Morgunblaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 49
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2004 49 „ÞETTA hafðist á hörkunni og vilj- anum,“ sagði Hjalti Þór Pálmason, leikmaður Vals, sem stóð sig mjög vel í gær, eins og klettur í vörninni, og stóð vaktina í sókninni einnig af stakri prýði. „Þegar menn meidd- ust skapaðist gat í liðinu sem maður verður að nýta sér og þegar maður fær að spila svona mikið kemst maður í meira leikform. Svo er það líka svo miklu skemmtilegra en að spila bara vörnina og sleppa sókn- inni. Við töpuðum tvö núll fyrir þeim í fyrra og vorum ákveðnir í að það endurtæki sig ekki. Við náðum þriggja marka forystu í lok fyrri hálfleiks og þeir náðu að jafna nokkrum sinnum í síðari hálfleik. En við vitum að þetta er tómt basl og það þarf að vera að í sextíu mín- útur, þrjátíu duga ekki og það viss- um við þegar við mættum til síðari hálfleiksins. Það er alls ekkert gefið í þessu og þó svo að ég sé ágætlega ánægð- ur með margt hjá okkur í kvöld er sjálfsagt ýmislegt sem má laga. Nú verður sest yfir myndband af leikn- um á morgun og farið yfir það sem við getum gert betur. Ég held samt að yfir heildina hafi þetta verið nokkuð gott hjá okkur,“ sagði Hjalti. Spurður um næsta leik sagði hann: „Það verður harka og barn- ingur eins og í kvöld. Við ætlum í úrslitin, það er ekki spurning, og það væri fínt að snúa dæminu við frá því í fyrra.“ „Gat í liðinu sem maður verður að nýta sér“ ÉG er í viðræðum við forsvarsmenn Grindavíkur um að taka að mér þjálfun liðsins og ég mun líklega svara þeim annað kvöld (í kvöld),“ sagði Falur Harðarson í gær en hann var þjálfari Íslands- og bikarmeistaraliðs Keflavíkur í körfuknattleik í vetur ásamt Guðjóni Skúlasyni. Þeir sóttust ekki eftir því að taka að sér þjálfun Keflavíkur á ný sem þjálfarateymi og var Sig- urður Ingimundarson ráðinn í starfið. Grindvíkingar voru í viðræðum við Sigurð sem valdi að semja við Keflavík. Friðrik Ingi Rúnarsson, fyrr- verandi þjálfari Grindavíkur, sóttist ekki eftir því að verða ráðinn á ný hjá Grindavík en hann mun taka sér frí frá þjálfun á næstu leiktíð. „Ég þarf að velta ýmsum hlutum fyrir mér á næstu klukkustundum. Verkefnið er vissulega spennandi, það er metnaður hjá Grindvík- ingum og þeir eru spennandi kostur. Hins vegar eru margir aðrir þættir sem spila inn í þetta og í raun þyrfti ég fleiri klukkutíma í sólarhringinn til þess að allir yrðu ánægðir. En við sjáum hvað setur,“ sagði Falur í gær. Falur svarar Grind- víkingum í kvöld Morgunblaðið/Sverrir Falur Harðarson Leikurinn var ágæt skemmtum,sterkar varnir og þó svo að sókn- arleikur liðanna sé ekki sá áferðarfal- legasti þá er engu að síður gaman að fylgj- ast með tilburðum leikmanna. Það var ekki mikið skorað framan af leik, staðan var aðeins 5:4 fyrir Val þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Varnir liðanna voru sterk- ar, en bæði léku framliggjandi vörn. Önnur ástæða þess að lítið var skorað var nokkur flumbrugangur á stund- um, menn misstu boltann, áttu send- ingar beinustu leið út af og annað í þeim dúr. Valmenn notuðu fyrstu 17 sóknir sínar til að gera sjö mörk og ÍR-ingar fjögur mörk úr fyrstu tólf sóknum sínum. Lokaspretturinn hjá Val var ein- staklega glæsilegur því leikmenn nýttu síðustu átta sóknir sínar eins vel og hægt er, gerðu átta mörk. Fram að þeim kafla hafði verið nokk- uð jafnt á með liðunum og má eig- inlega segja að gestirnir úr Breið- holtinu hafi verið óheppnir því þeir misnotuðu öll þrjú vítaköstin sem þeir fengu í fyrri hálfleik og skutu tvívegis í slá Valsmarksins úr hraða- upphlaupum. Valur gerði síðustu þrjú mörk fyrri hálfleiks og staðan 15:12. Valsmönnum gekk erfiðlega að eiga við Einar Hólmgeirsson, sem var í miklu stuði. Hann hóf ekki leik- inn, var eitthvað meiddur í tá, en mætti til leiks þegar tólf mínútur voru búnar og staðan 3:2. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks gerði hann sjö mörk, flest hver án mikils stuðn- ings frá félögum sínum. Síðari hálfleikur gekk löngum þannig að annað liðið gerði tvö mörk og hitt liðið gerði slíkt hið sama. Vals- menn voru jafnan á undan en ÍR-ing- ar fylgdu fast á eftir. Um tíma var eins og leikurinn ætlaði að leysast upp í vitleysu því að hver sóknin af annarri hjá liðunum rann út í sandinn á skömmum tíma, liðið réðu greini- lega ekki alveg við þann hraða sem þau vildu leika á til að freista þess að stinga hitt af. Júlíus Jónasson var rekinn af velli þriðja sinni þegar um sex mínútur voru eftir og staðan 23:23 og á loka- kaflanum reynust taugar heima- manna sterkari, þeir nýttu færin bet- ur og komust yfir, þannig að gestirnir urðu að taka áhættu og luku sóknum sínum snaggaralega og stundum án þess að vera í góðu færi. Þetta gekk ekki eftir fyrir þá að þessu sinni, en víst er um að leikurinn annað kvöld verður mikil skemmtun. Hjá Val var Baldvin öruggur á vítalínunni, Hjalti Þór átti fínan leik, stóð meðal annars vaktina vel í vörn- inni þar sem Ragnar Ægisson stóð sig einnig mjög vel. Bjarki Sigurðs- son var drjúgur á lokakaflanum og gerði fjögur mörk í síðari hálfleik. Hjá ÍR var Einar heitur, sérstak- lega fyrir hlé þegar hann var með mjög góða nýtingu. Sturla Ásgeirs- son átti líka ágætan dag, en Hannesi Jóni gekk ekki eins vel og oft áður að prjóna sig í gegnum vörn mótherj- anna. Klikkuðum alltof mikið í fínum færum „Þetta var virkilega lélega leikinn leikur hjá okkur. Við klikkuðum allt of mikið úr fínum færum sem við fengum þó. Vörnin var svona allt í lagi hjá okkur, en samt varla og við getum verið miklu grimmari í henni. Í sókninni lékum við illa, eins og einstaklingar en ekki eins og liðs- heild. Við opnuðum ekki fyrir neinn, heldur voru þetta bara neglur fyrir utan og í raun vorum við afskaplega slappir í sókninni. Nú er bara að berja sig saman fyr- ir leikinn eftir tvo daga, vinna hann og koma svo hingað aftur í þriðja leikinn og vinna. Við unnum Val hér um daginn í deildinni og getum alveg gert það aftur, eins og í fyrra í úr- slitakeppninni,“ sagði Bjarni Fritz- son, fyrirliði ÍR-inga, mjög óhress með frammistöðu liðsins á Hlíðar- enda. Valsmenn stóðust álagið Morgunblaðið/Eggert Bjarni Fritzson, fyrirliði ÍR, hafði ekki erindi sem erfiði gegn Hjalta Þór Pálmasyni og félögum í Val. VALSMENN létu ÍR-inga ekki koma sér í opna skjöldu á Hlíð- arenda eins og í fyrra þegar Breiðhyltingar lögðu Val, 2:0, í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik. Nú höfðu Valsmenn betur, 29:25, og ætla sér alla leið í úrslit, en til þess þurfa þeir að vinna ÍR aftur, ann- aðhvort annað kvöld í Aust- urbergi eða að Hlíðarenda um næstu helgi. Skúli Unnar Sveinsson skrifar   < ! 2 %? ! : $DD( :!  <E 8E ,A   F             ,A   F  64 63  ;4 ;7     * ( A ( " 6; 6:  ;4 ;< -    8                  FÓLK  HAFSTEINN Ægir Geirsson varð í 38. sæti á þriðja legg í siglingamóti í Hyeres í gær. Hann varð í 14. sæti í annari umferðinni og því 16. í fyrstu og er því í 159. sæti yfir heildina.  CHELSEA ákvað á mánudags- kvöldið að áfrýja þriggja leikja banni sem varnarmaðurinn Marcel Des- ailly var dæmdur í eftir leik Chelsea og Mónakó í fyrri leik liðanna í und- anúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Á myndbandi sést kauði gefa Fernando Morientes hressilegt olnbogaskot.  MIKAEL Forssell, leikmaður Chelsea, verður áfram í láni hjá Birmingham að sögn forráðamanna félaganna. „Ég held þetta sé fínt fyr- ir mig. Ég er ánægður með að vera leikmaður Chelsea en annað ár undir stjórn Steve Bruce hjá Birmingham gerir mér ekkert nema gott.“  JONATHAN Woodgate, varnar- maður hjá Newcastle, leikur ekki með félaginu á endasprettinum í deildinni. Hann tognaði í leiknum við Chelsea á sunnudaginn og í gær kom í ljós að tognunin er það slæm að hann leikur ekki meira með á leiktíð- inni. Þetta er slæmt fyrir liðið þar sem það er í harðri baráttu um fjórða sætið í deildinni, síðasta sætið sem gefur rétt til keppa í Meistaradeild- inni á næstu leiktíð.  ROBIN van Persie, tvítugur hol- lenskur miðjumaður hjá Feyenoord segist ætla að tilkynna innan tveggja sólarhringa hvar hann leiki á næstu leiktíð, en fjölmörg félög eru á eftir þessum knáa leikmanni. Líklegast er talið að hann fari til Arsenal, á fjög- urra ára samning, fyrir um 2,3 millj- ónir punda.  MARADONA virðist á batavegi á sjúkrahúsi í Argentínu, en þar var hann lagður inn fyrir viku vegna hjartatruflana og vandkvæða með að anda. Í gær opnaði hann augun í fyrsta sinn og neytti matar með ágætum árangri. Hann er enn undir stöðugu eftirliti.  SIGURVEGARAR í einliðaleik karla og kvenna á Wimbledon mótinu í tenni sí sumar munu hvort um sig fá ríflega eina milljón dollara í verðlaun og er þetta í fyrsta sinn sem verðlaunaféð nær milljóninni, eðaum 73 milljónum íslenskra króna.  DETROIT Pistons vann Milwau- kee Bucks, 109:92, á útivelli í úrslita- keppni NBA í körfuknattleik í fyrri- nótt. Detroit er þar með komið í 3:1, og þarf aðeins einn sigur í viðbót til að komast áfram. Richard Hamilton skoraði 27 stig fyrir Detroit en Dam- on Jones og Joe Smith 17 hvor fyrir Milwaukee.  SACRAMENTO Kings knúði fram útisigur á Dallas Mavericks, 94:92, og er yfir, 3:1, og með pálmann í höndunum. Mike Bibby skoraði 22 stig fyrir Sacramento og Dirk Now- itzki 21 fyrir Dallas.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.