Morgunblaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ The Scheme for Full Employment eftir Magnus Mills. Perennial gefur út 2004. 256 síðna kilja. Fæst í Máli og menn- ingu. ÍSLENDINGUM er Magnus Mills að góðu kunnur, enda hafa bækur eftir hann komið út á íslensku og sjálfur hefur hann komið tvíveg- is hingað til lands, síðast á bók- menntahátíð fyrir fjórum árum. Mills sló í gegn með bókinni The Restraints of Beasts, sem kom út á íslensku sem Taumhald á skepnum, fyrir sex ár- um. Sú bók, líkt og fleiri bækur hans reyndar ef ekki allar, er dæmisaga, meira í hana spunnið en sést á yf- irborðinu. Svo er og með þá sem hér er gerð að umtalsefni, The Scheme for Full Employment. Hún segir frá átaki til að útrýma atvinnuleysi í Bretlandi. Sögumaður er bílstjóri sem starf- ar við útkeyrslu í átakinu. Söguþráð- urinn er í senn ósennilegur í meira lagi, en þó undarlega sannfærandi. Sumir hafa líkt bókinni við þáttaröð- ina The Office og þá ekki síst fyrir háðið sem felst í frásögninni, en gamansemi Mills er ekki eins beisk og hjá Ricky Gervais, hann hefur meiri samúð með mannskepnunni. Báðir eiga það þó sammerkt að frá- sögnin er sérdeilis bresk, oft svo bresk að manni finnst ólíklegt að annað eins geti átt sér stað nema þar í landi. Ekki fer og milli mála að Mills er að sækja sitthvað í eigin reynslu en hann starfaði lengi sem stætóbílstjóri. Eins og bílstjórinn lýsir starfinu í áætluninni miklu er lífið dásamlegt, alltaf nóg að gera en samt enginn asi. Smám saman fer þó að halla undan fæti, ekki síst þegar rísa krytur með- al bílstjóranna – milli þeirra sem vilja vinna átta tíma á dag og ekki mínútu minna, og hinna sem vilja festa það í samninga að þeir fái að fara fyrr heim á hverjum degi en ekki bara þegar lítið er að gera. Af tillitssemi við væntanlega les- endur er ekki rétt að fara meira út í söguþráðinn eða segja meira um það í hverju starfið felst en það er snilld- arhugmynd sem verður smám sam- an ljós eftir því sem líður á lesturinn. Það fer þó ekki á milli mála hvert stefnir allt frá upphafi, svo góð hug- mynd hlaut að enda í ógöngum. Ekki er bara að menn vilja færa sig upp á skaftið, heldur hefur hver sína sýn á hvernig haga eigi hlutunum og eng- inn getur á sér setið, nema hvað. Magnus Mills hefur nokkuð sér- stakan stíl, gegnsæjan og áreynslu- lausan, en virkar dauflegur á köflum. Honum er lagið að flétta saman hinu ótrúlega og hinu sanna eins og getið er, nær að gægjast inn í mannshjart- að með dæmisögum líkt og sögð er í The Scheme for Full Employment og draga í raun fram hve mann- skepnan er ófullkomin. Árni Matthíasson Áætlunin mikla Bækur Market Forces eftir Richard Morgan. Gollancz gefur út 2004. 386 síður innb. RICHARD Morgan vakti tals- verða athygli fyrir fyrstu bók sína, Altered Carbon, kraftmikla vísinda- skáldsögu sem var bráðfrumleg og gríðarlega spenn- andi. Framhald hennar var Broken Angels, en nýút- komin þriðja bók hans, Market Forc- es, gerist í annars konar heimi þó að hann eigi margt sameiginleg með þeim heimi sem birtist í hinum bókunum tveim. Market Forces segir frá ungum Breta á uppleið, Chris Faulkner, sem ráðinn er til fyrirtækis sem stundar vopnasölu í æðra veldi, semur við stjórnvöld um að tryggja völd þeirra gegn prósentu af þjóðartekjum eða kemur uppreisnaröflum til valda upp á sömu býtti ef því er að skipta. Sam- keppnin er eðlilega hörð, svo hörð reyndar að þegar tvö fyrrirtæki bítast um sama samninginn kemur jafnan til átaka milli útsendara þeirra, sölu- mannanna, og þeir fá samninginn sem ná að drepa keppinautana. Heimurinn sem Morgan lýsir er upp fullur af ofbeldi og ömurleika. Bilið á milli ríkra og fátækra er orðið svo mikið að hinir fyrrnefndu búa í vellystingum praktuglega en fátæk- lingarnir í helvíti, sjúkir og þjáðir, of- urseldir glæpagengjum og gríðar- legri mengun. Bilið á milli lífs og dauða er aftur á móti lítið, það þarf ekki mikið til að menn verði vegnir, til að mynda af samstarfsmönnum sínum, en til siðs er er að stjórnendur komist áfram innan fyrirtækja með því að drepa þann sem er næst fyrir ofan viðkom- andi í metorðastiganum. Morðtólin eru yfirleitt bílar, eftir áskorun mætast menn á hraðbraut- unum og gera það sem þarf til að drepa andstæðinginn eftir ströngum reglum. Ég las reyndar fyrir þremur áratugum eða svo smásögu sem sagði frá álíka, en í henni lenti miðaldra ökumaður óforvarandis í átökum við ökuþrjót í heimi þar sem slíkt var stundað á vegum úti. Hugmyndin er góð engu að síður og útfærsla hennar skemmtileg hjá Morgan – ekki svo órökrétt í ljósi þróunar umferðar- menningar. Market Forces fjallar um það hvert græðgin leiðir menn og þjóðfélög, hvert stefnir ef ágóðavonin ræður öllu og mannslífið er metið eftir fjárgildi þess. Ekki er ástandið eins um allan heim, sérstaklega slæmt (eða gott eft- ir því hvaða skoðun menn hafa á „ósýnilegu höndinni“) í Bretlandi og Bandaríkjunum en á Norðurlöndun- um virðist fólk búa að mestu leyti áþekkt því sem er í dag, velferðakerfi og friðsæld. Morgan er snjall penni, kann að skrifa spennandi og skemmtilegan texta, og Market Forces er góð af- þreying með smábroddi. Hugsanlega mun ofbeldið standa í einhverjum, til að mynda lemur söguhetjan mann til bana í bókinni og ýmsir aðrir láta lífið voveiflega. Bókinni lýkur svo að lík- legt verður að teljast að Morgan eigi eftir að skrifa framhald, þó það séu í sjálfu sér fáir endar lausir. Árni Matthíasson Ósýnilegi hnefinn Stóra svið Nýja svið og Litla svið CHICAGO eftir J. Kander, F. Ebb og B. Fosse Fi 29/4 kl 20 Fö 30/4 kl 20, Lau 1/5 kl 15 - ATH: 1. MAÍ TILBOÐ Lau 1/5 kl 20 - UPPSELT, Fö 7/5 kl 20 - UPPSELT, Lau 8/5 kl 20 - UPPSELT Su 9/5 kl 20 - AUKASÝNING Fö 14/5 kl 20, - UPPSELT, Lau 15/5 kl 20, Su 23/5 kl 20, Fö 28/5 kl 20, Lau 29/5 kl 20, Fö 4/6 kl 20, Lau 5/6 kl 20 Ósóttar pantanir seldar daglega Miðasala: 568 8000 Nýr opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00 - 18:00 miðviku-, fimmtu- og föstudaga: 10:00 - 20:00 laugardaga og sunnudaga: 12:00 - 20:00 www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is NÝTT: Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is SPORVAGNINN GIRND e. Tennessee Williams Fö 30/4 kl 20 SÍÐASTA AUKASÝNING Ath:. Ekki er hægt að hleypa í salinn eftir að sýning hefst PARIS AT NIGHT - KABARETT eftir ljóðum Jacques Prévert - Í samvinnu við Á SENUNNI Í kvöld kl 20:15 - UPPSELT - Síðasta sýning LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 2/5 kl 14, Su 9/5 kl 14, Su 16/5 kl 14, Su 23/5 kl 14 Síðustu sýningar GLEÐISTUND: VEITINGAR - BÖKUR - VÖFFLUR - BRAUÐ FORSALURINN OPNAR KLUKKUTÍMA FYRIR KVÖLDSÝNINGU BELGÍSKA KONGÓ eftir Braga Ólafsson Frumsýning fi 6/5 kl 20 - UPPSELT Fi 13/5 kl 20, Su 16/5 kl 20 SEKT ER KENND e. Þorvald Þorsteinsson Su 2/5 kl 20 Fáar sýningar eftir KLASSISKI LISTDANSSKÓLINN Í kvöld kl 18 - Nemendasýning Miðasala í síma 555-2222 theater@vortex.is Fim. 29. apríl kl 21 Fös. 30. apríl kl 21 síðustu sýningar Fantagott stykki...frábær skemmtun sem snerti margan strenginn -Ómar Garðarsson Eyjafréttir eftir Jón Atla Jónsson Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Richard Strauss ::: Metamorphosen Ludwig van Beethoven ::: Sinfónía nr. 9 FIMMTUDAGINN 29. APRÍL KL. 19:30 UPPSELT FÖSTUDAGINN 30. APRÍL KL. 19:30 UPPSELT Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba Söngvarar ::: Elín Ósk Óskarsdóttir, Alina Dubik, Kolbeinn Ketilsson og Kristinn Sigmundsson ásamt Óperukórnum í Reykjavík Kórstjóri ::: Garðar Cortes Rauð #6 Samverustund Vinafélagsins í Sunnusal Hótels Sögu á fimmtudagskvöld kl. 18.00. Fyrirlestur Árna Heimis Ingólfssonar um tónleikana hefst. kl. 18.30. 9. SINFÓNÍA BEETHOVENS Dáðasta tónverk allra tíma loftkastalinn@simnet.is miðasalan opin kl. 16-19 Fös. 30. apríl kl. 20 laus sæti „Frábært-drepfyndin-átakanlegt“ Ekki við hæfi barna - SÍÐASTA SÝNING Laus sæti Laus sæti Fös. 30. apríl örfá sæti Lau. 8. maí Fös. 14. maí SÍÐUSTU SÝNINGAR NICOLAS CAGE ætlar að giftast 19 ára gamalli gengilbeinu. Hann er tvífráskilinn, var áður giftur Lisu Marie Presley og Patriciu Arq- uette en hefur nú beðið um hönd hinnar ungu Alice Kim eftir tveggja mánaða samband. Cage, sem er fertugur, féll fyrir gengil- beinunni á Val- entínusardag þegar hún þjónaði honum og vinum hans á sushi- veitingastað í Los Angeles. Hann varð svo hrifinn af henni að hann bauð henni með sér á Óskars- verðlaunaafhendinguna áður en málsverðurinn var á enda. Vinir hans segja parið ákaflega ástfangið og hamingjusamt … BROOKE SHIELDS, sem á tæplega ársgamla telpu, er að skrifa bók um fæðingarþunglyndi. Áætlað er að bókin „Og svo fór að rigna“ verði gefin út næsta vor. „Með því að deila reynslu minni með lesendum vonast ég til þess að varpa ljósi á raunverulegt en oft dulið eða hunsað vandamál sem hefur áhrif á konur af öllum þjóðfélagsstigum í mismiklu mæli,“ segir í yfirlýsingu sem leikkonan, 38 ára, sendi frá sér í gær. „Ég vonast líka til þess að með því að vera heiðarleg varðandi óttann, áfallið og skömmina sem ég fann til, muni ég hjálpa öðrum til að forðast þá gryfju sem fæðingarþunglyndi er og auka stuðning samfélagsins.“ Shields, sem er gift rithöfundinum og framleiðandanum Chris Henchy, ól stúlku í maí sl. Brooke heitir réttu nafni Rowan Francis Shields og hóf fyrirsætustörf sem smábarn og lék síðan í myndum á borð við „Pretty Baby“, „Bláa lónið“ (e. The Blue Lagoon) og „Endless Love“. Þá lék hún aðalhlutverkið í sjón- varpsþáttunum „Suddenly Susan“ en gerð þeirra þátta var hætt árið 2000 … FÓLK Ífréttum KLINK OG BANK Annað Tímakvöldið verður haldið í fundarherbergi Klink og Bank í kvöld kl. 21. Í þetta sinn er um svokallað Tímabíó að ræða en sýnd verður heimildarmyndin Scratch frá árinu 2001, sem tekur fyrir plötuklór, plötuspilaralist og þróun í þessum efnum. Myndin var m.a. tilnefnd til verðlauna á Sundance- kvikmyndahátíðinni 2001. Á eftir myndinni ræðir Gísli Galdur plötu- snúður um þessa sérstöku gerð tón- listarsköpunar og gefur sýnidæmi. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Fréttasíminn 904 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.