Morgunblaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2004 9 Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 15% sumartilboð af öllum kjólum Síðasti tilboðsdagur Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 LOKADAGAR Opið í dag kl. 10.00-14.00 VERSLUNIN HÆTTIR Þökkum viðskiptin á liðnum árum Sumarvörur í miklu úrvali Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 Auðbrekku 14, Kópavogi. Hefst þriðjud. 1. júní - þri. og fim. kl. 20.00 (Opið fyrir símann laugardag og mánudag) JÓGA GEGN KVÍÐA Skráning í síma 544 5560 og á www.yogastudio.is með Ásmundi Gunnlaugssyni Uppbyggjandi, traust og yfirgripsmikið námskeið fyrir þá, sem eiga við streitu, kvíða eða fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. Rauða ljónið Formleg opnun Rauða ljónsins verður haldin á Eiðistorgi 29. maí  Meðal þess sem verður á þessari fjölskylduhátíð, sem byrjar kl. 14.00, verður útsláttarskákmót fyrirtækja hérna á Seltjarnarnesinu með væntanlegum keppendum í Ólympíu skákmótinu sem fram fer í haust. Skemmtikraftar sem koma fram á hátíðinni eru meðal annarra: KK, Eva Karlotta, Andrea Jónsdóttir og Jassband Árna Ísleifssonar. Pylsur og hamborgarar verða í boði SS fyrir bæði börn og fullorðna og Coka Cola sér um að bjóða drykkina.  ELSTI starfandi Lionsfélaginn í heiminum, Sigsteinn Pálsson, fyrrv. bóndi á Blikastöðum, hefur verið heiðraður fyrir störf sín. Sigsteinn varð 99 ára fyrr á árinu og er annar tveggja starfandi stofnfélaga Lionsklúbbs Mosfells- bæjar en klúbburinn hét upp- haflega Lionsklúbbur Kjal- arnesþings og var stofnaður árið 1965. Hefur Sigsteinn því verið viðloðinn Lionshreyfinguna í bráð- um 40 ár. Hann sækir enn fundi en viðurkennir að hafa verið held- ur latur við það að undanförnu. Félagar hans úr Lionshreyfing- unni á Íslandi og alþjóðahreyfing Lions heimsóttu hann á dval- arheimili aldraðra við Hlaðhamra sl. fimmtudag og afhentu honum viðurkenningarskjal fyrir störf sín. Gleður gamalt hjarta Sigsteinn er ern þrátt fyrir há- an aldur en heyrnin heldur farin að daprast, að eigin sögn. Hann sagði heimsókn félaga sinna í Lionshreyfingunni og viðurkenn- inguna óneitanlega gleðja gamalt hjarta þótt hún væri óþarfa til- stand fyrir hans smekk. Sigsteinn sagðist fylgjast vel með starfi Lionshreyfingarinnar og að fé- lagsskapurinn hefði alla tíð verið mjög traustur. Þess má geta að sonur Sigsteins verður formaður á næsta starfsári klúbbsins en þá fagnar hann 40 ára afmæli sem fyrr segir. Sigsteinn Pálsson í Lionsklúbbi Mosfellsbæjar heiðraður Er elsti starfandi Lions- félaginn í heiminum Morgunblaðið/Árni Torfason Sigsteini Pálssyni afhent viðurkenningarskjal. Frá vinstri: Erkki Laine, Jim Irwin, fyrrv. alþjóðaforseti Lions, Sigsteinn og Howard Lee. ALLS var 102 nemendum á 1. ári í framhaldsskóla vikið úr skóla vegna lélegrar mætingar á skólaárinu 200- 2002. Í níu skólum var engum nem- enda á fyrsta ári vikið úr námi af þessum sökum. Skólaárið 2002–2003 var 74 fyrsta árs nemum vikið úr skóla fyrir lélega mætingu, úr 14 skólum. Þetta kemur m.a. fram í skriflegu svari Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráð- herra við fyrirspurn Guðrúnar Ög- mundsdóttur, þingmanns Samfylk- ingarinnar, um brottfall nemenda úr framhaldsskólum. Svarið var að mestu byggt á svörum frá 25 fram- haldsskólum á landinu, (24 svöruðu spurningunni um brottrekstur vegna mætingar) þar sem hvorki ráðuneytið né Hagstofa Íslands hafa safnað slíkum upplýsingum. Fyrir- spurnin var í nokkrum liðum og er misjafnt hversu margir skólar svör- uðu hverjum lið. Miðað við svör frá 22 framhalds- skólum féllu 511 nemar á prófum fyrsta árs í þessum skólum skólaárið 2001/2002. Skólaárið 2002/2003 voru þeir 450. Í þessum sömu skólum voru 2.600 fyrsta árs nemar haustið 2001 og 2.655 haustið 2002. Hér var því um að ræða fall 19,65% fyrsta árs nemenda í þessum skólum fyrra árið og 16,95% seinna árið. Í svari ráðherra segir að sam- kvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands komi m.a. fram að hlutfall þeirra sem hættu námi lækkaði frá skólaárinu 1999/2000 til skólaársins 2002/2003 úr 16,5% í 11,5%. Aðeins 13 framhaldsskólar veittu einhverjar tölulegar upplýsingar um sértæka námsörðugleika brottfalls- nemenda skólaárið 2001/2002 og 14 skólaárið 2002/2003 þannig að hæpið er að draga ályktanir af þeim svör- um, segir í svari menntamálaráð- herra. Samkvæmt upplýsingunum sem bárust frá þessum skólum áttu 57 nemendur af þeim sem höfðu fallið á prófum fyrsta árs eða ekki skráð sig á nýjan leik eftir fyrsta ár við sér- tæka námsörðugleika að etja skóla- árið 2001/2002. Skólaárið 2002/2003 var um 72 nemendur að ræða í þess- um sömu skólum. Menntamálaráðherra svarar þingmanni um brottfall 3,4% vikið úr námi vegna lélegrar mætingar SKIPULAGSSTOFNUN féllst á lagningu Suðurstrandarvegar með ákveðnum skilyrðum í úrskurði sín- um, sem var kveðinn upp á miðviku- dag. Suðurstrandarvegur mun liggja frá Grindavík til Þorlákshafnar og stofnunin féllst á lagningu vegarins skv. svokallaðri gulri vegalínu frá Ís- ólfsskála að eystri mörkum Krýsu- víkurhrauns. Jafnframt er fallist á lagningu vegarins með breytingum á veglínu sunnan Skála-Mælifells um Moshóla að Skalla, austan Sláttudals og norðan Herdísarvíkur. Skipulags- stofnun setur ýmis skilyrði fyrir framkvæmdunum í úrskurði sínum, m.a samráð við Umhverfisstofnun um ákvörðun endanlegrar veglínu á vissum köflum vegarins og að Vega- gerðin skilgreini í samráði við Um- hverfisstofnun öryggis- og fram- kvæmdarsvið vegarins eins þröngt og kostur er, einkum á þeim köflum þar sem vegurinn liggur um úfin hraun. Ennfremur þarf Vegagerðin að fara að tillögum Fornleifaverndar ríkisins um mótvægisaðgerðir varð- andi áhrif á fundarstað fornleifa á framkvæmdarsvæðinu en ýmsar fornminjar hafa fundist á svæðinu. Úrskurður Skipulagsstofnunar er kæranlegur til umhverfisráðherra og rennur kærufrestur út 2. júlí nk. Úrskurðinn má nálgast í heild sinni á heimasíðu Skipulagsstofnunar. Skipulagsstofnun féllst á lagningu Suðurstrandarvegar með ákveðnum skilyrðum í úrskurði sínum. Í úrskurðinum kemur fram að vegurinn skuli liggja frá Þorlákshöfn samkvæmt grænni línu að Eldborgum, þaðan eftir gulri veg- línu að Ísólfsskála og þaðan eftir grænni línu að Grindavík.                                    !                    "#        $     %&     '                 Fallist á lagningu Suðurstrand- arvegar með ýmsum skilyrðum TENGLAR ..................................................... www.skipulag.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.