Morgunblaðið - 28.04.2004, Side 13

Morgunblaðið - 28.04.2004, Side 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2004 13 www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Með kveðju. Hákon, sími 898 9396, lögg. fasteignasali. SÉRBÝLI Í HAMRAHVERFI Í GRAFARVOGI ÓSKAST Mér hefur verið falið að leita eftir 130-160 fm sérbýli með bílskúr í Hamrahverfi í Grafarvogi fyrir fjársterka kaupendur. Æskilegt að eignin sé í góðu ástandi. Verðhugmynd allt að 25,0 millj. Afhending- artími gæti verið ríflegur. Áhugasamir vin- samlega hafið samband og ég mun fús- lega veita nánari upplýsingar. ÞETTA HELST … VIÐSKIPTI Málstofa Hagfræðistofnunar í Odda kl. 12.15. Jörgen Weibull pró- fessor við Boston University talar um þýðingu skipulagðra tilrauna við prófun og þróun kenninga í hag- fræði, sérstaklega á sviði leikja- fræði. Á NÆSTUNNI ● VÆNTINGAVÍSITALA Gallup lækk- ar um rúm 12 stig í mars og mælist nú 120,6 stig. Í frétta- tilkynningu frá Gallup segir að það sem vegi þyngst í lækkun vísitöl- unnar að þessu sinni sé minnkandi tiltrú á ástandi í atvinnumálum. Væntingavísitala Gallup mælir tiltrú og væntingar fólks til efna- hagslífsins, atvinnuástandsins og heildartekna heimilisins. Væntinga- vísitala Gallup er mæld á sama hátt og Consumer Confidence In- dex í Bandaríkjunum en þar er hún talin hafa forspárgildi um þróun á einkaneyslu. Í frétt frá Gallup segir að það að Væntingavísitalan sé á tilteknum tíma 100 merki að jákvæðir og nei- kvæðir svarendur séu jafnmargir. Ef hún er hærri eru fleiri jákvæðir og ef hún er lægri eru fleiri nei- kvæðir. Væntingavísitala lækkar ● GREINING Íslandsbanka vakti í Morgunkorni sínu í gær athygli á því að á fyrsta fjórðungi þessa árs hefði veltan í kreditkortaviðskiptum numið 43,2 milljörðum króna og væri það 12,6% meiri velta en á sama tíma fyr- ir ári. „Tölurnar gefa vísbendingu um hratt vaxandi einkaneyslu á fyrsta ársfjórðungi,“ sagði í Morgunkorni. Í Hálffimmfréttum KB banka er ekki tekið undir þetta og aukning kreditkortaveltu aðeins sögð segja hluta sögunnar. Bendir bankinn á að á sama tíma og kreditkortavelta hafi aukist hafi tékkanotkun dregist mjög saman, þannig að samanlögð velta tékka, debetkorta og kreditkorta sé nánast óbreytt milli fyrsta ársfjórð- ungs 2003 og 2004. „Undanfarin misseri hafa ýmsar breytingar átt sér stað í vinsældum einstakra greiðslumiðla. Til að mynda hafa ýmsir reikningar og greiðslur í auknum mæli verið færðir á greiðslukort. Ennfremur hafa færslur í gegnum netbanka leyst aðra greiðslumiðla, en ekki er haldið kerfisbundið utanum slíkar færslur af Seðlabanka Íslands. Af þessum sökum er erfitt að draga sterkar ályktanir um þróun einkaneyslu út frá notkun einstakra greiðslumiðla. Einkaneysla er án efa í vexti en ekki jafn miklum eins og greiðslukorta- velta gefur til kynna,“ segir KB banki. Ósammála um vöxt einkaneyslu ● „GANGI allar áætlanir eftir ætti það að tryggja Íbúðalánasjóði hagkvæm- ustu fjármögnun sem möguleg er og því bendir allt til þess að útlánavextir viðskiptavina Íbúðalánasjóðs muni lækka verulega á næstu mánuðum.“ Þannig segir í mánaðarskýrslu Íbúða- lánasjóðs fyrir mars, en þær áætlanir sem hér um ræðir snúa að því að ryðja úr vegi þeim tæknilegu hindr- unum sem staðið hafa í vegi fyrir því að alþjóðlegir fjárfestar hafi getað keypt skuldabréf útgefin af Íbúðalána- sjóði. Stefnt er að því af hálfu Íbúða- lánasjóðs að lokið verði skiptum á 27 flokkum hús- og húsnæðisbréfa yfir í 2-4 flokka nýrra skuldabréfa, íbúða- bréfa, áður en húsbréfakerfið verður lagt af og nýtt peningalánakerfi tekið í gagnið hinn 1. júlí næstkomandi. Spá verulegri lækkun vaxta FRANSK-ÞÝSKA lyfjafyrirtækið Aventis hefur samþykkt samruna við franska lyfjafyrirtækið Sanofi- Synthelabo. Í frétt á vefsíðu BBC segir að Aventis hafi barist gegn svo- nefndri fjandsamlegri yfirtöku Sanofi-Synthelabo frá því í febrúar síðastliðnum. Nú hafi hins vegar komið hagstæðara tilboð um samein- inguna frá Sanofi-Synthelabo. Segir í frétt BBC að franska rík- isstjórnin hafi hvatt Sanofi til að hækka tilboð sitt eftir að svissneska lyfjafyrirtækið Novartis hafi í síð- ustu viku sagst vilja kaupa Aventis. Hið sameinaða fyrirtæki Aventis og Sanofi verður þriðja stærsta lyfja- framleiðslufyrirtæki í heimi á eftir fyrirtækjunum Pfizer og GlaxoSmithKline. Tilboð Sanofi í Aventis í febrúar síðastliðnum hljóðaði upp á 47 millj- arða evra en nýja tilboðið er tæpir 54 milljarðar evra. Það svarar til um 4.700 milljarða íslenskra króna. Aventis er sterkt á lyfjamarkaði í Bandaríkjunum en er ekki með mörg ný lyf í framleiðslu, að því er segir í frétt BBC. Þessu er hins vegar öfugt farið hjá Sanofi. Aventis og Sanofi sameinast

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.