Morgunblaðið - 29.05.2004, Síða 24
DAGLEGT LÍF
24 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
U
ndanfarin sumur hefur
Marentza Poulsen
rekið kaffihús í
Grasagarðinum í
Laugardal. Það er
öðruvísi að koma til hennar í Grasa-
garðinn þar sem hún býður upp á
kjarnmiklar súpur, heimabökuð
brauð, salöt, nýstárlegar samlokur
og ýmsar bökur innan um rósir og
fuglasöng. Í tjörninni svamla fiskar
og þegar sólin skín er eins og fólk sé
statt einhversstaðar í sólarlöndum.
Á hverju sumri bryddar Marentza
upp á nýjungum á matseðlinum. Um
helgar býður hún svo upp á dögurð
eða „brunch“ og þá koma til hennar
heilu fjölskyldurnar og njóta þess að
sitja og borða saman í rólegheitum.
Dögurðurinn er borinn fram í
þremur hlutum en hann saman-
stendur af skinkurúllum með pip-
arosti, hráskinku, nokkrum teg-
undum af osti, nýbökuðu brauði,
grænmeti og ávöxtum, hrærðum
eggjum, beikoni, marmelaði, sæta-
brauð, kaffi og ávaxtasafa.
„Það tók okkur tíma að koma Ís-
lendingum á bragðið en þetta fyr-
irkomulag er vinsælt víða erlendis,
að fjölskyldan fari út að borða sam-
an um hádegisbil um helgar og njóti
samverunnar. Núna njóta þessar
helgarveislur mikilla vinsælda hér á
Café Flórunni.“
Kaffihúsið er opið alla daga frá tíu
á morgnana og fram til tíu á kvöldin.
Rétt við kaffihúsið er lítið garðhús.
Marentza segir að fólk í róman-
tískum hugleiðingum geti pantað
húsið fyrir sig. Þá er dekkað upp
borð þar, kveikt á kertum og þar
sköpuð ljúf stemmning. Þar er líka
haft að hafa fundi og litlar sam-
komur.
En hvernig á nú fólk að fara að
því að búa til dögurð fyrir fjölskyld-
una sína ef það vill hafa hann heima?
„Aðalmálið er að vera búin að
ákveða fyrirfram hvað bjóða á upp á
og vera ekki að rjúka í það að
morgni að skipuleggja og kaupa inn.
Síðan er bara að leggja fallega á
borð og njóta þess að spjalla og vera
saman.
Marentza gefur hér hugmyndir að
nokkrum að réttum sem henta í dög-
urð.
Spænsk eggjakaka
500 g soðnar kartöflur
4 egg
1 peli rjómi
1 hvítlauksrif
2 marðir sólþurrkaðir tómatar
salt og pipar
timjan
Skerið soðnu kartöflurnar í sneið-
ar og raðið þeim í lausbotna köku-
mót. Þeytið saman egg, rjóma,
pressaðan hvítlauk og sólþurrkaða
tómata. Kryddið með salti, pipar og
timjan eftir smekk.
Hellið eggjablöndunni ofan á
kartöflurnar og bakið við 180°C í 30–
40 mínútur.
Spínatbökur
10 brauðskeljar (fást í Gripið og
Greitt)
500 g frosið spínat
3 egg
dl matreiðslurjómi
1 bolli rifinn ostur
salt og pipar
Þíðið spínatið. Þeytið saman egg
og rjóma, kryddið með salti og pip-
ar. Bætið síðan rifnum osti og spín-
ati saman við eggjablönduna og setj-
ið með matskeið í skeljarnar (u.þ.b.
1–2 msk í skel, fer eftir stærð).
Bakið í 20 mínútur við 180° C.
Baguette með reyktum
laxi og piparrótarrjóma
Skerið brauðið í penar sneiðar og
penslið með olíu eða smyrjið með
smjöri. Skerið laxinn í þunnar sneið-
ar og setjið eina sneið á hverja
brauðsneið. Setjið síðan eina tsk af
piparrótarrjóma á hverja sneið og
hálfan ferskan mini-spergil þar ofan
á.
Piparrótarrjómi
1 box sýrður rjómi, 36%
½ bréf piparrótarmauk
1 tsk hlynsýróp
smá salt og pipar
Hrærið þetta allt vel saman.
Ferskur aspas léttsoðinn í smá
saltvatni.
Eggjasamloka með
döðlum og bönunum
Samlokubrauð
250 g púðursykur
bananar
1 dl döðlur
3 egg
6 msk matreiðslurjómi
2 tsk kanill
olía til steikingar
Skerið banana og döðlur í bita,
hrærið saman við púðursykurinn og
setjið á milli tveggja brauðsneiða,
u.þ.b. 1 msk í hvern skammt. Þeytið
saman egg, rjóma og kanil, veltið
samlokunum upp úr eggjablöndunni
og steikið á pönnu, báðum megin.
Borið fram volgt.
Döðlur með beikoni
Hálfri beikonsneið er vafið um döðlu
og fest með tannstöngli. Sett í ofn
við 200°C uns beikonið fer að
brúnast.
MATARKISTAN |Ljúfir réttir fyrir sannkallaðan veisludögurð með lítilli fyrirhöfn
Létt og freistandi
Blómailmur, fuglasöngur og angan af nýbökuðu brauði mætir þeim sem koma um helgar í dögurð á Café
Flóru í Grasagarðinum. Guðbjörg R. Guðmundsdóttir smakkaði á léttum kræsingum um síðustu helgi.
Huggulegt: Það þarf ekki mikið að
hafa fyrir dögurði.
Ómissandi: Ferskur appelsínusafi tilheyrir.Sígilt: Beikon og pylsur.
Morgunblaðið/ÞÖK
Marentza Poulsen: Með starfsmanni sínum, Kristínu Eddu.
Einfalt en gott: Reyktur lax og piparrótarrjómi.
Café Flóra
Grasagarðinum
Laugardal.
Opið alla daga í sumar frá 10–
22.
Dögurður er borinn fram um
helgar frá 11–14.
Ferskt: Jarðarber eru tilvalin á hlaðborðið.Á gömlum meiði: Sýrópspönnukökur. Ljúffengt: Brie með pekanhnetum og marmelaði.
Ný
sending
af Mac
gallabuxum
Fást í 5 lengdum
Kringlunni
Seltjarnarnesi
LH-drykkurinn er gerður
úr undanrennu sem sýrð
er með venjulegum
mjólkursýrugerli, Lacto-
bacillus helveticus. Hann
hefur þá eiginleika að
geta klofið mjólkur-
prótein í litlar prótein-
einingar, lífvirk peptíð.
Þessi peptíð geta hjálpað
til við stjórn á blóðþrýstingi.
Sjá nánar á
www.ms.is
Stjórn á
blóð-
þrýstingi
Náttúruleg hjálp við
stjórn á blóðþrýsting
i
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
S k o ð i ð V i ð e y
www . f e r j a . i s