Morgunblaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2004 37 ✝ Guðrún Svein-björg Steingríms- dóttir fæddist á Sveinstöðum við Nes- veg í Reykjavík 20. september 1929. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Skjóli 17. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Steingrímur Sveinsson, f. 18. feb. 1888, d. 3. jan. 1986, og Gunnhildur Sigur- jónsdóttir, f. 23. sept., d. 5. maí 1984. Systk- ini hennar eru Sigur- jóna, f. 1923, Guðný, f. 1924, Hild- ur, f. 1926, d. 31. jan. 2004, Guðrún Lilly, f. 1931, og Sveinn, f. 1936. Guðrún giftist Magnúsi Gíslasyni 1949. Börn þeirra eru: 1) Gunnhildur, f. 11. okt. 1949, maki Árni Á. Ásgeirsson. Þau eiga tvær dæt- ur, Ragnheiði og Kolbrúnu, og eitt barnabarn. 2) Gísli Jón Magnússon, f. 10. júlí 1956, maki Helga Bernhard og eiga þau þrjú börn, Svövu Magnús og Róbert. Útför Guðrúnar verður gerð frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Mér er ljúft að minnast með nokkrum orðum tengdamóður minnar Guðrúnar Steingrímsdóttur. Dúna var fædd á Sveinsstöðum við Nesveg í Reykjavík. Móðir hennar var Gunnhildur Sigurjónsdóttir hús- freyja en faðir hennar Steingrímur Sveinsson útvegsbóndi. Á Sveins- stöðum ólst hún upp í faðmi góðrar fjölskyldu. Systkini Dúnu eru fimm, þau Jóna, Guðný, Lilly, Sveinn og Hildur sem nú er nýlátin. Ung að árum gekk Guðrún að eiga unnusta sinn, Magnús B. Gísla- son bifreiðasmið, og hófu þau bú- skap á Frakkastíg 12. Þar fæddist þeim dóttirin Gunnhildur sem síðar varð eiginkona mín. Á Frakkastígnum bjuggu þau nokkur ár en hófust síðan handa viða að byggja sér fallegt heimili á æskuslóðum Dúnu við Nesveg. Bar heimilið myndarskap þeirra og sam- hug gott vitni. Snemma á lífsleiðinni veiktist Dúna af MS-sjúkdómnum, og var baráttan við þann sjúkdóm henni oft erfið. Þau bjuggu á Nesveginum fram til ársins 1985, en þá hafði sjúkdóm- ur Dúnu versnað verulega, og í framhaldi af því fluttu þau í Hvassa- leiti 56. Þar gerðu þau sér afar fal- legt og hlýlegt heimili. Það var gaman að heimsækja þau og fá sér kaffisopa, spjalla og jafnvel láta Dúnu spá í bolla en hún gerði mikið af því í gegnum tíðina. Oftar en ekki sá hún í bollanum einhver ferðalög og skemmtilegheit sem lífguðu upp á tilveruna. Síðustu tíu árin bjó Dúna á Hjúkrunarheimilinu Skjóli við Kleppsveg og naut þar góðrar um- hyggju og frábærs starfsfólks. Margs er að minnast en þó er mér ofarlega í huga hve stolt og ánægð hún var þegar hún sá í fyrsta sinni ömmubarnið sitt, hana Ragn- heiði okkar, sem varð heimagangur hjá henni og vildi helst hvergi ann- ars staðar vera. Ekki má gleyma ferðunum til að heimsækja þau Magnús í sumarbústað í Borgar- fjörðinn, og síðar yndislegu stund- unum sem við áttum þegar þau heimsóttu okkur í sumarbústaðinn í Skyggnisskógi. Þar áttu þau hjónin ófá handtök við að hjálpa okkur Gunnhildi við að byggja, bæta og fegra umhverfið. Elsku Dúna, það er komið að leið- arlokum. Síðustu árin hafa verið þér erfið, sérstaklega eftir að Magnús dó. En það sýndi sig best þegar erf- iðast var og þú varst hvað veikust, hve Sveinsstaðaseiglan er mikil. Ég dáðist að hörkunni og dugnaðinum sem þú sýndir. En nú líður ykkur báðum vel, þú hefur hitt Magnús þinn aftur og þið hjónin sameinuð á ný og fylgist með okkur sem eftir stöndum. Í dögun verður lífið öllum ljúft, sem líta upp og anda nógu djúpt. Að allra vitum ilmur jarðar berst, þó enginn skilji það sem hefur gerzt. En hverri sál, sem eitt sinn ljósið leit, er líknsemd veitt og gefið fyrirheit. Því mun hún aldrei myrkri ofurseld. Að minningin er tengd við dagsins eld. (Davíð Stef.) Árni Ásgeirsson. Elsku amma, nú ertu komin til afa. Það eru nú margar minning- arnar sem ég á um þig. Ég var mikið í pössun hjá þér og afa á Nesveginum og alltaf var jafn- gaman hjá okkur. Þú eldaðir allan þann mat sem mig langaði í. Fyrstu árin átti ég heima í Breiðholtinu. Svo fluttum við út á Nes og þá var auðveldara að hlaupa til þín. Svo leið á og þú varðst veikari og áttir þá erfiðara með að gera allt. Þá fluttuð þið afi í Hvassaleitið og þar varst þú í nokkur ár. Svo kom að því að þú fluttir á Skjól. Ég kom oft til þín í heimsókn á Skjól. Þá sátum við og lögðum kapal eða spiluðum ólsen ólsen en svo lökkuðum við líka á þér neglurnar. Svo á síðasta ári eign- aðist ég litla stelpu og var hún þitt fyrsta langömmubarn. Þú hafðir alltaf jafngaman af því að sjá hana. Elsku amma, ég vona að þér líði vel. Blessuð sé minning ömmu Dúnu. Ragnheiður Björg. GUÐRÚN S. STEINGRÍMSDÓTTIR ✝ Aðalheiður Sig-ríður Skaptadótt- ir fæddist í Reykjavík 10. ágúst 1920. Hún lést í Reykjavík 13. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sveinborg Krist- ín Teódóra Ármanns- dóttir, klæðskeri, f. 5. apríl 1881 á Saxhóli á Snæfellsnesi, d. 5. júlí 1965 í Reykjavík, og Skapti Ólafsson, húsameistari og síðan veðdeildarmatsmað- ur hjá Landsbanka Ís- lands, f. 21. maí 1889 á Eyrar- bakka, d. 16. júlí 1979 í Reykjavík. Systkini Aðalheiðar eru: Gísli Skaptason, húsasmiður, f. 7. jan- úar 1913, d. 22. maí 1994; og Katr- ín Skaptadóttir, húsmóðir, f. 17. ágúst 1914. Aðalheiður giftist 29. apríl 1944 eftirlif- andi eiginmanni sín- um, Þorgrími Einars- syni, offsetprentara, f. í Winnipeg í Kan- ada 20. júní 1920. Börn þeirra eru: 1) Sigríður Anna, f. 15. ágúst 1947, maki Gylfi Sveinsson, f. 31. maí 1948. Hún á fimm börn og sex barnabörn. 2) Einar, f. 30. september 1949, maki; Sigurlína Sveinsdóttir, f. 29. desember 1946. Hann á tvo syni og fimm barnabörn. 3) Ragnar Lúð- víg, f. 25. júní 1953, maki; Anna Snæbjörnsdóttir, f. 5. apríl 1956. Þau eiga þrjú börn. Útför Aðalheiðar fór fram í kyrrþey. Látin er, eftir löng og erfið veik- indi, móðir mín, Aðalheiður Sigríður Skaptadóttir. Alzheimerssjúkdóm- urinn hélt henni heljartökum í mörg ár og svipti hana getunni til að njóta ævikvöldsins með sínum nánustu. Nú hefur hún hlotið frelsið á ný meðal horfinna ættingja á þeim slóðum sem för okkar allra liggur á að lokum. Síðustu árin dvaldi hún á elliheim- ilinu Grund í öruggri og kærleiks- ríkri umsjá starfsfólksins þar og kunnum við því öllu kærar þakkir fyrir. Oft hefur það hrært hugann og hlýjað hjartarótum að verða vitni að umhyggju starfsfólksins gagnvart skjólstæðingum sínum, gamla fólk- inu. Guðs blessun fyrir það. Móðir mín var hlédræg kona og vissi fátt verra en að þurfa að láta á sér bera fyrir framan ókunnuga. Ekki stafaði það þó af hæfileika- skorti, því hún var skarpgáfuð kona og orðheppin með afbrigðum ef svo bar undir. Í minnum er höfð setning sem hún lét sér um munn fara á mannamóti um lífshlaup okkar mannanna og hljóðaði svo: „Sumir deyja ungir en aðrir lifa alla sína ævi.“ Og víst hefði hún viljað gera það sjálf. Lifa lífinu lifandi, alla sína ævi. Móðir mín var sönn kona, hrein- lynd, góðhjörtuð og lítillát. Hún reyndi aldrei að upphefja sjálfa sig og það allra síst á kostnað annarra en var hins vegar ólöt við að hvetja aðra til vegs og dáða. Hennar markmið í líf- inu var ekki eigin upphefð, heldur vel- ferð samferðamanna sinna. Hún var fjölskyldumanneskja, sem unni heitt þeim sem hún tók, en reyndi að forð- ast hina sem ekki voru henni að skapi. Hún var aðeins fjórtán ára er hún kynntist eftirlifandi eiginmanni sín- um, föður mínum, Þorgrími Einars- syni. Tókust með þeim miklar ástir sem hafa haldist alla tíð síðan. Heimsótti faðir minn konu sína að sjúkrabeði hennar nær daglega öll þau ár sem hún barðist hetjulegri baráttu við sinn miskunnarlausa sjúkdóm. Pabbi var óþreytandi í að strjúka hönd og vanga mömmu, gæða henni á súkkulaði og aldrei gleymdi hann að signa yfir hana eða kveðjukossinum að skilnaði. Mætti margur maðurinn taka þessa fölskvalausu ást sér til fyrirmyndar. Vitaskuld var hjónaband þeirra ekki fullkomið, frekar en annarra, og stundum gaf allvel á hjónabands- skútuna, svo lá við skaða. En kær- leikurinn leysti öll vandamál, og víst er það, að hvorugt gat án hins verið. Þau eignuðust fjögur börn og komu þeim öllum til vits og ára. Víst er hjarta mitt fullt af trega, er ég kveð móður mína með þessum fá- tæklegu orðum, en samt er þar líka gleði. Gleði og hamingja yfir því að þrautagöngu hennar sé lokið. Vertu sæl, mín elskaða móðir, og hafðu þakkir fyrir allt það góða sem þú hefur fyrir okkur öll gert. Minn- ing þín mun lifa um ókomna framtíð. Þinn sonur, Einar Þorgrímsson. Það hefur líklega verið fyrir hart- nær sjö tugum ára, að ég heyrði fyrst nefnt nafn þeirrar gjörvilegu ungu stúlku í Austurbæ Reykjavíkur, sem ekki löngu síðar átti eftir að tengjast mér og mínum ævilöngum tryggða- böndum. Það var eldri bróðir minn, Þorgrímur, þá kornungur að árum og nýlega fluttur úr Keflavíkinni syðri til höfuðborgarinnar, sem hafði við fyrstu sýn orðið ástfanginn af ná- granna mínum, Aðalheiði Skapta- dóttur. Heiða bjó á þessum árum, skömmu fyrir síðara stríð, á Lauga- vegi 83, hjá foreldrum sínum, Skapta Ólafssyni, fasteignamats- manni og konu hans, Sveinborgu Ármannsdóttur. Ég og fósturfor- eldrar mínir, Þuríður Hannesdóttir, amma mín, og síðari maður hennar, Haraldur Magnússon, fyrrverandi kaupmaður, áttum heimili á Baróns- stíg 19 – sem sagt, hinum megin við hornið. Á þessu ári, 1934, var eldri bróðirinn, Þorgrímur, nýfluttur í bæinn af Suðurnesjunum, en þar hafði hann alist upp fram að ferm- ingu hjá afa okkar, Þorgrími Þórð- arsyni, héraðslækni í Keflavík, og konu hans, Jóhönnu Lúðvígsdóttur Knudsen, eða allt frá því að fjöl- skylda okkar fluttist til landsins frá Ameríku árið 1926. Og hvað skal nú segja að lokum um Heiðu, elstu vinkonu mína? Hvað skeður markvert á löngum æviferli hinnar almennu Reykjavík- urhúsmóður? Skin og skúrir skiptast líklega á hjá þeim flestum. Svo var og um Aðalheiði, þótt lund hennar og ríkt næmi á hið skoplega í tilverunni létti henni oft á tíðum róðurinn á erf- iðum stundum. Það tók þó fyrst fyrir alvöru að halla undan fæti hjá fjöl- skyldu bróður míns, þegar heilsan fór að bresta. Erfiður, ólæknandi sjúkdómur, Parkinsonsveikin, lagð- ist með þunga á yngsta soninn, Ragnar Lúðvík, tónlistarmann og kennara norðan heiða. Síðan sótti annar, ekki síðri ógnvaldur efri ár- anna, gömlu hjónin heim; Alzheim- erssjúkdómurinn heltók Heiðu, svo að hartnær allan síðasta áratuginn hefur hún verið sem horfin sínum nánustu. Það voru því ekki einungis sorg- artíðindi, sem bárust okkur í vikunni, þegar við fréttum um andlát húsmóð- urinnar, heldur og léttir yfir því, að nú væri lokið miklum hryggðarkafla í lífi fjölskyldunnar. Nú var biðin á enda. Innilegar samúðarkveðjur frá okk- ur hjónunum. Inga og Einar. Mig langar til að minnast gamallar vinkonu minnar, hennar Heiðu. Ég kynntist henni Heiðu fyrir um það bil 50 árum, en þá bjuggum við bæði í Norðurmýrinni. Ég og Einar sonur hennar erum miklir vinir. Heiða og fjölskylda bjuggu á Mánagötu við mjög þröngan húsa- kost, en í minningunni var aldrei þröngt hjá Heiðu, þessi hjartahlýja og brosmilda kona tók alltaf á móti mér með opnum faðmi og gaf oft litlum snáða brauð og mjólk. Stundum slettist upp á vinskapinn hjá okkur Einari eða krökkunum í hverfinu eins og gerist í krakkahópi, þá var Heiða einstaklega lagin að sætta krakkana. Heiða var gift Þorgrími Einars- syni, miklum sómamanni sem stóð eins og klettur í erfiðum veikindum Heiðu síðustu árin. Nú er fallin frá alþýðuhetja sem ekki fór mikið fyrir en allir muna. Ég og fjölskylda mín vottum fjöl- skyldu Heiðu innilega samúð, Blessuð sé minning hennar. Þórarinn Bech Halldórsson. AÐALHEIÐUR SIGRÍÐUR SKAPTADÓTTIR Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minn- ing@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birt- ingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bil- um) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksenti- metrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Frændi minn og vinur, SIGURÐUR ELÍS SIGURJÓNSSON, Vegamótum, Þórshöfn, lést á dvalarheimilinu Nausti þriðjudaginn 20. apríl. Útförin fer fram frá Þórshafnarkirkju föstu- daginn 30. apríl kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Páll Sigurjón Ágústsson. Drengurinn okkar, ÞÓRÐUR WILLARDSSON, er látinn. Jarðarförin auglýst síðar. Þórunn Þórðardóttir, Willard Helgason, Birna Willardsdóttir, Kjartan Guðbergsson, Össur Willardsson, Halldóra Smáradóttir, Birna Kristjánsdóttir, Helgi Jakobsson, Margrét Árnadóttir og ástvinir. Ástkær faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLI KR. JÓNSSON fyrrv. skólastjóri, Laufbrekku 25, Kópavogi, lést á Landspítalanum Fossvogi mánudaginn 26. apríl. Útför hans fer fram frá Digraneskirkju mánudaginn 3. maí kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð. Jón S. Ólason, Kristín Jónsdóttir, Haraldur Kr. Ólason, Anna Þóra Bragadóttir, Birgir Reynisson, Ragnhildur Bjarnadóttir, Jóhannes Reynisson, Kolbrún Stefánsdóttir, Marteinn Ari Reynisson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.