Morgunblaðið - 28.04.2004, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 28.04.2004, Qupperneq 18
ERLENT 18 MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ HART er deilt á sænska þinginu um ný og hert innflytjendalög og er ríkisstjórn jafnaðarmanna sök- uð um að hafa afritað bresk lög um sama efni. Eins og nú horfir bendir flest til, að tillaga ríkisstjórnarinn- ar um að setja strangar skorður við aðflutningi vinnuafls frá Aust- ur-Evrópu verði felld. Sven Brus, fulltrúi kristilegra demókrata og varaformaður fé- lagsmálanefndar sænska þingsins, segir, að svo virðist sem ríkis- stjórnin sé í einhvers konar sjálfs- morðshugleiðingum í samskiptum sínum við þingið en á hinn bóginn geti vel verið, að hún treysti því, að skoðanir almennings á þessum málum séu aðrar en margra þing- manna. Var sagt frá þessu á frétta- vef Sydsvenska Dagbladet. Deilurnar um innflytjendamálin hafa verið mestar í félagsmála- nefndinni og þar er mikil andstaða við þá tillögu Barbro Holmberg innflytjendaráðherra, að Austur- Evrópubúar verði útilokaðir frá sænskum vinnumarkaði í nokkurn tíma eftir inngöngu þeirra í Evr- ópusambandið, ESB. Holmberg og ríkisstjórnin hafa lent upp á kant við þingið í ýmsum málum. Má af þeim nefna, að hún hefur sniðgengið þann vilja þings- ins, að ákvarðanir um landvist verði færðar frá útlendingaeftirlit- inu og til félagsmála- og trygginga- nefnda í lénunum. Í mars sl. kom hún í gegnum þingið nýjum lögum um smygl á fólki en þá aðeins í „vanheilögu“ bandalagi við Hægri- flokkinn. Sex þingflokkar hafa snú- ist gegn ríkisstjórninni í um- ræðunni um austur-evrópska vinnuaflið og ekki er meirihluti fyrir þeirri tillögu, að samgöngu- fyrirtæki, til dæmis SAS-flugfélag- ið, skuli bera nokkra ábyrgð á flutningi hælisleitenda til Svíþjóð- ar. Á þingi er ekki meirihluti fyrir tillögu um að neita hælisleitendum um að endurnýja umsókn, sem hef- ur verið hafnað, og ekki heldur fyr- ir tillögu um, að hælisleitendur verið sviptir húsnæðisstyrk. Hefur þessi styrkur íþyngt verulega sum- um sveitarfélögum, til dæmis Malmö. „Félagsleg ferðamennska“ Fyrrnefndur Brus segir, að til- lögur sænsku stjórnarinnar séu sniðnar eftir nýjum og mjög ströngum lögum í Bretlandi. Hann heldur því fram, að Göran Persson forsætisráðherra sé vitandi vits að höfða til tortryggni margra Svía í garð innflytjenda þegar hann tali um „félagslega ferðamennsku“. Harðar deilur um innflytj- endalög Sænska ríkisstjórnin vill stórherða lögin en mikil andstaða er við það á þingi STJÓRNVÖLD í Póllandi hafa á prjónunum að takmarka aðgang útlendinga að vinnumarkaðinum þar í landi. Er það svar þeirra við sams konar takmörkunum í ýms- um öðrum Evrópuríkjum. Að því er fram kemur í pólska blaðinu Rzeczpospolita, verður aðeins gerð undantekning á með fólk frá Írlandi og Bretlandi en þar verða engar hömlur settar á pólskt vinnuafl eftir stækkun Evr- ópusambandsins 1. maí næstkom- andi. Takmarkanirnar gilda gagn- vart hinum ESB-ríkjunum 13 og auk þess Noregi, Íslandi og Liechtenstein. Gömlu ESB-ríkin 15 hafa áhyggjur af óheftu flæði ódýrs vinnuafls og þeim félagslegu út- gjöldum, sem því gæti fylgt, en takmarkanirnar eru dálítið mis- munandi. Þær eru strangastar í Þýskalandi og Austurríki og eiga að gilda í allt að sjö ár en í flestum öðrum aðeins í tvö ár. Þess má geta, að annað nýtt aðildarríki, Ungverjaland, hefur áskilið sér rétt til að grípa til sams konar að- gerða. Pólverjar svara Evrópu- ríkjum í sömu mynt DÓMSTÓLL í Kólumbíu sýknaði á mánudag þrjá Íra, sem grunaðir eru um aðild að Írska lýðveldis- hernum (IRA), af ákærum um að hafa veitt kólumbískum skærulið- um FARC-hreyfingarinnar þjálfun. Þeir voru hins vegar fundnir sekir um að hafa ferðast á fölsuðum vegabréfum. Mennirnir voru dæmdir til fang- elsisvistar fyrir brot á vegabréfa- lögum og nam dómurinn á bilinu 26 mánuðum og upp í 44 mánuði. Þar sem þeir hafa setið á bak við lás og slá allt frá því að þeir voru hand- teknir í ágúst 2001 var hins vegar gert ráð fyrir, að sögn BBC, að þeim yrði vísað úr landi, þ.e. þegar þeir væru búnir að greiða sekt upp á um fimm þúsund Bandaríkjadali. Í gær kom hins vegar í ljós að saksóknarar hyggjast áfrýja mál- inu til hæstaréttar og sitja menn- irnir því áfram í fangaklefa. Vakti mikið uppnám Mennirnir þrír, James Monagh- an, Niall Connolly og Martin McCauley, voru ekki viðstaddir dómsuppkvaðninguna í fyrradag. Þeir voru handteknir í ágúst 2001 eftir að hafa verið á ferð um griða- svæði FARC-skæruliða sem um árabil hafa átt í baráttu við kól- umbísk stjórnvöld. Málið vakti mikið uppnám á sínum tíma og þá einkum á Norð- ur-Írlandi en ýmsir töldu ferðir mannanna í Kólumbíu til marks um að IRA væri síður en svo í þann mund að binda enda á starfsemi sína. Þrír meintir IRA-liðar sýknaðir í Kólumbíu Colombo. AP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.