Morgunblaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 26
LISTIR
26 MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
að var eins og við mann-
inn mælt að hérlendum
hnykkti ekki síður en
fjölmörgum í útlandinu
við fréttirnar um að
grískar og rómverskar styttur forn-
aldar sem og hof og hörgar hafi
meira og minna verið í lit. Sömuleiðis
að nýklassíkin, og seinna funksjón-
alisminn, hagnýtistefnan, reyndust
stílbrögð sem að hluta til voru útfærð
á fölskum grunnforsendum, fyr-
irmyndin einungis formræn beina-
grind. Þó alltaf sallaklárt, að sumar
myndastytt-
urnar voru
gull- jafnvel
silfurbrons-
aðar, aðrar
einlitar, en
að litskrúðið
hafi verið á þann veg sem núvísindi
hafa fært sönnur á kom fæstum til
hugar. Skondið að um sömu hátækni
er að ræða við rannsóknirnar og
glæpasérfræðingar nota í dag til að
rýna í og upplýsa flókin mál á vett-
vangi.
Kennslubækur um fornaldir hafa
að vísu lengi gefið þann möguleika
meira og minna í skyn, að upp-
runalega hafi litir verið í styttum og
byggingum. Myndinar í bókunum
voru hins vegar alhvítar og formið
svo klárt og frábært að fæstir munu
hafa tekið framsláttinn mjög alvar-
lega. Þó mátti vissulega greina dauf
spor af litum í einstaka styttu og lág-
mynd, en að litaríkdómurnn hafi ver-
ið viðlíka mikill og nú eiga að hafa
verið færðar sönnur á eru að stórum
huta óvæntar niðurstöður, og í þess-
um gefna búningi nær ofar skilningi
nútímans. Einkum vegna þess að í
margar aldir hafa hin meintu hreinu
kláru og klassísku form í mynda-
styttum fornaldar verið dáð og dýrk-
uð, þessi byggingarfræðilegu meist-
araverk hvernig sem á var litið, hvort
heldur sem um smágerðar styttur
eða risavaxnar byggingasamstæður
var að ræða. Menn hafa undrast lofað
og prísað þessa lifandi og stærð-
fræðilegu nákvæmni, hárfínu hlut-
föll, fellingar í skikkjunum sem
fylgdu líkamanum og meistaralega
áréttuðu lögun hans. Hlutgerðu í
senn reisn og útgeislan viðkomandi,
stétt mannaforráð og stöðu. Vissu-
lega allt þetta til staðar í naktri form-
gerðinni í sjálfri sér, en nú sjáum við
fram á að flest sem við okkur hefur
fram að þessu blasað var þakið lit, til
að mynda; bláu azúríti, grænu
malakiti (hvort tveggja af ætt kop-
arsalta), hágulum arsenvökva, svörtu
járnoxíði, gulbrúnu og rauðu okkur
og sinnober. Þá leiðir vinnuferlið
hugann ekki svo lítið að ýmsum til-
burðum í seinni tíma núlistum. Í ljós
kemur að þjóðir fornaldar voru ekki
síður vel að sér í samræmi lita en
formrænni mótun. Eðlilegt að álykta
að litirnir hafi inniborið háspekileg
trúartákn og guðlegan boðskap líkt
og allt annað sem gerendurnir lögðu
skapandi hönd að. Musteri sem opin-
berast okkur grámóskuleg eða hrein
og tær í endurnýjuðum búningi voru
að sjálfsögðu skreytt myndastyttum,
þeim gjarnan raðað skipulega á gafl-
hlaðið. Með því lygilegasta þykir eins
metra há krjúpandi bogaskytta úr
Aþenumusterinu á Aeginu, kölluð
Paris, frá því sirka 500 f.Kr. Yfirmáta
litrík bogaskyttan er klædd í prjóna-
voð, trikot, sem er líkust því að vera
spáný framleiðsla, ekki nóg með það
heldur á gaflinn í bakgrunninum að
hafa verið djúpblár.
Eftirgerð sannverðugustu mynda-
styttu sem gerð mun hafa verið af
Ágústi hinum upphafna, fyrsta keis-
ara Rómarveldis (f. 63 fyrir – d. 13
e.Kr.), er einnig verð óskiptrar at-
hygli, kemur frá Vatíkaninu í Róm.
Styttan fannst nær fullkomlega heil í
hól við Prima Porta 20. apríl 1863,
örfáa kílómetra frá Róm, einmitt
hvar Via Flaminia breiðir úr sér. Þar
á svæðinu var uppsprettan, Gallinas
Albas (Hvítu hæsnin), hin nafn-
kennda villa Livíu keisaraynju.
Francesco Senni greifi sem stóð að
uppgreftrinum, arfleiddi Píus IX
páfa að styttunni ásamt miklum
marmarahaug og konuportretti
nokkru. Eftir nauðsynlegar viðgerðir
sem voru framkvæmdar af mynd-
höggvaranum Pietro Terenani, sem
var hallur að nýklassíska stílnum, var
styttunni fljótlega komið fyrir í safni
Vatíkansins. Lærðir og athugulir
tóku þá strax eftir litaleifum, en fyrir
sterka birtu dagsljóssins hurfu þær
að mestu er fram liðu stundir. Áhugi
fornleifafræðinga beindist helst að
sögunni ásamt formgerð og stíl-
brögðum en þeir vanræktu með öllu
að rannsaka litbrigðin. Einnig má
geta sér til að þeim hafi ekki líkað til-
hugsunin um litaða antík, þetta held-
ur ekki þeirra markaða mennt-
unarsvið heldur náttúruvísindi. Í ljósi
þess hve styttan af Ágústi var vel
varðveitt og heilleg er hún eðlilega
enn í dag talin áreiðanlegust heimild
um útlit og persónuleika keisarans,
og í heild sinni eitt frægasta dæmi
svonefndrar ágústískrar listar. Hér
fleira merkilegt inni í myndinni, svo
sem hinar skínandi gullnu og há-
glansfægðu bronsstyttur, með varir
og brjóstvörtur úr kopar, innlögð
augu í hvítu silfri með máluðum íris-
um og sjáöldur úr graníti á svörtum
grunni. Í skýrslu nokkurri, „Res
gestae“ (hlutir sem ég hef fram-
kvæmt), segir keisarinn að hann hafi
látið safna saman 80 silfurstyttum af
sjálfum sér víðs vegar af götum og
torgum Rómaborgar og bræða þær.
Riddarastyttur, styttur með vagni og
fereyki, eða frístandandi í nokkurri
yfirstærð, hvar hið mikla yfirvald tjá-
ir sig með handahreyfingum. Hefur
verið lag að sjá alla þesssa miklu
margþættu og litríku styttufjöld,
ásamt hofum og hörgum Rómarríkis.
Og líkt og menn hafa varpað fram í
gamni sem alvöru; var þetta nokkurs
konar þeirra tíma áróðurstækni og
margmiðlunarskrum.
Við liggur að heimurinn verðiað breyta viðtekinni sýn áyfirborði og formrænnimótun, alveg borðleggj-
andi að áður fyrr hefðu flestir álitið
það gróf helgispjöll að kenna liti við
styttur fornaldar. Litaður skúlptúr
ekki jafnaðarlega átt upp á pallborðið
þegar um aðskiljanlegustu eft-
irgerðir mannslíkamans hefur verið
að ræða, allt frá dögum Michael-
angelos yfir Canova, Rodin og til nú-
tímans. Ber í sér að liturinn hefur
þegar á dögum endurfæðingarinnar
verið svo til horfinn, enda veðraðar
stytturnar sumar hverjar þá þegar
meira en 2000 ára gamlar. Menn hafa
um aldir álitið sig vera að leita að
kjarna formsins og hafnað meintum
framandi viðbótum til hliðar svo og
skreytikenndu yfirborði, vel að
merkja öllu grunnfærðu yfirborði
sem markast af ófullkomnum og inn-
antómum eftirlíkingum hins hlut-
vakta. Og þótt okkur hnykki við að
sjá stytturnar í þessum meinta bún-
ingi, vita menn enn sem komið er
trauðla hvernig heildarsamræminu
var háttað. Gerendurnir óviðjafn-
anlegir snillingar á vettvanginum og
margt bendir til þess að um hafi verið
að ræða mjög yfirvegaðar lita-
samsetningar sem gefur seinni tíma
litafræði lítið eftir. Tréskúlptúrar
miðalda eru líka til vitnis um að lit-
urinn hefur verið stór þáttur útfærsl-
unnar, einfalt mál að draga þá álykt-
un að um enn eldri arfleifð hafi verið
að ræða, miðaldir spönnuðu heilt ár-
þúsund, eða frá 500–1500. Eins og
margur veit er tréð í sjálfu sér yf-
irmáta fjölþættur og fallegur efnivið-
ur, og allt frá dögum hins mikla tré-
skurðarmeistara Tilman
Riemenschneiders í Würsburg hafa
menn hverju sinni leitast við að
draga eiginleika þess fram. Yfirleitt
hafnað framandi meðölum og brigð-
um til að gera þær raunverulegri,
ekki síður hvað varðar síðari tíma
höggmyndalist. Þetta er líkt og með
ljósmyndina að ónákvæmar og vill-
andi heimildir hafi slegið ryki í augu
okkar því málarar kepptust til
skamms tíma við að afneita ljós-
myndinni sem fullgildum skapandi
miðli. Jafnvel þótt þeir sjálfir hag-
nýttu sér ljósmyndina óspart á bak
við tjöldin, nærtækasta dæmið Ed-
vard Munch.
Það væri í hæsta máta fljótfærn-
islegt að álykta að skrifari taki þess-
um staðreyndum fagnandi, þvert á
móti á hann erfitt með að kyngja
þeim, alla tíð uppnuminn af forn-
klassískum skúlptúr og grískri há-
menningu. Fræðum Sókratesar og
Platons, heimspeki þeirra og þrám
eftir innri reglufestu. Reglufestu sem
einmitt rímar svo fagurlega við hrein
klár og ómenguð formgildi, eða eins
og skúlptúr, arkitektúr og önnur
mannvirki fornaldar hafa fram að
þessu komið mönnum fyrir sjónir.
Eitt er þó alveg á hreinu, að hátækn-
in þrengir fortíðinni stöðugt nær
okkur, hún er mun staðbundnari og
áþreifanlegri en hinn venjulegi mað-
ur gerir sér grein fyrir, afstæði tím-
ans aldrei sýnilegra.
Á svipaðan hátt og geimsjónauk-
inn Hubble hefur orðið til þess að
þekking manna á sólkerfinu, stjörnu-
kerfinu og alheiminum hefur aukist
til mikilla muna, hefur hátæknin fært
fortíðina nær okkur. Í fyrra fallinu er
um upplýsingar að ræða er spanna
tugi og hundruð miljóna ára en í
seinna fallinu einungis tvö til þrjú
þúsund, fortíð siðmenningarinnar
nánast í túninu heima. Vel að
merkja…
(Framhald síðar.)
Litríkir guðir
Höfuð stríðsmanns frá austurálmu Aphaia-musterisins og litasamsetning þess.
Höfuð Ágústar keisara í upprunalegum lit og eftir veðrun árþúsundanna.
Eftirgerð af styttu af spangarbrynjuðum Ágústi keisara í lit og hin fræga
frummynd eins og hún lítur út á safni Vatíkansins í Róm.
Nokkrir litir fornaldar: Malakít, gullokkur, azurít, rautt okkur, sinnober,
hamatít, egypskt blátt, egg, mortél og önnur verkfæri.
Sama höfuð í stafrænni filmuútfærslu og loks UV-lýsingu.
SJÓNSPEGILL
Bragi
Ásgeirsson
bragi@internet.is