Morgunblaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2004 45 Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Golfvöllur - 20 sumarhús - veislusalur Björn Þorri hdl. lögg. fastsali, Karl Georg hrl. lögg. fastsali. Til sölu 9 holu golfvöllur sem er í Golfsambandi Íslands. Völlurinn er staðsettur við Hellishóla í Fljótshlíð, Rangárþingi eystra. Landinu og vellinum fylgja um 20 frístundarhús, fullbúin með eldunaraðstöðu og snyrtingum. Glæsilegur 100 manna veislusalur, baðhús, tjaldstæði, útihús o.fl. Golfvöllurinn er 9 holur, par 72 og er heildarl. hans 5.010 m. Vötn og ár einkenna þennan glæsilega völl sem stendur á opnu og fallegu svæði. Jörðin er ca 170 ha. Allt er þetta selt í heilu lagi. Tilboð óskast. 4627 KRABBAMEINSFÉLAG Íslands og KB banki hafa tekið upp samstarf um söfnun velunnara fyrir Krabba- meinsfélagið. Viðskiptavinum KB banka og öðrum býðst að bætast í hóp þeirra sem nú þegar styrkja félagið með reglulegu framlagi. Í frétt frá Krabbameinsfélaginu kemur fram að hægt er að fylla út eyðublað á afgreiðslustöðum bank- ans. Viðskiptavinirnir geta ákveðið upphæð framlagsins og valið hve oft og hversu lengi verður tekið út af reikningi þeirra. Stefnt er að því að safna 3.000 nýjum velunnur- um og hefur KB banki heitið því að leggja fram 500 krónur fyrir hvern sem bætist við. Bankinn mun birta auglýsingar til að hvetja fólk til að leggja Krabbameinsfélaginu lið. Þá segir einnig að stuðningur KB banka sé Krabbameinsfélaginu mikils virði, en bankinn er aðalstyrktaraðili fé- lagsins og tók við því hlutverki af Búnaðarbankanum, sem gerði samstarfssamning við félagið árið 1998. „Krabbameinsfélag Íslands er áhugamannafélag sem byggir fjölþætt starf sitt að miklu leyti á velvilja almennings. Síðustu ár hef- ur áhersla verið lögð á forvarnir, rannsóknir og þjónustu við krabbameinssjúklinga. Öll framlög skipta máli og gera félaginu kleift að sinna betur baráttunni við þennan sjúkdóm, sem þriðji hver Íslendingur fær einhvern tíma á lífsleiðinni,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, Anna Pálína Árnadóttir söngkona og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, skrá sig sem velunnara Krabbameinsfélagsins. Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameins- félagsins, og Sigurður Björnsson, formaður félagsins, fylgjast með. Krabbameinsfélagið safnar velunnurum ÍSLANDSMÓT grunnskóla í skák var haldið í Reykjavík helgina 24.–25. apríl. Alls voru 18 sveitir úr öllum landshlutum skráðar til leiks. Strax í upphafi mótsins mátti sjá að margar geysisterkar skáksveitir gerðu tilkall til sigurs. Tefldar voru 9 umferðir eftir Monrad-kerfi með 20 mínútna umhugsunartíma. Sterkustu sveitirnar lentu fljótlega saman innbyrðis og eftir fyrri dag keppninnar var staða hinnar ungu sveitar Rimaskóla í Grafarvogi orð- in sterk. Drengirnir úr Rimaskóla sem all- ir eru á barnaskólastigi unnu hvern skólann á fætur öðrum og í spenn- andi lokaumferðum héldu þeir ein- beitingunni og unnu öruggan sigur. Rimaskóli hlaut alls 30½ vinning af 36 mögulegum sem verður að telj- ast býsna góður árangur á svo sterku skákmóti. Vígi Hagaskóla síðustu árin er þar með fallið og varð skólinn að gera sér annað sæt- ið að góðu með 28½ vinning. Sveitir Brekkuskóla á Akureyri og Lauga- lækjarskóla urðu í þriðja og fjórða sæti með 26 vinninga og má segja að þessar fjórar sveitir hafi sýnt nokkra yfirburði. Sveit Rimaskóla prýðir efnilegur hópur skákmanna með Hjörvar Stein Grétarsson Norðurlanda- meistara á 1. borði en bræðurnir Ingvar og Sverrir Ásbjörnssynir komu í kjölfarið og náðu bestum árangri á 2. og 3. borði. Á fjórða borði er Hörður Hauksson nemandi í 5. bekk sem tekið hefur miklum framförum á þessu ári. Mikið uppbyggingarstarf í skák hefur skilað sér rækilega í Rima- skóla og er þess skemmst að minn- ast að stúlknalið skólans vann Ís- landsmót stúlkna í skólaskák með miklum yfirburðum fyrir mánuði. Liðstjóri Rimaskóla var Ásbjörn Torfason, faðir þeirra Ingvars, Sverris og Ingibjargar, sem öll eru í Íslandsmeistaraliðum Rimaskóla. Helgi Árnason, skólastjóri Rima- skóla, sagðist tileinka þessa meist- aratitla áhugasömum foreldrum sem stutt hafa börnin sín og skólann sjálfan einstaklega vel. Það hefur ýmislegt þurft að víkja fyrir skák- inni þegar fjölskyldan er annars vegar og hafa nánast allar helgar verið umleiknar skákviðburðum. „Þegar vel gengur eins og sýnt hef- ur sig í Rimaskóla fyllast allir metn- aði og hefur skólinn staðið fyrir fjöl- mörgum skákviðburðum eins og velheppnuðu alþjóðlegu atskákmóti með þátttöku fjölmargra stórmeist- ara.“ Helgi skólastjóri vill þakka skákfélögunum Hróknum og Helli fyrir öflugt barna- og unglingastarf sem krakkarnir í skólanum hafi not- fært sér. Rimaskóli hefur nú unnið sér rétt til að taka þátt í báðum Norður- landamótunum í skólaskák. Norð- urlandamót barnaskólasveita verð- ur í haust á Íslandi og Norðurlanda- mót grunnskólasveita verður haldið í Svíþjóð, einnig í haust. Það eru því spennandi verkefni sem bíða hinna ungu skákmanna úr Rimaskóla í Grafarvogi. Það verður að teljast óvænt, að sveit sem eingöngu er skipuð nem- endum í barnaskóla skuli sigra á þessu móti, ekki síst í ljósi þess að hún hefur hvorki náð að sigra á Ís- landsmóti barnaskólasveita né á Reykjavíkurmóti grunnskólasveita. Úrslitin urðu annars eftirfarandi. 1. Rimaskóli-A Rvk. 30½ v. 2. Hagaskóli Rvk. 28½ v. 3. Brekkuskóli Akureyri, 26 v. (15 st.) 4. Laugalækjarsk.-A Rvk. 26 v. (14 st.) 5. Hallormsstaðarskóli 18 v. 6. Salaskóli-A Kópavogi 17½ v. 7.–9. Laugarnesskóli Rvk. 17 v. 7.–9. Melaskóli Rvk. 17 v. 7.–9. Laugalækjarskóli-B 17 v. 10. Hlíðaskóli Rvk. 16½ v. 11.–14. Salaskóli-B Kópav. 16 v. 11.–14. Vallaskóli, Self. 16 v. 11.–14. Rimaskóli-B Rvk. 16 v. 11.–14. Lindaskóli, Kópav. 16 v. 15. Digranesskóli, Kópav. 14½ v. 16. Álftanesskóli 13½ v. 17. Grunnskólinn Borgarn. 11 v. 18. Mýrarhúsaskóli, Seltjnesi 7 v. Skákævintýri í Eyjum Dagana 30. apríl til 2. maí efnir Taflfélag Vestmannaeyja til „Skák- ævintýris í Eyjum“, en um er að ræða unglingaskákmót sem haldið verður í Vestmannaeyjum. Mótið er opið fyrir alla nemendur á grunn- skólaaldri. Keppnisstaður skákæv- intýrisins er Höllin, en sá staður er mörgum skákmanninum kunnur, enda fór Íslandsmót skákfélaga þar fram fyrir tveimur árum. Eins og þeir vita sem staðinn hafa séð eru aðstæður þar til fyrirmyndar. Neðri hæðin verður notuð til taflmennsku og þar verður einnig borðað. Á efri hæð verður ýmis afþreying í boði, s.s skákþrautakeppni, spurninga- keppni, pílukast og margt fleira. Til- kynna má þátttöku með tölvupósti (skakaevintyri@hotmail.com). Á föstudagskvöldinu þegar fjölteflið fer fram fer einnig fram endanleg skráning í mótið. Mótsstjórn vill minna á það að ekkert keppnisgjald þarf að greiða fyrir þátttöku á mótinu. Matur er í boði á laugardeginum og kostar kr. 3.500 fyrir morgunverð, hádegis- verð og kvöldverð. Boðið er upp á skoðunarferð fyrir þátttakendur og foreldra. Ferðin tekur u.þ.b. 2 klukkustundir og kostar kr. 1.000. Sama verð fyrir börn og fullorðna. Fyrsta ferð verð- ur farin að morgni sunnudags kl. 10. Skráning í skoðunarferðir á keppn- isstað. Hinn valinkunni stórmeistari Helgi Ólafsson, margfaldur Ís- landsmeistari og tvöfaldur skák- meistari Vestmannaeyja, mun bjóða upp á fjöltefli. Helgi er þekkt- ur fyrir það góða starf sem hann hefur unnið í þágu skáklistarinnar, ekki síst barna- og unglingastarf. Ýmsir möguleikar hvað varðar gistingu eru í boði. Mótshaldarar hafa náð samningum við Hótel Þórshamar um gistingu í ýmsum verð- og gæðaflokkum, allt fer það eftir stærð hópa og tegund gisting- ar. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu mótsins: skakmot.eyjar- .is. Rimaskóli Íslandsmeist- ari grunnskólasveita Helgi Árnason skólastjóri, Hörður Hauksson, Sverrir Ásbjörnsson, Ingv- ar Ásbjörnsson, Hjörvar S. Grétarsson og ÁsbjörnTorfason liðsstjóri. SKÁK Reykjavík ÍSLANDSMÓT GRUNNSKÓLASVEITA 24.–25. apríl 2004 dadi@vks.is Daði Örn Jónsson Genfarsamningarnir í fortíð, nú- tíð og framtíð Málstofa verður í Norræna húsinu, fimmtudaginn 29. apríl kl. 12.05–13, á vegum Mann- réttindaskrifstofu Íslands og Rauða kross Íslands þar sem fjallað verður um Genfarsamningana í fortíð, nútíð og framtíð. Genfarsamningarnir verða gefnir út á íslensku í fyrsta sinn í næsta mán- uði og að því tilefni mun Þórir Guð- mundsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins og Hildur Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur flytja erindi um efni samninganna. BSRB heldur málþing um heil- brigðismál miðvikudaginn 5. maí kl. 9–11, á Hótel Loftleiðum. Svíinn Göran Dahlgren prófessor heldur fyrirlestur sem fjallar um heilbrigð- isþjónustuna, reynslu af kerfisbreyt- ingum og framtíðarsýn. Göran Dahlgren hefur síðan á ní- unda áratugnum verið áhrifamaður á alþjóðavettvangi á sviði heil- brigðis, heilsugæslu og lýðheilsu- mála. Honum hlotnuðust Norrænu lýðheilsuverðlaunin árið 2003, segir í fréttatilkynningu. Námskeið – ISO 9000-gæða- stjórnunarstaðlarnir Staðlaráð Ís- lands stendur fyrir námskeiði fimmtudaginn 6. maí fyrir þá sem vilja læra á ISO 9000-gæðastjórn- unarstaðlana. Þetta verður síðasta almenna námskeiðið að sinni. Markmið námskeiðsins er að þátt- takendur geti gert grein fyrir meg- ináherslum og uppbyggingu kjarna- staðlanna í ISO 9000:2000 röðinni og þekki hvernig þeim er beitt við að koma á og viðhalda gæðastjórn- unarkerfi. Auk þess að skýra uppbyggingu staðlanna, notkun og kröfurnar í ISO 9001, verður farið yfir tengsl staðlanna og gæðastjórnunarkerfis samkvæmt ISO 9000. Þátttakendur leysa hópverkefni í gerð verklags- reglna. Námskeiðið fer fram hjá Staðlaráði Íslands, Laugavegi 178, kl. 8.30– 14.45. Nánari upplýsingar og skrán- ing á vef Staðlaráðs, www.stadlar.is. Afmælishátíð Buddha verður haldin um næstu helgi í Bolholti 4, 3. hæð. Flutt verða erindi, tónlist o.fl. einnig verður hugleiðsla. Dagskráin hefst föstudaginn 30. apríl kl. 20– 22 og heldur áfram laugardaginn 1. maí og sunnudaginn 2. maí kl. 13– 17. Í DAG STJÓRN Félags sérfræðinga í melt- ingarsjúkdómum (FSM) telur að for- sendur Tryggingastofnunar ríkisins (TR) um sambærileg meðferðaráhrif séu ekki byggðar á nægjanlegum fag- legum eða vísindalegum rökum og að breytingin geti leitt til óhagræðis og aukins lyfjakostnaðar sjúklinga. Boðaðar breytingar á viðmiðunar- verði lyfja í þremur lyfjaflokkum eiga að taka gildi 1. maí næstkomandi. hyggst „Félag sérfræðinga í melt- ingarsjúkdómum telur sjálfsagt að að velja ódýrasta lyfið þegar það á við, en bendir jafnframt á að lækningar- máttur lyfjanna er ekki alltaf sá sami og að tilteknir sjúklingar ná ekki við- unandi meðferðarárangri með ódýr- asta lyfinu. Félagið telur að forsendur TR um sambærileg meðferðaráhrif séu ekki byggðar á nægjanlegum fag- legum eða vísindalegum rökum og að breytingin geti leitt til óhagræðis og aukins lyfjakostnaðar sjúklinga. Félagið skorar á heilbrigðisráð- herra að taka ekki ákvörðun um við- miðunarverð lyfja í þessum flokki án samráðs við Félag sérfræðinga í melt- ingarsjúkdómum.“ Gæti leitt til aukins lyfja- kostnaðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.