Morgunblaðið - 29.05.2004, Side 6

Morgunblaðið - 29.05.2004, Side 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ „FRÁBÆRLEGASPENNANDI SAGA ...BÓKSEMMAÐUR LESÍEINUMRYKK.“BIRTA „FYRSTAFLOKKSAFÞREYING.“ „GÁTUSAGAMEÐGULLINSNIÐI.“ VIKTOR ARNAR INGÓLFSSON, HÖFUNDUR FLATEYJARGÁTUNNAR MORGUNBLAÐIÐ SKV. METSÖLULISTUM VERÐ:1.590KR. WWW.BJARTUR.IS/DAVINCI MÁ T T U R IN N & D Ý R Ð IN * * SENNILEGA SKELLI á ofsaveður í Japan eru miklar líkur á að innan fárra daga hafi það áhrif á norðurhveli jarðar og þar á meðal á Íslandi. Vindar sem eru magnaðir upp af landslagi Grænlands virðast geta valdið djúpsjávarmyndun sem er það ferli þegar sjór á yfirborðinu sekkur niður í 2.000 metra dýpi. Ef djúp- sjávarmyndunin er ekki til staðar geta allir hafstraumar raskast. Þetta er meðal þess sem kom fram á alþjóðlegri ráðstefnu um veður og veðurfar, sem var haldin í Reykjavík í vikunni. Haraldur Ólafsson, prófessor í veðurfræði við Háskóla Íslands, sagði vangaveltur hafa komið upp um að hugsanlega hefði djúpsjáv- armyndun getað truflast á forsögu- legum tíma og væri það mögulega skýring á því af hverju veðurfar hefði tekið eins miklum breyt- ingum og ískjarnar úr jöklum gæfu til kynna. Hafnarfjallið á sér veðurkerfi Haraldur flutti fyrirlestur þar sem hann sýndi fram á að öfgar í veðri tengdust veðri á millikvarða mjög náið. Sérstaklega kæmi áhrif landslags þar inn. Þar tók Har- aldur Ísland sem dæmi. „Veð- urkerfi á millikvarða eru veð- urkerfi sem hafa stærðargráðu í kringum einn til fimm hundruð kílómetra í þvermál. Dæmi um slíkt kerfi hér á Íslandi er aftakaveður undir Hafnarfjalli,“ sagði Har- aldur. „Sá vindur sem kemur út úr líkönum sem notuð eru til að spá fyrir veðurfar í framtíðinni gefur litlar vísbendingar um tíðni ofsa- veðra í grennd við fjöll.“ Til minni veðurkerfa teljast t.d. vindhviður sem verða við hús eða fyrir aftan strætisvagna þegar þeir keyra af stað. „Á stóra kvarðanum eru víðáttumiklar lægðir eins og við sjáum á veðurkortunum sem eru þúsund kílómetrar í þvermál,“ sagði Haraldur. „Svo eru ennþá stærri kerfi sem eru bylgjur sem ná allt í kringum hnöttinn og bylgjulengd getur verið í kringum fimm þúsund kílómetra og þar fyr- ir ofan.“ Fara yfir í líkindaspár Á ráðstefnunni var m.a. lýst horfum í rannsóknum á veðurspám til allt að tveggja vikna. Auk þess var skýrt frá því að menn myndu færa sig æ meira yfir í líkindaspár á komandi árum. Þetta kom t.d. fram hjá Mel Shapiro, virtum veð- urfræðingi sem starfar hjá banda- rísku veðurstofunni og stofnaði ásamt öðrum alþjóðlegt veðurverk- efni, Thorpex, hjá Alþjóðaveð- urstofnun Sameinuðu þjóðanna, WMO. Shapiro sagði að í verkefninu væri verið að þróa nýjar aðferðir og tækni til að segja fyrir um líkur á ákveðnu veðri, m.a. með því að safna saman mörgum ólíkum spám á tilteknu svæði og slá inn upplýs- ingum um þær í tölvu. Þannig mætti koma með spá sem segði að eftir nokkra daga væru til dæmis 50% líkur á ofsaveðri á ákveðnu svæði. Markmið verkefnisins væri að gera þessar líkindaspár eins ná- kvæmar og hægt væri og fyrir eins lítið svæði og hægt væri. Veð- urspár hefðu gríðarmikla þýðingu fyrir öll samfélög og reyndust þær rangar gætu stórar fjárhæðir tap- ast, t.d. ef skipum væri haldið við bryggju vegna bræluspár sem síð- an ekki rættist. Eins og að kasta steini í vatn Shapiro sagðist einnig hafa skoð- að keðjuverkun í andrúmsloftinu. Ef óveður skylli til dæmis á í Japan þá bærust þeir loftstraumar hálfa leiðina yfir hnöttinn á nokkrum dögum og yllu usla þar sem þeir færu yfir, m.a. með djúpum lægð- um á Íslandi. Ef slíkar lægðir færu yfir Ísland væru nokkrar líkur á öfgakenndu veðri næstu daga og vikur á öllu norðurhveli. „Þetta er eins og að kasta steini í vatn sem síðan myndar gárur og bylgjur á öllu vatninu. Við gætum litið á vatnið sem jörðina og ímyndað okkur að steinninn hefi lent á Jap- an. Áhrif ofsaveðurs þar geta vel náð til Íslands nokkrum dögum síð- ar,“ sagði Shapiro og bætti því við að almenningur gæti alveg eins og veðurfræðingarnir fylgst með veðrinu alls staðar í heiminum og séð hvernig keðjuverkunin virkaði. Morgunblaðið/RAX Haraldur Ólafsson, prófessor í veðurfræði við Háskóla Íslands, og Mel Shapiro frá bandarísku veðurstofunni. Alþjóðleg ráðstefna um veður og veðurfar Ofsaveður í Japan getur haft áhrif á Íslandi HVATNINGARVERÐLAUN Vísinda- og tækniráðs voru afhent í gær að loknu rannsóknaþingi sem bar yf- irskriftina Samstarf háskóla, rannsóknastofnanna og at- vinnulífs. Anna Birna Almarsdóttir, lyfjafræðingur hlaut verðlaunin, en tæplega þrjátíu vísindamenn voru til- nefndir. Þetta eru stærstu vísindaverðlaun sem veitt eru á Íslandi en verðlaunaféð nemur tveimur milljónum króna og kemur úr Rannsóknasjóði. Hvatning- arverðlaunin eru veitt vísindamanni sem þykir hafa skarað fram úr og skapað væntingar um framlag í vís- indastarfi sem treystir stoðir mannlífs á Íslandi. Anna Birna hefur meðal annars rannsakað lyfjanotk- un barna og unnið að rannsóknum á þjónustu lyfjabúða, bæði hvað varðar gæði og kostnað með tilliti til breyttra reglna og starfsumhverfis. Hún vinnur nú að viðamiklu rannsóknarverkefni með það að markmiði að meta kostnað og ávinning af nýjum lyfjum á íslenskum mark- aði. Verkefnið tengist þeim umræðum sem hafa verið um kostnað ríkisins við lyfjakaup og málin eru skoðuð út frá sjónarhóli lyfja- og heilsuhagfræði. Fimm manna dómnefnd, skipuð fyrri verðlaunahöfum, valdi verðlaunahafa ársins. Við valið var m.a. tekið mið af menntun og starfsreynslu viðkomandi vísindamanns. Vísindamaðurinn þarf að hafa stundað sjálfstæðar rann- sóknir þannig að það sé ljóst á hvaða sviði hann hyggst hasla sér völl. Jafnframt var lagt mat á hvort viðkomandi hafi unnið brautryðjendastarf og hvað þekkingin sem aflað var með rannsóknum leggur af mörkum til íslensks samfélags. Anna Birna Almarsdóttir hlaut hvatningarverðlaun Morgunblaðið/Árni Torfason Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra afhenti Ölmu Birnu Almarsdóttur viðurkenninguna. SEM aðildarríki Atlantshafsbanda- lagsins án eigin loftvarna á Ísland til- kall til þess að bandalagið sjái því fyr- ir lofthelgiseftirliti (svonefndu „air policing“). Þetta staðfesti háttsettur starfsmaður alþjóðastarfsliðs höfuð- stöðva NATO í samtali við Morgun- blaðið. NATO sinnir nú slíku eftirliti í Eystrasaltslöndunum þremur og Slóveníu, þ.e. þeim hinna sjö nýju að- ildarríkja bandalagsins sem ekki búa yfir eigin lofther. Lofthelgiseftirlit hefur verið meðal verkefna bandaríska varnarliðsins á Íslandi og svo lengi sem tvíhliða samningar Íslands við Bandaríkin um varnir landsins eru í gildi telja íslenzk stjórnvöld ótímabært að skoða þenn- an valkost nánar. Gunnar Gunnars- son, fastafulltrúi Íslands hjá NATO, leggur áherzlu á að lofthelgiseftirlit sé mun takmarkaðra en eiginlegar loftvarnir, sem bandaríska varnarlið- ið hefur verið ábyrgt fyrir á Íslandi í meira en hálfa öld. Samkvæmt skilgreiningu orða- safns NATO felst lofthelgiseftirlit („air policing“) í því að orrustuþotum sé beitt til að halda uppi stöðugu eft- irliti á friðartímum með tiltekinni loft- helgi, til að tryggja að hún sé virt. Við inngönguna í NATO gerðu Slóvenía og Eystrasaltslöndin Eist- land, Lettland og Litháen kröfu til þess að bandalagið sæi þeim fyrir sambærilegri lofthelgisvernd og eldri aðildarríkin nytu. Slíkt eftirlit myndi vernda þau fyrir árásum hliðstæðum flugránsárásunum á Bandaríkin 11. september 2001. Eystrasaltslöndin töldu auk þess nauðsynlegt að komið yrði með trúverðugum hætti í veg fyr- ir að rússneskar herflugvélar ryfu lofthelgi þeirra, sem yrði hluti af sam- eiginlegri lofthelgi NATO eftir inn- göngu þeirra í bandalagið. Norður-Atlantshafsráðið, æðsta stofnun NATO sem tekur allar stefnumótandi ákvarðanir, samþykkti 17. marz sl. áætlun um bráðabirgða- fyrirkomulag lofthelgiseftirlits bandalagsins. Meðal þess sem þar er kveðið á um er að orrustuþotur og stuðningslið á jörðu niðri verði með bækistöðvar í Eystrasaltslöndunum. „Útgerðarríkið“ ber kostnaðinn Fjórar F-16-þotur belgíska flug- hersins sinna þessu hlutverki í þrjá mánuði til að byrja með, með bæki- stövðar í Siauliai nyrst í Litháen, miðja vegu milli Vilnius og Riga. Flugherir Danmerkur, Hollands, Noregs og Bretlands hafa allir lýst sig reiðubúna að sinna þessu eftirliti og er gert ráð fyrir að eftir fyrstu þrjá mánuðina verði fundið fyrirkomulag á því sem geti orðið varanlegt. Ítalski loftherinn sinnir nú lofthelgiseftirliti yfir Slóveníu og ungverski flugherinn er reiðubúinn til þess einnig. Skiptar skoðanir voru á því hver ætti að bera kostnaðinn af þessu eft- irlitsflugi. Niðurstaðan varð sú að landið sem leggur til þoturnar til verkefnisins, þ.e. Belgía í tilfelli Eystrasaltsríkjanna, bæri þennan kostnað að mestu leyti, svipað og til- fellið er með friðargæzlusveitir sem hvert NATO-ríki sendir til þátttöku í friðargæzlu á vegum bandalagsins, svo sem á Balkanskaga og í Afganist- an. Lofthelgiseftirlitið í Eystrasalts- löndunum mun kosta Belgíu 600.000 evrur – um 54 milljónir króna – þessa þrjá mánuði sem belgísku þoturnar sinna því, og eru þau útgjöld réttlætt gagnvart belgískum skattborgurum með því að eftirlitið hjálpi til við að hindra að hryðjuverkaárásir á borð við 11. sept.-árásirnar endurtaki sig. Litháísk stjórvöld og Mannvirkja- sjóður NATO bera kostnað af við- haldi herflugvallarins í Siauliai. Auk þess reka Eystrasaltslöndin sameig- inlega flugumferðareftirlitsmiðstöð. Loftherslaus lönd einbeiti sér að getu á öðrum sviðum Í samningunum um aðild nýju NATO-ríkjanna var kveðið á um að þau þeirra sem réðu ekki yfir eigin lofther þyrftu ekki að koma sér slík- um upp heldur ættu að einbeita sér að því að hámarka getuna á afmörkuðum sviðum sem gagnazt gætu varnar- hagsmunum bandalagsins í heild. Auk Íslands er eitt annað „gömlu“ NATO-ríkjanna án eigin loftvarna og með tvíhliða samning við annað NATO-ríki um þær. Lúxemborg er með slíkt samkomulag við Belgíu. Ísland á tilkall til lofthelgiseftirlits á vegum NATO RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákært rúmlega tvítugan varn- arliðsmann af Keflavíkurvelli fyrir sérstaklega hættulega lík- amsárás með því að mölva gler- flösku á höfði tvítugs Keflvík- ings með þeim afleiðingum að hann hlaut 5–6 cm langan skurð þvert yfir vinstra gagnauga og upp fyrir vinstri augabrún. At- vikið átti sér stað á skemmti- stað í Keflavík aðfaranótt 28. september 2003. Krafist er refsingar yfir ákærða og krefst maðurinn 357 þúsund króna skaðabóta úr hendi ákærða. Varnarliðs- maður ákærður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.