Morgunblaðið - 28.04.2004, Page 19

Morgunblaðið - 28.04.2004, Page 19
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Kirkjuból selt | Alls bárust 21 tilboð í jörð- ina Kirkjuból í Bjarnadal í Önundarfirði sem Ríkiskaup auglýsti til sölu fyrir nokkru. Hæsta boðið var að upphæð kr. 8.150.000 og barst frá þeim Guðmundi Magnússyni í Grundarfirði og Jóni Magnússyni í Reykja- vík. Frá þessu er greint á fréttavef Bæjarins besta á Ísafirði. Að sögn Óskars Ásgeirssonar, sölufulltrúa hjá Ríkiskaupum, hefur hæsta tilboðinu ver- ið tekið og er þessa dagana verið að ganga frá sölunni. Á jörðinni Kirkjubóli í Bjarnadal er einbýlishús byggt 1949 steypt með timb- urlofti og risi. Húsið er að grunnfleti 179,9 fermetrar. Á jörðinni eru véla- og verkfæra- geymsla, fjós, haughús, fjóshlaða, alifugla- hús og garðávaxtageymsla, fjárhúshlaða og mjólkurhús ásamt skúrbyggingum, eins og segir í auglýsingu Ríkiskaupa. Greiðslumat jarðarinnar er 65 ærgildi í sauðfé. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Nýr framkvæmdastjóri Rifóss | Hlífar Karlsson fiskeldisfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá fiskeldisfyr- irtækinu Rifósi hf. í Kelduhverfi. Hann tekur við af Ólafi Jónssyni sem gegnt hefur starfinu frá því fyrirtækið var stofn- að 1992. Staðan var aug- lýst í febrúar og sóttu sex um hana. Hlífar er mjólkur- fræðingur og fiskeldis- fræðingur að mennt og starfaði lengi sem mjólk- urbússtjóri hjá Mjólkursamlagi Kaupfélags Þingeyinga, eða þangað til það var lagt nið- ur. Hlífar lauk námi í fiskeldisfræðum frá Hólaskóla 2003 og hefur m.a. unnið að und- anförnu hjá Frumkvöðlasetri Norðurlands við að kortleggja ýmsa kosti í fiskeldi við Húsavík. Hlífar mun hefja störf 1. maí. Hlífar Karlsson Nýr yfirlæknir | Helgi Sigmundsson hef- ur verið ráðinn yfirlæknir lyflækninga við Heilbrigðisstofnunina í Ísafjarðarbæ á Ísa- firði og mun hann koma til starfa í sumar, skv. frétt Bæjarins besta á vefnum. Helgi er ekki ókunnugur á Ísafirði. Hann starfaði sem læknir á stofnuninni fyrir nokkrum ár- um en hefur undanfarið verið búsettur í Bandaríkjunum þar sem hann hefur stund- að sérfræðinám. Slagsmál brutust út ámilli tveggja far-þega í leigubíl á leið- inni frá Bolungarvík, þar sem þeir voru í samkvæmi, áleiðis til Ísafjarðar aðfara- nótt sumardagsins fyrsta skv. frétt Bæjarins besta. Bílstjórinn stansaði í Ós- hlíð og bárust slagsmál far- þeganna út úr bílnum. Var þá óskað aðstoðar lögregl- unnar í Bolungarvík því óttast var að mennirnir færu sér að voða. Þegar lögreglan kom á staðinn höfðu slagsmálin borist upp fyrir veg og niður í vegræsi. Tókst að stöðva slagsmálin og mun lítill samkvæmisbragur hafa verið á mönnunum er þeir komu úr vegræsinu. Menn- irnir fengu far með lögregl- unni sem mun hafa komið á sáttum. Ekki munu þeir hafa orðið líkamlega sárir eftir slagsmálin en lítils- háttar skemmdir munu hafa orðið á leigubílnum. Slagsmál Knattspyrnustrákarnir í 3. flokki Skallagríms íBorgarnesi mættu upp á golfvöll nýlega til þessað tína grjót af nýju svæði vallarins en verið er að stækka völlinn úr 9 holna velli í 18 holna völl í áföng- um. Strákarnir fengu að launum styrk í ferðasjóðinn sinn, en þeir eru á leiðinni til Danmerkur á Tivoli cup í byrjun júlí. Sýndu piltarnir bæði dugnað og atorku við grjóttínsluna þrátt fyrir að veðrið væri þeim ekki hlið- hollt þennan dag, rigning og slydda. Morgunblaðið/Guðrún Vala Tíndu grjót í fjáröflunarskyni Holt | Niðjar Hjalta Jónssonar, Eldeyjar-Hjalta, komu færandi hendi til Byggðasafnsins í Skóg- um 21. apríl og færðu safninu sem sumargjöf einkennisbúning Hjalta með korða, sem hann bar, sem pólskur konsúll á Ís- landi. Þórður Tómasson, safnvörður í Skógum, sagði að Hjalti hefði fæðst 1869 á Suðurfossi í Mýr- dal og dáið 1949. Hann hefði klifið fyrstur manna Háadrang við Dyrhólaey og þótti það þá mikið afrek. Hann varð síðan þjóðkunnur þegar hann kleif fyrstur manna Eldey við Reykjanes og hlaut þá nafnið Eldeyjar-Hjalti. Hann var tog- araskipstjóri á löngu árabili og brautryðjandi í togaraútgerð og seinna athafnamaður í rekstri fyrirtækja í Reykjavík. Þórður sagði að Byggðasafn- inu væri þessi gjöf vegsauki og kærkomin. Aðspurður um gestakomur í safninu sagði hann, að á síðasta ári hefðu um 35.000 gestir kom- ið í safnið. Á þessu ári væri þeg- ar aukning heimsókna miðað við síðasta ár, einkum heimsóknir ferðahópa og fjölskyldna. Nú í vor hefðu verið áberandi heim- sóknir enskra skólahópa, sem væri nýmæli og áhugavert. Morgunblaðið/Halldór Gunnarsson Þórður Tómasson með einkennisbúning Eldeyjar-Hjalta og korða. Sumargjöf til Byggðasafnsins Mynd af Eld- eyjar-Hjalta í einkennisbún- ingnum. Eldeyjar- Hjalti Á AÐALFUNDI Sparisjóðs Húnaþings og Stranda kom fram að hagnaður Sparisjóðs- ins var liðlega 35,6 milljónir kr. á síðasta ári sem er aukning um 95% frá fyrra ári. Heildartekjur Sparisjóðsins voru 355 milljónir og heildargjöld 319 milljónir. Laun og launatengd gjöld námu 49 milljónum, en starfsmenn eru um tíu talsins. Á afskrifta- reikning voru lagðar 92,4 milljónir króna. Heildareignir Sparisjóðsins í árslok 2003 voru liðlega 2,4 milljarðar og hafa aukist um 9,1%. Eigið fé var í árslok 344,5 milljónir og hafði aukist um 11,3%. Eiginfjárhlutfall Sparisjóðsins er 14,3%. Aðalfundurinn sam- þykkti að greiða 15% arð af stofnfé og einnig að nýta sérstaka heimild í lögum til að end- urmeta stofnfé og að hækka það um 5%. Á aðalfundinum var samþykkt að heimila stjórn sparisjóðsins að auka stofnfé sjóðsins úr 2,5 milljónum í allt að 25 milljónir og einnig að núverandi stofnfjáreigendur, sem eru alls 89, féllu frá forkaupsrétti að nýju stofnfé. Þeir munu því eiga sama rétt og aðrir til þess að kaupa stofnfjárbréf. Stefnt er að því að bjóða út stofnfjárbréfin nú í haust. Stjórnarformaður Sparisjóðs Húnaþings og Stranda er Egill Gunnlaugsson, en spari- sjóðsstjóri er Páll Sigurðsson. Stofnfé Spari- sjóðsins tífaldað TVÖ erindi verða flutt á síðasta lögfræðitorgi vetrarins í Háskólanum á Akureyri í dag kl. 16, stofu 201 á Sólborg. Carl Baudenbacher, forseti EFTA- dómstólsins, flytur erindi sem nefnist „EFTA-dómstóllinn og dómstóll Evrópusam- bandsins – bræðradómstólar.“ Carl Baudenbacher mun ræða um nokkur helstu mál sem dómstóllinn hefur fengið til úrskurðar svo sem áfengiseinkasölu ríkisins, sjónvarp án landamæra, löggjöf um samhliða innflutning á vöru, vinnulöggjöf og sam- keppnislög að meðtöldum lögum um ríkis- styrki. Hann gerir sérstaklega grein fyrir grundvallaratriðum varðandi skaðabóta- ábyrgð ríkja og mannréttindi. Þá flytur Þorgeir Örlygsson, dómari við EFTA-dómstólinn, fyrirlestur þar sem hann fjallar um hvernig Ísland hafi brugðist við úr- lausnum EFTA-dómstólsins. Hann lýsir málum fyrir dómstólnum sem gagngert varða Ísland, ágreiningsefnum og niðurstöð- um málanna. Lögfræðitorg HA í tilefni 10 ára afmælis EFTA-dómstólsins ♦♦♦ Ekki eru allir á eittsáttir við Bakkusog þjóna hans. Er- lingur Jóhannesson í Borg- arfirði orti þegar bjórinn var lögleiddur á Alþingi: Ekki veldur áfengið ennþá nógum skaða, því er best að bæta við bjórnum heittelskaða. Bólu-Hjálmar orti á sinni tíð: Ölið veikir minni og mál mannvit sleikir burtu úr sál limina heykir losta tál og loksins kveikir eilíft bál. Ingunn Hallgrímsdóttir, móðir Baldvins skálda, kvað: Vínið hrindir mennskri mynd magnar lyndi skitið gerir yndið allt að synd og steinblindar vitið. Valdemar Long kennari orti um áfengisvandann: Vínið eyðir ást og tryggð orku deyðir vit og dyggð af sér leiðir hel og hryggð háska og neyð um sæ og byggð. Áfengisbölið pebl@mbl.is      

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.