Morgunblaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 53
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2004 53 SUMARIÐ 1985 lögðu tvímenn- ingarnir Joe og Simon í ævintýra- ferð til Perú, þá rúmlega tvítugir að aldri, en markmiðið var að klífa vesturhlið fjallsins Siula Grande. Aðrir höfðu reynt við tindinn, sem er 21.000 fet yfir sjávarmáli, en eng- um tekist ætlunarverkið. Ferð þessi, segir í upphafsorðum mynd- arinnar, er orðin nútímagoðsaga í veröld fjallaklifursmanna, og þegar hugsað er til þessara orða að mynd- inni lokinni er lítið annað hægt en að kinka kolli og samþykkja nafn- giftina. Stundum er nefnilega sann- leikurinn ótrúlegri en nokkur skáld- skapur, og er lýsingin á þeim hrikalegu þolraunum sem félagarnir upplifðu sannarlega staðfesting þess. Hér er um heimildarmynd að ræða sem tvinnar saman sviðsetn- ingu á atburðunum og frásögnum þeirra Joes og Simons, sem teknar voru upp við gerð myndarinnar. Þar sem við sjáum þá félaga heila á húfi nú tveimur áratugum síðar verður aðalspurningin í myndinni ekki hvort þeir lifi af heldur hvernig í ósköpunum. Þar hvílir meginþung- inn á Joe, sem slasast á leiðinni, og sýnir einstaka hetjulund og þolgæði er hann heldur ferðinni áfram. Með því að blanda saman stór- kostlegum tökum í hrikalegu lands- laginu og tilgerðarlausum vanga- veltum Joes og Simons um þessa óhugnanlegu lífsreynslu býr leik- stjórinn, Kevin Macdonald, til óvenjulega tilfinningu í verkinu sem vegur salt milli öryggis og gapandi hyldýpis við fótskör söguhetjanna. Þessar tvær víddir renna þó átaka- laust saman, þannig að áhorfand- anum finnst hann vera að upplifa þrekraunina sjálfa, en ekki sviðs- setningu á henni. Þá fer leikstjórinn í alla staði vel með vandmeðfarinn efniviðinn, haldið er fínlega um þá mannlegu dramatík sem fólgin er í sögunni en spennunni um leið haldið í hámarki. En þegar allt kemur til alls er Snerting við tómið í raun kvikmynd sem best er að hafa sem fæst orð um, sjón er sögu ríkari. Heimildarmyndin Snerting við tómið fjallar um sanna atburði sem áttu sér stað í Andesfjöllum um miðjan 9. áratuginn. Sagan ótrúlega KVIKMYNDIR Háskólabíó Leikstjórn: Kevin Macdonald. Tónlist: Alex Heffes. Leikendur og viðmælendur: Joe Simpson, Simon Yates, Brendan Mackey, Nicholas Aaron, Richard Hawk- ing. Lengd: 106 mín. Bretland, 2003. TOUCHING THE VOID / SNERTING VIÐ TÓMIÐ Heiða Jóhannsdóttir SJÁLFSAGT er metsöluhöfundur- inn Michael Crichton (Júragarður- inn) farinn að missa flugið þó er erfitt að ímynda sér annað en handritshöf- undarnir hafi bætt um betur og hrein- lega misþyrmt efni bókarinnar. Time- line er ein sárafárra mynda sem teljast nánast alvondar en handritið er sýnu verst. Óskapnaðurinn kostaði óhemju fé og ekki annað að sjá en að einhver hafi komist með fingurna í fúlguna. Hugmyndin er enn ein „Tímavélar“ útfærslan, gerist að þessu sinni meðal fornleifafræðinga sem lenda í tíma- gati. Einn hverfur í ginnungagapið og björgunarleiðangur er sendur í kjöl- farið. Hinn endi gapsins er í Frakk- landi á fjórtándu öld, í miðjum átök- um Englendinga og heimamanna. Vísindamennirnir eru flestir Skotar, dálítið kyndugt í Hollywoodmynd, en ástæðan kemur í ljós. Donner virðist vera heillum horfinn sem leikstjóri, engu líkara en hann hafi gert myndina til þess eins að láta skopast að sér. Hann er vissulega með liðónýtt handrit þar sem ekkert er reynt til þess að gera einhvern mat úr skondnum kringumstæðum, en það afsakar ekki hörmulega illa gerð átakaatriði sem eru ómerkilegri en í vísindaskáldskapar-B-myndunum sem voru daglegt brauð uppúr miðri öldinni sem leið. Leikhópurinn er lé- legur brandari með Paul Walker, vita hæfileikalausan sætabrauðsdreng, í aðalhlutverki og aðrir svo sem ekki hótinu skárri þó þeir virðist ögn ábúð- armeiri. Höfundarnir leggja heldur ekkert af mörkunum til að skapa heil- legar söguhetjur né semja þeim eina og eina línu af viti. Láta þær dragnast úr einu atriðinu öðru verra með álappalegri rómantík og ótrúverðug- um hetjuskap á veikburða herðum. Bjóða okkur upp á söguþráð og per- sónur sem öllum stendur nákvæm- lega á sama um. Frances O’Connor og Paul Walker fara með aðalhlutverkið í Tímamörkum. Tímasóun KVIKMYNDIR Sambíóin Leikstjóri: Richard Donner. Handrit: Jeff Maguire and George Nolfi, byggt á skáld- sögu eftir Michael Crichton. Kvikmynda- taka: Caleb Deschanel. Tónlist: Brian Tyl- er. Aðalleikendur: Paul Walker, Frances O’Connor, Gerard Butler, Billy Connolly, David Thewlis, Anna Friel. 115 mínútur. Paramount Pictures. Bandaríkin. 2004. TÍMAMÖRK / TIMELINE  Sæbjörn Valdimarsson www.vinnuskoli.is Upplýsingar og skráning til 30. apríl: Umhverfis- og heilbrigðisstofa Skúlagötu 19 • 101 Reykjavík Upplýsingasími: 563 2750 Vinnuskólinn býður fjölbreytt útistörf í sumar fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk í grunnskólum Reykjavíkur. ÍVA ERZLÓV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.