Morgunblaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 22
kostur á að hlýða á Gunnar Marel Eggertsson, skipstjóra Íslendings, segja frá för skipsins vestur um haf árið 2000 í tilefni af þúsund ára afmæli landafundanna. Mark- miðið sé að nemendur kynnist æv- intýrinu á bak við ferðalagið og Reykjanesbær | Nemendum í 5. bekk grunnskóla á öllu Reykja- nesi verður boðið að skoða víkingaskipið Íslending í vor og er það liður í námsefni skólanna. Í tilkynningu frá Reykjanesbæ segir að nemendum muni gefast 11 ára börn á Reykjanesi hlýða á ferðasögur skipstjórans Tengt við námsefni í Íslandssögu Morgunblaðið/Ómar Víkingaskipið Íslendingur hélt úr höfn vestur um haf á árinu 2000. Ýmislegt dreif á daga áhafnar á ferðalaginu. tengi það við námsefni í Íslands- sögu. Þá er nemendum boðið að skoða sýningar í Duus húsum þar sem getur m.a. að líta 59 báta- líkön og fjölmargar aðrar sjó- minjar. SUÐURNES 22 MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Reykjanesbær | Veiði hófst í Sel- tjörn á sunnudag og veiddust þann dag 98 urriðar í vatninu en 90 þeirra var sleppt aftur í vatnið. Á heima- síðu Reykjanesbæjar segir að stærsti urriðinn hafi verið 56 cm langur eða um 4 pund. Þetta teljist góð byrjun á veiði og staðarhaldarar séu ánægðir og bjartsýnir fyrir sum- arið. Um 3.000 urriðum var sleppt í vatnið um helgina til viðbótar við þá sem sleppt var í fyrra og er stefnt að því að sleppa a.m.k. 3.000 urriðum til viðbótar í sumar. Stærð urriðans er frá 1. pundi og allt upp í 10 pund en mest er af 1 – 3 punda fiski. Þá er talsvert af bleikju í vatninu. Dagsveiðileyfi í Seltjörn kostar 3.000 krónur og eru tveir fiskar inni- faldir í verðinu. Dagsveiðileyfi fyrir fjölskyldu kostar kr. 5.000 og eru þá fjórir fiskar innifaldir. Fyrir veiði- leyfi allt sumarið greiða menn kr. 20.000.    Veiði hafin í Seltjörn Reykjanesbær | Kór Fjölbrauta- skóla Suðurnesja heldur klukku- stundar langa söngskemmtun í Duus-húsum fimmtudagskvöldið 29. apríl nk. kl. 20. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Kór FS samanstendur af tveimur kórum, litlum kvennakór þar sem áhersla er lögð á raddaðan söng og 45 manna sönghópi sem syngur ein- raddað. Í tilkynningu frá kórnum kemur fram að kórfélagar hafi haft í nógu að snúast í vetur. Hluti kvennakórs- ins tók m.a. þátt í kóramóti fram- haldsskólanna sem fram fór á Sel- fossi í vetur auk þess sem félagar úr kórnum tóku þátt í uppfærslu skól- ans á söngleiknum Bláu augu þín sem sýndur var í Stapa nú í vor. Undirleik á söngskemmtuninni í Duus-húsum á fimmtudaginn annast Guðbrandur Einarsson auk þess sem Anna María Torfadóttir og Harpa Jóhannsdóttir, sem báðar eru félagar í kórnum, leika með á blást- urshljóðfæri. Stjórnandi kórsins er Kjartan Már Kjartansson. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Á æfingu: Kór Fjölbrautaskóla Suðurnesja á æfingu síðastliðið haust. Söngskemmtun í Duus-húsum Sandgerðisbær | Meirihluti bæjar- stjórnar Sandgerðisbæjar felldi á dögunum tillögu Framsóknarflokks um að skoðaðir yrðu kostir og gallar þess að sameina Sandgerðisbæ, Reykjanesbæ og sveitarfélagið Garð. Samkvæmt tillögunni var lagt til að málið yrði kynnt íbúum sveitar- félaganna. Fulltrúi Sandgerðislistans greiddi tillögunni atkvæði ásamt fulltrúum Framsóknarflokksins. Meirihluti bæjarstjórnar samþykkti hins vegar þá stefnu að í ljósi vaxtar og stöðu bæjarins yrði sveitarfélagaskipan óbreytt á Suðurnesjum. Til framdráttar íbúum minni sveitarfélaga Forsaga málsins er sú að félags- málaráðuneytið sendi fyrir nokkru Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesj- um erindi þess efnis að kannaður yrði hugur sveitarstjórna til samein- ingar sveitarfélaga á Suðurnesjum. Stjórn sambandsins vísaði erindinu í framhaldi til sveitarstjórna á svæð- inu. Bæjarstjórn sveitarfélagsins Garðs hefur samþykkt samhljóða að sveitarfélagaskipan á svæðinu verði óbreytt. Þá hefur Grindavík komist að sömu niðurstöðu. Að sögn Sigurð- ar Vals Ásbjarnarsonar, bæjarstjóra Sandgerðisbæjar, er það mat hans að sveitarfélagaskipan í dag sé vel ásættanleg, enda öll sveitarfélögin á Suðurnesejum með yfir 1.000 íbúa að undanskildum Vogunum. Einungis bæjarráð Reykjanesbæjar hefur bókað að það telji frekari samein- ingu sveitarfélaga á svæðinu geta orðið íbúum til framdráttar, einkum íbúum minni sveitarfélaga. Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum Felldu tillögu um að skoða kosti og galla Grindavík | Það rigndi allhressilega á keppendur á vormóti Samkaupa í golfi sem fram fór í Grindavík um helgina. 24 keppendur tóku þátt og urðu úrslit sem hér segir: 1. verðlaun: Sigurður Helgi og Gísli Rúnar 2. verðlaun: Bjarki Guðnason og Gunnar Már 3. verð- laun: Stefán Rúnar og Halldór Baldursson. 4. verðlaun: Friðbert Traustason og Trausti Friðberts- son. Svokölluð námundarverðlaun féllu sömuleiðis í skaut þeirra feðga, þeir voru 12 metra frá holu að loknu höggi sem var besti árang- urinn á mótinu.    24 keppendur á vormóti Samkaupa Grindavík | Áætlaður kostnaður við kaup á búnaði vegna uppsetningar á aðgangsstýringakerfi í Grindarvík- urhöfn er um 7 milljónir króna að því er fram kom á fundi bæjarráðs á dögunum. Alþjóðasiglingastofnunin hefur samþykkt reglur um siglingavernd sem taka gildi 1. júlí nk. en sam- kvæmt þeim þurfa hafnir að upp- fylla ákveðin skilyrði sem sett eru við afgreiðslu og móttöku erlendra flutningaskipa. Óljóst hvar tekjur eiga að koma á móti Að sögn Ólafs Arnar Ólafssonar, bæjarstjóra Grindavíkur, er hert öryggi einkum fólgið í uppsetningu á girðingum og öryggismyndavélum við hafnarsvæðið. Erlendar skipa- komur eru um 35–40 á ári í Grinda- víkurhöfn og eru það einkum mjöl- skip, saltskip og frystiskip sem hafa þar viðkomu, m.a. frá N-Ameríku. Að sögn Ólafs Arnar eru bæjar- og hafnaryfirvöld þessa dagana að leita upplýsinga um hentug mynda- vélakerfi og girðingar. Tiltölulega einfalt verði að koma búnaðinum upp en engin svör hafi á hinn bóg- inn borist frá ríkisvaldinu um hvar bæjarfélagið eigi að fá tekjur á móti kostnaðinum sem sé allverulegur. Engar frekari ráðningar „Við höfum reyndar ekki beðið um þær upplýsingar formlega en við höfum rætt við Siglingastofnun sem hefur vísað á samgönguráðu- neytið.“ Ólafur Örn á ekki von á að starfs- fólk verði ráðið sérstaklega til bæj- arins vegna hertra reglna Alþjóða- siglingastofnunarinnar. „Ég á von á að reynt verði að leysa þetta með þeim mannskap sem við erum með í dag,“ segir hann. Hafnaryfirvöld skoða myndavélakerfi og girðingar vegna hertra alþjóðareglna Áætlaður kostnaður við uppsetningu 7 milljónir króna Morgunblaðið/RAX Hertar reglur: Reglur um siglingavernd taka gildi 1. júlí en skv. þeim þarf að uppfylla ákveðin skilyrði vegna móttöku erlendra flutningaskipa. Garður | Samkvæmt tölum Hag- stofu Íslands yfir aðflutta og brott- flutta í sveitarfélögum frá janúar til mars 2004 voru aðfluttir umfram brottflutta samtals 20 í sveitar- félaginu Garði á tímabilinu. Er þetta mesta fjölgun íbúa á Suð- urnesjum á tímabilinu en af land- svæðum utan höfuðborgarsvæð- isins voru einungis tvö með fleira aðkomufólk en brottflutt, þ.e. Suð- urnes (43) og Austurland (31). Mesta fjölgunin í Garði Grindavík | Þeir voru nokkuð sáttir við aflann eftir nóttina feðgarnir á Trylli GK-600. Afli upp á tæp fjögur tonn af slægðum einnar náttar fiski í net. Sonur Hafsteins Sæmundssonar, Heimir, er skipstjórinn á Trylli. „Við lögðum í gær, erum með 48 net. Þetta er ágætt eftir tveggja vikna stopp. Það hefur verið mikil ótíð í vetur og gloppótt fiskirí. Þetta er vænn fiskur og fer hann allur í vinnslu hjá Stakkavík“, sagði Haf- steinn Sæmundsson þegar Morgun- blaðið ræddi við hann fyrir skemmstu. Ágæt veiði eftir páska
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.