Morgunblaðið - 29.05.2004, Síða 54
ÍÞRÓTTIR
54 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÚRSLIT
FH 1:1 Keflavík
Leikskipulag: 4-3-3 Landsbankadeild karla,
3. umferð
Kaplakriki
Föstudaginn 28. maí 2004
Aðstæður:
Strekkingur, völlur mjög góð-
ur. Þurrt lengst af.
Áhorfendur: 1.320
Dómari:
Garðar Örn Hinriksson,
Þróttur R., 3
Aðstoðardómarar:
Einar Örn Daníelsson,
Sigurður Óli Þórleifsson
Skot á mark: 18(5) - 11(6)
Hornspyrnur: 7 - 4
Rangstöður: 1 - 0
Leikskipulag: 4-5-1
Daði Lárusson M
Heimir Snær Guðmundsson M
Sverrir Garðarsson M
Tommy Nielsen M
Freyr Bjarnason
Jónas Grani Garðarsson
(Guðmundur Sævarsson 70.)
Ásgeir Gunnar Ásgeirsson M
Simon Karkov
Atli Viðar Björnsson M
Ármann Smári Björnsson M
(Víðir Leifsson 65.)
Jón Þorgrímur Stefánsson M
(Sigmundur Ástþórsson 85.)
Magnús Þormar
Guðjón Antoníusson
Haraldur Freyr Guðmundsson M
Sreten Djurovic MM
Ólafur Ívar Jónsson M
Jónas Guðni Sævarsson
Zoran Daníel Ljubicic M
(Magnús Sverrir Þorsteinsson 79.)
Stefán Gíslason MM
Hólmar Örn Rúnarsson MM
(Guðmundur Steinarsson 87.)
Scott Ramsay M
Hörður Sveinsson M
(Þórarinn Brynjar Kristjánsson 71.)
0:1 (33.) Scott Ramsay tók aukaspyrnu við hliðarlínu hægra megin, sneri bolt-
ann laglega inn í vítateiginn þar sem Haraldur Freyr Guðmundsson
skallaði að marki. Boltinn stefndi framhjá vinstri stönginni en Sretan
Djurovic kom höfðinu í knöttinn og breytti stefnu þannig að hann fór í
hægra hornið.
1:1 (61.) FH-ingar brutu sókn Keflvíkinga á bak aftur rétt við miðlínu og boltinn
barst til Ásgeirs Gunnars Ásgeirssonar sem lék með hann í átt að ví-
tateignum en eina tíu metra fyrir utan hann skaut hann góðu skoti og
lenti boltinn neðst í hægri stönginni og þaðan í vinstra hliðarnetið.
Glæsilegt mark.
Gul spjöld: Heimir Snær Guðmundsson, FH (10.) fyrir brot. Stefán Gíslason, Keflavík
(72.) fyrir brot. Sigmundur Ástþórsson, FH (88.) fyrir brot.
Rauð spjöld: Heimir Snær Guðmundsson, FH (84.) fyrir brot.
„VIÐ erum með eitt markmið og
það er einfalt, að fá ekki á okkur
mark og skora eitt eða fleiri,“ sagði
Helena Ólafsdóttir, þjálfari kvenna-
landsliðsins í knattspyrnu, sem leik-
ur í dag gegn Ungverjum í Evrópu-
keppninni. Íslenska liðið æfði á
Székesfenérvål-vellinum í gær þar
sem leikurinn fer fram, en það er
um 60 km fyrir utan höfuðborgina
Búdapest. „Okkur leist vel á allar
aðstæður, völlurinn er ágætur,
veðrið verður skaplegt en það hef-
ur rignt undanfarna daga en við er-
um klárar í slaginn. Heimamenn
gera ekki ráð fyrir nema um 500
áhorfendum á völlinn og við höfum
ekki séð heilsíðuauglýsingar með
þeirra liði í helstu dagblöðum
landsins.“
Helena sagði enn fremur að leik-
aðferð íslenska liðsins yrði hefð-
bundin, 4:5:1, en markmiðið væri að
setja pressu á leikmenn Ungverja
frá fyrstu mínútu.
„Það sem ég hef séð af ungverska
liðinu segir mér að þær eru í raun
með svipaða leikmenn og við. Sum-
ar eru líkamlega sterkar á meðan
aðrar eru kvikar og leiknar með
knöttinn. Við höfum lagt áherslu á
æfingum okkar að koma knettinum
fljótt á milli okkar í sókninni. Ef
það gengur vel er ég bjartsýn á að
við gerum góða hluti hér í Ung-
verjalandi,“ sagði Helena.
Allir leikmenn íslenska liðsins
eru tilbúnir í átökin og segir Hel-
ena að íslenska liðið ætli sér að
leggja Ungverja að velli í dag.
„Setjum pressu á Ung-
verja frá fyrstu mínútu“
Morgunblaðið/Jim Smart
Helena Ólafsdóttir lands-
liðsþjálfari kvenna.
Þróttarar fögnuðu rækilega á Val-bjarnarvelli í gær þegar þeir
skoruðu sitt fyrsta mark í 1. deild-
inni í sumar eftir 240
mínútna bið og ekki
var fagnað minna í
leikslok þegar það
mark dugði til 1:0-
sigurs á Breiðabliki.
Varfærni einkenndi leikinn lengi
vel þegar menn spiluðu aftur á aft-
asta mann ef það var fyrirstaða í
sókninni en svo var boltinn gefinn
inn í vítateig og vonað hið besta. Það
fór líka svo að lítið var um færi fram-
an af en á 28. mínútu varði Stefán
Logi Magnússon vítaspyrnu Blikans
Sverris Sverrissonar og tíu mínútum
síðar varði Páll Gísli Jónsson glæsi-
legan skallabolta Þróttarans Ey-
steins Lárussonar. Á 62. mínútu
skoraði Sören Hermansen fyrir opnu
marki eftir góðan undirbúning
Hjálmars Þórarinssonar. Heldur
hresstust Þróttarar við það og voru
nær því að skapa sér færi. „Við vor-
um frekar taugaóstyrkir framan af
en það lagaðist aðeins þegar við
skoruðum,“ sagði Sören eftir leikinn.
„Þetta var ekki góður leikur en mik-
ilvægt að vinna því við byrjuðum illa
í mótinu. Vonandi erum við komnir á
skrið.“
Maður leiksins: Kristófer Sigur-
geirsson, Breiðabliki.
Sterk vörn Valsmanna
Valur lagði Hauka með einu markigegn engu í leik sem var ekki
mikið fyrir augað. Sterkur vindur
setti svip á fyrri hálf-
leik og í þeim seinni
tók að rigna. Að-
stæður voru því tals-
vert frá því sem best
verður á kosið. Valsmenn voru sterk-
ari aðilinn framan af fyrri hálfleik og
uppskáru mark eftir 20 mínútna leik.
Baldvin Hallgrímsson fékk boltann
við vítateigslínu Hauka eftir þunga
sókn, tók hann á lofti og skaut föstu
skoti að marki heimamanna. Mark-
vörður Hauka varði boltann í stöng-
ina en þaðan fór hann í netið. Það
sem eftir lifði hálfleiksins voru
Haukarnir meira með boltann án
þess þó að skapa sér færi.
Í seinni hálfleik reyndu Haukar
hvað þeir gátu að jafna metin. Þeir
voru meira með boltann en sterk
vörn gestanna átti svör við öllum að-
gerðum heimamanna. Valsmenn
fögnuðu því öðrum sigri sínum í röð
og þremur stigum í viðbót á töfluna.
Miðverðir Vals, þeir Baldvin Hall-
grímsson og Bjarni Eiríksson, áttu
skínandi góðan leik og voru bestu
menn vallarins. Jón Gunnar Gunn-
arsson í liði Hauka átti nokkra góða
spretti á kantinum en það dugði
skammt.
Maður leiksins: Baldvin Hall-
grímsson, Val.
Friðrik hetja Njarðvíkinga
Njarðvíkingar halda sigurgöngusinni áfram í 1. deildinni því lið-
ið lagði Fjölni á heimavelli, 3:2. Þriðji
sigur heimamanna á
leiktíðinni stóð þó
tæpt, þar sem gest-
irnir fengu víta-
spyrnu á 88. mínútu.
Friðrik Árnason, markvörður
Njarðvíkinga, braut á sóknarmanni
Fjölnis en hann gerði upp sín mál er
hann varði vítaspyrnuna sem Ilig
Mladen tók.
Njarðvíkingar voru heppnir að ná
öllum þremur stigunum að þessu
sinni þar sem Fjölnismenn sköpuðu
sér mun fleiri færi í leiknum. Leik-
urinn var nokkuð grófur og var
tveimur leikmönnum Fjölnis vísað af
leikvelli undir lokin, en þeir sóttu án
afláts síðasta stundarfjórðunginn í
leiknum. Heimamenn geta hrósað
happi yfir stigunum þremur sem
þeir uppskáru að þessu sinni. Gengi
liðsins hefur samt sem áður komið
flestum í opna skjöldu enda vann
Njarðvík lið Breiðabliks með fjórum
mörkum gegn engu í fyrstu umferð,
og gerði síðan góða ferð í Garðabæ
þar sem að Stjarnan var lögð að velli
með minnsta mun, 1:0.
Maður leiksins: Friðrik Árnason,
Njarðvík.
Völsungar sterkir
Völsungar lögðu Stjörnumenn úrGarðabæ að velli á heimavelli
sínum á Húsavík með fjórum mörk-
um gegn tveimur.
Gríðarleg barátta
einkenndi leikinn en
gestirnir voru aðeins
níu inni á vellinum
síðustu 20 mínútur leiksins eftir að
tveimur leikmönnum þeirra var vís-
að af leikvelli.
Gestirnir voru meira með knöttinn
í upphafi leiks án þess að skapa sér
færi en misstu einbeitinguna tvíveg-
is með stuttu millibili og í bæði skipt-
in skoruðu Völsungar eftir skyndi-
sókn og þeir bættu við þriðja
markinu skömmu síðar.
Stjörnumenn skoruðu úr víta-
spyrnu undir lok fyrri hálfleiks og
voru grimmir í síðari hálfleik þar
sem þeir eygðu enn von um vænleg
úrslit.
Það breyttist hins vegar er leik-
mönnum þeirra var vísað af velli, en
fyrra rauða spjaldið var afar umdeilt
svo ekki sé meira sagt. Í því tilviki
fór Jónmundur Grétarsson af leik-
velli í leyfisleysi að mati aðstoðar-
dómara leiksins. Hann fékk gult
spjald fyrir það atvik og í kjölfarið
fékk hann annað gult spjald fyrir að
fara inná völlinn í leyfisleysi að mati
aðstoðardómara leiksins! Leikurinn
var nokkuð grófur enda fór gula
spjaldið sjö sinnum á loft, þar sem að
dæmt var á harðar rimmur og orð-
bragð leikmanna fór fyrir brjóstið á
dómara leiksins. Heimamenn
skemmtu sér vel á áhorfendasvæð-
um vallarins, en þeir voru um 400.
Kjöraðstæður á Húsavík í gær, logn
og blíða.
Maður leiksins: Hermann Aðal-
geirsson, Völsungi.
HK fór illa með færin
Leikmenn HK úr Kópavogi getanagað sig í handarbökin fyrir að
hafa ekki komið knettinum í netið
gegn Þór frá Akureyri í gær en ekk-
ert mark var skorað í leiknum.
HK var mun sterkara liðið í fyrri
hálfleik, Þórsarar vörðust og fengu
heimamenn tvö gullin tækifæri til að
skora. Gunnar Líndal, markvörður
Þórsara, varði vel frá Herði Má
Magnússyni á 5. mínútu en skot
Harðar var alveg út við stöng. Stuðn-
ingsmenn HK vildu einnig fá dæmda
vítaspyrnu er Brynjar Skúlason virt-
ist vera felldur í vítateignum.
Hörður Már fékk ákjósanlegt færi
á 32. mínútu er hann slapp einn í
gegn en skaut framhjá.
Gunnlaugur Gunnlaugsson, mark-
vörður HK, þurfti ekki að hafa mikið
fyrir hlutunum í gær en hann kom í
veg fyrir að Ibra Jagne, Gambíu-
maður í liði Þórs, skoraði á 45. mín-
útu þegar hann nýtti sér mistök
varnarmanns sem ætlaði að gefa til
baka á Gunnlaug.
Þórsarar sóttu mun meira fyrstu
20 mínúturnar í síðari hálfleik án
þess að skapa sér færi. Gestirnir
voru mun meira með knöttinn í sín-
um röðum en náðu ekki að brjóta á
bak aftur vel skipulagðan varnarleik
heimamanna.
HK fékk sannkallað dauðafæri
undir lok leiksins sem varð tileftir
eftir lipra skyndisókn. Gísli Freyr
Ólafsson fékk boltann á markteig en
skaut hárfínt framhjá markinu. Það
má með sanni segja að Þórsarar hafi
sloppið fyrir horn.
Maður leiksins: Hörður Már
Magnússon, HK.
Njarðvík er enn
á sigurbraut
ÞRÓTTUR úr Reykjavík braut ísinn í gær er liðið tók á móti Breiða-
bliki í 1. deild karla í knattspyrnu, en heil umferð fór fram í gær.
Njarðvíkingar halda sigurgöngu sinni áfram og eru efstir með fullt
hús stiga að loknum þremur umferðum. Valsmenn lögðu Hauka á
útivelli, Völsungur vann Stjörnuna í hörðum leik á Húsavík en ekk-
ert mark var skorað í viðureign HK og Þórs frá Akureyri.
Stefán
Stefánsson
skrifar
Benedikt Rafn
Rafnsson
skrifar
Davíð Páll
Viðarsson
skrifar
Kristján Þór
Magnússon
skrifar
HANDKNATTLEIKUR
Laugardagur:
Undankeppni EM kvenna:
Ásgarður: Ísland - Tékkland................16.15
KNATTSPYRNA
Laugardagur:
3. deild karla, B-riðill:
Ásvellir: ÍH - Bolungarvík.........................12
Þorlákshöfn: Ægir - BÍ..............................14
3. deild karla, C-riðill:
Grenivík: Magni - Boltaf. Húsavíkur........14
Dúddavöllur: Snörtur - GKS .....................16
1. deild kvenna, B-riðill:
Valbjarnarvöllur: Þróttur R. - ÍR.............14
Mánudagur:
Bikarkeppni KSÍ. VISA-bikar karla:
Helgafellsvöllur: KFS - Freyr ..................16
Kópavogsvöllur: HK - Deiglan..................20
VISA-bikar kvenna:
Bessastaðav.: UMFB - HK/Víkingur.......17
GOLF
Fyrsta stigamót ársins hjá Golfsambandi
Íslands, Toyota-mótaröðin, fer fram í dag
og á morgun, sunnudag, á Korpúlfsstöðum.
KÖRFUKNATTLEIKUR
Vináttulandsleikir kvenna:
Laugardagur:
Grindavík: Ísland - England......................17
Sunnudagur:
Ásvellir: Ísland - England .........................11
UM HELGINA
KNATTSPYRNA
Efsta deild karla,
Landsbankadeild
FH – Keflavík............................................1:1
Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 61. - Sreten
Djurovic 33.
Staðan:
Keflavík 3 2 1 0 6:3 7
Fylkir 3 2 1 0 4:1 7
ÍA 3 1 2 0 3:1 5
ÍBV 3 1 2 0 3:2 5
Fram 3 1 1 1 4:3 4
FH 3 1 1 1 2:2 4
KA 3 1 0 2 2:3 3
KR 3 1 0 2 3:5 3
Grindavík 3 0 2 1 1:3 2
Víkingur R. 3 0 0 3 1:6 0
1. deild karla
Völsungur – Stjarnan ..............................4:2
Hermann Aðalgeirsson 6., Ásmundur Arn-
arson 19., Baldur Sigurðsson 35., Oddur
Guðmundsson 87. - Guðjón Baldvinsson 33.,
Sveinn Magnússon (vítasp.) 52. Rautt
spjald: Jónmundur Grétarsson 53., Sveinn
Magnússon 74., báðir úr Stjörnunni.
HK – Þór ....................................................0:0
Njarðvík – Fjölnir.....................................3:2
Bjarni Sæmundsson 20., Gunnar Sveinsson
48., Milan Janus 72. - Ívar Björnsson 61.,
Ilig Mladen 64. Rautt spjald: Þórir Hann-
esson (80.), Ragnar Sverrisson (90.), báðir
úr Fjölni.
Þróttur R. – Breiðablik............................1:0
Sören Hermansen 62.
Haukar – Valur.........................................0:1
Baldvin Hallgrímsson 21.
Staðan:
Njarðvík 3 3 0 0 8:2 9
Valur 3 2 1 0 7:2 7
Þór 3 1 2 0 3:1 5
Völsungur 3 1 1 1 5:4 4
Þróttur R. 3 1 1 1 1:2 4
HK 3 1 1 1 2:5 4
Haukar 3 1 0 2 5:5 3
Stjarnan 3 1 0 2 5:6 3
Breiðablik 3 1 0 2 2:6 3
Fjölnir 3 0 0 3 3:8 0
2. deild karla
Tindastóll – KS .........................................2:3
Sigmundur Skúlason, Þorsteinn Gestsson -
Ragnar Hauksson, Þórður Birgisson,
Bjarki Már Flosason.
KFS – Afturelding....................................1:1
Sigurður Ingi Vilhjálmsson - Brynjólfur
Bjarnason.
Leiknir R. – Víðir .....................................4:0
Einar Örn Einarsson, Jakob Spangsberg,
Róbert Arnarson, sjálfsmark Víðismanna.
Leiftur/Dalvík – Víkingur Ó. .................0:3
Predrag Milosevic 2, Kjartan Einarsson.
Staðan:
Njarðvík 3 3 0 0 8:2 9
Valur 3 2 1 0 7:2 7
Þór 3 1 2 0 3:1 5
Völsungur 3 1 1 1 5:4 4
Þróttur R. 3 1 1 1 1:2 4
HK 3 1 1 1 2:5 4
Haukar 3 1 0 2 5:5 3
Stjarnan 3 1 0 2 5:6 3
Breiðablik 3 1 0 2 2:6 3
Fjölnir 3 0 0 3 3:8 0
3. deild karla, A-riðill
Afríka – Árborg .........................................0:2
Skallagrímur – Deiglan ............................2:1
Freyr – Grótta ...........................................0:6
Staðan:
Árborg 2 1 1 0 4:2 4
Skallagr. 2 1 1 0 4:3 4
Númi 1 1 0 0 5:1 3
Grótta 2 1 0 1 7:5 3
Deiglan 2 1 0 1 2:2 3
Afríka 1 0 0 1 0:2 0
Freyr 2 0 0 2 0:7 0
3. deild karla, D-riðill
Neisti D. – Höttur .....................................1:0
Fjarðabyggð Leiknir F. ...........................5:0
Einherji – Sindri........................................2:0
Neisti D. 2 2 0 0 4:0 6
Fjarðabyggð 2 1 0 1 6:3 3
Huginn 1 1 0 0 3:1 3
Einherji 2 1 0 1 2:3 3
Leiknir F. 2 1 0 1 2:5 3
Sindri 1 0 0 1 0:2 0
Höttur 2 0 0 2 0:3 0
1. deild kvenna, B-riðill
Fylkir – ÍA .................................................1:6
ÍA 1 1 0 0 6:1 3
ÍR 1 1 0 0 5:3 3
Hvöt/Tindastóll 0 0 0 0 0:0 0
Þróttur R 0 0 0 0 0:0 0
Fylkir 2 0 0 2 4:11 0
Vináttulandsleikir
Azerbaijan – Úsbekistan .........................3:1
Gurban Gurbanov 31., Ilgar Gurbanov 64.,
Emin Guliyev 75. – Zeinaddin Tadjiyev 45.
- 12.000.
Finnland – Svíþjóð....................................1:3
Jari Litmanen 9. vítasp. – Anders Anders-
son 30., Marcus Allback 45., 82. -16.500.
Frakkland – Andorra...............................4:0
Sylvain Wiltord 45., 55., Louis Saha 68.,
Steve Marlet 74. - 27.553.
KÖRFUKNATTLEIKUR
Vináttulandsleikur kvenna:
Ísland – England ................................77:101
Stig Íslands: Hildur Sigurðardóttir 22,
Erla Þorsteinsdóttir 22, Signý Her-
mannsdóttir 16, Birna Valgarðsdóttir 6,
Erla Reynisdóttir 4, Rannveig Randvers-
dóttir 3, Sólveig Gunnlaugsdóttir 2, María
Ben Erlingsdóttir 2.
NBA-deildin
Vesturdeild, úrslit:
LA Lakers – Minnesota........................92:85
LA Lakers er yfir 3:1.