Morgunblaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðrún Magnús-dóttir fæddist 16. september 1909. Hún lést á líknardeild Landakotsspítala 23. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sesselja Magn- úsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 8.4. 1879, d. 20.11. 1947, og Magnús Magnús- son járnsmiður, f. 7.6. 1883, d. 4.12. 1962. Til níu ára aldurs ólst Guðrún upp hjá móð- ursystur sinni Guð- rúnu Magnúsdóttur og Oddi Ein- arssyni bónda í Þverárkoti á Kjalarnesi. Eftirlifandi bróðir hennar er Guðmundur Baldvins- son en auk hans voru systkini Guð- rúnar Axel, Haraldur, Margrét, Ásbjörn, Ása, Konráð og Konráð sem öll eru látin, þrjú hin síðast- nefndu létust í bernsku. Hinn 25. maí 1935 giftist Guðrún Alberti Ólafssyni múrarameistara, f. 6.6. 1904, d. 23.10. 1938. Þau eignuðust tvö börn. Þau eru: 1) Ólafur Vignir píanóleikari, kona hans er Þuríður Ein- arsdóttir. 2) Sesselja Margrét húsmóðir, maki Barði Sæmund- ur Steinþórsson. Eft- ir að Guðrún varð ekkja eignaðist hún tvíburadætur með Böðvari Bjarnasyni húsasmíðameistara. Þær eru 3) Guðný Þóra hárgreiðslu- kona, maki Pétur Ágúst Berthelsen, f. 12.6. 1941, d. 13.5. 1983. Sambýlismað- ur Guðnýjar er Rós- mundur Guðmundsson. 4) Alberta Guðrún húsmóðir, maki Haraldur Hafsteinn Jónsson. Barnabörn Guðrúnar eru 13 og langömmu- börnin eru 22 og tvö bætast við nú í byrjun sumars. Árið 1956 hóf Guðrún sambúð með Þórhalli Snjólfssyni, f. 2.7. 1904, d. 8.9. 1973. Guðrún bjó sín seinni búskaparár við Skúlagötu í Reykjavík. Útför Guðrúnar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Lokalagið er búið og síðasti dans- inn stiginn. Í dag kveð ég vinkonu mína og Gauju ömmu eins og hún var oftast kölluð. Amma mín var merkileg kona og miklu merkilegri heldur en ég mun nokkurn tíma koma niður á blað í nokkrum orðum. Fyrir mig persónulega var hún mín fyrirmynd. Sú amma sem ég þekkti var glað- lynd, ákveðin, sterk, húmoristi og umfram allt jákvæð. Í tæp 60 ár bjó amma á Skúlagöt- unni í einu herbergi og eldhúsi og þar ól hún upp börnin sín fjögur. Aldrei heyrði ég hana kvarta yfir húsakostinum þótt eflaust hafi oft verið þröngt á þingi. Öfund var ekki til í hennar persónulegu orðabók, heldur gat hún alltaf glaðst yfir vel- gengni vina sinna og fjölskyldu. Hún vildi alltaf fylgjast með hvort sem um var að ræða líðan sinna nánustu eða almennt gengi í heiminum. Hún var alltaf vel inn í málefnum líðandi stundar og hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefnum. Skipulag og regla einkenndu allt hennar líf, þá er sama hvort um var að ræða matarvenjur, peningamál eða umgengni, allt var í röð og reglu og viðmótið var virðing fyrir öllu. Amma mín var félagsvera og fjör- kálfur mikill. Hún spilaði vist lengi vel, elskaði hvers kyns bíltúra og ferðalög. Fór meðal annars fyrir tveimur árum ásamt Margréti dótt- ur sinni í Þórsmörkina við erfiðar að- stæður en í mörkina ætlaði hún sér áður en hún kveddi og það tókst henni. Hún passaði alltaf upp á að halda sér í þjálfun og gerði æfingar daglega meira að segja þegar hún var orðin alveg rúmliggjandi þá reyndi hún eftir bestu getu að þjálfa handleggi og „stíga danssporin“ rúmliggjandi. En hennar besta þjálf- un var dansinn sem var hennar líf og yndi. Alveg fram að áramótum stundaði hún gömlu dansana í Glæsibæ, þar sem hún sveiflaðist um salinn undir hljómum sinnar ást- kæru Caprí hljómsveitar ásamt því að njóta samvista við sína fjölmörgu vini og kunningja sem voru henni svo kærir. Nú fyrr í vetur þegar hún hafði ekki komið í Glæsibæ í nokkrar vikur vegna veikinda keyrði ég hana og mér er minnisstætt að þegar hún kom í hús þá stóðu viðstaddir ball- gestir upp og buðu hana velkomna með dúndrandi lófaklappi. Alveg undir hið síðasta var henni alltaf mikils virði að fá kveðju frá dansfélögunum og dansherrunum eða „sénsunum“ eins og hún kallaði þá í gríni. Þegar hér er komið myndi amma eflaust segja: Nú, nú, það var svo sem auðvitað að þú þyrftir að kjafta frá því, ekkert má maður eiga í friði. Farðu svo að hætta þessum skrifum, nú er nóg komið. En í hvert skipti sem við hittumst núna síðustu daga bað hún mig alltaf um kveðju til allra vina og kunningja og ég kem því hér með til skila með þökk fyrir vináttu ykkar. Amma mín taldi það sitt helsta lán hversu heppin hún var með vini og kunningja og hún talaði alltaf um þá með hlýju, virðingu og þakklæti. Það var ekki eina lánið hennar því hún sagðist einnig eiga miklu láni að fagna hvað varðaði börn, tengdabörn og barnabörn. Og það eru orð að sönnu, dætur hennar Margrét og Guðný hafa staðið eins og klettar við hlið hennar í veikindum hennar og reyndar alla tíð. Þær hafa sinnt ömmu af mikilli hlýju og gefið henni mikinn tíma enda batt amma traust sitt við þær. Það sama á við Ólaf son hennar og Þuríði tengdadóttur hennar sem á sinn hægláta og trausta hátt hafa alla tíð haft virð- ingu fyrir ömmu og vilja hennar að leiðarljósi. Mig langar að þakka þeim fyrir sinn óeigingjarna tíma sem þau hafa gefið ömmu og að þið vitið að amma var ykkur þakklát eins og hún hefur eflaust sagt ykkur. Þótt ummönnun ömmu hafi að mestu hvílt á þessum aðilum þá efaðist amma aldrei um væntumþykju og kærleika annarra afkomenda sinna. Einnig vil ég að starfsfólkið á L5 Landakoti, eða fimm stjörnu hótelið, eins og amma kallaði deildina, fái bestu þakkir fyrir sitt góða starf við það að gera fólki síðustu stundirnar sínar sem bestar, því tókst það svo sannalega hvað ömmu varðar. Elsku amma mín. Ég veit að þú varst tilbúin að fara. Við hin sem eft- ir sitjum og söknum þín óendanlega verðum líka að vera tilbúin að kveðja þig. Þú vildir jú fara að hitta kallinn þinn eftir 66 ára fjarveru. Langri ævi þinni hér er lokið og ég mun ævinlega vera þér þakklát fyrir að hafa dvalið svo lengi hér og ég verð núna að vera dugleg að æfa mig í þeim dygðum sem þú kenndir mér og ég vil umfram allt tileinka mér (ég hef rúm fimmtíu ár, svo ég reyni að ná þér). Ég bið þig að kyssa englana mína frá mér og vona að þú verðir dugleg að heimsækja mig á Hólabrautina. Hvíldu í friði. Með virðingu kveð ég mína góðu vinkonu. Þín Díana. Elsku amma og mamma. Við eig- um eftir að sakna þín sárt, og takk fyrir allar góðu stundirnar sem þú gafst okkur með þér. Faðmlögin og hlýjan sem við feng- um frá þér er okkur ómetanleg. Húmorinn var alltaf til staðar og það voru ófáar stundirnar sem við áttum saman sem við sátum og hlóg- um, en það sem situr fastast í mér, elsku amma mín, er að fá að eiga þann heiður að eiga góðan föstudag með þér rétt áður en þú fórst frá okkur. Við spjölluðum og hlógum svo mikið og það var svo yndislegt. Þú ert sterkasta og sjálfstæðasta kona sem við höfum þekkt og við er- um mjög stoltar af því að hafa fengið að njóta allra áranna með þér. Þú ert yndisleg manneskja og við vorum þér allt og þú okkur. Við gæt- um haldið endalaust áfram að skrifa um góðu stundirnar og hversu stór- kostleg manneskja þú varst. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar og við munum alltaf elska þig. Guð geymi þig. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. (Hallgr. Pét.) Brostu til alls og allra í árvakri mannúðargjörð og brosið mun birtast þér aftur í brosi frá himni og jörð. (Magnús Jónsson.) Þínar Alberta (Alla) og Alberta (Berta). Þegar ég róta í minningunum og leita að Guðrúnu, kemur mynd í hug- ann: ég hleyp með bróður minn við hönd að húsinu nr. 44 við Njálsgötu, lít upp í eldhúsgluggann. Þar stend- ur kona með ljóshærðan dreng- hnokka. Þarna sá ég fyrsta sinni þá konu, sem átti eftir að verða tengdamóðir mín, og son hennar, sem síðar varð eiginmaður minn. Guðrúnu sá ég stundum á götu og man ég sérstaklega eftir henni 17. júní þegar hún var klædd þjóðbún- ingi. Mikið var hún glæsileg með möttul á herðum. Þegar sonur hennar kom fyrir al- vöru inn í líf mitt tók Guðrún mér opnum örmum. Nú hefur tengdamóðir mín kvatt þessa jarðvist, 94 ára gömul. Langur vegur að baki og vindar lífsins hafa blásið úr ýmsum áttum. Ung varð hún ekkja. Eftir aðeins þriggja ára hjóna- band missti hún mann sinn, Albert Ólafsson múrarameistara, af slysför- um. Með dugnaði ól hún upp börnin sín við lítil efni. Það þurfti vissulega mikið þrek til að takast á við það líf, sem ekkjum var búið um miðja síð- ustu öld. Guðrún hafði fengið í vöggugjöf létta lund og óbilandi bjartsýni, en einnig ákveðinn og einbeittan vilja þegar því var að skipta. Það var gaman að vera í návist hennar, skop- skynið ávallt nærtækt. Frá ung- lingsárum hafði Guðrún lifandi áhuga á tónlist og dansi. Dansinn var hennar aðal áhugamál og var hún annáluð fyrir danskunnáttu. Eitt sinn trúði hún mér fyrir því að það hefði verið hennar heitasta ósk að verða atvinnudansari. Mikið gladdi það hana þegar ég las fyrir hana fréttir af íslenskum dönsurum, sem náðu stórkostlegum árangri bæði heima og erlendis. Guðrún var orðin verulega sjón- skert síðustu árin og saknaði þess mjög að geta ekki lesið. Fyrir tveim árum greindist hún með krabba- mein. Naut hún heimahjúkrunar, sem við erum afar þakklát fyrir. Dætur hennar, Sesselja Margrét og Guðný Þóra, önnuðust einnig móður sína af mikilli alúð. Síðustu vikur ævinnar dvaldi Guð- rún á líknardeild Landakotsspítala. Viljum við færa öllu því frábæra starfsfólki deildarinnar innilegar þakkir fyrir framúrskarandi umönn- un. Ég kveð kæra tengdamóður með þökkum og virðingu. Þuríður Einarsdóttir. Amma konu minnar, Guðrún Magnúsdóttir, er dáin. Engri mann- eskju hef ég kynnst heilbrigðari en henni. Það næddi um okkur Díönu, dótturdóttur Guðrúnar, þegar við hófum búskap og oft var úr vöndu að ráða. Þá reyndust viðhorf Guðrúnar og ráð svo heilbrigð og traust, að óð- ara breyttist kviksyndið sem maður þóttist standa á, í fast land. Þessi sérstaka manneskja, sem þá var komin fast að níræðu, vakti að sjálf- sögðu forvitni mína og ég gaf mig að því að skilja á hverju hún byggði til- veru sína. Guðrún var sérstök reglu- manneskja. Hún hafði reglu á svefni, hreyfingu, næringu og andlegri upp- örvun. Hún lagði til dæmis mikið upp úr því að búa sér hádegismat á hverjum degi, þá var gjarnan soðinn ýsusporður og alltaf var dálítill eft- irmatur líka, grautur eða því um líkt. Það hefði verið auðvelt fyrir Guð- rúnu að fá sent fæði, en með þessum hætti tryggði hún sjálfstæði sitt. Enda bjó hún ein og sjálf þar til fyrir nokkrum vikum að hún lagðist bana- leguna á Landakotsspítala. Hún hlustaði á útvarp og horfði á sjón- varp og valdi þar úr. Hún stundaði þessa iðju með skipulögðum hætti eins og annað, það var ekki kveikt á þessum tækjum til að hlusta á bara eitthvað og hún gætti þess að slökkva á útvarpinu drjúga stund á hverjum degi til að fá frið og tóm til að hugsa. Margir hafa undrast að Guðrún stundaði dansleiki a.m.k. vikulega þar til fyrir um fjórum mánuðum, þessi reglulega dansiðk- un færði henni hreyfingu og fé- lagsskap. Hún fylgdist með málefn- um líðandi stundar og átti það til að vitna í tímaritið Séð og heyrt sem hún var áskrifandi að þar til fyrir skömmu. Það er sérkennilegt að verða vitni að því, að rösklega níræð kona lýsi yfir hrifningu sinni á til- teknum skoðunum Páls Óskars, rök- styðji svo mál sitt og ljúka því svo með þeim orðum að tónlistin hans sé ágæt líka. Hún taldi gott samferða- fólk á lífsleiðinni til sérstakrar gæfu, en örugglega varð ekkert betra fólk á leið hennar en gengur og gerist. Auðvitað voru það jákvæð viðhorf hennar sem mótuðu þessa upplifun hennar. Engri manneskju heyrði ég hana hallmæla og enga rægja, en þó var hún hvorki litlaus né ópólitísk. Hún vonaðist til að lifa þann dag að ráðamenn sem skattleggja ellilífeyr- isþega sem búa í leiguhúsnæði yrðu hraktir frá völdum og ekki vafðist fyrir henni að nafngreina þessa menn. Það var sérstakt samband milli Díönu konu minnar og Gauju ömmu hennar, eins og Guðrún var kölluð. Ég þarf hvorki að vera trúaður á Guð né yfirskilvitlega hluti til að skynja að því sambandi er ekki lokið. Mér finnst fjarstæðukennt að gera ráð fyrir að slík tengsl muni ég sjálf- ur mynda við einhverja manneskju og enn fjarstæðukenndara finnst mér að ég geti tileinkað mér mann- kosti Guðrúnar. Fátt tel ég þó eft- irsóknarverðara í lífinu. Við sem bú- um á Hólabrautinni í Hafnarfirði eigum hamingju okkar Guðrúnu að þakka. Hafi hún eilífa þökk fyrir. Hörður Svavarsson. GUÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR Það er sárt að þurfa að kveðja góðan vin sem hrifinn er burt langt um aldur fram en enginn fær umflúið sín örlög, heldur ekki okkar ágæti vinur Þórir Eyjólfsson. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir um það bil fjörutíu árum, þegar hann vann við byggingu fjölbýlis- húss í Ljósheimum 14–18 þar sem við hjónin vorum eigendur að íbúð. Þá sá maður strax að þar fór dug- mikill og vandvirkur fagmaður. Nokkrum árum síðar hitti ég Þóri og hans frábæru konu, Helgu, á Strikinu í Kaupmannahöfn. Ég var ÞÓRIR BJÖRN EYJÓLFSSON ✝ Þórir Björn Eyj-ólfsson fæddist 25. október 1937. Hann lést á krabba- meinsdeild Landspít- alans 8. apríl síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Graf- arvogskirkju 21. apríl. þar við nám en Þórir að vinna við smíðar í Svíþjóð. Það var svo ekki fyrr en í kringum 1980 sem við Hulda kynntumst Þóri og Helgu nánar, en það atvikaðist þannig að við urðum nágrannar í Breiðholtinu og dætur okkar kynntust í Hóla- brekkuskóla, er þær lentu í sama bekk og kenndi Hulda þeim til 12 ára aldurs. Hafa þær verið góðar vin- konur síðan. og mikill samgangur milli heimilanna. Hafa tengsl okkar ekki rofnað síðan. Margar ánægjustundirnar höfum við hjónin átt bæði á heimili þeirra Þóris og Helgu og þó ekki síst í sumarbústað þeirra við Iðu þar sem við höfum átt saman margar ánægjulegar stundir bæði við veið- ar í Iðu og líka bara í kaffi og spjalli. Og alltaf voru móttökurnar eins og á fimm stjörnu hóteli og of- bauð okkur stundum gestagangur- inn. Þar voru allir þeirra vinir vel- komnir, hvort sem var að nóttu eða degi. Óhætt er að segja að traustari fé- laga og vin en Þóri er erfitt að finna. Hjálpsemi hans var einstök og fórum við ekki varhluta af henni. Mörg handtökin á hann í húsinu okkar. Einnig hjálpaði hann við að reisa bjálkahúsið okkar í Úthlíð, en það var frumraun okkar allra sem að því komu að byggja hús af þeirri gerð. Verður öll hans hjálp seint fullþökkuð. Þórir var mjög vandvirkur smið- ur og má sjá handverk hans víða og við okkur blasa þau best heima í eldhúsinu okkar en þar var ég að- stoðarmaður hjá honum við smíðina á eldhúsinnréttingunni. Það væri hægt að skrifa enda- laust um allar okkar ánægjulegu samverustundir og frábæru kynni en þetta verður látið nægja. Skilnaðarstundin er erfið en hún varð ekki umflúin. Kom bara allt of fljótt. Söknuðurinn er mikill en þó mestur hjá hans góðu fjölskyldu. Við biðjum góðan Guð að vernda þau og styrkja í þeirra miklu sorg. Guð blessi ykkur öll. Sigurbjarni og Hulda. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTINN JÓHANNSSON, Vitastíg 9a, Reykjavík, lést mánudaginn 26. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Kjartan Kristinsson, Ólöf J. Guðmundsdóttir, Þórður Kristinsson, Edda Sigurgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.