ver- ið settar á grundvelli evrópskra reglna en aðhaldið eða eftirlitið með því að útvarpslögum og reglugerð- um hér á landi sé fylgt hafi verið mjög bágborið. Útvarpsleyfi hafi í raun getað gengið kaupum og sölum og safnast á hendur fárra aðila, og þó aðallega Norðurljósa eins og dæmin sanni. Þar hafi stefnan verið að kaupa upp alla hugsanlega keppi- nauta. „Stjórnvöld hafa haft alla mögu- leika á því að grípa í taumana á fyrri stigum og koma í veg fyrir þessa öf- ugþróun með því að hafa eitthvert frumkvæði að því að fylgja eftir reglum um auglýsingar og dag- skrá,“ segir Markús Örn. „Yfirvöld fjarskiptamála hafa afgreitt úthlut- un á tíðnisviðum í ljósvakanum nán- ast á færibandi, telja sér það skylt vegna þess að lagaramminn sé svo víður.“ Ljósvakinn almannaeign Rekstur útvarps og sjónvarps er háður úthlutun rekstrarleyfa, ólíkt blaðaútgáfu, vegna þess að litið er á ljósvakann sem almannaeign, segir Markús Örn. Tíðinisvið séu tak- mörkuð hlunnindi sem stjórnvöld hafi mismunandi aðferðir við að út- hluta fyrirtækjum afnotaréttinn af tímabundið. „Af því að ljósvakinn er almannaeign er yfirleitt gerð krafa um óhlutdrægni í fréttum og að fréttatengt efni sé ekki mengað ein- hliða áróðri eða beinum auglýsing- um eða vörukynningum í þáttum.“ Stjórnvöld áttu að grípa í taumana fyrr, segir útvarpsstjóri Reglur verða að tryggja að auðmenn kaupi sér ekki völd Markús Örn Antonsson FYRSTI risaborinn af þremur sem notaðir verða til að bora aðrennslisgöng Kárahnjúkavirkjunar er byrjaður að vinna sitt verk í svonefndum aðgöngum 3 í Glúms- staðadal. Var hann ræstur sl. laugardag og boraði eina færu, sem svo er kölluð, til reynslu. Ein færa er 1,8 metrar. Bormenn hófust svo handa á ný á mánudaginn og héldu áfram að bora. Skv. upplýsingum um gang verksins, sem birtar eru á vefsíðu Kárahnjúkavirkj- unar, eru nú þrjár færur að baki eða alls 5,4 metrar. Alls verða notaðir þrír sams konar risaborar til að heil- bora um 50 kílómetra af aðrennslisgöngunum og eiga afköstin að vera a.m.k. 24 metrar á sólarhring. Bor 3 kom til landsins fyrir jól, verið er að setja sam- an bor 2 við aðgöng 2 við Axará en bor 1 kemur síðastur til landsins og verður hann settur saman við aðgöng 1 á Teigsbjargi. Hér er um mikil og verðmæt tæki að ræða en hver bor kostar sem svarar 1,2 milljörðum króna. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteins Borinn er kominn í gang. Borkrónan er risastór eins og sjá má í samanburði við manninn á myndinni. Fyrsti risaborinn kominn í gang DAVÍÐ Þór Björgvinsson, pró- fessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík og formaður nefnd- ar menntamála- ráðherra um eignarhald á fjöl- miðlum, lítur svo á að fjölmiðla- frumvarp ríkis- stjórnarinnar rúmist innan þeirra tillagna og hugmynda sem nefndin setur fram í skýrslu sinni. „Við lögðum til að ef menn vildu finna leið til þess að brjóta upp aðstæður á markaðinum eins og þær eru núna, þá væri leyfisveitingaleiðin besta leiðin, vegna þess að hún hefði í för með sér fæst vandamál frá stjórnskipulegu sjónarmiði. Með því að láta leyfin bara renna út yrðu menn smátt og smátt að laga sig að nýjum að- stæðum,“ segir hann. Davíð Þór Björgvinsson lagaprófessor Frumvarpið samræmist tillögum fjöl- miðlanefndar Davíð Þór Björgvinsson DAVÍÐ Þór Björgvinsson, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, segir að fullyrðing Andrésar Magnússonar blaða- manns í Kastljósi í fyrrakvöld um að Baugur hafi rift styrkt- arsamningi við Háskólann í Reykjavík hafi verið byggðar á heimildum frá sér. „Fullyrðingar Andrésar Magnússonar í Kastljósi voru byggðar á heimildum frá mér. Hins vegar erum við sammála um það í Háskólanum í Reykja- vík að það þjóni ekki hagsmun- um skólans að ræða þetta mál frekar í fjölmiðlum,“ segir Dav- íð Þór í samtali við Morgun- blaðið. „Fullyrðing Andrésar byggð á heim- ild frá mér“ STJÓRN Norðurljósa samþykkti á fundi í gær að fela lögmönnum sín- um að undirbúa málsókn á hendur íslenska ríkinu strax við gildis- töku laga sem byggjast á frum- varpi um eignar- hald á fjölmiðl- um. Frumvarpið feli í sér brot á eignarréttar-, tjáningarfrelsis- og atvinnufrelsis- ákvæðum stjórn- arskrárinnar. „Það er augljóst að þessu frum- varpi er beint gegn þessu fyrir- tæki,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður Norðurljósa, og það snerti engin önnur félög í fjölmiðlarekstri á Ís- landi. „Stjórninni ber skylda til að gæta hagsmuna félagsins í því sam- bandi. Það eru mjög miklir hags- munir í húfi. Öll fjármögnun félags- ins, hvort sem um er að ræða lán eða eigið fé, er í uppnámi.“ Hann segir starfsöryggi starfs- manna stefnt í hættu og jafnframt hafi verið ákveðið á stjórnarfund- inum að fresta eflingu innlendrar dagskrárgerðar og fréttastofu, sem var fyrirhuguð. „Við ætlum okkur ekkert annað en að fara að lögum hverju sinni,“ segir Skarphéðinn spurður um hvort hægt sé að fara í kringum ákvæði frumvarpsins um eignar- hald. Stjórn Norðurljósa sendi frá sér ályktun í gærmorgun þar sem segir að með samþykkt frumvarpsins muni fótunum verða kippt undan rekstri félagsins að verulegu leyti. Það eigi sérstaklega við um rekstur ljósvakamiðla Íslenska útvarps- félagsins. Stór hluti lánasamninga verði uppsegjanlegur við þessar breytingar, sem hafi í för með sér kostnaðarsamt óhagræði fyrir félag- ið og lánveitendur. Gengið á rétt smærri hluthafa Stjórnin telur að með samþykkt frumvarpsins gangi ríkisvaldið frek- lega á réttindi smærri hlutahafa í fé- laginu. Þeir eigi nú allt sitt undir að- gerðum stærri hluthafa og farsælum málalyktum þeirra við brotthvarf frá þeim rekstri sem lögin munu meina þeim að taka þátt í. „Allir hluthafar félagsins tóku þátt í þeim samruna sem varð og var það á grundvelli þeirra laga og reglna sem gilt hafa þar um. Nú eru þessir smærri hluthafar í þeirri stöðu að tapa hluta sinna verðmæta vegna andúðar ríkisvaldsins á stærri hlut- höfum félagsins.“ Stjórnarmenn Norðurljósa segj- ast gera sér fulla grein fyrir því ábyrgðarhlutverki sem felist í því að reka fjölmiðla í réttarríki. Þeir sem nýti sér þjónustu þeirra séu skyn- samir og bregðist við ef reynt sé að blekkja þá. Forsenda fyrir rekstri fjölmiðla Norðurljósa sé opin og fjölbreytt umfjöllun um það sem sé að gerast í samfélaginu. „Stjórn Norðurljósa mun leita allra leiða til að tryggja áfram frjálsa og óháða fjölmiðlun hér á landi,“ segir í álykt- uninni. Stjórnarformaður Norðurljósa segir reksturinn í uppnámi Lögmönnum falið að undir- búa málsókn á hendur ríkinu Skarphéðinn Berg Steinarsson 39.900kr. SÓL Portúgal Tilbo›i› gildir einungis ef bóka› er á netinu! Örfá sæti laus í maí Bóka›u strax á www.urvalutsyn.is * ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 44 81 04 /2 00 4 *Innifali›: Flug, flugvallarskattar, gisting, fer›ir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Club Albufeira í eina viku - 18. og 25. maí á mann m.v. 2 fullor›na og 2 börn 2-11 ára í íbú› m. 2 svefnh. 44.900kr. * Paraiso í eina viku - 18. og 25. maí á mann m.v. 2 fullor›na í stúdíói. ÓD†R T

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.