Morgunblaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Svínið mitt VIÐ MUNUM SAKNA ÞÍN VIKTÓRÍA © DARGAUD Bubbi og Bill Á ÉG AÐ VERA FANGI HJÁ INDJÁNUM? © DARGAUD JÁ, OG ÉG VERÐ INDJÁNINN! OG BUBBI VERÐUR HJÁ ÞÉR TIL ÞESS AÐ VERNDA ÞIG! ÉG ER MEÐ MIKLU BETRI HUGMYND... HEYRÐU, NEI! VIÐ SKULUM FREKAR SPYRJA BUBBA. HANN ÁKVEÐUR HVAÐ VIÐ GERUM! EF ÞÚ VERÐUR MEÐ MÉR ÞÁ SKAL ÉG GEFA ÞÉR SYKURMOLA VOFF PSST! HVAÐ SAGÐIRÐU EIGINLEGA VIÐ ÞENNAN SVIKARA? AÐ PABBI MINN VÆRI KJÖTKAUP- MAÐUR! ÉG MUN SAKNA YKKAR LÍKA. EN ÞAÐ ER GOTT AÐ KOMAST Í FRÍ EN... SNIFF SNIFF ÞÚ MÁTT EKKI GRÁTA ADDA ÉG KEM AFTUR SNIFF SNIFF ÚAAAAAA!! ADDA? ÞARNA KEMURLEIGUBÍLLINN DRÍFIÐ YKKUR. ÞAÐ ER UMFERÐARTEPPA Á LEIÐINNI TÖSKURNAR ERU Í STOFUNNI FLJÓTUR!! ÚFF SEGÐU BLESS VIÐ VIKTÓRÍU ADDA! DRÍFA SIG UPP ÍBÍLINN ADDA FLJÓTT, FLJÓTT VIÐKYSSUM HANA FYRIR ÞIG ADDA!! HEYRÐU ELSKAN ERU ÞETTA EKKI FÖTIN HENNAR VIKTÓRÍU GROÍN SSSU! VIÐ ERUM ALVEG AÐ KOMAST! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞAÐ hefur vart farið fram hjá fólki að Landspítali háskólasjúkrahús á í alvarlegri kreppu. Árum saman hefur verið lagt að stjórnendum spítalans að auka hagræðingu en aldrei hafa hugmyndir stjórnvalda um sparnað náð jafn stórkostlegum hæðum og á undanförnum mánuð- um. Með góðu eða illu skal sparað og ef allt um þrýtur er skorið fyrst og spurt svo. Stjórnendur spítalans virðast reiða sig æ meira á blinda augað því ef þeir settu sig nægilega vel inn í málin er hætt við að þeir sæju of vel hversu glórulausar ákvarðanir þeim er ætlað að taka. Fyrstu viðbrögð stjórnenda við nýjasta fjárhagsvanda Landspítala voru að segja upp 20% starfi yf- irlæknis Neyðarmóttöku vegna nauðgana. Því næst var starfsem- inni ráðstafað á kvennadeild. Þá var öllum ráðgjöfum Neyðarmóttök- unnar sagt upp auk þess sem dreg- ið var úr bakvöktum hjúkrunar- fræðinga með tilheyrandi auknu vinnuálagi á aðra hjúkrunarfræð- inga sem starfa á Slysa- og bráða- deild. Til allrar hamingju var hætt við fyrirhugaðan flutning, enda ein- kenndist sú tillaga af fullkomnu óðagoti og vanþekkingu á eðli starf- seminnar. Uppsögn yfirlæknis stendur þó enn og ekki hefur enn verið ráðið í hálft starf ráðgjafa til að sinna þolendum eins og til stóð. Í orði kveðnu er ekki áformað að leggja starfsemina niður en hins vegar er grafið svo undan henni að aðeins er spurning um tíma hvenær starfsfólkið sem eftir er gefst upp. Er það lausn sem stjórnendur bíða eftir? Neyðarmóttakan er því miður að- eins eitt dæmi af mörgum um fjár- sjóð þekkingar og reynslu sem má sín lítils þegar beinharðir peningar eru annars vegar. Skjólstæðingar hennar eru fórnarlömb glæpa sem samkvæmt hegningarlögum ganga næst morði. Á ellefu árum eru þeir orðnir tæplega ellefuhundruð, af báðum kynjum á aldrinum 12-78 ára. Frá upphafi hefur verið lögð áhersla á að velja til starfa við Neyðarmóttökuna fagfólk sem hef- ur skilning á eðli nauðgana. Um er að ræða teymisvinnu lækna, hjúkr- unarfræðinga, ráðgjafa, sálfræð- inga, lögfræðinga og lögreglu. Þverfaglegt samstarf af þessu tagi gengur ekki af sjálfu sér, til þess þarf góðan samstarfsvilja og hæfan stjórnanda. Hvort tveggja hefur verið fyrir hendi á Neyðarmóttök- unni enda hefur hún verið notuð sem fyrirmynd erlendis að þjónustu við þolendur kynferðisofbeldis. Sú aðferð að kippa stoðum undan starfsemi er lævísari en að taka ákvörðun um að leggja hana niður og hún fer frekar fram hjá þeim sem láta sig málið varða. Ef til vill er um vanhugsaða fremur en með- vitaða ákvörðun að ræða, og vissu- lega er stjórnendum spítalans vor- kunn, en við hljótum samt að gera þá kröfu að þeir hugsi áður en þeir framkvæma og gangist við ákvörð- unum sínum. Af öllu fólki ættu þeir að vita hvaða afleiðingar það hefur að missa góðan stjórnanda. Ef þeir vilja leggja Neyðarmóttökuna niður eiga þeir að segja það upphátt. Ef ekki, hvað eru þeir þá að hugsa? SÆUNN KJARTANSDÓTTIR, sálgreinir, Ásenda 16, 108 Reykjavík. Á Neyðarmóttök- unni að blæða út? Frá Sæunni Kjartansdóttur: MIÐVIKUDAGINN 21.4. 2004 var grein í Morgunblaðinu sem ég varð að lesa tvisvar eða þrisvar til að trúa því sem hinn þekkti flugstjóri Jó- hannes Snorrason skrifaði. Þar gat að líta hrakspár og aðvaranir til Loftleiða, dótturfyrirtækis Flug- leiða, fyrir að ætla að fara að fljúga fyrir Ísraela frá Telavíf til New York. Þegar Íslendingar sýna þann manndóm að ætla að taka því boði að hefja útrás í flugi eða sókn til fleiri atvinnutækifæra er þessi þekkti flugstjóri að draga úr því með van- hugsuðum hræðsluáróðri til þeirra flugáhafna sem ætla að taka að sér þetta verkefni. Hverskonar fávita- háttur er þetta? Ef heimsstyrjöld brytist út, ættum við þá bara að draga okkur inn í moldarkofana aft- ur og hætta að lifa lífinu lifandi, hokra til sveita með nokkrar kindur og eina, tvær beljur? Nei, flugmaður má aldrei vera hræddur við neitt og allra síst að vera með vanhugsaðar hrakspár. Þjóðir bíða í röðum eftir að komast í svona samninga við þjóð- ir sem telja sig heldur hafa hagnað af því að leigja þjónustu frekar en gera út sjálfar flugvélar eða skip. Maður tekur ofan fyrir þeim er sýna þann stórhug sem Arngrímur og Þóra hafa sýnt hjá Atlanta. Atlanta er núna með 25-30 stórþotur á leigu og flýgur til Arabalanda með pílagríma og skilar þjóðarbúinu sjálfsagt hundruðum miljóna, ef ekki miljörð- um á ári. Fyrir rúmlega hálfri öld voru það hundruð báta,og skipa sem sigldu um öll heimsins höf til að færa okkur björg í bú í einni hroðalegustu styrjöld sem geisað hafði. Þeir þús- undir sjómanna sem lögðu þetta á sig fyrir þjóð sína urðu oft fyrir árás- um og dauða. Engum datt í hug að hætta að sigla vegna hræðslu. Í Bíafra-stríðinu svokallaða lögðu ís- lenskir flugmenn á sig ómælda hættu á lélegum og sundurskotnum flugvélum. Nú eru á vegum Samein- uðu þjóðana um 50 Íslendingar í Kosovo og Afganistan og verða allt að 250 að tölu þega þeir yfirtaka flugvöllinn í Afganistan. Læt ég þessu lokið í bili en af nógu er að taka. Íslendingar er alls staðar í hættu ef því er að skipta. KARL ORMSSON, fv. deildarstjóri. Hræðsluáróður Frá Karli Ormssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.