Morgunblaðið - 28.04.2004, Side 14

Morgunblaðið - 28.04.2004, Side 14
ERLENT 14 MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ MUAMMAR Gaddafi, leiðtogi Líb- ýu, heimsótti í gær framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins í Brussel og kvaðst hafa einsett sér að Líbýa gegndi lykilhlutverki í því að koma á friði í heiminum. Hann skoraði enn- fremur á þjóðir heims að fara að dæmi Líbýumanna og „losa sig við öll gereyðingarvopn“. Er þetta fyrsta Evrópuferð Gadd- afis í fimmtán ár. Markmið hennar er að bæta tengsl Líbýu við Evrópu- sambandið en þau hafa farið batn- andi að undanförnu þrátt fyrir óút- kljáða deilu um sprengjuárás, sem gerð var á skemmtistað í Vestur- Berlín 1986, og nýjar ásakanir um mannréttindabrot í Líbýu. „Líbýumenn eru staðráðnir í að gegna lykilhlutverki í því að koma á friði í heiminum,“ sagði Gaddafi. „Þetta er raunverulegt tækifæri fyrir sögulegan frið. Við segjum við Bandaríkin og Evrópu, við segjum það fullir sjálfstrausts, hátt og skýrt, að þetta tækifæri má ekki ganga okk- ur úr greipum. Líbýa skorar á öll ríki, frá Bandaríkjunum til Kína, að losa sig við öll gereyðingarvopn. Líb- ýa hefur sýnt öðrum gott fordæmi í þessum efnum.“ Gaddafi hvatti einnig Vesturlönd til að neyða ekki Líbýumenn til að taka upp fyrri stefnu og styðja hryðjuverkamenn, eða „frelsis- sveitir“ eins og hann kallaði þá. „Ég vona að við þurfum ekki að snúa aft- ur til þess tíma þegar við áttum það til að sprengja bílana okkar, eða festa sprengjubelti utan um konurnar okk- ar, svo ekki verði leitað á okkur í svefnherbergjum okkar og heimilum, eins og gerst hefur í Írak og Pal- estínu. Fórnarlömbin eru konur og börn og vígvöllurinn er eldhúsið og stofan. Við viljum ekki vera neydd til þess.“ Fékk tjald til bænahalds Gaddafi kom í hvítri glæsibifreið að höfuðstöðvum framkvæmda- stjórnar ESB í fylgd utanrík- isráðherra og viðskiptaráðherra Líb- ýu. Var erindið að ræða um samskipti Líbýu við ESB og beiðni landsins um aðild að samstarfi sambandsins og Miðjarðarhafsríkja, meðal annars Ísraels. Romano Prodi, forseti fram- kvæmdastjórnar ESB, kvaðst vilja að Líbýa fengi fulla aðild að sam- starfinu eins fljótt og auðið væri. Mikill öryggisviðbúnaður var í Brussel vegna heimsóknarinnar. Reist var blátt bedúínatjald til bæna- halds við dvalarstað hans, bústað fyr- ir erlenda þjóðhöfðingja sem heim- sækja höfuðstöðvar ESB. Samskipti Líbýu og Vesturlanda hafa batnað mjög eftir að Gaddafi lýsti því yfir nýlega að líbýsk stjórn- völd hefðu fallið frá þeirri stefnu að koma sér upp kjarnavopnum. Líbýa hefur einnig náð sam- komulagi um að greiða bætur fyrir fórnarlömb hryðjuverka, sem rakin voru til líbýskra leyniþjónustu- manna, þegar farþegavélar voru sprengdar, fyrst bandarísk vél 1988 yfir Lockerbie á Skotlandi og síðan frönsk vél yfir Níger í Afríku árið 1989. „Þurfum samstarfsmenn, ekki vopn“ Bandarísk stjórnvöld afléttu í vik- unni sem leið átján ára viðskipta- þvingunum á Líbýu. Viðskiptaþving- anir Evrópusambandsins eru hins vegar enn í gildi. Viðskiptaráðherra Líbýu, Abdel Qader Khair, sagði að landið hefði „uppfyllt flest skilyrði fyrir því að eðlilegum viðskiptatengslum yrði komið á“. „Við bjuggumst við því að Evr- ópuríkin gerðu það miklu fyrr,“ sagði ráðherrann og bætti við að Líbýu- menn hefðu ekki hug á að kaupa vopn, heldur tæki, meðal annars til olíuvinnslu. „Gaddafi hefur lagt áherslu á að við þurfum að berjast gegn vanþróun. Til þess þurfum við samstarfsmenn, ekki vopn.“ Joschka Fischer, utanrík- isráðherra Þýskalands, fagnaði stefnubreytingu Líbýustjórnar en sagði að ýmis mál væru enn óleyst, meðal annars krafa þýskra stjórn- valda um bætur vegna sprengjuárás- ar árið 1986 á skemmtistað í Vestur- Berlín sem bandarískir hermenn vöndu komur sínar á. Tveir Banda- ríkjamenn og tyrknesk kona létu lífið og 229 særðust í tilræðinu sem talið er að Gaddafi hafi fyrirskipað. Embættismenn ESB sögðust einn- ig ætla að taka upp mál sex Búlgara, sem hafa setið í fangelsi í Trípólí frá árinu 1999, sakaðir um að hafa smit- að 426 börn af alnæmisveirunni. Bú- ist er við að dómur í máli Búlgaranna verði kveðinn upp 6. maí en þeir eiga yfir höfði sér dauðadóm. Mannréttindasamtökin Amnesty International, sem sendu fulltrúa til Líbýu í febrúar í fyrsta skipti í 15 ár, birtu í gær skýrslu þar sem Líb- ýustjórn er sökuð um skipulögð mannréttindabrot og sögð ýta undir „andrúmsloft ótta“. Flestir Líbýu- menn séu hræddir við að láta skoð- anir sínar í ljós. Líbýsk yfirvöld eru einnig gagn- rýnd fyrir að halda andófsmönnum í fangelsi í langan tíma án sanngjarnra réttarhalda og hermt er að algengt sé að fangar séu pyntaðir. Gaddafi fór síðast til Evrópu 1989 þegar hann flutti skammaræðu um gyðinga og bandaríska dollarann á leiðtogafundi hlutlausra ríkja í Bel- grad. Muammar Gaddafi í fyrstu Evrópuferð sinni í fimmtán ár Vill að öllum gereyðingarvopn- um verði eytt AP Muammar Gaddafi á blaðamannafundi í Brussel. Fyrir aftan hann eru þrjár konur í lífvarðasveit hans. Kveðst vilja að Líbýa gegni lykilhlut- verki í þágu friðar í heiminum Brussel. AP. Reuters Lífverðir fjarlægja mann sem vatt sér að Muammar Gaddafi og reyndi að afhenda honum bréf þegar líbýski leiðtoginn heilsaði Romano Prodi, for- seta framkvæmdastjórnar ESB, í höfuðstöðvum hennar í gær. Maðurinn kvaðst vera stuðningsmaður Gaddafis. HÖFUÐPAURINN í meintu sam- særi um að fremja hryðjuverk í Amman, höfuðborg Jórdaníu, segist hafa fengið 170 þúsund dollara, rúm- lega tólf milljónir ísl. kr., frá Abu Mussab al-Zarq- awi, háttsettum al-Qaeda-liða sem sagður er hafa stýrt fjölda árása á hernámsliðið í Írak. Maðurinn, Azmi al-Jayousi, segist hafa notað hluta peninganna til að kaupa eitur- efni sem beita átti við hryðjuverkin en yfirvöld í Jórdaníu segja að stefnt hafi verið að því að valda dauða allt að 80 þúsund manna. Yfirvöld í Jórdaníu greindu frá því á mánudag að þau hefðu handtekið sex menn fyrir mánuði sem ráðgert hefðu hryðjuverk í Amman. Fjórir menn til viðbótar, sem taldir eru tengjast samsærinu, hefðu fallið í áhlaupum öryggissveita í síðustu viku. Hefðu mennirnir ætlað að nota 20 tonn af sprengiefni og eiturefnum til að eyðileggja höfuðstöðvar jórd- önsku leyniþjónustunnar. „Að minnsta kosti 80.000 manns hefðu beðið bana,“ sagði óþekktur fulltrúi yfirvalda í sjónvarpinu og bætti því við að 160.000 manns hefðu slasast. Ekki er þó vitað á hverju þetta mat er byggt og embættismenn hjá bandaríska varnarmálaráðuneytinu lýstu efasemdum sínum um þessa út- reikninga. Fram kom einnig að mennirnir hefðu ætlað að gera árás á skrif- stofur forsætisráðherra Jórdaníu og bandaríska sendiráðið í Amman en frekari upplýsingar um þær fyrir- ætlanir lágu ekki fyrir. Hét al-Zarqawi hollustu Játningum mannanna var sjón- varpað í jórdanska sjónvarpinu í fyrrakvöld. Þar segist al-Jayousi, meintur höfuðpaur samsærisins, hafa hitt al-Zarqawi í Írak til að skipuleggja hryðjuverkin. „Ég hef heitið Abu-Musab hollustu, að ég skuli hlýða honum í einu og öllu og taka fyrirmælum hans án athuga- semda,“ sagði al-Jayousi í mynd- brotinu sem sýnt var í jórdanska sjónvarpinu. Hann sagðist fyrst hafa hitt al-Zarqawi í Afganistan en þar kvaðst al-Jayousi á sínum tíma hafa lært að höndla sprengiefni. Einnig var sýnt viðtal við annan samsærismann, Hussein Sharif Hussein, en hann sagði að al-Jayousi hefði beðið hann um að kaupa bíla og gera síðan á þeim breytingar þannig að hægt yrði að aka þeim í gegnum öryggishlið og steinsteypta veggi. Sagði Hussein að al-Jayousi hefði sagt honum að markmiðið væri „að standa fyrir fyrstu sjálfsmorðsárás al-Qaeda þar sem eiturefnum væri beitt ... gegn Jórdaníu, konungsfjöl- skyldunni þar og hefja stríð gegn krossförum og vantrúuðum“. Al-Jayousi greindi frá því að þeir Hussein hefðu keypt fimm bíla, þ.á m. einn flutningabíl sem fylla átti sprengiefni og nota í árás á jórd- önsku leyniþjónustuna. Hann sagð- ist einnig hafa unnið að sprengju- gerðinni á leynilegri rannsóknastofu. Heimildarmenn AFP-fréttastofunn- ar sögðu að um hefði verið að ræða 70 tegundir eiturefna, m.a. nokkrar meindýraeiturstegundir. Bæði Hussein og al-Jayousi eru Jórdanar. Þrír þeirra sem felldir voru í áhlaupum öryggissveita ný- verið voru hins vegar Sýrlendingar, að sögn yfirvalda í Jórdaníu. Óvenjuleg útsending Óvenjulegt er að sjónvarpa játn- ingum sakborninga í Jórdaníu áður en réttarhöld yfir þeim hefjast. Fréttaskýrendur telja líklegt að þetta hafi verið gert til að svara þeim sem gagnrýnt hafa jórdönsk yfirvöld og sakað þau um að ýkja hættuna sem stafar af starfsemi hryðjuverka- hópa í því skyni að réttlæta hertan öryggisviðbúnað í landinu. Þá sagði fréttaskýrandi BBC að yfirvöld hefðu augljóslega skipulagt þessa útsendingu til að sýna um- heiminum að hryðjuverkaógnin vofði ekki síður yfir Jórdönum, sem sterk tengsl hafa við Bandaríkin, en öðrum þjóðum. Jórdönsk yfirvöld segjast hafa afstýrt hryðjuverki í Amman Átti að verða fyrsta eiturefnaárás al-Qaeda Amman. AP. Azmi al-Jayousi Ný tilfelli bráðrar lungna- bólgu Peking. AFP. STJÓRNVÖLD í Kína hafa sent sveitir manna um landið til að kanna hvort ekki sé far- ið eftir reglum varðandi varn- ir við bráðri lungnabólgu, HABL. Kom hún upp aftur fyrir nokkrum dögum en talið er, að það megi rekja til að- gæsluleysis á veirurannsókna- stöð í Peking. Kannað hvort farið er að alþjóðlegum reglum WHO, Alþjóðaheilbrigðis- stofnunin, ætlar að senda menn til Peking til að kanna hvort þar sé farið eftir alþjóð- lega viðurkenndum öryggis- reglum en yfirvöld segja, að starfsmaður og kona á stofn- uninni hafi sýkst og síðan smitað hjúkrunarkonu, sem annaðist hana á sjúkrahúsi. Móðir konunnar, sem sýktist fyrst, er nú látin úr sjúk- dómnum og fjölskylda hjúkr- unarkonunnar er veik. Í Pek- ing hafa 337 manns verið einangruð og 133 í Anhui-hér- aði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.