Morgunblaðið - 29.05.2004, Page 37

Morgunblaðið - 29.05.2004, Page 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2004 37 Elsku afi, þá ertu far- inn. Það er komið að lokum og ég sem vildi að þetta tæki aldrei enda. En ekkert varir endalaust, allt hefur sitt upphaf og endi. Oft fer hug- ur minn með mig aftur á bak í brunn minninga góðra stunda sem ég átti með þér og þá sit ég hljóð og græt, græt yfir því sem einu sinni var og er horfið. Ég sakna þín sárt. Það var erfitt að horfa á að þér hrakaði smátt og smátt og ekki geta neitt gert nema taka því. Þau falleg- ustu orð sem ég hef heyrt fullorðinn mann segja við konuna sína komu frá þér. Þegar þið kysstust og þú sagðir: „Gefðu mér annan.“ Afi, þú varst dásamlegur! Ég sagði aldrei við þig það sem ég vildi sagt hafa í dag en hlustaði á litlu dóttur mína segja þessi orð við þig á sjúkrabeði þínum og þau snertu mitt ÓLAFUR ÓSKAR JÓNSSON ✝ Ólafur ÓskarJónsson fæddist í Sleif í Vestur-Land- eyjum 29. maí 1909. Hann lést á Land- spítala – háskóla- sjúkrahúsi í Fossvogi 15. ágúst og var út- för hans gerð frá Ak- ureyjarkirkju í Vest- ur-Landeyjum 23. ágúst. hjarta. Hún sagði: „Afi, ég elska þig,“ og svo knúsaði hún þig og kyssti. Ég gerði það líka en sagði þér það aldrei. Ef það væri hægt að fara aftur til baka og lifa liðna tíma, þá væri hægt að breyta hlutum og sögðum orðum. En það er bara hægt að halda áfram með tíman- um sem aldrei stoppar og fer með okkur í gegnum lífið, sorg og gleði. Stundirnar verða ekki fleiri að sinni í þessari jarðvist en kannski aftur annars staðar seinna. Afi, nú sit ég hérna í sólinni uppi í Heiðmörk og skrifa þessi minningar- orð í tilefni þess að í dag hefðir þú átt afmæli. Þú værir 95 ára í dag. Þegar ég hugsa um þig þá er ég alltaf í góðu veðri. Þú varst alltaf að spá í veðrið. Minningarnar um þig eru tengdar góðu veðri, kyrrð og sól. Það var dásamlegt þegar við fórum eftir kvöldmat út á tröppur í sveitinni að horfa á eldrautt sólarlagið og ekki heyrðist í neinu nema fuglunum. Til hamingju með daginn, elsku afi. Ég elska þig. Þín dótturdóttir, Ellen. ✝ Katrín MarínValdimarsdóttir fæddist í Bolungar- vík 17. ágúst 1912. Hún lést á Sjúkra- skýlinu í Bolungar- vík 20. maí síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Valdi- mar Samúelsson, bóndi á Fremra-Ósi, f. á Gilsfjarðar- brekku í Geiradals- hreppi í A-Barð. 27. maí 1881, d. í Bol- ungarvík 20. nóv. 1961 og Herdís Mar- ísdóttir, f. í Langeyjarnesi í Klofningshreppi í Dal. 9. október 1891, d. 14. desember 1931. Systkini Marínar voru; Gísli verkamaður, f. 30. ágúst 1914, d. í Bolungarvík 20. júlí 1984, Jónas Lúðvík sjómaður, f. 19. sept. 1915, drukknaði af vb. Ásgrími 16. maí 1933, Þuríður Símonía, húsfreyja í Bolungarvík, f. 11. janúar 1917, d. á Vífilsstöðum 22. júní 1951, Ragnar Hafsteinn, bifreiðastjóri í Hólmavík, f. 20. júní 1918, d. 15. júlí 1996 og Magnea Lára, f. 8. júlí 1919, d. á Vífilsstöðum 27. nóv- ember 1941. Þá átti Marín þrjú hálfsystkini. Hinn 22. desember 1940 giftist Marín Þorbergi Guðmundi Magnús- syni skipstjóra, f. á Gjögri í Árnes- hreppi í Strand. 14. janúar 1912. For- eldrar hans voru Magnús Magnússon, sjómaður á Gjögri, og Dagbjört Guðrún Guðmundsdóttir. Þorbergur fórst með m/b Max frá Bol- ungarvík 9. febrúar 1946. Sonur Marínar og Þorbergs er Dag- bjartur Magnús, húsasmiður í Bolungarvík, f. 27. október 1941, maki Álfdís Jakobs- dóttir, starfsmaður leikskóla, f. 20. maí 1944. Synir þeirra eru: a) Þorbergur, f. 28. des. 1963, maki Kristjana Gunnlaugsdóttir, börn þeirra eru Linda Dögg, Katrín Ósk og Atli Már. b) Ómar, f. 22. febrúar 1969, maki Laddawan Dagbjartsson, dóttir þeirra er Lilja. Þá gekk Marín í móðurstað börnum Þuríðar systur sinnar, Herdísi, Heiðari og Jónasi Guð- mundsbörnum og einnig Ingi- björgu Kristjánsdóttur. Útför Marínar fer fram frá Hólskirkju í Bolungarvík í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Kær vinkona er kvödd – Katrín MarínValdimarsdóttir frá Bolung- arvík. Hún fæddist og bjó alla sína ævi í Bolungarvík og vildi helst hvergi annars staðar vera. Þegar Marín lést var hún elsta konan í Bolungarvík og hafði lifað tímana tvenna og fengið að finna fyrir lífinu á árum áður. Frásagnir hennar af lífshlaupinu voru ótrú- legar á köflum og lífið var henni oft á tíðum erfitt og bar hún svo sannarlega harm sinn í hljóði. Innan við tvítugt missti hún móður sína og talaði hún oft um hana og hefur eflaust syrgt hana mikið því eins og hún sagði sjálf var hún mömmustelpa. Við fráfall móður þurfti hún að taka við heim- ilinu sem var mannmargt og var hún elst systkinanna. Þá var á heimilinu lítil hnáta, Inga Kristjáns, sem hafði verði tekin í fóstur nokkra mánaða göm- ul eftir að móðir hennar fórst í snjóflóði á Óshlíðinni og gekk Marín henni í móður stað og var alla tíð mikill kærleikur á milli þeirra. Marín bar mikla umhyggju fyrir afkomendum sínum. Varla var hægt að greina á milli hvort var hennar eigin sonur eða börn Þur- íðar systur hennar sem hún missti rétt þrítuga úr berklum og tók hún þá að sér syni hennar en nokkrum árum áður höfðu þær systur misst eiginmenn sína á sama árinu með skömmu millibili. Þegar við kynntumst var Marín komin yfir áttrætt og er þrjátíu og fimm ára aldursmunur á okkur en við urðum góðar vinkonur. Áttum við oft skemmtilegar stundir sam- an því Marín var þannig að hún var ekki mikið fyrir að fara í heim- sóknir en aftur á móti fannst henni gaman að taka á móti fólki og reyndi ég að kíkja til hennar öðru hvoru og oft hefði ég viljað hafa segulband í laumi því með hennar kynslóð fer mikil saga. Ekki verður hjá því komist að nefna pjattið í henni. Alla daga varð hún að vera vel tilhöfð. Hárið litað og lagt og augabrúnirnar í lagi. Eitt það síðasta sem ég gerði fyrir hana var að fara fyrir hana í búð í Reykjavík og kaupa púð- urdós því rétta tegundin var ekki til fyrir vestan. Geri aðrir betur að verða níutíu og tveggja. Síðustu tíu árin bjó hún í íbúðum aldraðra í Bolungarvík. Þar átti hún fallegt heimili og til marks um það þá litu inn hjá henni forseti Íslands og frú Guðrún Katrín er þau áttu leið um Bolungarvík og þá var hún hissa því hún vissi ekki hvaða erindi slíkt fólk ætti til sín. Hún sá um sig að mestu leyti sjálf þangað til síðustu misserin að hún naut góðr- ar aðhlynningar starfsfólksins á Sjúkraskýlinu í Bolungarvík. Margir Bolvíkingar sem komnir eru af barnsaldri muna sjálfsagt Marín frá þeim árum er hún vann í eftirlitinu í frystihúsinu hjá Einari Guðfinnssyni. Það er ég viss um að húsbóndahollari starfsmaður finnst varla og hún hlýtur að hafa skilað sínu verki vel því hún var samviskusöm og handlagin. Til marks um samviskusemina er að þegar hún var farin að minnka við sig vinnu orðin sjötíu og átta ára gömul og var komin niður í fjóra tíma á dag varð hún að fara upp á morgnana þó að það væri byrjað að vinna klukkan sex því ekki var hægt að vera að mæta þegar allir voru byrjaðir að vinna. Fyrir ári síðan var Marín gerð að heiðurs- félaga í Verkalýðsfélagi Bolung- arvíkur. Það er gaman að skoða hann- yrðir Marínar hvort heldur er hekl eða prjón. Til marks um það var hún alltaf með eitthvað í hönd- unum og síðustu vikurnar var hún að hekla barnateppi fyrir ófætt langömmubarn og sokkapörin, vettlingarnir og ekki má gleyma hekluðu teppunum sem víða prýða heimili skyldmenna hennar bera þess merki. Fyrir nokkrum árum tók hún upp á því – svona til að hafa eitthvað í höndunum – að prjóna pínulitla sjóvettlinga, nokk- urs konar minjagripi, og prýða vettlingar þessir heimili víða og er það ekki á hvers manns færi að prjóna slíkt því prjónarnir sem hún notaði líktust frekar tann- stönglum heldur en prjónum. Þegar þetta var hafði hún reyndar farið í tvær augnaðgerðir sem tókust mjög vel og gáfu henni mikið. Augnaðgerðaferðirnar hennar voru mér lærdómsríkar því svo æxlaðist til að hún fór með mér í fyrri ferðina akandi suður og úr því svo var þá var best að klára dæmið og fara einnig með henni í seinni ferðina. Henni fannst gaman og leið vel í bíl. Á ferðum okkar um Reykjavík rifjaði hún upp þann tíma sem hún sjálf þurfti að vera þar sökum berkla. Að leiðarlokum er margs að minnast hjá heiðurskonu sem átt hefur langa ævi. Þótt árin okkar saman hafi ekki verið mörg þá þakka ég henni ánægjuleg kynni og Heiðar Guðmundsson systur- sonur hennar þakkar fyrir sig. Ég sendi Dagbjarti syni hennar, tengdadóttur, sonum og fjölskyld- um þeirra innilegar samúðarkveðj- ur og bið þess að Marín hafi átt góða heimkomu í faðm eiginmanns og systkina. Hvíl í friði, kæra vinkona, Sigrún. Maja frænka mín í Víkinni var alveg einstök kona. Alltaf svo ljúf og góð við frænda sinn sem leit á hana sem ömmu sína. Þegar ég var kominn með fjölskyldu sendi hún börnunum um hver jól út- prjónaða vettlinga og sokka. En hún var einstaklega laginn í hönd- um. Þegar við heimsóttum hana vestur í Bolungarvík, var hún allt- af tilbúin með kaffi og kökuhlað- borð fyrir okkur. Hún var afar gestrisin. Einnig þótti henni gam- an að segja okkur frá gömlum tíma í Bolungarvík og frá lífinu og tilverunni þegar hún var ung að árum. Hún var réttsýn, gamansöm og afar dugleg kona. Það var held- ur ekki heiglum hent að verða ein- stæð móðir og ekkja á þeim tíma þar sem lífsbaráttan var miklu harðari en fólk þekkir í dag. Maja lét þó ekki andstreymið buga sig. Hún vann mestan hluta lífs síns sem fiskverkunarkona hjá EG í Víkinni. Þótt henni sárnaði hvern- ig þróunin varð í sjávarútveginum í hennar heimabyggð, með gjald- þrotum og fólksfækkunum, reyndi hún ávallt að sjá björtu hliðarnar á tilverunni. Þannig var Maja frænka sem skilur eftir sig dýr- mætar minningar. Guðmundur Rúnar Heiðarsson. KATRÍN MARÍN VALDIMARSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Katrínu Marín Valdimars- dóttur bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga. saddur lífdaga á nítugasta og öðru aldursári. Ég veit að frá þeim tíma urðu breytingar hjá þér. Það vantaði inn í þitt lífsmynstur heimsóknir þín- ar til hans á degi hverjum. Elsku bróðir, það er sárt að missa. Ósjálfrátt leitar hugurinn í gegnum tíðina til bernskuáranna í Fagra- dalnum. Mörg atvik úr bernsku rifj- ast upp. Það verður skrýtið að hafa ykkur pabba ekki á meðal fjölskyld- unnar á jólum og öðrum hátíðum hjá okkur Þorbjörgu og börnunum okk- ar á Búhamrinum. Ég vil hér þakka Helgu á loftinu hjá þér hennar vináttu í þinn garð. Megi algóður Guð taka á móti þér og leiða þig í faðm fjölskyldu okkar. Að endingu langar mig að kveðja þig í hinsta sinn með þessum sálmi Sig- urbjörns biskups, föðurbróður okk- ar. Nú hverfur sól í haf og húmið kemur skjótt. ég lofa góðan Guð, sem gefur dag og nótt, minn vökudag, minn draum og nótt. Lát daga nú í nótt af nýrri von og trú í myrkri hels og harms og hvar sem gleymist þú á jörð, sem átt og elskar þú. Þú vakir, faðir vor, og verndar börnin þín, svo víð sem veröld er og vonarstjarna skín, ein stjarna hljóð á himni skín. Kom, nótt, með náð og frið, kom nær, minn faðir hár, og leggðu lyfstein þinn við lífsins mein og sár, allt mannsins böl, hvert brot og sár. Far þú í friði, elsku bróðir. Sigurfinnur Sigurfinnsson og fjölskylda.  Fleiri minningargreinar um Einar Sigurfinnsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. síðan við kvöddum ömmu, við vitum að þú varst sáttur, fékkst að fara án þess að þurfa að liggja lengi veikur og án þess að finna mikið til. Þú fylgdist með allt til loka. Minningarnar eru svo óteljandi, öll mín æska var svo nátengd ykkur ömmu, ég var svo heppin að búa ná- lægt ykkur öll þessi ár og hitta ykk- ur bæði, nánast daglega. Fannar kallaði þig alltaf afa með brjóstsykurinn, þú áttir alltaf eitt- hvað til að stinga upp í litla munna. Þú hafðir alltaf svo mikinn áhuga á öllum í kringum þig, fylgdist vel með öllum afkomendunum, sem eru nú orðnir mjög margir. Þegar við systurnar vorum litlar var alltaf svo gott að koma til ykkar ömmu, það voru alltaf hlýjar móttökur, alltaf tími til að ræða málin, alltaf eitt- hvað gott að borða. Við fengum oft að gista hjá ykkur, þér fannst sjálf- sagt að sofa frammi í herbergi með annarri okkar, svo hin gæti sofið inni hjá ömmu. Það var svo gaman að fá að prófa náttfötin þín, þú varst ekki einu sinni reiður þó við færum í stígvélunum þínum upp í tjörn til að veiða síli og rennbleytt- um þau, þú skildir að það var betra að vera í stórum stígvélum. Svo voru það sögurnar þínar um alla mögulega hluti, það var ekki hægt að láta sér leiðast þegar þú varst með í ferð, hvort sem var gangandi, í bíl eða á hestbaki, þú kunnir sögur um alla mögulega hluti og sagðir svo skemmtilega frá. Þér fannst líka mjög gaman að plata okkur og skemmtir þér kon- unglega þegar það tókst. Það er svo margt sem kemur upp í hugann, allt góðar minningar, þú hugsaðir svo vel um ömmu öll árin sem hún var veik. Nú ertu farinn til hennar og þið eruð saman aftur. Takk fyrir allt. Laufey og fjölskylda.  Fleiri minningargreinar um Gunnar Björnsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Elskulegur faðir okkar, tengdafðir, afi og lang- afi, SIGURÐUR B. MAGNÚSSON, fyrrum skiptstjóri og útgerðarmaður, (Siggi á Nýja landi) Faxabraut 13, Keflavík, áður Kirkjuteigi 1, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstudaginn 28. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Jóhannes Sigurðsson, Unnur M. Sigurðardóttir, Magnús Sigurðsson, Jón F. Sigurðsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR fyrrv. kennari, hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, áður til heimilis á Sléttuvegi 13, er látin. Jón Atli Kristjánsson, María Þorgeirsdóttir, Snæbjörn Kristjánsson, Guðrún Garðarsdóttir, Dagný Kristjánsdóttir, Kristján Jóhann Jónsson, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.