Morgunblaðið - 28.04.2004, Side 48

Morgunblaðið - 28.04.2004, Side 48
ÍÞRÓTTIR 48 MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ „ÉG man alltaf eftir sigurleiknum gegn Lettlandi á Laugardalsvell- inum fyrir sex árum – ég náði þá að setja tvö mörk og það væri gaman að skora aftur gegn Lettum hér í Ríga,“ sagði Þórður Guðjónsson, sem skoraði mörkin tvö í sigurleik á Laugardalsvellinum 1998, 4:1. „Frá því að við lékum síðast gegn Lettum hafa þeir tekið miklum framförum – leið þeirra hefur legið upp á við, sem þeir kórónuðu með því að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í Portúgal í sumar. Það væri því gaman að end- urtaka leikinn frá því í Reykjavík og leggja þá aftur að velli. Við og Lett- ar byggjum leik okkar upp á svip- uðum nótum – á sterkri vörn og hröðum sóknum. Það verður gaman að sjá hvort liðinu tekst betur upp í sóknarknattspyrnunni. Við höfðum ekki heppnina með okkur í síðasta landsleik og spilaði þar inn í að það var langt síðan við höfðum leikið landsleik. Nú erum við betur undir- átök búnir og ætlum að gera betur en í Albaníu. Leikurinn gegn Lettum hefur mikla þýðingu fyrir okkur og allur undirbúningur undir næsta stóra verkefnið – heimsmeist- arakeppnina – er frábær. Við eigum að vera komnir með vel slípað lands- lið fyrir átökin á HM, þar sem mót- herjar okkar eru Búlgarar, Ungverj- ar, Svíar, Möltubúar og Króatar, því að Lettar eru ekki með verra lið en þessi lið. Að hafa leikið á útivöllum gegn Albaníu og Lettlandi getur sýnt okkur hvað við þurfum að gera til að ná betri úrslitum á útivöllum.“ Það væri gaman að skora aftur gegn Lettum best að liggja aftur og nota þeirra leikaðferð gegn þeim – að verjast og sækja síðan hratt fram þegar tæki- færi gefst. Ég reikna ekki með að Lettar byrji leikinn á fullum krafti og fari að pressa á okkur strax í byrj- un. Ég hef trú á því að leikurinn komi til með að þróast þannig fyrstu tuttugu mínúturnar, að fylkingarnar Ásgeir sagði að leikmenn Íslandsyrðu að mæta í leikinn mjög ákveðnir. „Við munum þó ekki byrja með látum og pressa Letta upp við eigin vítateig. Lettar virð- ast oft eiga erfitt með að stjórna leik sjálfir, þannig að það hentar okkur fari að þreifa fyrir sér og kanna styrk andstæðingsins. Lettarnir eiga að vera sterkari en við þar sem þeir hafa tryggt sér rétt til að leika í Evrópukeppninni í Portúgal í sumar. Þó svo að við séum ekki með sterk- ustu sóknarleikmenn okkar, eins og Eið Smára Guðjohnsen, Heiðar Helguson og Helga Sigurðsson, ger- um við okkur góðar vonir um að standa okkur vel og fagna jafnvel sigri,“ sagði Ásgeir. Logi var sammála Ásgeiri og sagði að landslið Lettlands hentaði ágæt- lega leik íslenska liðsins. „Lettarnir eru líkamlega sterkir með nokkra leikna leikmenn í herbúðum sínum. Lettar eru ekki neinir listamenn með knöttinn. Þeir hafa lagt leik sinn upp með að vinna sem best með styrk leikmanna sinna og leikskipu- legi.“ Ásgeir sagði að þeir Logi hefðu farið yfir öll atriði með leikmönnum á fundi fyrir lokaæfinguna. „Við fór- um yfir þá hluti sem við vorum ánægðir með og einnig óánægðir í síðasta leik okkar – í Albaníu. Strák- arnir gera sér fyllilega grein fyrir því að þeir verða að gera betur hér í Riga til að ná fram sigri. Leikmenn verða að gera miklu betur en í Alb- aníu til að við verðum ánægðir. Ef við rennum yfir leikmannahóp Letta og leikmannahóp okkar – hvaða leik- menn leika þá eigum við að hafa góða möguleika. Við Logi treystum strák- unum í baráttunni, að þeir standi sig vel,“ sagði Ásgeir. Leikurinn við Letta fer fram kl. 20 að staðartíma eða kl. 17 að íslenskum tíma. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn. „Verðum að koma í veg fyrir hraðar sóknir Letta“ STYRKLEIKI leikmanna Lettlands er að þeir eru mjög vinnusamir og leika mjög skipulagðan varnarleik, fjórir, fjórir, tveir. Þeir byggja leik sinn upp á því að verjast vel og kappkosta að halda marki sínu hreinu. Þá reyna þeir að ná hröðum skyndisóknum og tekst oft vel upp þar sem þeir eru með fljóta leikmenn til að ráðast hratt fram völlinn,“ sagði Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, en hann og Ásgeir Sigurvinsson, sem þjálfar landsliðið með Loga, hafa kynnt sér leik landsliðs Letta á myndbandsupptökum. Þeir félagar mæta óhræddir til leiks, en segja að róðurinn geti orðið erfiður fyrir framan tíu þúsund áhorfendur á Skonton-leikvellinum í Riga, þar sem Lettar og Íslendingar eigast við í vináttulandsleik í kvöld. Sigmundur Ó. Steinarsson skrifar frá Ríga FÓLK  ÁSGEIR Sigurvinsson telur að styrkur Letta sé hvað þeir eru með fljóta framherja, eins og Mar- is Verpakovski, sem leikur með Dynamo Kiev í Úkraínu. „Hann er hálfgerð þjóðhetja hér, enda hefur hann skorað mikilvæg mörk á leið Letta á EM í Portúgal. Við þurf- um að hafa góðar gætur á honum og að samherjar hans nái ekki að senda knöttinn til hans, þannig að hætta skapist.“  LOGI Ólafsson nefndi einnig Marian Pahars til sögunnar. „Við höfum oft séð til hans, þar sem hann leikur með Southampton í Englandi.  IGOR Stepanovs er einn kunn- asti leikmaður Letta – fyrrverandi varnarleikmaður Arsenal, sem leikur nú með Beveren í Belgíu. Í landsliðshópi Letta eru 12 leik- menn sem leika með meistaralið- inu Skonto Riga en landsleikurinn fer fram á heimavelli liðsins.  SKONTO Stadium tekur 9.500 áhorfendur í sæti og verður völl- urinn þéttsetinn þar sem Lettar eru að leika sinn síðasta heimaleik fyrir EM í Portúgal.  DÓMARAR leiksins eru frá Hvíta-Rússlandi þannig að það á að vinna með Lettum.  EGGERT Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Íslands, kemur til Riga frá Danmörku í dag til að fylgjast með sínum mönnum.  ÍSLENDINGAR og Lettar hafa einu sinni áður glímt á knatt- spyrnuvellinum. Það var 19. ágúst 1998 á Laugardalsvellinum og fögnuðu Íslendingar þá sigri, 4:1. Þórður Guðjónsson skoraði tvö mörk í leiknum og Ríkharður Daðason og Auðun Helgason eitt hvor.  PÉTUR Hafliði Marteinsson, Þórður, Hermann Hreiðarsson og Ólafur Örn Bjarnason voru í byrj- unarliði Íslands gegn Lettum á Laugardalsvellinum og verða það einnig í Riga í dag. Árni Gautur Arason kom þá inn á sem vara- maður fyrir Birki Kristinsson á 87. mín. í Reykjavík.  HERMANN Hreiðarsson verður fyrirliði Íslands, en Þórður Guð- jónsson var fyrirliði landsliðsins í síðasta landsleik – gegn Albaníu, en þá lék hann sinn 50. landsleik. Aðeins þrír leikmenn í landsliðs- hópnum í Lettlandi hafa leikið fleiri landsleiki. Arnar Grétarsson 64, Hermann 52 og Helgi Sigurðs- son 51.  HERMANN verður fyrirliði í þriðja skipti en fjórir aðrir leik- menn sem eru nú í landsliðshópn- um hafa verið fyrirliðar landsliðs- ins. Árni Gautur fjórum sinnum, Kristján Finnbogason einu sinni, Þórður einu sinni og Tryggvi Guðmundsson tvisvar sinnum. Morgunblaðið/Kristinn Þórður Guðjónsson í landsleik gegn Færeyjum á síðasta ári í undankeppni Evrópumóts landsliða þar sem að Íslendingar höfðu betur. Þórður skoraði gegn Albaníu í síðasta leik. „EINS og alltaf áður þá er létt yf- ir okkur peyjunum þegar við kom- um saman til að leysa verkefni sem okkur eru falin. Það er þó ekki hægt að leyna því að við er- um svekktir að hafa þurft að sætta okkur við tap fyrir Albaníu í Tirana. Við höfum farið yfir þann leik og tekið út mörg jákvæð at- riði – til að bæta það sem miður fór. Við munum kappkosta að bæta leik okkar. Lítum á leikinn hér í Riga sem þýðingarmikinn undirbúning fyrir átökin sem eru framundan – þátttöku okkar í undankeppni heimsmeistarakeppn- innar sem fer fram í Þýskalandi 2006,“ sagði Hermann Hreið- arsson, fyrirliði landsliðsins. Hermann sagði að það væri að- alatriðið að fá sjálfstraust í leik liðsins. „Við erum tilbúnir í slaginn. All- ir landsleikir skipta miklu máli fyrir okkur og það gerir verkefni okkar miklu skemmtilegri ef menn ná að leika vel, standa sig sem einstaklingar og liðsheild. Aðal- atriðið er að ná góðum úrslitum og það ætlum við okkur. Við náð- um góðum árangri í undankeppni Evrópukeppninnar og nú viljum við gera betur í heimsmeist- arakeppninni. Undirbúningurinn skiptir miklu máli og það er þýðingarmikið fyr- ir okkur að vera hér saman, síðan í Englandi þar sem við mætum Japan og Englandi og svo rennur stóra stundin upp á Laugardals- vellinum í ágúst þegar Ítalir koma í heimsókn. Ég finn að menn eru tilbúnir að ná lengra en við höfum áður gert. Við gerum okkur fyllilega grein fyrir því að Lettarnir verða erf- iðir. Þeir hafa sýnt miklar fram- farir og náðu að tryggja sér sæti í Evrópukeppninni í Portúgal. Það er greinilegt að þeir hafa verið á réttri braut og við getum lært af þeim. Við berum virðingu fyrir því sem Lettar hafa verið að gera og það verður verulega gaman að eiga við þá hér í Riga,“ sagði Her- mann. Berum virðingu fyrir Lettum HELGI Sigurðsson, landsliðsmiðherji í knattspyrnu, verður ekki með í lands- leiknum gegn Lettlandi í Riga í kvöld. Hann meiddist í leik með AGF Arhus um sl. helgi og telur Sveinbjörn Brands- son, læknir landsliðsins, að rifbein hafi brákast. Af æfingum liðsins má ætla að byrjunarliðið verði þannig skipað; Tryggvi Guðmundsson og Marel Bald- vinsson verða í fremstu víglínu. Árni Gautur Arason verður í markinu. Her- mann Hreiðarsson, Pétur Hafliði Mar- teinsson og Ívar Ingimarsson verða í öftustu varnarlínu og fyrir framan þá á miðjunni verður Ólafur Örn Bjarnason. Úti á köntunum verða Indriði Sigurðs- son vinstra megin og Þórður Guð- jónsson hægra megin. Á miðjunni, Arn- ar Grétarsson og Arnar þór Viðarsson. Varamenn: Jóhannes Karl Þórðarson, Brynjar Björn Gunnarsson, Gylfi Ein- arsson, Kristján Örn Sigurðsson, Krist- ján Finnbogason og Bjarni Guðjónsson. Helgi ekki með í Riga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.