Morgunblaðið - 29.05.2004, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 29.05.2004, Qupperneq 22
ÁRBORGARSVÆÐIÐ 22 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Mývatnssveit | Framkvæmdir Bað- félags Mývatnssveitar ganga vel. Fjölmargir eru þar að störfum, við alls konar verkefni. Vatn er komið á annað lónið af tveimur sem þarna verða. Það er fagurblátt yfir að líta. Gufubaðið er þegar orðið funheitt og freistandi. Að sögn Péturs Snæ- björnssonar er reiknað með að form- leg vígsluhátíð verði 30. júní næst- komandi. Þó verður reynt að opna að einhverju leyti aðstöðuna um miðjan júní. Morgunblaðið/BFH Vatn komið á lón Bað- félagsins Laxamýri | Söngur og gleði ein- kenndu útskriftarhátið í leikskól- anum í Aðaldal en þá kvöddu elstu nemendurnir með eigin skemmti- atriðum. Í tilefni dagsins fengu börnin áletrað skjal þess efnis að þau væru útskrifuð og í ávarpi til þeirra þakkaði leikskólastjórinn þeim fyrir ánægjulegar sam- verustundir á liðnum árum. Þá þökkuðu foreldrar starfsfólkinu fyrir farsælt starf með börnunum og færðu skólanum nokkra bolta að gjöf sem nýtast munu til leikja, en það kom fram að ánægja ríkir með þessa starfsemi í sveitinni. Á komandi hausti munu þessi börn byrja í 1. bekk Hafralækj- arskóla, en að undanförnu hafa þau farið í kynnisferðir þangað til þess að venjast umhverfinu. Að athöfninni lokinni var boðið upp á vöfflur og rjóma sem allir kunnu vel að meta. Leikskólinn á enda Morgunblaðið/Atli Vigfússon Útskriftarnemendur leikskólans í Aðaldal ásamt starfsfólki. Reykholt | Nú standa yfir á vegum Fornleifaverndar ríkisins viðgerðir á Snorralaug í Reykholti, en laugin er ein af merkustu fornminjum okk- ar. Þær eru meðal 10 fyrstu fornleif- anna sem friðlýstar voru á Íslandi, en það var gert að frumkvæði Kon- unglegu dönsku fornleifanefnd- arinnar í upphafi 19. aldar. Laugin er hlaðin upp með grjóti, en upp frá henni liggja göng að bæj- arrústunum þar sem fornleifaupp- gröftur hefur farið fram á und- anförnum árum. Gangaendinn hefur verið lokaður um nokkurt skeið þar sem hann var að mestu hruninn sam- an. Að lauginni liggja fornir vatns- stokkar sem vatnið er leitt eftir frá hvernum.Nú hefur endi gagnanna sem liggja frá lauginni að húsarústunum verið tekinn niður, en til stendur að hlaða hann upp og byggja yfir hann að nýju. Lagnir að og frá lauginni verða lagfærðar og veggir og bakki laugarinnar sjálfrar endurhlaðnir. Hellulagt verður í kringum laugina með náttúrugrjóti til að umhverfið þoli betur þann mikla fjölda ferðamanna sem koma árlega. Auk þess verður komið upp upplýsingaskiltum. Síðast var gert við laugina og göngin árið 1959. Ljósmynd/Lára Kristín Snorralaug endurbætt LANDIÐ Eyrarbakki | Hátíðadagana Vor í Árborg hef- ur verið boðið upp á margs konar viðburði. Á Eyrarbakka gafst fólki kostur á að sjá hvern- ig gamalt hús lítur út eftir smekklegar lag- færingar, einnig heimili sem lítið hefur breyst frá árunum eftir aldamótin 1900. Þá voru ýmsar myndlistarsýningar og hand- verks-, auk þess að þjónustuhús Byggðasafns Árnesinga og söfnin á Eyrarbakka voru opin. Helsti viðburðurinn var eflaust sá að vígt var minnismerki um árdaga rafvæðingar Eyrarbakka, um rafstöðina sem stofnað var til 1919 og gegndi hlutverki sínu til ársins 1947, er rafmagn kom á Bakkann frá Ljósa- fossvirkjun. Merkið er stórt og þungt sving- hjól af síðustu vélinni sem sneri rafölum stöðvarinnar. Veitustjórinn í Árborg, Ásbjörn Blöndal, sagði frá rafvæðingunni og minntist þeirra manna sem um árabil stjórnuðu raf- stöðinni og voru kallaðir rafstöðvarstjórar. Morgunblaðið/Óskar Magnússon Minnismerkið er svinghjól af síðustu vélinni sem sneri rafölum stöðvarinnar. Margir tóku þátt í athöfninni þegar minnismerkið var vígt í blíðskaparveðri á Eyrarbakka. Minnismerki um árdaga rafvæðingar Hveragerði | Ítalskt sumarævintýri var sett með formlegum hætti fimmtudaginn 27. maí í Hverabak- aríi í Hveragerði. Reynir Carl Þor- leifsson, formaður Landssambands bakarameistara, sagði frá tilurð þessa sameiginlega verkefnis bak- ara landsins. Síðan flutti Pétur Björnsson, ræðismaður Ítalíu á Ís- landi, ávarp. Því næst söng Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona vel valin lög á ítölsku. Einnig sungu krakkar úr 3. bekk Grunnskólans í Hvera- gerði lagið um fuglana með söng- konunni góðkunnu. Þegar söngnum sleppti var gestum boðið að smakka á dýrindiskrásum sem Sigurjón Haukssson bakari og hans fólk höfðu bakað þá um morguninn. Í sumar stendur Landssamband bakarameistara fyrir ítölsku sum- arævintýri í bakaríum landsins. Á boðstólum verður margs konar brauðmeti að ítölskum hætti auk þess sem kynntur verður glæsi- legur uppskriftabæklingur í hand- hægu broti þar sem finna má hug- myndir að einföldum og gómsætum réttum á ítalska vísu. Lands- samband bakarameistara hvetur fólk til að kynna sér ítalska brauð- menningu í bakaríum landsins. Brauð er fyrirferðarmikið í mat- armenningu Ítala og margra ann- arra þjóða og býður fjölbreytta möguleika sem uppistaða í mat eða sem meðlæti. Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Pétur Björnsson, ræðismaður Ítalíu, Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona og Reynir Carl Þorleifsson, formaður Landssambands bakarameistara. Bakarar landsins á ítölskum nótum Selfoss | Starfsmenn MBF færðu HSS nýlega sólarhring- sblóðþrýstingsmæli að gjöf. Tækið er keypt hjá Lyfjadreif- ingu og er að verðmæti um 240 þúsund krónur. Fyrir átti stofnunin einn slíkan mæli. Með tilkomu nýja tækisins styttist bið þeirra sem þurfa á slíkri rannsókn að halda. Það var Ágúst Örn Sverrisson, yf- irlæknir lyflæknissviðs HSS, sem veitti gjöfinni móttöku og lýsti notagildi tækisins en sól- arhringsblóðþrýstingsmælar bæta greiningu og meðferð blóðþrýstingskvilla. Með því að lengja mælingartíma og fjölga mælingum fæst mun skýrari mynd af blóðþrýstingi yfir lengra tímabil. Auðveldar það greiningu háþrýstings og eft- irlit. Esther Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri HSS, þakk- aði starfsmönnum MBF gjöf- ina afhenti þeim áritað þakk- arskjal. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Frá afhendingu nýja mælisins: Frá vinstri: Ágúst Örn Sverrisson, yfirlæknir lyflæknissviðs HSS, Eiríkur Ingvarsson, Ólafur Sigurðsson og Jóhannes Kjart- ansson, fulltrúar starfsmanna MBF, Esther Óskarsdóttir framkvæmdastjóri og Guðrún Ágústsdóttir, deildarstjóri á sjúkrasviði. Gáfu Sjúkrahúsi Suðurlands fullkominn blóðþrýstingsmæli
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.