Morgunblaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2004 35 HINN 19. apríl birtist í Morg- unblaðinu grein eftir mann að nafni Stefán Jóhann Stefánsson. Grein- arhöfundur segist vera í borg- arstjórnarhópi Reykjavíkurlistans og vera fyrrverandi formaður knatt- spyrnudeildar íþróttafélags í Reykjavík. Ber greinin fyrirsögnina „Áfengisveitingar í íþróttahúsum?“. Af grein þessari mættu þeir sem minna til þekkja helst ráða að í Eg- ilshöllinni í Grafarvogi eigi nú að opna bar eða „pöbb“ þar sem bein- línis væri verið að hvetja unglinga til ofdrykkju. Þannig er því ekki varið. Hér er um að ræða veitingastað inn af anddyri hallarinnar og hafa eig- endur hans sótt um svokallað létt- vínsleyfi til reynslu í eitt ár. Ætlun þeirra mun vera að hafa bjórkrana til þess að geta selt bjór með mat en ekki er á dagskrá hjá þeim að reka krá eða skemmtistað af neinu tagi. Af orðum fyrrverandi knatt- spyrnudeildarformannsins gæti maður hins vegar haldið að hér væri verið að opna hina verstu „búllu“. Þar sem undirritaður ætlar ekki að borgarstjórnarhópsmaðurinn fari vísvitandi með rangt mál þá eru hér klárlega fordómar á ferðinni því maðurinn hefur greinilega myndað sér skoðun að óathuguðu máli. Reyndar hefur hann einnig verið einstaklega gífuryrtur um þetta sama mál á öðrum vettvangi og farið með ósæmilegar yfirlýsingar, sem ekki eru hafandi eftir, en helst er að ætla að maðurinn hafi fádæma van- traust á meðborgurum sínum. Nú ætlar undirritaður ekki að taka neina afstöðu til þessarar leyf- isveitingar sem slíkrar og gerir ekki ráð fyrir því að verða tíður gestur á þessum veitingastað, hvort sem létt- vínsleyfið fæst eða ekki, en það er leiðinlegt að hlusta á offors og of- stæki í hvaða mynd sem það birtist. Séu hins vegar skynsamleg og kurt- eislega orðuð rök fyrir því að ekki skuli veita áfengi í íþróttahúsum þá hlýtur slíkt hið sama að eiga við um golfskála, keiluhallir, gestastúkuna á Laugardalsvelli, Heilsu- og sund- miðstöðina Laugar o.fl. því eitt skal yfir alla ganga. Það sem gengur hins vegar mest fram af manni er að borgarstjórn- arhópsmaðurinn ætlar sér greini- lega að gera þetta mál að flokks- pólitísku máli og beinir þar spjótum sínum sérstaklega að Guðlaugi Þór Þórðarsyni, alþingismanni og borg- arfulltrúa, sem hann, í þessari grein, segir vera „helsta fylgjanda um- ræddrar vínsölu.“ Nú veit ég ekki hvernig Guð- laugur Þór hefur unnið sér inn þenn- an titil frá knattspyrnudeildarfor- manninum fyrrverandi. Þó að Guðlaugur hafi, ásamt svo mörgum öðrum, mælt með því á viðeigandi vettvangi að veitingastaðnum skyndibitanum verði veitt léttvíns- leyfi í eitt ár til reynslu og undir eft- irliti þá réttlætir það varla svo hátíð- lega nafnbót. Það virðist hins vegar að í augum reykjavíkurlistamanns- ins kristallist áfengisvandi þjóð- arinnar í persónu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Það er vissulega rétt að Guð- laugur Þór er formaður Ungmenna- félagsins Fjölnis og eitt af markiðum Fjölnis er að vinna gegn áfeng- isneyslu. Guðlaugur Þór hefur skilað góðu verki sem formaður þessa stærsta íþróttafélags borgarinnar ekki síður en í starfi sínu sem borg- arfulltrúi og mun örugglega einnig gera á okkar háa Alþingi. Það að hann skuli hafa greitt atkvæði með léttvínsleyfi til reynslu til Skyndibit- ans gerir hann hins vegar varla að neinum sérstökum hvatamanni að áfengisneyslu í stórum stíl. Án þess að ég sé á nokkurn hátt að kasta rýrð á það ágæta fólk vil ég benda borgarstjórnarhópsmann- inum á að það eru fleiri en Guð- laugur Þór Þórðarson sem hafa greitt léttvínsleyfi þessu jáyrði sitt. Þar má telja m.a. félaga hans úr borgarstjórnarhóp Reykjavíkurlist- ans: Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs og fyrrum starfsmaður Rauða krossins, Jóhannes Bárð- arson, knattspyrnuþjálfari og stofn- andi Ungmennafélags- ins Fjölnis, Anna Kristinsdóttir, formað- ur Íþrótta- og tóm- stundaráðs og formað- ur foreldrasamtaka fatlaðra, Dagur B. Eggertsson, læknir, Alfreð Þorsteinsson, fyrrverandi formaður Knattspyrnufélagsins Fram, Þórólfur Árna- son borgarstjóri. Ég geri ekki ráð fyr- ir öðru en að bæði þetta fók sem og Guðlaugur Þór Þórðarson séu þeirrar skoðunar að í grundvallaratriðum eigi áfengi og íþróttir ekki saman. Líklega eru flestir á því máli. Ég ætla því ekki að þessu ágæta fólki gangi neinar ann- arlegar væntingar til. Líklegra er að þau hafi meira traust á fólki en títtnefndur greinarhöfundur virð- ist hafa. Aðrir umsagnar- aðilar voru m.a. heil- brigðiseftirlit, lög- reglustjóri og fleiri. Enginn umsagnaraðili gerði athugasemdir við þessa leyfisveitingu. Með því að snúa þess- ari umræðu upp í per- sónulegar árásir og níð á Guðlaug Þór Þórð- arson hefur borgarstjórnarhóps- maðurinn orðið sér og borgarstjórn- arhópi sínum til minnkunar og skammar. Skammastu þín, Stefán Jóhann! Skammastu þín, Stefán Jóhann Emil Örn Kristjánsson svarar Stefáni Jóhanni Stefánssyni ’Enginn umsagnaraðiligerði athugasemdir við þessa leyfisveitingu.‘ Emil Örn Kristjánsson Höfundur er leiðsögumaður. Laugavegi 63 (Vitastígsmegin) sími 551 2040 Silkitré og silkiblóm Ný lína í gjafavörum Ert þú að tapa réttindum Eftirtaldir lífeyrissjóðir hafa sent sjóðsfélögum yfirlit um iðgjaldagreiðslur á árinu 2003: en dregið hefur verið af launum þínum í einn eða fleiri af ofangreindum lífeyrissjóðum, eða ef launaseðlum ber ekki saman við yfirlitið, skalt þú hafa samband við viðkomandi lífeyrissjóð hið allra fyrsta og eigi síðar en 1. maí n.k. Við vanskil á greiðslum iðgjalda í lífeyrissjóð er hætta á að dýrmæt réttindi tapist. Þar á meðal má nefna: E l l i l ífeyr i Maka l ífeyr i Barna l ífeyr i Örorkulífeyri Fáir þú ekki yfirlit, Gættu réttar þíns Til þess að iðgjöld launþega njóti ábyrgðar ábyrgðasjóðs launa vegna gjaldþrota, skulu launþegar innan 60 daga frá dagsetningu yfirlits ganga úr skugga um skil vinnu- veitenda til viðkomandi lífeyrissjóðs. Séu vanskil á iðgjöldum skal launþegi innan sömu tímamarka leggja lífeyrissjóði til afrit launaseðla fyrir það tímabil sem er í vanskilum. Komi athugasemd ekki fram frá launþega er viðkomandi lífeyrissjóður einungis ábyrgur fyrir réttindum á grundvelli iðgjalda þessara að því marki sem þau fást greidd, enda hafi lífeyrissjóðnum ekki verið kunnugt um iðgjaldakröfuna. Lífeyrissjóður Austurlands Lífeyrissjóður Bolungarvíkur Lífeyrissjóðurinn Framsýn Lífeyrissjóður Norðurlands Lífeyrissjóður Rangæinga Lífeyrissjóður sjómanna Lífeyrissjóður Suðurlands Lífeyrissjóðurinn Lífiðn Lífeyrissjóður Verkfræðinga Lífeyrissjóður Vestfirðinga Lífeyrissjóður Vestmannaeyja Lífeyrissjóður Vesturlands Sameinaði lífeyrissjóðurinn Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.