Morgunblaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 31
G era má ráð fyrir að um- svif skipulagðra glæpa- samtaka muni aukast nokkuð í Evrópusam- bandinu með inngöngu 10 nýrra aðildarríkja 1. maí. Sam- evrópska lögreglustofnunin Europol telur að í mörgum inngönguríkjanna hafi umbætur síðustu ára valdið því að lögregluliðið þar sé nú búið að ná því stigi sem krafist er í sambandinu, að sögn Kevin O’Connels, sem annast eftirlit með slíkum efnum hjá Euro- pol. Europol er með aðalbækistöð í Haag í Hollandi, var stofnað 1992 og er verkefni stofnunarinnar að berjast gegn skipulögðum glæpasamtökum og hryðjuverkum í sambands- ríkjunum. Ciriel Fijnout, sem er pró- fessor í alþjóðlegum sakamálarétti við Tilburg-háskóla í Hollandi, segir að stækkun ESB muni ekki breyta miklu í alþjóðlegu samhengi hvað snerti glæpatíðni. „Allt frá hruni kommúnismans hefur Evrópa verið vettvangur skipulagðrar glæpastarfsemi og það gæti hún ekki verið án samstarfs af hálfu manna í vestanverðri álfunni,“ segir hann. Fijnout segir að eftir sem áður muni löndin í Austur-Evrópu verða viðkomustöð fyrir afbrot á borð við verslun með vændiskonur, fíkniefni, stolna bíla, vopn eða falsaða peninga. Hann telur að stækkunin geti orðið jákvæð í baráttunni gegn skipulögð- um glæpahópum að því leyti að hún muni auðvelda samstarf milli gömlu aðildarríkjanna og hinna nýju sem eru flest í austanverðri álfunni. Jürgen Storbeck, yfirmaður Euro- pol, álítur einnig að stækkunin muni verða til bóta á sviði löggæslu. Hann segir að tvær tegundir afbrota muni verða æ þungvægari á næstu árum: peningafölsun og umhverfisglæpir, til dæmis ólögleg förgun hættulegra efna. Gagnrýni embættismanna Sumir eru fullir efasemda.Yfir- maður eftirlitsstofnunar með fíkni- efnum í ESB, Georges Estievenart, er svartsýnn á að sambandið sé reiðubúið að takast á við þau verkefni sem stækkunin muni færa því á sviði hans. Hann telur að mikið skorti á að búið sé að afmarka með skýrum hætti nægilegt vald til að taka á þess- um málum með sameiginlegu átaki. Hann segir að vandinn sé neðarlega á forgangslista sambandsins og vill að komið verði á fót sérstakri fíkniefna- lögreglu er tengist beint fram- kvæmdastjórninni í Brussel. „Í nýju ríkjunum eru uggvænleg merki um að neyslumynstrið [hjá fíklum] sé að fara að líkjast því sem gerist í vestrænum löndum,“ segir hann. Estievenart bendir einnig á að í grannríkjum nýju aðildarlandanna, Rússlandi, Úkraínu og Hvíta-Rúss- landi, sé ástandið í þessum efnum stórhættulegt en þar mun neysla fíkniefna nú aukast hröðum skrefum. Segir Estievenart að þróun þessara mála í Mið-Asíu, Kákasus, Rússlandi og Úkraínu væri „tímasprengja“ fyr- ir löndin í stækkuðu Evrópusam- bandi, jafnt ný sem gömul. Heimildarmenn segja að Pólland og Eystrasaltslöndin, þar sem rúss- neskir glæpaflokkar hafa öflug tengsl, séu nú orðin helstu miðstöðv- ar fyrir afganskt ópíum sem flutt sé þangað til sölu í Evrópu. Estievenart segir að brotthvarf landamæra- gæslu á innri landamærum ESB á næstu árum muni geta gert smygl- urum auðveldara fyrir. Auðveldara verði að ná í efni til að framleiða þró- uð fíkniefni og loks verði auðveldara að stunda peningaþvætti. Vændi, mansal og hnattvæðing En hvað með vændi og mansal sem hefur hvorttveggja stóraukist eftir hrun járntjaldsins fyrir rúmum áratug? Oft má sjá ungar, rússnesk- ar konur veifa bílum sem aka fram hjá rauðljósahverfum í borgum á landamærum Tékklands og Þýska- lands. Og stúlkur frá Asíu veita svo- nefnda „nuddþjónustu“ með meiru í stofum margra Evrópuborga. Marg- ar vændiskonur stunda sem fyrr iðju sína á heimaslóðum. En vandinn er að sögn sérfræðinga sá að vændi er líka orðið hluti af umfangsmiklu og gróðavænlegu mansali sem nýtir sér aðferðir hnattrænna viðskiptahátta. „Snemma á tíunda áratugnum var Tékkland yfirleitt land þar sem þær [vændiskonurnar] áttu uppruna sinn en nú er landið að breytast hratt í viðkomustöð og lokahöfn fyrir konur frá Úkraínu, Moldóvu, Rússlandi, Búlgaríu, Rúmeníu, Víetnam og Kína,“ segir í skýrslu sem tékkneska ríkisstjórnin lét gera árið 2002. Tékkneska innanríkisráðuneytið hefur lagt til að vændi verði gert lög- legt í von um að hægt verði að halda fjölda vændiskvenna í lágmarki og hindra að stúlkur undir 18 ára aldri leggi starfið fyrir sig. Og Lettar segja nú að lögreglan hafi breytt um áherslur. Ekki sé reynt að kveða niður vændi, það minnki vonandi þegar hagur fólks í löndunum batni eins og reynslan hafi til dæmis verið í Þýskalandi eftir seinni heimsstyrjöld. Nú sé fremur barist gegn skipulögðum glæpa- flokkum sem reyni stöðugt að fá fleiri ungar stúlkur til að vinna fyrir sig. Umfangið á viðskiptunum með konur yfir landamærin er mikið. Justus Visser, sendiherra Hollands hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, sagði á ráðstefnu í Vín sl. haust að árlega væru „175.000- 200.000 ungar konur og börn“ flutt frá Austur-Evrópu vestur á bóginn til að sinna þörfum vændishringja og fylla í skörðin. Konunum er oftast haldið í kynlífsþrældómi og hótað öllu illu reyni þær að sleppa. Óvissa um áhrifin af stækkun ESB á skipu- lagða glæpastarfsemi Reuters Hópur ungra kvenna, baðaður bílljósum, við aðalgötuna frá alþjóða- flugvellinum í Moskvu til miðborgarinnar. Margar rússneskar og aðrar a-evrópskar vændiskonur hafa farið til V-Evrópu í von um meiri tekjur, eða hafa verið lokkaðar þangað af glæpamönnum í kynlífsþrældóm. Varað við því að smygl á fíkniefnum og vændiskonum geti enn aukist Haag, Vín. AFP. kjon@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2004 31 plýsingar um eign- með breytingum og gnar fjölbreytni inkarekna fjölmiðla vaxtar og fjölbreytni nt á að aukin sam- aldar fjölmiðla- iri en einu landi, ógni amþjöppunin mögu- ópu. astjórn ESB rann- a sem eigi sér stað, sérstaklega. Skýrslu- ngsstórra fjölmiðla- nn og að áhrif slíkra undið, annaðhvort af órnvaldi, eins og t. og samkeppni þeirra nda, til að tryggja að æðan er aukin notk- það að verkum að og innihald fréttanna undinna fjölmiðla í ytileika í tungumáli miðla í almennings- iðlar geta ekki sinnt of litlir. mannaeigu séu sjálf- amanna, þannig að ðir til að halda stjórn- ka gagnrýni á stjórn- hafi stjórnvöld af- að reka málið fyrir gi borgarana til almannaeigu verði lutlausum og auð- órnmál og stofnanir ð eftir því að þróun gæðum og innihaldi ættu að þjóna ein- inn með tilliti til afa umfram einka- slega sömu upplýs- n.Í þeim átta löndum arfsumhverfi fjöl- andi, Írlandi, Ítalíu, s staðar fram atriði aka frekar. Um Ítalíu segir Evrópuþingið að þar gæti orðið hætt við að tjáningarfrelsi og réttur til upplýsinga verði brotinn. Á Ítalíu er samþjöppun á sjónvarpsmarkaði sú mesta í allri Evrópu. Hættan á hagsmunaárekstrum í tengslum við auglýsingar er talin hvað mest áberandi. Ítalía er sögð vera sérstakt frávik þar sem mikil efnahagsleg og pólitísk völd, sem og yfir fjöl- miðlum, séu saman komin á einni hendi, hendi Silvios Berl- usconi, núverandi leiðtoga ítölsku ríkisstjórnarinnar. Evrópuþingmenn hvetja Ítali til að hraða endurbótum hvað varðar ljósvakamiðla í samræmi við ráðleggingar ítalska stjórnskipulagsdómstólsins og forseta almannaréttar. Hafa Evrópuþingmenn áhyggjur af því að staðan sem uppi er á Ítal- íu gæti komið upp í öðrum löndum ef fjölmiðlajöfrar á borð við Rupert Murdoch fengju áhuga á að láta til sín taka í stjórn- málum. Þrátt fyrir að á Ítalíu standi tólf sjónvarpsstöðvar til boða sem ná til allra landsmanna, auk tíu til fimmtán svæðisbund- inna sjónvarpsstöðva, er markaðinum stjórnað af tveimur fjöl- miðlaveldum, RAI og Mediaset. Samanlögð markaðshlutdeild þeirra er um 90% þegar litið er á áhorf og renna um 97% af öll- um auglýsingatekjum til þeirra. Berlusconi er eigandi Media- set, sem er stærsta einkarekna samstæðan í rekstri sjónvarps- stöðva og fjarskipta á Ítalíu, sem og í heiminum. Evrópuþingið bendir á að Berlusconi hafi ekki, eins og hann hafði þó lofað, dregið úr möguleikum á hagsmunaárekstrum, heldur þvert á móti aukið hlut sinn í samsteypunni úr 48% í 51%. Þá segir að Mediaset stjórni fjölmiðlafyrirtækjum sem hafi orðið uppvís af því að vera í ráðandi markaðsstöðu þvert á lög landsins. Engin lög hamla samþjöppun fjölmiðla í Póllandi Hvað hin löndin sjö sem skoðuð voru varðar þykir gagn- rýnivert að engin ákvæði pólskra laga hamli samþjöppun á fjölmiðlamarkaði og verndi þannig fjölbreytni fjölmiðla. Fjöl- miðlafyrirtækið Agora, sem gefur út söluhæsta dagblað lands- ins, 11 tímarit og rekur 20 staðbundnar útvarpsstöðvar, „er sagt hafa verið beðið um að greiða mútur til að vinna að því að hagstæðari fjölmiðlalög yrðu samþykkt, sem hefði gert útgef- andanum kleift að eignast einkarekna sjónvarpsstöð“, segir í skýrslunni. Þá er talið að 40% af prentmiðlum séu í eigu er- lendra fjárfesta, sem er talið hamla frelsi blaðamanna. Í Hollandi eiga þrjú fyrirtæki 85% markaðshlutdeild, bæði í sjónvarpi og prentmiðlum. Í Svíþjóð er eignarhald mjög sam- ofið, þannig að ljósvakamiðlum og prentmiðlum er stjórnað af sama hópi. Á Spáni er gagnrýnt að ekkert sjálfstætt yfirvald hafi eftirlit með fjölmiðlum og t.d. bent á að þrýstingur stjórn- valda á spænska ríkisútvarpið, TVE, hafi orðið til þess fréttir af hryðjuverkaárásunum í mars á þessu ári voru rangfærðar og litið var framhjá staðreyndum um hver bæri ábyrgð á árás- unum. Endurskoða þarf valdsvið og löggjöf ESB „Margir þættir benda til þess að þörf sé á að uppfæra laga- rammann til að tryggja að fjölbreytileiki sé tryggður hjá aðild- arríkjum. Búast ætti við að aðildarríkin sjálf grípi til viðeigandi ráðstafana til að tryggja fjölbreytni og þau verða að hafa réttu tækin til þess. Þrátt fyrir allt er ekki hægt að leysa öll áhyggjuefni, eins og t.d. viðskiptalegan þrýsting, mál er tengj- ast framboði og eftirspurn og þörfina fyrir auglýsingatekjur,“ segir í skýrslunni. Til þessa hafi eingöngu verið fengist við mál af þessu tagi með óbeinum hætti, en í skýrslunni er bent á að stjórn- skipulegur lagarammi ESB hafi breyst í kjölfar Amsterdam- og Nice-samninganna, þannig að eitt af helstu forgangsmark- miðum sambandsins sé að standa vörð um grundvallar rétt- indi. Því sé nauðsynlegt að endurskoða valdsvið og löggjöf sambandsins í ljósi skyldu þess að tryggja að grundvallarrétt- indi þegna ESB séu tryggð innan lagarammans í hverju aðild- arríki. Reuters á tjáningarfrelsi og rétti til upplýsinga a á markaði tta fjölmiðlun ggjur af sam- ðla og hvetja ið grípi til að- ytni þeirra. B hafi póli- ga skyldu til ESB til ölmiðlunar sé nina@mbl.is    ’Austur-Evrópa viðkomustöð fyrir afbrot á borð við verslun með vænd- iskonur, fíkniefni, stolna bíla, vopn og falsaða peninga.‘ „Fórnarlambið er ambátt“ LUCIA lítur út fyrir að vera stúlka í framhaldsskóla sem bíður eftir strætisvagni. En komið er fram á kvöld og það snjóar í tékkneska landamærabænum Cheb (sem fram til 1945 var súdeta-þýski bærinn Eger). Lucia, sem er 15 ára og Slóvaki, var á sínum tíma þvinguð til að gerast vændiskona. Sumar stúlkurnar í hverfinu eru enn yngri en Lucia. Bíll er stöðvaður, hann er með Berlínarnúmerum enda fara mörg þúsund Þjóðverjar yfir landamærin við Cheb í hverri viku til að kaupa sér ódýra kynlífsþjónustu. Bílstjórinn hikar, hann er kannski að velta því fyrir sér hvað Lucia sé gömul. En hann þarf ekki að borga nema um 15 evrur, rúmlega þúsund ísl. krónur. Lucia er enn veikburða eftir að hafa alið barn fyrir tveim vikum. Faðirinn er maður sem lofaði að taka hana með til Þýskalands – og hún notaði ekki verju. Cheb er sagt vera stærsta hóruhús Evrópu undir beru lofti og 1. maí verður það komið í Evrópusambandið. Kúnnarnir koma frá Berlín, Leipzig, Stuttgart, Hannover eða enn fjarlægari stöðum. „Þeir geta komið hingað og fyrir einn tíunda af því sem þeir yrðu að greiða á heimaslóðum geta þeir fengið að gera hluti sem þeir fengju aldrei að gera heima í Þýskalandi,“ segir Ludmila Irmscher, sem starfar hjá sjálfstæðri hjálparstofnun, Caro, sem aðstoðar stúlkur eins og Luciu. „Fórnarlambið er ambátt þeirra, ótti og vesöld koma í veg fyrir að það berjist á móti eða fari til lögreglunnar ef beitt er ofbeldi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.