Morgunblaðið - 28.04.2004, Side 22

Morgunblaðið - 28.04.2004, Side 22
kostur á að hlýða á Gunnar Marel Eggertsson, skipstjóra Íslendings, segja frá för skipsins vestur um haf árið 2000 í tilefni af þúsund ára afmæli landafundanna. Mark- miðið sé að nemendur kynnist æv- intýrinu á bak við ferðalagið og Reykjanesbær | Nemendum í 5. bekk grunnskóla á öllu Reykja- nesi verður boðið að skoða víkingaskipið Íslending í vor og er það liður í námsefni skólanna. Í tilkynningu frá Reykjanesbæ segir að nemendum muni gefast 11 ára börn á Reykjanesi hlýða á ferðasögur skipstjórans Tengt við námsefni í Íslandssögu Morgunblaðið/Ómar Víkingaskipið Íslendingur hélt úr höfn vestur um haf á árinu 2000. Ýmislegt dreif á daga áhafnar á ferðalaginu. tengi það við námsefni í Íslands- sögu. Þá er nemendum boðið að skoða sýningar í Duus húsum þar sem getur m.a. að líta 59 báta- líkön og fjölmargar aðrar sjó- minjar. SUÐURNES 22 MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Reykjanesbær | Veiði hófst í Sel- tjörn á sunnudag og veiddust þann dag 98 urriðar í vatninu en 90 þeirra var sleppt aftur í vatnið. Á heima- síðu Reykjanesbæjar segir að stærsti urriðinn hafi verið 56 cm langur eða um 4 pund. Þetta teljist góð byrjun á veiði og staðarhaldarar séu ánægðir og bjartsýnir fyrir sum- arið. Um 3.000 urriðum var sleppt í vatnið um helgina til viðbótar við þá sem sleppt var í fyrra og er stefnt að því að sleppa a.m.k. 3.000 urriðum til viðbótar í sumar. Stærð urriðans er frá 1. pundi og allt upp í 10 pund en mest er af 1 – 3 punda fiski. Þá er talsvert af bleikju í vatninu. Dagsveiðileyfi í Seltjörn kostar 3.000 krónur og eru tveir fiskar inni- faldir í verðinu. Dagsveiðileyfi fyrir fjölskyldu kostar kr. 5.000 og eru þá fjórir fiskar innifaldir. Fyrir veiði- leyfi allt sumarið greiða menn kr. 20.000.    Veiði hafin í Seltjörn Reykjanesbær | Kór Fjölbrauta- skóla Suðurnesja heldur klukku- stundar langa söngskemmtun í Duus-húsum fimmtudagskvöldið 29. apríl nk. kl. 20. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Kór FS samanstendur af tveimur kórum, litlum kvennakór þar sem áhersla er lögð á raddaðan söng og 45 manna sönghópi sem syngur ein- raddað. Í tilkynningu frá kórnum kemur fram að kórfélagar hafi haft í nógu að snúast í vetur. Hluti kvennakórs- ins tók m.a. þátt í kóramóti fram- haldsskólanna sem fram fór á Sel- fossi í vetur auk þess sem félagar úr kórnum tóku þátt í uppfærslu skól- ans á söngleiknum Bláu augu þín sem sýndur var í Stapa nú í vor. Undirleik á söngskemmtuninni í Duus-húsum á fimmtudaginn annast Guðbrandur Einarsson auk þess sem Anna María Torfadóttir og Harpa Jóhannsdóttir, sem báðar eru félagar í kórnum, leika með á blást- urshljóðfæri. Stjórnandi kórsins er Kjartan Már Kjartansson. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Á æfingu: Kór Fjölbrautaskóla Suðurnesja á æfingu síðastliðið haust. Söngskemmtun í Duus-húsum Sandgerðisbær | Meirihluti bæjar- stjórnar Sandgerðisbæjar felldi á dögunum tillögu Framsóknarflokks um að skoðaðir yrðu kostir og gallar þess að sameina Sandgerðisbæ, Reykjanesbæ og sveitarfélagið Garð. Samkvæmt tillögunni var lagt til að málið yrði kynnt íbúum sveitar- félaganna. Fulltrúi Sandgerðislistans greiddi tillögunni atkvæði ásamt fulltrúum Framsóknarflokksins. Meirihluti bæjarstjórnar samþykkti hins vegar þá stefnu að í ljósi vaxtar og stöðu bæjarins yrði sveitarfélagaskipan óbreytt á Suðurnesjum. Til framdráttar íbúum minni sveitarfélaga Forsaga málsins er sú að félags- málaráðuneytið sendi fyrir nokkru Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesj- um erindi þess efnis að kannaður yrði hugur sveitarstjórna til samein- ingar sveitarfélaga á Suðurnesjum. Stjórn sambandsins vísaði erindinu í framhaldi til sveitarstjórna á svæð- inu. Bæjarstjórn sveitarfélagsins Garðs hefur samþykkt samhljóða að sveitarfélagaskipan á svæðinu verði óbreytt. Þá hefur Grindavík komist að sömu niðurstöðu. Að sögn Sigurð- ar Vals Ásbjarnarsonar, bæjarstjóra Sandgerðisbæjar, er það mat hans að sveitarfélagaskipan í dag sé vel ásættanleg, enda öll sveitarfélögin á Suðurnesejum með yfir 1.000 íbúa að undanskildum Vogunum. Einungis bæjarráð Reykjanesbæjar hefur bókað að það telji frekari samein- ingu sveitarfélaga á svæðinu geta orðið íbúum til framdráttar, einkum íbúum minni sveitarfélaga. Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum Felldu tillögu um að skoða kosti og galla Grindavík | Það rigndi allhressilega á keppendur á vormóti Samkaupa í golfi sem fram fór í Grindavík um helgina. 24 keppendur tóku þátt og urðu úrslit sem hér segir: 1. verðlaun: Sigurður Helgi og Gísli Rúnar 2. verðlaun: Bjarki Guðnason og Gunnar Már 3. verð- laun: Stefán Rúnar og Halldór Baldursson. 4. verðlaun: Friðbert Traustason og Trausti Friðberts- son. Svokölluð námundarverðlaun féllu sömuleiðis í skaut þeirra feðga, þeir voru 12 metra frá holu að loknu höggi sem var besti árang- urinn á mótinu.    24 keppendur á vormóti Samkaupa Grindavík | Áætlaður kostnaður við kaup á búnaði vegna uppsetningar á aðgangsstýringakerfi í Grindarvík- urhöfn er um 7 milljónir króna að því er fram kom á fundi bæjarráðs á dögunum. Alþjóðasiglingastofnunin hefur samþykkt reglur um siglingavernd sem taka gildi 1. júlí nk. en sam- kvæmt þeim þurfa hafnir að upp- fylla ákveðin skilyrði sem sett eru við afgreiðslu og móttöku erlendra flutningaskipa. Óljóst hvar tekjur eiga að koma á móti Að sögn Ólafs Arnar Ólafssonar, bæjarstjóra Grindavíkur, er hert öryggi einkum fólgið í uppsetningu á girðingum og öryggismyndavélum við hafnarsvæðið. Erlendar skipa- komur eru um 35–40 á ári í Grinda- víkurhöfn og eru það einkum mjöl- skip, saltskip og frystiskip sem hafa þar viðkomu, m.a. frá N-Ameríku. Að sögn Ólafs Arnar eru bæjar- og hafnaryfirvöld þessa dagana að leita upplýsinga um hentug mynda- vélakerfi og girðingar. Tiltölulega einfalt verði að koma búnaðinum upp en engin svör hafi á hinn bóg- inn borist frá ríkisvaldinu um hvar bæjarfélagið eigi að fá tekjur á móti kostnaðinum sem sé allverulegur. Engar frekari ráðningar „Við höfum reyndar ekki beðið um þær upplýsingar formlega en við höfum rætt við Siglingastofnun sem hefur vísað á samgönguráðu- neytið.“ Ólafur Örn á ekki von á að starfs- fólk verði ráðið sérstaklega til bæj- arins vegna hertra reglna Alþjóða- siglingastofnunarinnar. „Ég á von á að reynt verði að leysa þetta með þeim mannskap sem við erum með í dag,“ segir hann. Hafnaryfirvöld skoða myndavélakerfi og girðingar vegna hertra alþjóðareglna Áætlaður kostnaður við uppsetningu 7 milljónir króna Morgunblaðið/RAX Hertar reglur: Reglur um siglingavernd taka gildi 1. júlí en skv. þeim þarf að uppfylla ákveðin skilyrði vegna móttöku erlendra flutningaskipa. Garður | Samkvæmt tölum Hag- stofu Íslands yfir aðflutta og brott- flutta í sveitarfélögum frá janúar til mars 2004 voru aðfluttir umfram brottflutta samtals 20 í sveitar- félaginu Garði á tímabilinu. Er þetta mesta fjölgun íbúa á Suð- urnesjum á tímabilinu en af land- svæðum utan höfuðborgarsvæð- isins voru einungis tvö með fleira aðkomufólk en brottflutt, þ.e. Suð- urnes (43) og Austurland (31). Mesta fjölgunin í Garði Grindavík | Þeir voru nokkuð sáttir við aflann eftir nóttina feðgarnir á Trylli GK-600. Afli upp á tæp fjögur tonn af slægðum einnar náttar fiski í net. Sonur Hafsteins Sæmundssonar, Heimir, er skipstjórinn á Trylli. „Við lögðum í gær, erum með 48 net. Þetta er ágætt eftir tveggja vikna stopp. Það hefur verið mikil ótíð í vetur og gloppótt fiskirí. Þetta er vænn fiskur og fer hann allur í vinnslu hjá Stakkavík“, sagði Haf- steinn Sæmundsson þegar Morgun- blaðið ræddi við hann fyrir skemmstu. Ágæt veiði eftir páska

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.