Morgunblaðið - 28.04.2004, Síða 30

Morgunblaðið - 28.04.2004, Síða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. E vrópuþingið samþykkti í síðustu viku um- deilda skýrslu sem fjallar um hættuna á að tjáningarfrelsi og réttur til upplýsinga sé brotinn í aðildarlöndum Evrópusam- bandsins, og þá sérstaklega Ítalíu, þar sem samþjöppun eignarhalds fjölmiðla er hvað mest og eigandi stærstu fjölmiðla- samsteypunnar er enginn annar en Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu. Evrópuþingmenn hvetja framkvæmdastjórnina til að koma á fót eftirlitsstofnun til að tryggja fjölbreytta fjölmiðlaflóru. Þeir telja að sérstök áhersla eigi að vera lögð á þetta í sam- keppnislöggjöf Evrópu og að líta skuli svo á að markaðs- ráðandi staða fjölmiðlafyrirtækja hindri þennan fjölbreyti- leika. Telur þingið að semja þurfi lög sem komi í veg fyrir að stjórnmálamenn geti átt mikilla fjárhagslegra hagsmuna að gæta á fjölmiðlamarkaði. Evrópuþingið telur að Evrópusambandið hafi pólitíska, sið- ferðislega og lagalega skyldu til að tryggja að réttur þegna ESB til frjálsra og fjölbreyttra fjölmiðla sé virtur og að sam- bandið grípi til aðgerða þegar aðildarríkin gera það ekki – annaðhvort þar sem þau geta það ekki eða vilja það einfald- lega ekki. Þá er harmað hversu sundraðar reglugerðir Evrópusam- bandsins um fjölmiðla eru og leggur þingið áherslu á að lág- marksskilyrði sem aðildarríki verði að hafa í heiðri til að tryggja nægilega fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði verði skil- greind. Í þessu sambandi eru nefndar reglugerðir um ljós- vakamiðla, samkeppnismál, fjarskipti, ríkisstyrki, opinbera þjónustu og rétt borgara. Þegar skýrslan var borin upp til atkvæða á Evrópuþinginu í Strassborg í Frakklandi á fimmtudag samþykktu 237 Evr- ópuþingmenn hana, 24 voru á móti og 14 sátu hjá. Áður höfðu 259 á móti 214 hafnað tillögu um að vísa skýrslunni aftur til nefndarinnar. Þegar skýrslan var afgreidd úr nefnd um rétt- indi borgaranna um síðustu mánaðamót kusu 28 með skýrsl- unni en 19 á móti. Aðalhöfundur skýrslunnar er hollenski Evr- ópuþingmaðurinn Johanna Boogerd-Quaak. Í skýrslunni eru kynnt frumdrög rannsóknar sem Fjöl- miðlastofnun Evrópu (European Institute for the Media) vinnur nú á umhverfi fjölmiðla í öllum þeim 25 löndum sem til- heyra Evrópusambandinu frá og með 1. maí, eða næsta laug- ardegi. Lokaskýrslu er að vænta í júní á þessu ári og má gera ráð fyrir að lagasetning muni fylgja í kjölfarið. Í skýrslunni, sem Evrópuþingið samþykkti í síðustu viku, er fjallað um átta af löndunum 25 og í þeim öllum komu í ljós at- riði sem þyrfti að rannsaka frekar. Brotalömin er þó mest á Ítalíu, en Evrópuþingmenn hafa miklar áhyggjur af stöðunni þar. Aðkoma stjórnmálamanna verði takmörkuð Evrópuþingið hvetur aðildarlönd ESB og framkvæmda- stjórnina til að standa vörð um fjölbreytni fjölmiðla og tryggja að fjölmiðlar í öllum aðildarríkjum séu frjálsir, sjálfstæðir og fjölbreyttir. Segir að í samkeppnislöggjöf ESB beri að vernda fjölbreytni fjölmiðla og að líta beri svo á að ráðandi staða fjöl- miðlafyrirtækis á markaði komi í veg fyrir fjölbreytileikann. Þá vill nefndin að stjórnmálamönnum verði bannað með lög- gjöf að eiga mikilla fjárhagslegra hagsmuna að gæta í fjöl- miðlum og að kynnt verði til sögunnar lögleg verkfæri til að koma í veg fyrir að slíkir hagsmunaárekstrar geti orðið. Framkvæmdastjórnin er hvött til að leggja fram tillögur um hvernig megi tryggja að fulltrúar í ríkisstjórn beiti ítökum sín- um í fjölmiðlum ekki í stjórnmálalegum tilgangi. Einnig eru aðildarríki hvött til að koma á fót sjálfstæðu eft- irliti með eignarhaldi á fjölmiðlum og með því að aðgangur að fjölmiðlum sé öllum jafn. Segir að slík stofnun þyrfti að vera sjálfstæð og geta hafið rannsóknir að eigin frumkvæði. Er tal- ið nauðsynlegt að settar verði reglur sem kveða á um gegnsæi eignarhalds á fjölmiðlum, einkum er varðar eignarhald er- lendra aðila og í fleiri en einu landi. Þyrfti að koma á fót evr- ópsku eftirliti sem skylt væri að senda upp arhald fjölmiðla svo hægt væri að fylgjast þróun í eignarhaldi innan sambandsins. Aukin samþjöppun eignarhalds óg Í skýrslunni er fjallað sérstaklega um ei og er framlagi þeirra til nýsköpunar, hagv innan fjölmiðlaflórunnar fagnað. Þó er ben þjöppun í eignarhaldi fjölmiðla, þar með ta samsteypur sem sumar hverjar starfi í flei fjölbreytni í fjölmiðlun. Einnig takmarki s leika fjölmiðlunar sem atvinnuvegar í Evr Bent er á að þrátt fyrir að framkvæmda saki alla mikilvægustu fyrirtækjasamruna séu áhrif þeirra á fjölbreytni ekki skoðuð s höfundar telja að jafnvel samrunar miðlun fyrirtækja geti haft mikil áhrif á markaðin samruna ættu að vera rannsökuð kerfisbu samkeppnisyfirvöldum eða sjálfstæðu stjó OECD hefur reyndar lagt til að verði gert Fjölbreytilegt eignarhald á fjölmiðlum o á milli nægir þó ekki, að mati skýrsluhöfun fjölmiðlar endurspegli ólík sjónarmið. Ástæ un á þjónustu fréttastofa sem hefur gert þ sömu fyrirsagnir eru notaðar í blöðunum o það sama. Þá er minnt á hlutverk svæðisbu að stuðla að fjölbreytni og vernda fjölbrey og menningu og hin sérstöku verkefni fjölm eigu á svæðum þar sem einkareknir fjölmi þessu hlutverki þar sem markaðirnir séu o Skattpeningar ekki notaðir til að takmarka gagnrýni á stjórnvöld Lögð er áhersla á að ljósvakamiðlar í alm stæðir og lausir við afskipti t.d. stjórnmála fjármunir skattborgaranna séu ekki notað völdum við stjórnvölinn, eða til að takmark völd hverju sinni. Þá þyrfti að tryggja að h skipti af umræddum fjölmiðlum sé hægt a dómstólum. Evrópuþingið telur að til að skylda meg greiðslu afnotagjalda af ljósvakamiðlum í a þeir að miðla fjölbreyttum, nákvæmum, hl skiljanlegum hágæða upplýsingum um stj samfélagsins. Evrópuþingið hefur þó tekið þessara miðla sé á hinn bóginn þannig að g þeirra hafi hrakað. Afnotagjöldin eigi á hæ göngu því hlutverki að afskræma markaði þeirra yfirburða sem almannafjölmiðlar ha rekna fjölmiðla, sem fjalla um og gefa efni ingar og bjóða upp á sömu gæði í umfjöllun sem borin eru saman í skýrslunni hvað sta miðla varðar; Bretlandi, Frakklandi, Holla Póllandi, Svíþjóð og Þýskalandi, komu alls sem Evrópuþingið telur að þurfi að rannsa Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, á 51% í Mediaset, sem er stærsta fjölmiðlaveldi á Ítalíu. Evrópuskýrsla um hættuna á að brotið verði á Ráðandi staða hindrar fjölbreyt Evrópuþingmenn hafa áhyg þjöppun eignarhalds fjölmi til þess að Evrópusamband gerða til að tryggja fjölbrey Telja þingmennirnir að ESB tíska, siðferðilega og lagale að tryggja að réttur þegna E frjálsrar og fjölbreyttrar fjö virtur. EFLING RÍKISÚTVARPSINS Samstaða er á milli stjórnar-flokkanna um að efla Rík-isútvarpið og jafnframt að afnema afnotagjöldin, sem notuð hafa verið til að fjármagna RÚV að stærstum hluta. Málefni RÚV hafa lengi verið í kyrrstöðu, ekki sízt af því að ekki hefur náðst neitt samkomulag milli stjórnar- flokkanna um breytingar. Nú virðist málið loks komið á hreyf- ingu, þótt ekki sé ljóst hvað tekur við. Í skýrslu nefndar menntamála- ráðherra um eignarhald á fjöl- miðlum var lagt til að hugað yrði að eflingu Ríkisútvarpsins. Ein ástæða þess að nefndin benti á þann kost, er að það sé „æskileg leið til að tryggja þá hagsmuni sem felast í pólitískri og menn- ingarlegri fjölbreytni í lýðfrjálsu þjóðfélagi og þar með til að mæta skyldum ríkisins í þessum efn- um.“ Nefndin bendir m.a. á að til- hneigingin sé sú að einkareknir ljósvakamiðlar verði mun eins- leitari í dagskrá en almennings- útvarp og skemmtun og létt af- þreying verði jafnvel uppistaðan í dagskránni, á kostnað upplýstrar og málefnalegrar umræðu um mikilvæg samfélagsleg málefni. Morgunblaðið hefur ítrekað bent á að Ríkisútvarpið standi ekki undir þeim skyldum, sem því ber að uppfylla sem almennings- útvarp, heldur sé það einmitt að stórum hluta fullt af skemmti- og afþreyingarefni, sem einkareknir ljósvakamiðlar séu einfærir um að bjóða upp á. Blaðið hefur ekki talið það hlutverk ríkisstofnunar að reka afþreyingarútvarp og sömuleiðis talið vandfundin rökin fyrir því að Ríkissjónvarpið sé að stórum hluta afþreyingarsjón- varp, rekið í samkeppni við einka- sjónvarpsstöðvar. Blaðið hefur lagt til að Ríkissjónvarpið sinni annars vegar því hlutverki að veita þjóðinni aðgang að hágæða- menningarefni í sjónvarpi, en hins vegar að það verði vettvang- ur lýðræðislegrar umræðu í land- inu, m.a. með vönduðum frétta- skýringa- og umræðuþáttum, útsendingum frá fundum Alþingis og helztu sveitarstjórna o.s.frv. Í ljósi þessara hugmynda hefur Morgunblaðið talið eðlilegt að RÚV yrði sett á fjárlög og þar með hætt að innheimta afnota- gjöld. Blaðið hefur talið eðlilegt að Útvarpið yrði áfram vettvang- ur auglýsinga og tilkynninga, eins og löng hefð er fyrir. Hins vegar velti á ýmsu hvort eðlilegt sé að Ríkissjónvarpið verði áfram auglýsingamiðill, ekki sízt því hvort raunveruleg samkeppni ríki á milli einkarekinna sjón- varpsstöðva um auglýsingar. Efling Ríkisútvarpsins þarf ekki endilega að þýða að meira fé verði varið til reksturs þess. Þvert á móti er nauðsynlegt að ná tökum á fjárhagsvanda stofnun- arinnar. Það þarf hins vegar að nota peningana, sem skattgreið- endur leggja til RÚV, til þess að stofnunin sinni menningar- og lýðræðishlutverki sínu í stað þess að reyna að líkjast einkareknu stöðvunum æ meir með kaupum á dýru, erlendu afþreyingarefni. ÁLYKTUN BLAÐAMANNAFÉLAGS ÍSLANDS Fjallað var um frumvarp rík-isstjórnarinnar um eignar- hald á fjölmiðlum á aðalfundi Blaðamannafélags Íslands á mánudagskvöld. Lyktaði þeirri umræðu með því að samþykkt var harðorð ályktun um málið og meðal annars lýst yfir andstöðu við frumvarpið. Umræðan á fund- inum og orðalag ályktunarinnar gefa hins vegar til kynna að Morgunblaðið og Blaðamanna- félagið eigi meiri samleið hvað varðar grundvallaratriði málsins en virðist við fyrstu sýn. Á fundi Blaðamannafélagsins kom fram tillaga um að í álykt- uninni yrði hafnað alfarið allri lagasetningu um eignarhald á fjölmiðlum. Þessari tillögu var vísað frá á fundinum og í álykt- uninni, sem síðan var samþykkt, stendur: „Aðalfundurinn hvetur til málefnalegrar umræðu í sam- félaginu um eignarhald á fjöl- miðlum með mögulega lagasetn- ingu í huga, en efnisatriði fyrirliggjandi frumvarps munu tæplega fá viðunandi umræðu á opinberum vettvangi eigi að sam- þykkja það sem lög fyrir þing- frestun í vor.“ Morgunblaðið hefur bent á það að ekki sé hægt að láta það við- gangast að fjölmiðlar í landinu safnist á of fáar hendur. Hér er um grundvallaratriði að ræða og ljóst að það verður aðeins tryggt með lagasetningu. Það að Blaða- mannafélagið vísar frá tillögu um að segja í ályktun að hafna skuli allri lagasetningu um eignarhald á fjölmiðlum og samþykkir það orðalag að fram skuli fara um- ræða um eignarhald á fjölmiðlum „með mögulega lagasetningu í huga“ sýnir að um þetta grund- vallaratriði ber ekki mikið á milli Blaðamannafélags Íslands og Morgunblaðsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.