Morgunblaðið - 11.05.2004, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 11.05.2004, Qupperneq 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 2004 25 ÞAÐ var aldeilis við hæfi er gesti bar að garði í Gerðubergi, er hlýða vildu á tónleika til heiðurs Gunnari Reyni Sveinssyni, að tekið væri á móti þeim með klassískum djassstan- dörðum. Lögum sem Gunnar Reynir lék sjálfur á víbrafón, er hann var djass- leikari og kallaður Gunni Sveins, í þá góðu gömlu daga er djassinn naut hvað mestrar al- þýðuhylli. Það var kvartett Árna Schevings sem lék, en Árni er fremstur allra ís- lenskra víbrafónleikara að Gunnari frátöldum, og tók við kjuðunum er Gunnar hætti í KK-sextettnum 1956. Á trommurnar var vopnabróðir Gunnars úr KK, Guðmundur Stein- grímsson, á gítar Jón Páll Bjarnason, er lék með hljómsveit Gunna Sveins og lærði þar að lesa nótur reiprenn- andi og á bassa Gunnar Hrafnsson. Þetta var fín upphitun fyrir tón- leikana sem hófust á píanóútsetningu Gunnars Reynis á einum helsta smelli hans: Maður hefur nú... María Kristín Jónsdóttir lék lagið af miklum þokka og var útsetning Gunnars kraftmikil og rómantísk í lokin. Maður hefur nú... átti eftir að hljóma oftar á þess- um tónleikum sem báru yfirskrift smellsins. Gunnar samdi lag þetta og texta fyrir leikrit Sigurðar Pálssonar, Undir suðvesturhimni, er flutt var af útskriftarnemum Leiklistarskólans 1976 þó þekktast sé það úr Skilaboð til Söndru í flutningi Bubba. Viðar Eggertsson leikari sá um kynningar á tónleikunum af mikilli prýði, þótt á stundum væri textinn helst til hátíðlegur, og gaf tónleikun- um leikrænt yfirbragð. Strax að lokn- um leik Maríu opnuðust hliðardyr þarsem kvenraddir Kammerkórs Suðurlands sungu undir stjórn Hilm- ars Arnars lög Gunnars Reynis við ljóð Jóhanns Gunnars og Heinesens. Þjóðlegur blær í tónsköpuninni. Gunnar hefur alltaf verið trúin hug- leikin og er á sviðið kom bættust Hrólfur Sæmundsson barítonsöngv- ari og Kári Þormar píanisti í hópinn og flutt var Máríubæn eftir Eystein munk og brá á stundum fyrir djass- hljómum í píanóleiknum. Að henni lokinni bættust karlar kammerkórs- ins í hópinn og kórinn söng Sanctus úr Missa piccola þarsem tónskáldið blandar saman hinum latneska messutexta og 8. Passíusálmi Hall- gríms Péturssonar. Sérdeilis áhrifa- ríkt verk og Sanctus þátturinn frá- bærlega vel sunginn af kórnum, sem tókst að koma til skila öllum þeim þráðum er tónskáldið spinnur þar saman frá messusöngs til sveiflu. Svo voru tvö lög við ljóð Æra-Tobba, Æv- in teygist, í rímnastíl og Á flæðiskeri, með tilvísun í djasssöng. Tvö lög úr Undir suðvesturhimni flutti kórinn að lokum. Þeir sem eiga allt, var óvenju- lega fallega sungið, en Maður hefur nú... var ansi klént. Það var ekki kórn- um að kenna heldur var útsetning Sigurðar Halldórssonar ekki Gunnari Reyni samboðin – einsog komin úr einhverju söngleikjasulli. Það var skaði að Þórunn Lárus- dóttir leikkona forfallaðist og gat ekki flutt skemmtilega smámuni eftir Gunnar, Sumir menn líkjast eggjum og Lítinn leik, svoog Nótt er til þess að gráta í, úr Undir suðvesturhimni, og að þessu sinni var ljóðið eftir texta- höfund, Sigurð Pálsson ljóðskáld. Það lag er í einu orði sagt frábært og bjargaði Viðar því sem bjargað varð með því að leiklesa ljóðið við undirleik Maríu Kristínar, en Anna Sigríður Helgadóttir söng smámunina með ágætum. Eftir hlé söng Anna Sigríð- ur Undanhald samkvæmt áætlun, fimm lög er Gunnar Reynir samdi við ljóð Steins Steinars, og með henni lék Kristinn Örn Kristinsson á píanó. Sá flutningur tókst með ágætum og hnykkti Anna Sigríður á ljóðunum með dramatísku látbragði. Steinn Steinar hefur löngum verið Gunnari Reyni hugleikinn og helstu djassverk hans í stjörnumerki skáldsins einsog Samstæður, en verkið var hljóðritað 1970 og Á Valhúsahæð, hljóðritað 1977. Hvorutveggja var gefið út en er nú ófáanlegt. Gunnar Reynir er raun- verulega eina íslenska tónskáldið sem hefur sameinað djass og tónskálda- tónlist í verkum sínum í anda hins svonefnda þriðja straums, er John Lewis og Gunther Schuller boðuðu, og auk fyrrnefndu verkanna má nefna svítur í minningu Gunnars Ormslevs og Guðmundar Ingólfsson- ar sem vert væri að hljóðrita. Þó má ekki gleyma að Leifur Þórarinsson samdi örfá verk í þessum anda. Það var við hæfi að djasskvartett- inn sem lék í anddyri Gerðubergs í upphafi lyki dagskránni og flytti Tema og Riff í Vetrargarðinum, svíngópus með Tristanomillikafla, auk djassútsetningar á Maður hefur nú... sem vel hefði getað verið gerð fyrir KK sextettinn. Er Ole Koch Hansen flutti það lag ásamt Niels- Henning og Pétri Östlund í Háskóla- bíói 1985 varð hann svo hrifinn að hann setti það á efnisskrá tríós síns. Þeir félagar léku C djamm blús Ell- ingtons sem aukalag í minningu Gunna Sveins í Breiðfirðingabúð og í lokin fluttu flytjendur allir og tón- leikagestir, undir handleiðslu Hilm- ars Arnar, nýtt lag eftir Gunnar Reyni: Hættu að frelsa heiminn. Þetta voru fínir tónleikar og tónlist Gunnars Reynis er einstök vígindi evrópskrar tónlistar og afróamerískr- ar, sem á sér vart sinn líka annarstað- ar í veröldinni. Tónlist engu öðru líkTÓNLISTGerðuberg Djasskvartett Árna Schevings, Kamm- erkór Suðurlands undir stjórn Hilmars Arnars Agnarssonar, píanóleikarar og einsöngvarar. Miðvikudagskvöldið 21.4. 2004. TIL HEIÐURS GUNNARI REYNI SVEINSSYNI Vernharður Linnet Gunnar Reynir Sveinsson Fischersund 3, hús Sögufélags- ins kl. 20.30 Félag íslenskra fræða heldur rannsóknarkvöld þar sem Eggert Þór Bernharðsson flytur erindi sem hann nefnir Texti – Myndir – Miðl- un: Íslenskar sögusýningar og framsetning efn- is. Eggert Þór er sagnfræðingur og aðjunkt við Há- skóla Íslands. Hann hefur um árabil kennt og haft umsjón með námskeiðum um miðlun sögu. Þá hafa sagnfræðinemar sett upp sögu- sýningu undir handleiðslu hans; Dagur í lífi Reykvíkinga – 6. áratug- urinn. Í erindinu fjallar hann um sögusýn- ingar síðustu ára hér á landi og sýnir fjölda mynda frá sýningunum. Á MORGUN Eggert Þór Bernharðsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.