Morgunblaðið - 29.05.2004, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 29.05.2004, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ LY K I L L I N N A Ð H Á L E N D I Í S L A N D S Borgartúni 23 · 105 Reykjavík · Sími: 512 7575 - www.heimur.is HÁLENDISHAN DBÓKIN ÖKULEIÐIR , GÖNGULE IÐIR OG ÁF ANGASTAÐ IR Á HÁLE NDI ÍSLAN DS Ö N N U R Ú TÁ FA 2 0 0 4 PÁLL ÁSGE IR ÁSGEIRS SON SHANDBÓKIN I S B N 9 9 7 9 9 6 3 9 3 NÝJAR LEIÐ IR OG FERS KAR UPPLÝ SINGAR NÝJAR LJÓS MYNDIR GEISLADISK UR MEÐ M YNDSKEIÐU M AF 80 VÖÐUM Á HÁLENDI NU FYLGIR BÓKSALI FRÁ 1872 FÁÐU NÝJA OG GLÆSILEGA FYRIR ÞÁ GÖMLU HÁLENDISHANDBÓK [ 2004 ] EF ÞÚ ÁTT FYRRI ÚTGÁFU HÁLENDISHANDBÓKARINNAR GETURÐU FARIÐ MEÐ HANA Í PENNANN EYMUNDSSON EÐA MÁL OG MENNINGU ÞAR SEM HÚN ER TEKIN UPP Í NÝJU BÓKINA Á 1.000 KR. ÞANNIG GETURÐU EIGNAST NÝJU BÓKINA Á AÐEINS 3.980 KR. Í STAÐ 4.980 KR. TILBOÐIÐ GILDIR TIL 15. JÚNÍ. MARGIR munu eflaust leggja land undir fót um hvítasunnuhelg- ina, enda telst hún fyrsta stóra ferðahelgi sumarsins. Í samtali við ýmsa aðila í ferðaþjónustunni í gærdag var augljóst, að ýmsar ferðir eru á boðstólum. Þannig hyggjast til dæmis nærri 60 manns leggja á Hvannadalshnúk á vegum Íslenskra fjallaleiðsögu- manna. Formleg dagskrá innan þjóð- garðsins á Þingvöllum hefst ekki fyrr en aðra helgi júnímánaðar. „Tjaldstæðin við Þjónustumiðstöð- ina eru opin núna um helgina. Hins vegar eru tjaldstæði í Vatns- koti lokuð,“ sagði Einar Á. E. Sæ- mundsen, fræðslufulltrúi þjóð- garðsins, í samtali við Morgunblaðið. Fræðslumiðstöðin við Almannagjá er opin um og messa verður í Þingvallakirkju á hvítasunnudag klukkan tvö. Fólk um fjöll og firnindi Hjá ferðafélaginu Útivist eru ýmsar ferðir í boði, að sögn Bjarn- eyjar Sigurjónsdóttur á skrifstofu Útivistar. „Það verða um 60 manns á okkar vegum í Þórsmörk, og einnig verður ferð á hvítasunnudag á Móskarðshnúka, yfir á Trönu og síðan norður á Möðruvallaháls nið- ur í Kjós,“ sagði Bjarney í samtali við Morgunblaðið. Ívar Finnbogason, leiðsögumað- ur hjá Íslenskum fjallaleiðsögu- mönnum, sagði árlega hvítasunnu- ferð félagsins á Hvannadalshnúk standa fyrir dyrum þegar blaða- maður hafði samband við hann í gær. „Það munu 56 manns fara á Hvannadalshnúk í dag, ásamt sjö leiðsögumönnum. Annað teymi lagði af stað í gær, og enn annað mun fara á sunnudag. Veðurspáin gæti verið skárri, en hún hefur breyst til batnaðar þegar liðið hef- ur á vikuna,“ sagði Ívar. Félagið heldur upp á 10 ára afmælið sitt um þessar mundir, og er þetta í tí- unda sinn sem farin er hvíta- sunnuferð á hnúkinn. „Í hópnum eru margir sem hafa gert þessa ferð að árlegum sið, en einnig sumir sem ekki hafa farið upp áð- ur,“ bætti Ívar við. Veðrið getur truflað Ferð hafði verið ráðgerð í Þórs- mörk um helgina á vegum Ferða- félags Íslands, og átti að ganga yfir Fimmvörðuháls í dag. Af ferðinni verður þó ekki, helst vegna slæmrar veðurspár, að sögn starfsmanna Ferðafélags- ins. Óli Þór Árnason, veður- fræðingur á Veðurstofu Íslands, segir hlýtt loft berast til landsins sunnan úr höfum, og hiti verði á bilinu 10 til 17 stig um helgina, hlýjast í innsveitum norðvest- antil. „Það verður austanátt, og líkur á rigningu austan- og sunn- antil. Það er helst að Norðurland og Vesturland sleppi við vætuna. Einnig er hætt við þoku þegar kólnar með nóttunni,“ sagði Óli Þór Árnason í samtali við Morg- unblaðið. Ýmsar ferðir í boði fyrstu ferðahelgi ársins Nærri 60 manns stefna á Hvannadalshnúk Morgunblaðið/Þorkell Þungur straumur bíla var útúr Reykjavík um kvöldmatarleytið í gær. JÓN E. Guðmunds- son, myndlistarkenn- ari og upphafsmaður brúðuleikhúslistar á Íslandi, lést í Reykja- vík í gær. Hann var 89 ára. Jón E. Guðmunds- son fæddist á Pat- reksfirði 5. janúar 1915. Hann lagði stund á nám í mynd- list, fyrst á Íslandi og síðar í Kaupmanna- höfn. Eftir að Jón sneri heim frá námi starfaði hann sem myndlistarkennari, fyrst við Flensborgarskóla, Miðbæjarskól- ann og loks við barnaskóla Austur- bæjar. Jón kynntist brúðuleikhús- list, þegar hann var við nám í Danmörku, og ásetti sér að kynna þessa listgrein fyrir löndum sínum. Skömmu eftir að hann sneri aftur til landsins, stofnaði hann Íslenzka brúðu- leikhúsið. Um árabil ferðaðist hann um landið með brúðuleikhús sitt. Síð- ar kom Jón á laggirn- ar brúðuleikhúsbíl, sem hann ferðaðist einnig með vítt og breitt. Jón var um tíma forseti UNIMA, al- þjóðlegra samtaka brúðuleikhúsgerðar- manna. Jón hélt fjölmargar sýningar bæði á brúðum sínum, höggmyndum og málverkum. Jón sótti viðfangsefni listar sinnar til íslenskra þjóðsagna og líf íslenzkr- ar alþýðu. Jón var giftur Valgerði M. Eyj- ólfsdóttur og eignuðust þau fjögur börn. Valgerður lést 9. mars 2000. Andlát JÓN E. GUÐMUNDSSON VERÐ á matvöru á Íslandi var um það bil 50% hærra en að meðaltali í Evr- ópusambandinu á árinu 2001 að mati hagstofu Evrópusambandsins, Euros- tat. Álíka miklu munaði á drykkjar- vörum öðrum en áfengi. Fiskur er eini vöruflokkurinn í samantekt Eurostat sem reyndist álíka dýr á Íslandi og í Evrópusambandinu, en í öðrum mat- arflokkum var verð á Íslandi frá 30% til 70% hærra. Verð á matvöru var aft- ur á móti að jafnaði heldur hærra í Noregi og Sviss en á Íslandi þetta ár. Þetta kemur fram í skýrslu, sem forsætisráðherra hefur látið gera um samanburð á matvælaverði á Íslandi, Norðurlöndum og ríkjum Evrópusam- bandsins, í samræmi við ályktun Al- þingis þar að lútandi. Í skýrslunni eru tilgreindar nokkrar skýringar fyrir hærra matarverði hér en annars staðar. Þannig mætti lækka matarreikning landsmanna töluvert ef influtningshömlur væru afnumdar. Hins vegar virðist vörugjöld og önnur skattlagning ekki skipta sköpum um mun á verðlagi hér og í nágrannalönd- unum, því að ákveðnar vörur sem séu að mestu tollfrjálsat og beri ekki háa skatta eða gjöld hafi verið tugum pró- senta dýrari hér á landi en í öðrum löndum Evrópu á árinu 2001. Þar á meðal sé brauð og kornvara og senni- legt sé að hátt verð á þessum vörum skýrist af legu landsins. Flutnings- kostnaður sé að meðaltali 7–25% af verði í útflutningshöfn auk þess sem stærðarhagkvæmni njóti ekki eins við hér á landi og í þéttbýlli löndum. Mikill kaupmáttur einnig skýring Einnig er bent á háan kaupmátt hér á landi sem eina skýringu hás matar- verðs. Launakostnaður sé hár og þess sjáist merki í framleiðsukostnaði mat- vöru, auk þess sem kaupmáttur hafi vaxið mikið hér síðustu árin og þar með geta neytenda til að greiða hátt verð fyrir vörur. Þá kemur fram í skýrslu Hagfræði- stofnunar að árin 1996–2000 hækkaði verðlag á matvörum í samræmdri vísi- tölu evrópskra hagstofa um 10% meira á Íslandi en í Evrópusambandinu. Gengi krónunnar hækkaði á sama tíma um 15% gagnvart evru, þannig að í heild hækkaði matarverð á Íslandi um fjórðung miðað við Evrópusam- bandið á þessum fjórum árum. Síðan hafi evran styrkst um 20% gagnvart krónunni og mikil samkeppni ríkt á ís- lenskum matvörumarkaði síðustu misserin, einkum á kjötmarkaði. Hlut- fallsleg verðhækkun á þessum árum hafi þannig að nokkru leyti snúist við. Í umfjöllun um samkeppni á mat- vælamarkaði segir í skýrslunni að verðþróun almennrar neyslu og verð matar og drykkjar hafi fylgst nokkuð vel að á árunum 1993–1997. Árin 1997 og 2001 hafi matvörur hækkað veru- lega umfram annað verðlag. 50% hærra matar- verð hér en að með- altali í ESB 2001                                     ! "                 ! "                           !" #$%&!! Á VEF Vegagerðarinnar má sjá ástand fjallvega víða um land, og að sögn starfsmanna þar hafa margir hringt síðustu daga og forvitnast um ástand vega á hálendinu. Nú er búið að opna vegina um Kjöl og Kaldadal, og jeppafært er í Landmannalaugar og að fjallabaki yfir í Skaftártungu og Laka. Er með fyrra móti að þessir vegir séu opnir í maílok. Fært um Kjöl og Kaldadal ÁRNI Mathiesen segir að fljótlega muni framhald vísindahvalveiðanna skýrast. Til stóð að hann tilkynnti um framhaldið á morgunverðarfundi Sjávarnytja á miðvikudag, en það varð ekki úr. „Maður þarf að vanda sig vel í þessu máli,“ sagði ráðherra spurður um hvenær hann muni til- kynna um framhald veiðanna. Vísindaveiðarnar hófust um miðj- an ágústmánuð síðasta sumar. Þá voru 36 dýr veidd og tekið af þeim kvóta sem gefinn hafði verið upp fyr- ir veiðarnar fyrir ágúst og septem- ber. Til stendur að veiða alls 200 dýr, á mismunandi svæðum í kringum landið, á tímabilinu maí til septem- ber, til að skoða fæðu, ástand skepn- unnar og fleira á mismunandi tíma- bilum. Árni segir að hvalveiðimenn hafi sagt að þeir séu til þegar kallið komi og því þurfi ekki að tilkynna um veið- arnar með miklum fyrirvara. Bráðum tilkynnt um framhald hvalveiða
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.