Morgunblaðið - 29.05.2004, Síða 33

Morgunblaðið - 29.05.2004, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2004 33 innanborðs, ók á sprengju sem palest- ínskir skæruliðar höfðu komið fyrir. Það sprakk í tætlur og féllu sex hermenn. Daginn eftir gerðist það sama, á „Fíla- delfí-öxlinum“: Bryndreki hlaðinn sprengiefnum, sem var sendur til að eyðileggja göng undir landamærunum, varð fyrir palestínskri eldflaug og sprakk í loft upp með fimm manna áhöfn. Kraftur sprenginganna tveggja var slíkur að líkamsleifar dreifðust yfir mörg hundruð metra svæði. Fólk sá hermenn í sjónvarpinu, skríðandi og síandi sandinn með berum höndum, til að safna saman líkamsleifum félaga sinna. Fjölmiðlarnir fóru mikinn, með þrotlausu tali um „lík- amsleifar“, blandað saman við myndskeið frá jarðarförum, svo minnti helst á hljómkviðu móðursýkislegrar nekrófílíu. Tengslin milli höfnunar í kosningum Likud og dauða hermannanna voru aug- ljós. Það kom best í ljós þegar leikarinn Shlomo Vishinsky kenndi félögum í Lik- ud um dauða Liors, sonar síns, sem féll í seinni sprengingunni. Í fyrsta sinn sá ísraelskur almenningur hina sönnu mynd frá Gaza: Ekki „hryðju- verk“ eða „hryðjuverkamenn“ heldur hefðbundinn skæruhernað, með þátttöku allra íbúanna í andspyrnu gegn hernáms- liðinu. Gaza dagsins í dag er Vesturbakki morgundagsins. Ísrael getur ekki unnið sigur í svona átökum. Það má brytja niður Palest- ínumenn og þurrka út heilu hverfin, eins og nú er gert, en það er ekki hægt að hafa sigur. Ísraelskur almenningur er farinn að skilja það. Svonefndir „vinstri- zíonistar“ virðast einnig vera að vakna af fjögurra ára dái. Ísrael mun láta Gaza af hendi á sama hátt og „öryggissvæðið“ í Suður-Líbanon. Þetta er svo líkt að því er meira að segja lýst yfir í fyrirsögnum fjölmiðla. Ef ég má leyfa mér, öðru sinni, að koma með spádóm: Niðurtalningin að endalokum á ferli Ariels Sharons er haf- in.spildu milli Gaza og Egyptalands; sú spilda kostar nær daglegar mannfórnir. Viku eftir kosningar Likud riðu af tvö þung högg. Brynvarið farartæki sem fór inn í Gazaborg til að jafna við jörðu byggingar, með mikið magn sprengiefna za, þá hefði hann ekki tvínónað eppt fjaðrafokinu, sett stranga tlun og ekki breytt smáatriðum ga fresti. Áætlun hans hefði brotthvarf frá „Fíladelfí- nokkur hundruð metra breiðri ðurtalningin h missti heiminn úr höndum sér með birtingu anna. Hann hefði getað rekið alla goggunarröð- lt frá varnarmálaráðherra til fangelsisstjóra. Það hann auðvitað ekki. – getur ekki unnið sigur í svona átökum. Það má niður Palestínumenn og þurrka út heilu hverfin, g nú er gert, en það er ekki hægt að hafa sigur. ‘ Reuters ron, forsætisráðherra Ísraels, og George W. Bush Bandaríkjaforseti. Grein- ur segir, að niðurtalningin að endalokum á ferli þeirra sé hafin. Höfundur er ísraelskur rithöfundur og fyrrverandi þingmaður, hefur í áratugi barist fyrir friði og leiðir ísraelsku friðarhreyfinguna Gush Shalom. N ú eru tæpir tveir mánuðir síðan Verslunarráð Ís- lands, Kauphöll Ís- lands og Samtök at- vinnulífsins kynntu leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja. Við- brögð forsvarsmanna og fyr- irtækja hafa verið mjög góð sam- kvæmt athugun Verslunarráðs. Langflest skráðu fyrirtækin í Kauphöll Íslands, sem jafnframt eru aðilar að Verslunarráði, hafa tekið þessar leiðbeiningar til skoðunar með það að markmiði að fylgja þeim eftir að hluta til eða að öllu leyti. Það hefur skipt miklu máli að nokkur öflug ís- lensk fyrirtæki sem starfa í al- þjóðlegu umhverfi hafa þegar tek- ið upp mörg af þeim atriðum sem nefnd eru í leiðbeiningunum. Viðmiðin hækka Útgáfa leiðbeininga um stjórn- arhætti byggðist á nokkrum grundvallarþáttum eins og undir- nefndum stjórnar, óhæði stjórn- armanna o.fl. Eðlilega mátti gera ráð fyrir gagnrýnni umræðu um einstakar greinar leiðbeininganna. Þýðingarmest að mínu mati er þó að margar stjórnir hafa tekið til umræðu hlutverk sitt og stöðu einstakra stjórnarmanna. Þetta þýðir að leiðbeiningarnar eru orðnar þáttur í bættu verklagi og stjórnarmenningu hérlendis. Þjóðfélagsleg umræða sem átt hefur sér stað á síðustu tveimur til þremur árum hefur verið hvatning fyrir viðskiptalífið til að ráðast í gerð leiðbeininga. Sú um- ræða sem farið hefur fram um stjórnarhætti fyrirtækja og út- gáfa leiðbeininga um stjórn- arhætti leiða smám saman til þess að viðmiðin hækka. Fyrir nokkrum árum hefði ekki þótt ástæða til að upplýsa um það sér- staklega að stjórnarmenn fyr- irtækis væru einnig í öðrum störfum fyrir sama fyrirtæki og að laun stjórnenda væru ákveðin milli stjórnarfunda svo eitthvað sé nefnt. Nú þurfa upplýsingar af þessu tagi að liggja fyrir og verk- lag stjórna er orðið skýrara. Aug- ljóst er að fyrirtækin sjálf og eig- endur þeirra hafa mikilla hagsmuna að gæta að þessi mál séu í góðu horfi. Stjórnarhættir opin- berra fyrirtækja Þrátt fyrir að sjónum hafi fyrst og fremst verið beint að skráðum félögum eiga leiðbeiningarnar jafnframt við um óskráð félög og opinber fyrirtæki. Geir H. Haarde fjármálaráðherra hefur tekið vel í þá málaleitan Verslunarráðs að skoðað verði hvernig leiðbeiningar um stjórnarhætti geti ver- ið hagnýttar í opinberum fyrirtækjum. Nauðsynlegt er að þau atriði sem nefnd eru um bætta stjórn- arhætti verði nýtt hjá hinu opinbera. Stjórnir op- inberra fyrirtækja verða að skynja ábyrgð sína og sinna af alúð hlutverki sínu rétt eins og stjórnir einka- fyrirtækja. Góðir stjórn- arhættir opinberra fyrirtækja geta einnig einfaldað hugsanlega sölu á fyrirtækjunum. Styrkur leiðbeininga umfram lagasetningu liggur í því að tekið er tillit til ólíkra aðstæðna fyr- irtækja. Í sumum tilfellum falla einstakir þættir leiðbeininganna ekki að séraðstæðum fyrirtækja. Fyrirtækin fylgja þannig leiðbein- ingunum en útskýra síðan hvers vegna þau fylgja ekki tilteknum þáttum. Þannig er markaðurinn vel upplýstur og eðlilegt svigrúm gefið. Enn á eftir að koma í ljós hversu mörg fyrirtæki munu til- einka sér leiðbeiningar um stjórn- arhætti en upphafið lofar góðu. Það skiptir miklu að fyrirtæki í landinu sýni ábyrgð og fylgi leið- beiningum um stjórnarhætti. Í lok ársins 2005 ætti bróðurpartur skráðra fyrirtækja að vera búinn að taka upp leiðbeiningar um stjórnarhætti og mörg minni fyr- irtæki búin að skoða hvernig þær geta best fallið að starfsemi þeirra. Takist þetta hefur við- skiptalífið sýnt ábyrgð og tekið frumkvæði sem vert er að veita athygli. Nýir stjórn- arhættir fá meðbyr Höfundur er framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands. Eftir Þór Sigfússon ’ Í lok ársins 2005 ættibróðurpartur skráðra fyr- irtækja að vera búinn að taka upp leiðbeiningar um stjórnarhætti og mörg minni fyrirtæki búin að skoða hvernig þær geta best fallið að starfsemi þeirra. ‘ Morgunblaðið/Sverrir Kauphöll Íslands. Langflest fyrirtæki, sem skráð eru í Kauphöll Íslands og eru aðilar að Verslunarráðinu hafa tekið stjórnarleiðbeiningarnar til skoðunar og nokkur öflugustu fyrirtækin hafa þegar tekið upp mörg at- riði úr leiðbeiningunum. verið frekar mild, Íslendingar hafi ekki nýtt sér „þessar aðstæður til að setja einhver skelfingarlög eins og gert var víða annars staðar“, hins vegar end- urspegli nýlegar breytingar á útlend- ingalögunum „ástandið í heiminum og þann ótta sem ríkir í garð útlendinga“, eins og eftir henni er haft í Morg- unblaðinu. Ég hef um árabil verið félagi í Íslands- deild Amnesty International og talið, að hún vinni að því að bregðast við í því skyni að stuðla að úrbótum, þegar vegið er á ólögmætan hátt að rétti manna. Til að ná árangri í því efni er nauðsynlegt, að vandinn sé fyrst skilgreindur rétt og síðan leggi menn sig fram um að leysa úr honum. Ef hin nýja skýrsla Amnesty Int- ernational og niðurstaða hennar um að baráttan gegn hryðjuverkum ógni mann- réttindum, sækir efni sitt til svipaðs mats og hér hefur verið lýst á inntaki nýlegra lagabreytinga á íslensku útlendingalög- unum, þykir mér of langt seilst til að gera stjórnvöld að sökudólgum. Í skýrslu sinni telur Amnesty Int- ernational, að mannréttindi hafi verið brotin í 21 af 25 aðildarríkjum Evrópu- sambandsins. Þau fjögur ríki, sem ekki eru sökuð um þetta, eru: Danmörk, Hol- land, Lúxemborg og Kýpur. Í þessu sam- bandi er rétt að minna á, að við nýlegar breytingar á útlendingalögunum var leit- að fyrirmynda í dönskum lögum. Ég tek undir þá skoðun með Amnesty International, að um heim allan hafi stjórnvöld hugað að nýjum lagaákvæðum og öðrum aðgerðum til að bregðast við hættunni af hryðjuverkum. Strax í októ- ber 2001 samþykkti Bandaríkjaþing USA Patriot lögin, sem veita víðtækari heim- ildir en áður til að fylgjast með ein- staklingum, án þess að um lögreglurann- sókn vegna afbrots sé að ræða. Í Bretlandi hafa einnig verið sett lög um svipað efni. Markmiðið er að gera yf- irvöldum betur kleift en ella að koma í veg fyrir, að hryðjuverk verði unnin. Á vettvangi Evrópusambandsins er rætt um hryðjuverk á annan veg en áður, eftir að ódæðið var unnið í Madríd 11. mars síðastliðinn. Þar leggja menn á ráð- in um sameiginlegar evrópskar aðgerðir og tengjumst við Íslendingar þeim um- ræðum vegna aðildar okkar að Schengen- samkomulaginu um landamæralausa Evr- ópu. Í þessu efni er meðalhófið vandratað á milli þeirrar ábyrgðar stjórnvalda að tryggja öryggi borgaranna og jafnframt mannréttindi þeirra. Amnesty Int- ernational gegnir mikilvægu hlutverki, sem óhlutdrægur aðili við miðlun upplýs- inga á þessu sviði, enda megi treysta því, að jafnan sé byggt á því, sem er satt og rétt. ndingalögin Höfundur er dóms- og kirkjumálaráðherra. ’Ef hin nýja skýrsla Amn-esty International og nið- urstaða hennar um að bar- áttan gegn hryðjuverkum ógni mannréttindum, sæk- ir efni sitt til svipaðs mats og hér hefur verið lýst á inntaki nýlegra lagabreyt- inga á íslensku útlend- ingalögunum, þykir mér of langt seilst til að gera stjórnvöld að sökudólg- um.‘ Reuters dsins er rætt um hryðjuverk á

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.