Morgunblaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 20
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 20 MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Reykjavík | Krakkarnir í 9. bekk í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði sigr- uðu í gær í KappAbel-stærð- fræðikeppninni, en lokahluti keppninnar fór fram í Háskólabíói í gær. Fullur salur af áhorfendum fylgdist með þar sem 12 nem- endur úr 9. bekkjum þriggja skóla spreyttu sig á flóknum stærð- fræðiþrautum. Alls tók 51 bekkur af öllu landinu þátt í fyrsta hluta keppninnar sem fór fram í vetur. Á mánudag kepptu svo níu bekkir í undanúrslitum og komust þrír áfram í úrslitin. Það voru 9. bekk- ir í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði, Garðaskóla í Garðabæ og Haga- skóla í Reykjavík. Einbeitingin skein úr andlitum krakkanna þar sem þeir leystu stærðfræðiþrautir, og stóðu allir sig vel við úrlausn verkefnanna. Áhorfendurnir, sem voru um 300 aðrir 9. bekkingar, voru ekki skildir út undan heldur gátu þeir líka leyst þrautirnar úr sætum sínum, þótt sumir eyddu reyndar frekar tímanum í að teikna það sem var að gerast á sviðinu. „Í sjöunda himni“ Nemendur og starfsfólk Víði- staðaskóla voru að vonum ánægð með árangur krakkanna. „Við er- um í sjöunda himni, það er mikil gleði hér í skólanum,“ segir Sig- urður Björgvinsson, skólastjóri Víðistaðaskóla. „Við höfum verið að leggja mjög mikla áherslu á stærðfræði undanfarin ár, það var mikið átak hérna í Hafnarfirði fyrir þremur eða fjórum árum, og þetta skilar sér. Svo eru þetta líka svo frábærir krakkar.“ Sigurlið Víðistaðaskóla fer nú til Kaupmannahafnar í júlí og et- ur kappi við krakka frá Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð. Einnig fengu liðin 60.000 krónur sem skólastjórar skólanna ráðstafa fyrir nemendur. KappAbel-stærðfræðikeppnin er norsk að uppruna og varð til sem tilraun kennara til að auka áhuga nemenda á stærðfræði og fá þá til að glíma saman við ákveðin verkefni. Keppnin var fyrst haldin árið 1998 en varð að landskeppni í Noregi árið 2000. Hér á landi var keppnin fyrst haldin skólaárið 2001–2002, og hefur fjöldi þátttakenda aukist mikið ár frá ári, og nú tekur um þriðjungur allra 9. bekkja þátt í keppninni. Kepptu í úrlausn stærðfræðiþrauta Morgunblaðið/Jim Smart Gott gengi: Í liði Víðistaðaskóla voru (f.v.) Ragnar Stefánsson, Jóhann Þór Kristþórsson, Eva Hauksdóttir og Sigrún Ósk Jakobsdóttir. Morgunblaðið/Jim Smart Skemmtileg stemmning: Nemendur skemmtu sér vel og klöppuðu þátttak- endum lof í lófa milli þess sem þau spreyttu sig á stærðfræðiþrautunum. ÞAÐ var gífurleg spenna í stærð- fræðikeppninni og munaði mjög litlu á sigurvegurunum og hinum skólunum tveimur. Krakkarnir úr Víðistaðaskóla fengu 28 stig af 30 mögulegum og voru að vonum stolt af árangrinum. „Þetta var rosalega hörð keppni, við vorum alveg að fara á taugum,“ segir Sigrún Ósk Jak- obsdóttir. Hún segir að það hafi skipt miklu máli að nota allan tím- ann sem gefinn var fyrir hverja þraut til að fara yfir lausnirnar þó að það sem virðist vera rétt lausn komi snemma. Sigrún segir að það sé ekki bara nauðsynlegt að vera klár í stærðfræði til að standa sig vel í svona keppni, rökhugsun skipti einnig miklu máli til að leysa þrautirnar. Hún segir að þraut- irnar hafi verið miserfiðar, sum- um hafi þau áttað sig á strax en aðrar hafi verið erfiðari. Gott samstarf og góður kennari „Það er nú aðallega gott sam- starf og góður kennari sem skýrir hversu vel þetta gekk,“ segir Jó- hann Þór Kristþórsson. Hann seg- ir að nemendurnir hafi ekki æft sig mikið sérstaklega fyrir keppn- ina þó að þeir hafi hist nokkrum sinnum. Nemendurnir reyndu þó að slappa vel af fyrir keppnina, og fóru saman út að borða. Jóhann segir að sér finnist stærðfræðin ekkert sérstaklega skemmtileg námsgrein, en þraut- irnar séu mun skemmtilegri en jöfnureikningur og annað í þeim dúr. Hann segir að þrautirnar í keppninni hafi í sjálfu sér ekki verið svo erfiðar en tíminn hafi verið naumt skammtaður og á mörkunum að þau næðu að klára. Skólafélagar fjórmenninganna voru að vonum ánægðir með gott gengi félaga sinna, og hlupu fagn- andi upp á sviðið þegar úrslitin voru ljós. Nú liggur leið fjór- menninganna til Kaupmannahafn- ar þar sem þau munu láta reyna á stærðfræðina í keppni við aðra Norðurlandabúa. „Vorum alveg að fara á taugum“ Reykjavík | Borgarstjórinn í Reykjavík auglýsir eftir tilnefning- um til Umhverfisviðurkenningar Reykjavíkurborgar 2004. Viðurkenningin er veitt árlega fyrirtæki eða stofnun í borginni sem þykir hafa leitast við að haga rekstri sínum eða einstökum rekstrarþátt- um í samræmi við grunnregluna um sjálfbæra þróun. Viðurkenningin verður veitt formlega á umhverfis- degi Sameinuðu þjóðanna hinn 5. júní nk. Tilnefningar þurfa að hafa borist Umhverfis- og heilbrigðis- stofu eigi síðar en 15. maí nk. Við- urkenningin kom í hlut Umslags ehf. árið 2003 og var það í sjöunda sinn sem hún var veitt. Óska eftir tilnefningum Hafnarfjörður | Olía, rányrkja, mengunarefni, ofauðgun – Dropinn sem fyllir mælinn? er heitið á nýjum bæklingi sem gefinn er út alls staðar á Norðurlöndunum, og var afhentur fyrstu íslensku framhaldsskólanem- endunum í gær, en allir framhalds- skólar á landinu fá send eintök á næstunni. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra mætti í kennslustund í líffræði í Flensborgarskóla í Hafnarfirði og afhenti nemendum fyrstu eintökin, en það er Landvernd sem stendur að útgáfu hans hér á landi. Bæklingurinn er 24 síður, ætlaður sem ítarefni fyrir framhaldsskóla- nemendur í líffræði, segir Tryggvi Felixson, framkvæmdastjóri Land- verndar. Honum fylgir verkefnahefti á dönsku, svo nemendur ættu að fá æfingu í tveimur ólíkum námsgrein- um, dönsku og líffræði, þegar þeir vinna með efnið, segir Tryggvi. Ræddu baráttuna gegn Sellafield Í líffræðitímanum í Flensborg ræddu Auður H. Ingólfsdóttir frá Landvernd og Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra losun geislavirks úrgangs í sjó, með áherslu á kjarn- orkuendurvinnslustöðina í Sellafield, og baráttu íslenskra stjórnvalda gegn losun hennar á geislavirkum efnum í sjóinn. Nemendur fengu svo tækifæri til að ræða málið við ráðherra, og kom í ljós á svörum hennar að eftir sigur nýlega í baráttunni gegn Sellafield taki nú við barátta gegn kjarnorkuvá annars staðar í heiminum, t.d. frá Kólaskaga í Rússlandi. Siv sagði vandamálið fráleitt að hverfa, verið sé að reisa fleiri og fleiri ný kjarn- orkuver, t.d. í Finnlandi og Japan og Íslendingar og aðrir þurfi að hafa augun opin fyrir þessum málaflokki í framtíðinni. Afhenti nemendum bækling um hafið Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ræddu umhverfismál: Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra talaði um bar- áttu stjórnvalda gegn kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Sellafield. Reykjavík | Átakshópur gegn færslu Hringbrautar afhenti borg- arráðsmönnum fyrirspurn fyrir borgarráðsfund í gær, þar sem hver og einn fulltrúi var beðinn að svara spurningunni „Ert þú sam- þykk(ur) því að frestað verði fram- kvæmd við færslu Hringbrautar?“ með einföldu já eða nei fyrir 30. apríl nk. Í tilkynningu frá átakshópnum kemur fram að ekkert svar hafi enn borist frá borgarfulltrúum eft- ir að ályktun frá fundi átakshóps- ins frá 30. mars var send til þeirra, þrátt fyrir ítrekun. Segir þar ennfremur: „Munu borgaryfirvöld standa við yfirlýs- ingar sínar um íbúalýðræði, fresta áætlaðri framkvæmd við færslu Hringbrautar og gefa borgarbúum tækifæri til að ákvarða framtíð borgarinnar með því að láta kjósa um þetta stórmál 26. júní nk.?“ Afhentu fyrirspurnir Morgunblaðið/Jim Smart Vilja svör: Fulltrúar átakshópsins afhentu borgarfulltrúum fyrirspurn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.