Morgunblaðið - 29.05.2004, Qupperneq 53
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2004 53
KB BANKA GOLFMÓTI‹
Við byrjum núna!
Komið og sjáið bestu kylfinga landsins
keppa. Við hvetjum áhugafólk um
golfíþróttina til að fylgjast með strax
frá byrjun á laugardag en draga fer til
tíðinda á milli efstu manna á mótinu
eftir hádegi á sunnudag.
Sjáumst í góðum golfgír
Fyrsta keppnin í Toyota-mótaröðinni í golfi verður háð á golfvelli Golfklúbbs Reykjavíkur við Korpu
á laugardag og sunnudag. Keppnin hefst kl. 8 báða dagana.
Leiknar verða 18 holur sinn hvorn daginn.
Golfklúbbur Reykjavíkur, Korpa, 36 holur
29.-30. maí.
TOYOTA MÓTARÖÐIN KB BANKA GOLFMÓTIÐ TOYOTA MÓTARÖÐIN KB BANKA GOLFMÓTIÐ TOYOTA MÓTARÖÐIN
KB BANKA GOLFMÓTIÐ TOYOTA MÓTARÖÐIN KB BANKA GOLFMÓTIÐ TOYOTA MÓTARÖÐIN KB BANKA GOLFMÓTIÐ
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
L
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
24
86
2
0
5/
20
04
ÍSLENSKA
landsliðið í
handknattleik
leikur sinn
fyrsta lands-
leik á Ítalíu er
það mætir
Ítölum í und-
ankeppni HM
í Túnis 2005 –
í kvöld í borg-
inni Teramo,
sem austan
við Róm. Ís-
land hefur einu sinni áður leikið
gegn Ítalíu í undankeppni HM. Það
var 1973 fyrir HM í A-Þýskalandi
1974. Fyrri leikurinn fór fram í
Reykjavík og endaði með stórsigri
Íslendinga, 26:9. Ítalir gáfu seinni
leikinn, sem átti að fara fram á Ítal-
íu. Íslenska landsliðið lagði einnig
Frakka, sem voru í riðlinum, að
velli og lék í HM í A-Þýskalandi.
Ísland og Ítalía hafa leikið 7
landsleiki og hafa Íslendingar fagn-
að sigri í sex leikjum, en einum lauk
með jafntefli – 20:20 í Haarlem í
Hollandi 1999, en þá tefldu Íslend-
ingar fram táningaliði.
Af þessum leikjum hafa tveir far-
ið fram í Reykjavík, einn í Hollandi,
Austurríki, Ungverjalandi, Noregi
og Danmörku. úrslit hafa orðið:
1973 í Reykjavík: .........................26:9
1984 í Teie: .................................25:15
1991 í Györ: ................................27:20
1993 í Ósló ..................................21:18
1994 í Reykjavík: .......................26:15
1995 í Voitsburg: .......................23:20
1999 í Haarlem: .........................20:20
Guðmundur með flesta leiki
Af þeim leikmönnum sem eru nú
í landsliðshópi Íslands hafa þessir
leikið landsleiki gegn Ítalíu: Guð-
mundur Hrafnkelsson 4 sinnum,
Patrekur Jóhannesson 4, Dagur
Sigurðsson 2, Ólafur Stefánsson,
Róbert Sighvatsson, Ragnar Ósk-
arsson og Guðjón Valur Sigurðsson
einu sinni hver.
Fyrsti lands-
leikurinn á Ítalíu
Guðmundur
Hrafnkelsson
Guðmundur var eins og íslenskulandsliðsmennirnir óánægður
með frammistöðuna í leikjunum
gegn Austurríkis-
mönnum og Grikkj-
um sem voru liður í
undirbúningi liðsins
fyrir leikinn gegn
Ítölum í dag. En hann vonast til þess
að menn taki sig saman í andlitinu og
spili góðan leik gegn Ítölum. Sem
fyrirfram teljast mun veikari and-
stæðingur en Íslendingar.
„Handboltinn er á uppleið“
„Við erum búnir að eiga góðan
undirbúning í fyrradag og í gær. Og
mér sýnist á öllu að strákarnir hafi
lært sína lexíu og viti að þeir þurfa að
koma með rétt hugarfar í leikinn í
dag. Handboltinn er á uppleið í Evr-
ópu og Ítalir eru engin undantekning
frá því. Þeir lögðu Austurríkismenn
og Hvít-Rússa í forkeppni að heims-
meistaramótinu og eftir að hafa séð
þá leiki af myndbandi verðum við að
mæta til leiks af fullri alvöru.
Við verðum að vanda okkur í öllum
okkar aðgerðum og sóknarleikurinn
verður að taka stakkaskiptum frá
leikjunum við Grikki og Austurríki.
Þar gerðu menn sig seka um afar
mörg mistök.
Rétt hugarfar
Og við megum alls ekki við því að
það gerist aftur gegn Ítölum. Ég
myndi setja Ítali í svipaðan styrk-
leikaflokk og Austurríki og Grikk-
land. Ég held að strákarnir séu með-
vitaðir um að þeir þurfa að leggja sig
100% fram í þessum leik.
Að mínu mati er þetta fyrst og
fremst spurning um hugarfarið og ef
það verður rétt hef ég ekki svo mikl-
ar áhyggjur af
úrslitum leiks-
ins.
Mér sýnist á
öllu að þetta sé
smám saman
að slípast hjá
okkur og æf-
ingin í kvöld (í
gær) gekk
mjög vel og
vonandi er það
byrjunin á
góðum leik
okkar á morgun (í dag),“ sagði Guð-
mundur og benti á að leikirnir gegn
Grikkjum og Austurríki hefðu verið
góð áminning fyrir íslenska liðið.
Í dag mun Guðmundur tilkynna
hvaða 14 leikmönnum hann teflir
fram í leiknum en það eru 17 leik-
menn í leikmannahóp liðsins. Það er
ljóst að Birkir Ívar Guðmundsson,
markvörður Íslandsmeistaraliðs
Hauka, verður ekki með í leiknum en
hann tognaði á hné gegn Grikkjum
og hefur ekki náð sér af þeim
meiðslum. Birkir Ívar sagði við
Morgunblaðið að hann ætti von á því
að geta tekið þátt í síðari leiknum
sem fram fer í Kaplakrika um næstu
helgi. Keppnishöllin í Teramo er
ekki mjög stór og tekur um 800
áhorfendur en reiknað er með því að
uppselt verði á leikinn.
Guðjón Valur Sigurðsson og Ró-
bert Sighvatsson meiddust lítilshátt-
ar á æfingunni í gær en þeir verða
klárir í slaginn.
„Stund sannleik-
ans runnin upp“
ÍSLENSKA karlalandsliðið í handknattleik mætir í dag Ítölum í fyrri
viðureign þjóðanna um laust sæti á heimsmeistaramótinu sem
fram fer í Túnis á næsta ári. Fer leikurinn fram í Teramo sem er um
200 km frá Rómarborg. Guðmundur Þórður Guðmundsson, lands-
liðsþjálfari, sagði við Morgunblaðið eftir æfingu liðsins í gærkvöldi
að nú væri runnin upp stund sannleikans.
Guðmundur
Hilmarsson
skrifar
frá Teramo
Guðmundur
Guðmundsson
Íslendingar mæta Ítölum í HM-orrustu í Teramo
Ítalir
unnu
heima-
leikina
ÍTALSKA landsliðið í hand-
knattleik, sem Íslendingar
mæta í undankeppni heims-
meistaramótsins í Teramo á
Ítalíu í dag, komst áfram eft-
ir að hafa unnið sinn riðil í
forkeppninni sem fram fór í
janúar. Ítalir léku í riðli með
Austurríki og Hvíta-Rúss-
landi og enduðu allar þjóð-
irnar með fjögur stig. Þar
sem markatala Ítala var hag-
stæðust komast þeir áfram.
Greinilegt er að ítalska
landsliðið er sterkt á heima-
velli.
Ítalir lögðu Austurríki á
heimavelli, 27:23, að við-
stöddum rúmlega 1.000
áhorfendum og Hvíta-Rúss-
land 28:24 fyrir framan
2.000 áhorfendur. Báðir leik-
irnir fóru fram í Chieti. Úti-
leikjunum töpuðu Ítalir,
24:23, fyrir Austurríki og
27:24, fyrir Hvít-Rússum í
Minsk. Á þriðjudaginn vann
íslenska landsliðið það aust-
urríska með eins marks mun
í æfingaleik í Grikklandi,
27:26.