Morgunblaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2004 47 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ NAUT Afmælisbörn dagsins: Þú ert trygg/ur og áreiðan- leg/ur en átt það til að vera þrjóskur/ur og ósveigjanleg/ ur. Þetta veldur að þú hættir sjaldnast við nokkuð sem þú tekur þér fyrir hendur. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú gefur andlegum málefnum mikinn gaum þessa dagana. Þig langar meðal annars til að finna barnstrúna þína á ný. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú munt hugsanlega hljóta að- stoð frá manneskju sem hefur listræna hæfileika í dag. Þessi einstaklingur gæti aðstoðað þig í atvinnuleit, gefið þér gjöf eða veitt þér ráðleggingar. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú dáist að fólki sem er auð- ugra og fastara fyrir en þú, því er hugsanlegt að þú stofnir til sambands við eldri mann- eskju, jafnvel yfirmann þinn. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú munt eiga líflegar og skemmtilegar samræður við aðra í dag. Heimspekilegar vangaveltur og trú annarra vekja áhuga þinn. Það er því hugsanlegt að þær opni augu þín á einhvern hátt. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú telur þig hafa öðlast meiri styrk að undanförnu. Þú hefur gert það upp við þig hvað þú vilt gera, nú er komið að því að hrinda því í framkvæmd. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Náinn vinur eða vinnufélagi er ekki sammála því sem yfir- maður þinn segir við þig. Þú verður að gera það upp við þig á hvern þú ætlar að hlusta. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er mikilvægt fyrir þig að hafa hreint í kringum þig og skipulag á hlutunum því um- hverfið hefur mikil áhrif á þig. Þú verður ánægðari eftir að þú hefur tekið til og þrifið heima hjá þér. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Rómantík og saklaust daður munu hugsanlega setja svip sinn á daginn. Þú munt örugg- lega vekja athygli einhvers. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Hvort sem þú skreytir, endur- nýjar eða betrumbætir eitt- hvað á heimili þínu í dag mun það bera góðan árangur. Þú verður þó að leggja talsvert á þig til að ná markmiði þínu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varð- andi fjármál eða viðskipti. Láttu slag standa því þú munt hugsanlega hagnast á aðgerð- um þínum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Samræður við vini þína ættu að verða líflegar. Það er hætt við að nútímaleg viðhorf þín hneyskli einhverja og verði til þess að þeir reyni að telja þig ofan af hugmyndum þínum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Dagurinn í dag getur orðið mjög árangursríkur fyrir þig, sérstaklega í tengslum við við- skipti, viðræður eða einhvers konar framkvæmdir. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Frances Drake LÓAN (gömul saga) Einn um haust í húmi bar hal að kletta sprungu, úti kalt þá orðið var, öngvir fuglar sungu. Sá hann lóur sitja þar sjö í kletta sprungu, lauf í nefi lítið var og lá þeim undir tungu. Og hann sá að sváfu þær svefnamóki þungu, læddist inn og einni nær inn í kletta sprungu. Vorið eftir enn hann bar einn að kletta sprungu, visin laufblöð lágu þar, lóur úti sungu. - - - Gísli Brynjúlfsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 90 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 28. apríl, er níræð Sigríður Þ. Engilbertsdóttir, Móabarði 2, Hafnarfirði. Hún dvelur á hjúkrunarheimilinu Sól- vangi, Hafnarfirði. 90 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 28. apríl, er níræður Skúli Hall- dórsson, tónskáld, Bakka- stíg 1, Reykjavík. Hann verður að heiman á afmælis- daginn. TIL að byrja með ætti les- andinn að skyggja á hendur AV og íhuga vinningshorfur í sex hjörtum suðurs. Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♠5432 ♥54 ♦Á54 ♣ÁD83 Vestur Austur ♠KDG96 ♠1087 ♥8 ♥9732 ♦KG1073 ♦862 ♣K7 ♣G109 Suður ♠Á ♥ÁKDG106 ♦D9 ♣6542 Horfurnar eru ekki góðar – að minnsta kosti einn tap- slagur á lauf og annar yfir- vofandi á tígul. En nú skul- um við koma sögnum inn í myndina: Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 hjarta 2 hjörtu * Dobl Pass 4 hjörtu Pass 5 hjörtu Pass 6 hjörtu Pass Pass Pass Innákoma vesturs á tveimur hjörtum er Mich- aels, sýnir minnst 5-5 skipt- ingu í spaða og láglit. Með þá vitneskju að vopni og svolítilli bjartsýni er hægt að teikna upp góða áætlun. Útspilið er spaðakóngur. Hvernig á að vinna slemm- una? Sagnhafi verður að gefa sér að vestur sé með lauf- kóng annan og eitt hjarta, því annars er engin von. Spilamennskan miðast við það. Hann spilar strax laufi og svínar drottningunni. Fer síðan heim á tromp og spilar aftur laufi og dúkkar kóng vesturs (austur má ekki komast inn til að spila tígli). Vestur spilar spaða, sem suður trompar og af- trompar austur. Hann hend- ir einum tígli úr borði og einu laufi. Svo fer hann inn í borð á laufás til að trompa spaða. Þá er hann staddur heima í þessari stöðu: Norður ♠5 ♥-- ♦Á5 ♣-- Vestur Austur ♠D ♠-- ♥-- ♥-- ♦KG ♦862 ♣-- ♣-- Suður ♠-- ♥-- ♦D9 ♣6 Hann spilar laufsexu og þvingar vestur með hæsta spaða og tígulkóng. Til að ná þessari stöðu upp varð að huga að ýmsu: Það þurfti að stinga spaða tvisvar til að einangra valdið á litnum við vestur og frí- spila laufið án þess að aust- ur kæmist inn. Til að ná síð- ara markmiðinu varð að spila laufinu heimafrá (og dúkka kónginn ef vestur hefði sett hann strax). Enn- fremur mátti ekki spila trompi nema einu sinni í byrjun til að gefa vestri ekki tækifæri til að henda lauf- kóng! BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 O-O 5. Rf3 d5 6. a3 Be7 7. b4 Rbd7 8. c5 c6 9. Bd3 b6 10. O-O a5 11. Bb2 Ba6 12. Bxa6 Hxa6 13. b5 cxb5 14. c6 Rb8 15. Re5 b4 16. Rb5 Re8 17. a4 f6 18. Hc1 Rc7 19. Rd3 Ha8 20. Rf4 Rba6 21. e4 Bd6 22. e5 fxe5 23. dxe5 Bc5 24. Dg4 De7 25. Rd6 Rb8 26. Rd3 Rca6 27. c7 Rd7 28. c8=D Haxc8 29. Rxc8 Hxc8 30. Kh1 Hf8 31. f4 Rc7 32. f5 Hxf5 33. Hxf5 exf5 34. Dxf5 Re6 35. Df3 d4 36. Hf1 Rdf8 37. Dd5 Dd7 Viktor Kortsnoj (2579), hinn síungi 73 ára skákjöfur, hafði hvítt í stöðunni gegn ísraelska stór- meistaranum Vitaly Golod (2552) á at- skákmóti sem lauk fyrir skömmu í Beer-Sheva í Ísrael en sá gamli varð hlutskarpastur í því. 38. Hxf8+! og svart- ur lagði niður vopnin enda drottningin fallin eftir 38... Bxf8 39. Dxd7. Lokastaða mótsins varð þessi: 1. Viktor Kortsnoj (2579) 8 vinninga af 11 mögu- legum. 2.-3. Semen Dvoirys (2612) og Sergey Erenburg (2513) 7 v. 4. Michael Roiz (2563) 6½ v. 5. Alon Green- feld (2551) 6 v. 6. Alexander Huzman (2589) 5½ v. 7. Alik Vydeslaver (2448) 5 v. 8.-9. Dimitry Tyomkin (2503) og Boris Avrukh (2620) 4½ v. 10.-12. Vitaly Golod (2552), Ilya Khmelniker (2458) og Mark Tseitlin (2455) 4 v. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. 60 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 28. apríl, er sextug Valgerður Valgarðsdóttir, djákni og hjúkrunarfræðingur. Val- gerður er erlendis á afmæl- isdaginn. KIRKJUSTARF Opið hús á Prestastefnu Í DAG; miðvikudaginn 28. apríl, verður opið hús á Prestastefnu Ís- lands í Grafarvogskirkju. Yfirskrift samverunnar verður „Ég get sung- ið af gleði.“ Þar munu Kór Grafar- vogskirkju og Unglingakór kirkj- unnar syngja nýja sálma. Ómar Ragnarsson fréttamaður mun flytja hugvekju. Séra Vigfús þór Árnason sóknarprestur mun leiða samkom- una, en tónlistinni stjórna Hörður Bragason organisti og Oddný Þor- steinsdóttir kórstjóri. Á fiðlu verð- ur Hjörleifur Valsson og Birgir Bragason leikur á bassa. Kvöldkaffi veður í boði héraðsnefndar Reykja- víkurprófastsdæmis eystra í umsjá Safnaðarfélags Grafarvogskirkju. Þar mun Sigurður Skagfjörð syngja. Allir eru velkomnir. Fræðslukvöld um 1. og 2. Pétursbréf BIBLÍUSKÓLINN við Holtaveg gengst fyrir fræðslukvöldi um tvö af ritum Nýja testamentisins, 1. og 2. Pétursbréf, fimmtudaginn 29. apríl kl. 20-21:45 í húsi KFUM og KFUK, á horni Sunnuvegar og Holtavegar í Reykjavík. Fjallað verður um þessi tvö rit, höfund, tilurð þeirra og helstu áherslur með það fyrir augum að auðvelda fólki lestur þeirra. Fræð- ari kvöldsins verður Leifur Sig- urðsson kristniboði. Frælsukvöldið er liður í þriggja ára áætlun Biblíuskólans, „Þekktu Biblíuna betur“, sem felst m.a. í mánaðarlegum fræðslukvöldum. Aðgangur að fræðslukvöldinu er ókeypis og öllum opinn hvort sem fólk hefur sótt þau áður eða ekki. Bústaðakirkja. Starf aldraðra kl. 13– 16.30. Spilað, föndrað, helgistund og gáta. Gestur Þorvaldur Halldórsson. Þeir sem óska eftir að láta sækja sig fyrir samveru- stundirnar láti kirkjuverði vita í síma 553 8500. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Létt- ur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyr- irbænum í síma 520 9700. Grensáskirkja. Samverustund aldraðra kl. 14. Biblíulestur, bænagjörð, kaffi og spjall. Hallgrímskirkja. Morgunmessa kl. 8. Hug- leiðing, altarisganga, léttur morgunverður. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10– 12. Fræðsla: Samskipti við börn fyrstu ævi- árin og málþroski þeirra. Guðrún Bjarna- dóttir, sálfræðingur. Samverustund fyrir 6 ára kl. 14.30. Samverustund fyrir 7–9 ára kl. 15.30. Samverustund fyrir 10–12 ára kl. 17. Tólf sporin – andlegt ferðalag, kl. 20. Háteigskirkja. Bænaguðsþjónusta kl. 11. Súpa og brauð borið fram í Setrinu kl. 12. Brids í Setrinu kl. 13–16. Kvöldbænir kl. 18. Langholtskirkja. Kl. 12.10 Kyrrðarstund og bænagjörð með orgelleik og sálmasöng. Kl. 12.30 Súpa og brauð (kr. 300). Kl. 13– 16 opið hús eldri borgara. Söngur, tekið í spil, upplestur, föndur, spjall, kaffisopi o.fl. Allir eldri borgarar velkomnir. Þeir sem ekki komast á eigin vegum geta hringt í kirkjuna og óskað eftir því að verða sóttir. Síminn er 520 1300. Laugarneskirkja. Gönguhópurinn Sólar- megin leggur af stað frá kirkjudyrum kl. 10.30 alla miðvikudagsmorgna. Í kvöld verður hin árlega gistinótt unglinga í safn- aðarheimilinu. Upplýsingar á skrifstofu í síma 588 9422. Neskirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12. Kaffi og spjall. Umsjón Elínborg Lárusdóttir. Fyrirbænamessa kl. 12.15. Prestur sr. Helgi Hróbjartsson. Í kjölfar messunnar verður borin fram einföld máltíð gegn vægu gjaldi. 7 ára starf kl. 14.30. Sögur, söngur, leikir og föndur. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund í hádeg- inu kl. 12. Altarisganga. Léttur hádegis- verður eftir stundina. Allir velkomnir. Fríkirkjan í Reykjavík. Í hádegi er fólki boð- ið til bænastunda í kapellu safnaðarins á annarri hæð í safnaðarheimilinu. Sérstök áhersla er lögð á bæn og íhugun, en einnig flutt tónlist og textar til íhugunar. Koma má bænarefnum á framfæri áður en bæna- stund hefst. Árbæjarkirkja. Kl. 12 kyrrðarstund í hádeg- inu. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu að stundinni lokinni. Kl. 13–16 opið hús í safnaðarheimilinu. Þorvaldur Halldórsson kemur í heimsókn fyrsta miðvikudag hvers mánaðar. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 12. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stund- ina. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7–9 ára börn kl. 16.30. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17.30. Æskulýðsstarf á vegum KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Grafarvogskirkja. Helgistund í hádegi kl. 12. Fyrirbænir og altarisganga. Boðið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Prestar safnaðarins þjóna fyrir altari, orgelleikari Hörður Braga- son. Allir velkomnir. KFUM fyrir drengi 9–12 ára í Grafarvogskirkju kl. 17.30–18.30. Kirkjukrakkar í Rimaskóla kl. 17.30–18.30 fyrir 7–9 ára. TTT (tíu til tólf ára) í Rimaskóla kl. 18.30–19.30. Æskulýðsfélag í Engja- skóla kl. 20–22 fyrir 8.–9. bekk. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10. TTT (10–12 ára) starf kl. 17. Opinn sporafund- ur Tólf sporanna kl. 20. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjartanlega vel- komnir. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkj- unni í síma 567 0110. SELA eldri deild kl. 20–22. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar kl. 10–12 með Nönnu Guðrúnu í Vídalínskirkju. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safnaðar- heimili Strandbergs, kl. 10–12. Kyrrðar- stund í kirkjunni kl. 12, íhugun, orgelleikur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádegis- verður kl. 12.30 í Ljósbroti Strandbergs. Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund í dag kl. 12. Góður kostur fyrir þá sem vilja taka frá kyrrláta og helga stund í erli dagsins til að öðlast ró í huga og frið í hjarta. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Boðið er upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu að kyrrðarstund lokinni. Opið hús fyrir eldri borgara í dag kl. 13. Verið velkomin í viku- legar samverur í safnaðarheimili kirkjunnar í spil, spjall, góðar kaffiveitingar og fleira. Bessastaðasókn. Miðvikudagur er dagur kirkjunnar í Haukshúsi. Foreldramorgnar eru frá kl. 10–12. Þar koma saman for- eldrar ungra barna á Álftanesi með börnin og njóta þess að hittast og kynnast öðrum foreldrum sem eru að fást við það sama, uppeldi og umönnun ungra barna. Opið hús eldri borgara er síðan frá kl. 13–16. Dag- skráin verður fjölbreytt en umfram allt eru þetta notalegar samverustundir í hlýlegu umhverfi. Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgnar í dag kl. 10–12. Lágafellskirkja. AA-fundur kl. 20.30 í Lága- fellskirkju. Unnið í 12 sporunum. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 11 helgistund á Hraunbúðum. 17.30 TTT, yngri og eldri, í Landakirkju. Sr. Fjölnir Ás- björnsson og leiðtogarnir. Kl. 18.30 Kaffi- húsamessuhópur, æfing fyrir ferð á Suð- urnes og í Garðabæ. Safnaðarheimili Landakirkju. Kl. 20 opið hús í KFUM&K- heimilinu hjá Æskulýðsfélagi Landakirkju og KFUM&K. Esther Bergsdóttir æskulýðs- fulltrúi, sr. Fjölnir Ásbjörnsson og leiðtog- arnir. Sauðárkrókskirkja. Kyrrðarstund kl. 21. Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30 bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í síma 565 3987. Fríkirkjan Kefas. Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Samvera, lofgjörð, fræðsla og lestur orðsins. Nánari upplýs- ingar á www.kefas.is. Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58. Samkoma í kvöld kl. 20. Hvað er að fylgja Jesú? Lúk. 9:21–27. Ræðumaður Kjartan Jónsson.Mikil lofgjörð. Kaffiveitingar eftir samkomuna. Allir velkomnir. Akureyrarkirkja. Mömmumorgunn kl. 10– 12. Opið hús, kaffi og spjall. Safi fyrir börn- in. Aðalsafnaðarfundur Akureyrarkirkju verður haldinn í safnaðarheimilinu strax að lokinni guðsþjónustu sunnudaginn 2. maí. Venju- lega aðalfundarstörf. Glerárkirkja. Hádegissamvera kl. 12. Orgeltónar, sakramenti, fyrirbænir, léttar veitingar á vægu verði í safnaðarsal. Safnaðarstarf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.