Morgunblaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 51
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2004 51
GRÉTAR Rafn Steinsson, knatt-
spyrnumaður úr ÍA, verður við æf-
ingar hjá svissneska liðinu FC Zü-
rich næstu dagana en Grétar hélt til
Sviss frá Þýskalandi í fyrradag þar
sem Skagamenn voru í æfingaferð.
Grétar er ekki samningsbundinn ÍA
og getur því gert samning við erlent
lið ef svo ber undir en hann hefur þó
gert samkomulag um að spila með
ÍA leiki hann hér á landi í sumar.
Grétar er 22 ára gamall miðju- og
sóknarmaður sem á að baki 11 leiki
með 21-árs landsliði Íslands og einn-
leik með A-landsliðinu sem var gegn
Brasilíumönnum ytra fyrir tveimur
árum þar sem Grétar skoraði eina
mark Íslands í 6:1 tapi. Hann er ný-
kominn á ferðina aftur eftir kross-
bandaslit sem hann varð fyrir í leik
gegn Þrótti á Íslandsmótinu í lok júlí
í fyrra.
Tilboð á leiðinni til Haraldar?
Þar með eru tveir íslenskir knatt-
spyrnumenn til skoðunar hjá Zürich
þessa dagana en Keflvíkingurinn
Haraldur Freyr Guðmundsson hefur
dvalið við æfingar hjá liðinu síðan á
mánudag en Haraldur er samnings-
bundinn Keflavík út tímabilið. „Þeir
hafa verið mjög ánægðir með mig á
æfingunum og í dag (í gær) var ég
sendur í læknisskoðun þar sem ég
var skoðaður hátt og lágt. Ég á því
frekar von á að ég fái tilboð og vissu-
lega myndi ég skoða það með opnum
huga,“ sagði Haraldur við Morg-
unblaðið í gær en hann verður hjá
Zürich fram á mánudag.
Grétar Rafn til skoðunar
hjá Zürich
BIRKIR Ívar Guðmundsson gat leyft
sér að brosa út í annað eftir sigurinn
gegn KA í gær en Birkir átti frábær-
an leik í markinu
og varði til að
mynda fjögur
vítaköst.
„Við vorum vel
á tánum og það
var gott að ná
þessu forskoti í
byrjun. KA-menn
gáfust hins vegar
aldrei upp og þeir
gerðu harða atlögu að okkur á kafla
í fyrri hálfleik og í byrjun þess síðari
en við héldum sem betur fer haus og
unnum góðan sigur,“ sagði Birkir
Ívar við Morgunblaðið.
Birkir var ánægður með eigin
frammistöðu, sem og liðsheild-
arinnar.
Ofmetnumst ekki
„Ég fann mig afar vel og það er
alltaf gaman að spila gegn KA. Ég
var með fína vörn fyrir framan mig
og það hjálpaði mér auðvitað mjög
mikið. Við ofmetnumst ekkert við
þennan sigur. Við getum spilað bet-
ur og ég tel okkur eiga enn svolítið
inni. Við erum samt á réttri leið og
erum vel einbeittir. Það verður
örugglega háspennuleikur fyrir
norðan á fimmudaginn en við ætlum
að endurtaka leikinn frá því í fyrra
þegar við tókum KA-mennina í
tveimur leikjum. Það er engin laun-
ung á því að við ætlum okkur alla
leið en ég geri ekki ráð fyrir öðru en
KA-menn mæti kolbrjálaðir til leiks
gegn okkur. Ég tel Hauka og KA
vera tvö bestu liðin, með fullri
virðingu fyrir hinum liðunum, þann-
ig að ég tel okkur eiga góða mögu-
leika á að halda titlinum,“ sagði
Birkir Ívar.
SKAGAMENN hafa gert samning
við kanadíska sóknarmanninn Alen
Marcina um að hann leiki með liðinu í
sumar. Marcina hefur verið til
reynslu hjá Akurnesingum og eftir
æfingaferð liðsins til Bochum var
ákveðið að semja við hann. Marcina
er 25 ára gamall og hefur undanfarin
ár leikið með Ottawa Wizards í Kan-
ada.
ALAN Smith, framherji Leeds
United, telur afar líklegt að hann yf-
irgefi herbúðir Leeds United í sumar
og svo gæti farið að hann gengi í raðir
spænska liðsins Valencia. Forráða-
menn félagsins hafa lengi haft auga-
stað á Smith en hann heillaði þá þegar
Leeds og Valencia áttust við í Meist-
aradeildinni fyrir þremur árum.
SÁ kylfingur sem sigrar á Opna
breska meistaramótinu í golfi sem
fram fer í sumar mun fá rúmar 95
millj. kr. í sinn hlut en skipuleggjend-
ur mótsins hafa fundið leiðir til þess
að hækka verðlaunaféð á mótinu um-
talsvert. Fyrir ári síðan fékk sigur-
vegarinn um 83 millj. kr. Alls mun
verðlaunaféð verða um 530 millj. kr.
en í fyrra var verðlaunaféð um 460
millj. kr. Sá sem verður í öðru sæti á
mótinu, sem hefst 15. júlí, fær 57 millj.
kr. og þriðja sætið gefur 36 millj. kr.
BANDARÍSKIR fjölmiðlar segja að
forsvarsmenn NBA-liðsins Los Ang-
eles Lakers hafi ekki samið við Phil
Jackson, þjálfara liðsins, á ný til þess
að sýna Kobe Bryant, aðalstjörnu
liðsins, að þeir muni taka Bryant fram
yfir Jackson en þeir hafa ekki náð að
vinna vel saman undanfarna mánuði.
Bryant hefur verið orðaður við flest
lið í NBA-deildinni og margir telja að
hann vilji leika með öðru liði á næstu
leiktíð.
DANNY Ainge, framkvæmdastjóri
NBA-liðsins Boston Celtic, hefur haft
samband við þjálfarann Paul West-
phal sem stýrði Phoenix Suns á árum
áður og kom liðinu í úrslit árið 1993.
Westphal er þjálfari hjá háskólaliðinu
Pepperdine og er sagður vera áhuga-
samur um að taka við Boston Celtic.
Ainge hefur einnig rætt við Jeff
Hornacek, fyrrum leikmann Phoenix
Suns, Philadelphia 76’ers og Utah
Jazz. Hornacek er 41 árs og hefur
aldrei þjálfað frá því að hann hætti að
leika árið 2000.
PETER Dawson, formaður Royal
& Ancient golfklúbbsins, segir að
R&A muni ekki standa í vegi fyrir því
að konur taki þátt í Opna breska
meistaramótinu í golfi í nánustu fram-
tíð. Dawson segir við BBC að það
muni koma að því að konur tryggi sér
þátttökurétt á mótinu með einhverj-
um hætti og mun R&A taka jákvætt á
því máli þegar að því kemur. Dawson
segir að sænski kylfingurinn Annika
Sörenstam og bandaríski unglingur-
inn Michelle Wie séu líklegastar til
þess að ná alla leið á þessu sviði.
FÓLK
Afar kraftmikil byrjun Hauk-anna gerði líklega útslagið í
rimmu Íslands og bikarmeistar-
anna í gær. Haukar
hófu leikinn með
látum. Þeir komust
í 7:2 og 9:3 og þenn-
an mun náðu norð-
anmenn aldrei að brúa þrátt fyrir
heiðarlegar tilraunir af og til í
leiknum. KA-menn virtust hálf sof-
andi í byrjun og vel einbeittir leik-
menn Hauka færðu sér það vel í
nyt og þá sérstaklega Ásgeir Örn
Hallgrímsson og Þórir Ólafsson.
Þeir skoruðu grimmt úr hraðaupp-
hlaupum og hægri vængur Hauka-
liðsins var KA-mönnum afar erf-
iður allan tímann. KA-menn léku
framliggjandi vörn sem Haukar
áttu auðvelt með að gata en hinum
megin spiluðu Haukar sína hefð-
bundnu 6:0 vörn. Þeim gekk vel að
halda Andriusi Stelmokas niðri í
fyrri hálfleik og annað aðalvopn
KA-liðsins, Arnór Atlason, átti erf-
itt uppdráttar.
Haukar héldu KA-mönnum í
hæfilegri fjarlægð frá sér. Þeir
höfðu 3–5 mörk yfir nær allan fyrri
hálfleikinn en í byrjun síðari hálf-
leiks komu KA-menn mjög grimm-
ir til leiks. Þeir minnkuðu muninn
niður í tvö og virtust líklegir til að
sauma enn frekar að Haukunum en
Birkir Ívar Guðmundsson mark-
vörður og gamli refurinn Halldór
Ingólfsson sáu til þess að Hauk-
arnir héldu undirtökunum. Birkir
Ívar varði mark sitt meistaralega
og þó svo að Stelmokas væri Hauk-
unum skeinuhættur á línunni, en
hann hélt sínum mönnum á floti
langtímum saman í síðari hálfleik,
þá varði Birkir nokkrum sinnum
frá Litháanum úr dauðafærum og í
sókninni tók Halldór af skarið um
leið og KA tók Ásgeir Örn fastari
tökum. Halldór var afar drjúgur á
kafla í síðari hálfleik og sýndi
hvers hann er megnugur.
Haukar þurftu að stokka upp í
vörn sinni þegar Vignir Svavarsson
fauk út af fyrir fullt og allt vegna
þriggja brottvísana en fjarvera
hans varð einungis til að þjappa
Haukunum saman. Þeir héldu
fengnum hlut og gott betur og þó
svo að sex marka sigur væri í
stærra lagi miðað við gang leiksins
var sigur Haukanna öruggur og
fyllilega verðskuldaður.
Birkir Ívar átti frábæran leik í
markinu og erfitt verður að ganga
fram hjá honum þegar landsliðs-
hópurinn verður valinn fyrir
ólympíuleikana. Hann varði 23
skot, þar af fjögur vítaköst og
mörg dauðafæri KA-manna. Þórir
Ólafsson átti sömuleiðis skínandi
leik og líkt og Birkir hlýtur hann
að koma til greina í landsliðshóp-
inn. Ásgeir Örn og Halldór voru
feikilega drjúgir og það má eig-
inlega segja að hvergi hafi verið
veikan hlekk að finna í afar sterkri
og samhentri liðsheild hjá Hauk-
um.
Slæmur leikkafli KA-manna í
byrjun leiks varð þeim dýrkeyptur
og eftir það voru þeir skrefinu á
eftir Haukunum allan tímann.
Arnór Atlason og Stelmokas voru
sem fyrr í aðalhlutverkum hjá
KA-liðinu sem var óvenju dauft
miðað við mikilvægi leiksins. Arn-
ór og Stelmokas hafa þó oftast
leikið betur en skotnýting þeirra
var frekar slök. Vörn KA-manna
var ekki upp á marga fiska og ef
þeim á að takast að komast á Ás-
velli á nýjan leik verða þeir að
bæta hana til muna, sem og mark-
vörsluna, og lykilmenn liðsins,
þeir Arnór, Stelmokas og Jónatan,
verða að skila betri leik en þeir
gerðu í gær.
„Það var afar erfitt að koma til
baka eftir að hafa lent sex mörkum
undir. Við reyndum og reyndum og
vorum nokkrum sinnum býsna ná-
lægt því en það sem skildi þá á
milli var markvarslan. Okkar menn
náðu sér ekki á strik á meðan
Birkir Ívar lokaði markinu á köfl-
um,“ sagði Jóhannes Bjarnason,
þjálfari KA við Morgunblaðið eftir
leikinn.
„Við áttum ekki skilið að vinna
þar sem við gerðum okkur seka um
allt of mikið af grundvallarmistök-
um. Við misnotuðum sæg af
dauðafærum, þar af fjögur víti, og
það gengur aldrei upp gegn liði
eins og Haukum. Það eru ekki
flóknir hlutir sem við þurfum að
laga fyrir fimmtudaginn því það
var mesta furða hvað við náðum að
hanga inni í leiknum þrátt fyrir öll
mistökin. Við erum beygðir en ekki
brotnir og mætum dýrvitlausir í
leikinn á fimmtudaginn,“ sagði Jó-
hannes.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Ásgeir Örn Hallgrímsson spilaði vel fyrir Hauka gegn KA á Ásvöllum í gær og hér er hann skrefinu
á undan Jónatani Magnússyni, fyrirliða KA.
Öflug byrjun Hauka
gerði gæfumuninn
HAUKARNIR héldu áfram að bjóða upp á markaveislu í úrslita-
keppninni í handknattleik þegar þeir lögðu KA-menn að velli á Ás-
völlum. Haukar sigruðu Eyjamenn tvívegis í 8-liða úrslitunum,
41:39 og 39:35, og úrslitin gegn KA-mönnum í gær voru á svipuðum
nótum. 36:30 urðu lokatölur í Firðinum í leik þar sem Íslandsmeist-
ararnir höfðu undirtökin allan tímann.
Guðmundur
Hilmarsson
skrifar
Fann mig
afar vel
TVEIR serbneskir knatt-
spyrnumenn eru væntanlegir
til Grindvíkinga og leika með
þeim í úrvalsdeildinni í sumar.
Þeir eru báðir miðjumenn,
Slavisa Kaplanovic er 26 ára,
uppalinn hjá OFK Belgrad en
leikur nú með BSK Borca í 2.
deild, og Aleksandar Petkovic
er 23 ára, uppalinn hjá Partiz-
an Belgrad en leikur nú með
Vostovak Belgrad í 2. deild.
Þeir léku báðir með liðum sín-
um gegn Grindvíkingum í æf-
ingaferð þeirra til Serbíu fyrir
páskana. Á vef Grindvíkinga
kemur fram að þeir séu vænt-
anlegir til landsins innan
skamms.
Serbar í
Grindavík