Morgunblaðið - 29.05.2004, Síða 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2004 9
Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• Sími 581 2141
15% sumartilboð
af öllum kjólum
Síðasti tilboðsdagur
Neðst við Dunhaga, sími 562 2230
LOKADAGAR
Opið í dag kl. 10.00-14.00
VERSLUNIN HÆTTIR
Þökkum viðskiptin á liðnum árum
Sumarvörur í miklu úrvali
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
s. 557 1730 s. 554 7030
Opið mán.—fös. frá kl. 10—18
lau. kl. 10—16
Auðbrekku 14,
Kópavogi.
Hefst þriðjud. 1. júní - þri. og fim. kl. 20.00
(Opið fyrir símann laugardag og mánudag)
JÓGA GEGN KVÍÐA
Skráning í síma 544 5560
og á www.yogastudio.is
með Ásmundi Gunnlaugssyni
Uppbyggjandi, traust og yfirgripsmikið
námskeið fyrir þá, sem eiga við streitu,
kvíða eða fælni að stríða og/eða eru að
ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu.
Rauða ljónið
Formleg opnun
Rauða ljónsins verður haldin
á Eiðistorgi 29. maí
Meðal þess sem verður á þessari fjölskylduhátíð, sem byrjar
kl. 14.00, verður útsláttarskákmót fyrirtækja hérna á
Seltjarnarnesinu með væntanlegum keppendum í Ólympíu
skákmótinu sem fram fer í haust.
Skemmtikraftar sem koma fram á hátíðinni eru meðal
annarra: KK, Eva Karlotta, Andrea Jónsdóttir
og Jassband Árna Ísleifssonar.
Pylsur og hamborgarar verða í boði SS fyrir bæði börn
og fullorðna og Coka Cola sér um að bjóða drykkina.
ELSTI starfandi Lionsfélaginn í
heiminum, Sigsteinn Pálsson,
fyrrv. bóndi á Blikastöðum, hefur
verið heiðraður fyrir störf sín.
Sigsteinn varð 99 ára fyrr á árinu
og er annar tveggja starfandi
stofnfélaga Lionsklúbbs Mosfells-
bæjar en klúbburinn hét upp-
haflega Lionsklúbbur Kjal-
arnesþings og var stofnaður árið
1965. Hefur Sigsteinn því verið
viðloðinn Lionshreyfinguna í bráð-
um 40 ár. Hann sækir enn fundi
en viðurkennir að hafa verið held-
ur latur við það að undanförnu.
Félagar hans úr Lionshreyfing-
unni á Íslandi og alþjóðahreyfing
Lions heimsóttu hann á dval-
arheimili aldraðra við Hlaðhamra
sl. fimmtudag og afhentu honum
viðurkenningarskjal fyrir störf
sín.
Gleður gamalt hjarta
Sigsteinn er ern þrátt fyrir há-
an aldur en heyrnin heldur farin
að daprast, að eigin sögn. Hann
sagði heimsókn félaga sinna í
Lionshreyfingunni og viðurkenn-
inguna óneitanlega gleðja gamalt
hjarta þótt hún væri óþarfa til-
stand fyrir hans smekk. Sigsteinn
sagðist fylgjast vel með starfi
Lionshreyfingarinnar og að fé-
lagsskapurinn hefði alla tíð verið
mjög traustur. Þess má geta að
sonur Sigsteins verður formaður á
næsta starfsári klúbbsins en þá
fagnar hann 40 ára afmæli sem
fyrr segir.
Sigsteinn Pálsson í Lionsklúbbi Mosfellsbæjar heiðraður
Er elsti starfandi Lions-
félaginn í heiminum
Morgunblaðið/Árni Torfason
Sigsteini Pálssyni afhent viðurkenningarskjal. Frá vinstri: Erkki Laine,
Jim Irwin, fyrrv. alþjóðaforseti Lions, Sigsteinn og Howard Lee.
ALLS var 102 nemendum á 1. ári í
framhaldsskóla vikið úr skóla vegna
lélegrar mætingar á skólaárinu 200-
2002. Í níu skólum var engum nem-
enda á fyrsta ári vikið úr námi af
þessum sökum. Skólaárið 2002–2003
var 74 fyrsta árs nemum vikið úr
skóla fyrir lélega mætingu, úr 14
skólum. Þetta kemur m.a. fram í
skriflegu svari Þorgerðar Katrínar
Gunnarsdóttur menntamálaráð-
herra við fyrirspurn Guðrúnar Ög-
mundsdóttur, þingmanns Samfylk-
ingarinnar, um brottfall nemenda úr
framhaldsskólum. Svarið var að
mestu byggt á svörum frá 25 fram-
haldsskólum á landinu, (24 svöruðu
spurningunni um brottrekstur
vegna mætingar) þar sem hvorki
ráðuneytið né Hagstofa Íslands hafa
safnað slíkum upplýsingum. Fyrir-
spurnin var í nokkrum liðum og er
misjafnt hversu margir skólar svör-
uðu hverjum lið.
Miðað við svör frá 22 framhalds-
skólum féllu 511 nemar á prófum
fyrsta árs í þessum skólum skólaárið
2001/2002. Skólaárið 2002/2003 voru
þeir 450. Í þessum sömu skólum voru
2.600 fyrsta árs nemar haustið 2001
og 2.655 haustið 2002. Hér var því
um að ræða fall 19,65% fyrsta árs
nemenda í þessum skólum fyrra árið
og 16,95% seinna árið.
Í svari ráðherra segir að sam-
kvæmt upplýsingum frá Hagstofu
Íslands komi m.a. fram að hlutfall
þeirra sem hættu námi lækkaði frá
skólaárinu 1999/2000 til skólaársins
2002/2003 úr 16,5% í 11,5%.
Aðeins 13 framhaldsskólar veittu
einhverjar tölulegar upplýsingar um
sértæka námsörðugleika brottfalls-
nemenda skólaárið 2001/2002 og 14
skólaárið 2002/2003 þannig að hæpið
er að draga ályktanir af þeim svör-
um, segir í svari menntamálaráð-
herra.
Samkvæmt upplýsingunum sem
bárust frá þessum skólum áttu 57
nemendur af þeim sem höfðu fallið á
prófum fyrsta árs eða ekki skráð sig
á nýjan leik eftir fyrsta ár við sér-
tæka námsörðugleika að etja skóla-
árið 2001/2002. Skólaárið 2002/2003
var um 72 nemendur að ræða í þess-
um sömu skólum.
Menntamálaráðherra svarar þingmanni um brottfall
3,4% vikið úr námi vegna
lélegrar mætingar
SKIPULAGSSTOFNUN féllst á
lagningu Suðurstrandarvegar með
ákveðnum skilyrðum í úrskurði sín-
um, sem var kveðinn upp á miðviku-
dag. Suðurstrandarvegur mun liggja
frá Grindavík til Þorlákshafnar og
stofnunin féllst á lagningu vegarins
skv. svokallaðri gulri vegalínu frá Ís-
ólfsskála að eystri mörkum Krýsu-
víkurhrauns. Jafnframt er fallist á
lagningu vegarins með breytingum á
veglínu sunnan Skála-Mælifells um
Moshóla að Skalla, austan Sláttudals
og norðan Herdísarvíkur. Skipulags-
stofnun setur ýmis skilyrði fyrir
framkvæmdunum í úrskurði sínum,
m.a samráð við Umhverfisstofnun
um ákvörðun endanlegrar veglínu á
vissum köflum vegarins og að Vega-
gerðin skilgreini í samráði við Um-
hverfisstofnun öryggis- og fram-
kvæmdarsvið vegarins eins þröngt
og kostur er, einkum á þeim köflum
þar sem vegurinn liggur um úfin
hraun.
Ennfremur þarf Vegagerðin að
fara að tillögum Fornleifaverndar
ríkisins um mótvægisaðgerðir varð-
andi áhrif á fundarstað fornleifa á
framkvæmdarsvæðinu en ýmsar
fornminjar hafa fundist á svæðinu.
Úrskurður Skipulagsstofnunar er
kæranlegur til umhverfisráðherra
og rennur kærufrestur út 2. júlí nk.
Úrskurðinn má nálgast í heild sinni á
heimasíðu Skipulagsstofnunar.
Skipulagsstofnun féllst á lagningu Suðurstrandarvegar með ákveðnum skilyrðum í úrskurði sínum. Í úrskurðinum
kemur fram að vegurinn skuli liggja frá Þorlákshöfn samkvæmt grænni línu að Eldborgum, þaðan eftir gulri veg-
línu að Ísólfsskála og þaðan eftir grænni línu að Grindavík.
!
"#
$
%&
'
Fallist á lagningu Suðurstrand-
arvegar með ýmsum skilyrðum
TENGLAR
.....................................................
www.skipulag.is
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111