Morgunblaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 57
Ekki á morgun heldur hinneða The Day After Tomorrow er nýjastamynd Þjóðverjans Ro-
lands Emmerichs sem virðist hafa
sérhæft sig í – ekki stórmyndum –
heldur risastórum myndum. Að baki
eru t.d. Independence Day og God-
zilla, báðar tröllvaxnar, en nú má
næstum segja að
Emmerich hafi
farið fram úr
sjálfum sér. Ekki
á morgun heldur
hinn er stórslysa-
mynd til að enda
allar stórslysa-
myndir því hér er
sjálfur hnöttur-
inn undir og er
hann á heljar-
þröm. Bara það að sjá stikluna
(„trailer“) í bíó var nóg til að mann
sundlaði og fljótlega sökk maður í
sætið. Heilu borgirnar fóru undir
sjó fyrir augum manns og allt hrein-
lega að fara til fjandans.
Hér segir af vísindamanninum
Jack Hall (Dennis Quaid) sem reyn-
ir að vara stjórnvöld við því að
skelfileg meðferð á móður jörð á síð-
ustu áratugum er að fara að segja til
sín.
Áður en nokkur fær við ráðið
brestur á ný ísöld með ógnarhraða,
afleiðingar gróðurhúsaáhrifa, óson-
lags-eyðslu og svo framvegis.
Jake Gyllenhall leikur son Jacks
Hall, Sam Hall, í myndinni. Gyllen-
hall er á örri uppleið í Hollywood um
þessar mundir og sló í gegn í hinni
súrrealísku Donnie Darko. Hann á
margar og mismunandi myndir að
baki og leikur einnig á sviði. Heilar
fjórar myndir eru nú í vinnslu þar
sem hann fer með stórt hlutverk.
Systir hans er Maggie Gyllenhall
sem hefur leikið í myndum eins og
Secretary, Mona Lisa Smile, Con-
fessions of a Dangerous Mind og
Adaptation.
Jake Gyllenhall reyndist einstak-
lega geðugur viðmælandi, sem er
ekkert sérstaklega algengt í þessum
bransa. Séntilmaður fram í fingur-
góma og afar fagmannlegur en með
nóg af manneskjulegheitum við sig
til að heilla hvern mann upp úr
skónum. Og það var nákvæmlega
það sem gerðist í eftirfarandi viðtali.
Ég er orðinn aðdáandi!
Sólgleraugu
Hæ Jake!
„Hæ, hvernig hefurðu það?“
Ég hef það gott.
„Hvað er að gerast á Íslandi?“
Ja … sólin er að hækka á lofti og
björtu næturnar eru komnar.
„Já, ég vissi af þeim furðulegheit-
um. Það hlýtur að vera mjög áhuga-
vert að lifa við svona aðstæður.“
Já, mér finnst alltaf jafn skrýtið
að vakna klukkan fjögur á nóttunni
við glaðasólskin.
„Einmitt, þarftu þá ekki að vera
með almennileg sólgleraugu?“
Humm … já … en það er víst
Dagurinn eftir morgundaginn sem
við ætluðum að ræða um.
„Já.“
Þú ert búinn að vera brjálæðis-
lega upptekinn undanfarið sé ég.
„(Hlær) Ó já. Fjölmiðlafárið í
kringum þessa mynd t.d. er all-
svakalegt.“
Svo þetta er 300. viðtalið þitt í
þessari viku?
„Já, eitthvað svoleiðis (hlær).“
Þetta er allsvakaleg mynd. Stór-
slysamynd til að enda allar stór-
slysamyndir.
„Rétt.“
Hefur þú persónulega gaman af
slíkum myndum?
„Ég er nú ekkert sérstakur aðdá-
andi verð ég að viðurkenna. En ég
dýrka þessar risastóru sumarmynd-
ir. Mér finnst líka athyglisvert við
þessa mynd að það eru pólitísk
skilaboð í henni.“
Þú hefur gert svolítið af því að
leika í jaðarmyndum ef svo mætti
kalla …
„Jú jú.“
Ég sá þig t.d. í Góðu stelpunni
(The Good Girl). Ég var nokk hrif-
inn af þeirri mynd.
„Ó, þakka þér fyrir.“
Jennifer Aniston var mjög góð.
Hún getur leikið!
„Já (hlær).“
Donnie Darko?
Svo sá ég þig auðvitað í Donnie
Darko en ég verð að viðurkenna að
ég botnaði ekkert í henni …
„(Hlær) Ég held að þú sért í
stórum hópi þar.“
Það voru allir að tala um hvað
þetta væri mikil snilld en ég skamm-
aðist mín fyrir það að hafa ekki fatt-
að hana!
„Ég held að sú mynd geri í raun
út á það að vera algerlega opin hvað
túkun varðar. Hún bara er. Ef þú
labbar út ringlaður í hausnum þá er
hún bara þannig fyrir þér. Donnie
Darko gengur ekki út á einhvern
einn sannleika eða lausn. Sumar
myndir eru óskiljanlegar án þess að
þær ætli að vera það en í tilfelli
Donnie Darko var Richard Kelly
(leikstjórinn) markvisst að leita eftir
þeim áhrifum.“
Svo er systir þín að gera það mjög
gott...
„(Samþykkjandi humm).“
Eruð þið í góðu sambandi?
„(Hissa) Að sjálfsögðu. Hún er
systir mín.“
Það hlýtur að vera kostur í þess-
um bransa að geta leitað ráða hjá
systkinunum!
„Já, það er mjög mikilvægt fyrir
mig og ég leita oft ráða hjá henni en
hún er aðeins eldri en ég (hún er
fædd 1977 en Jake er fæddur 1980)
og ég virði hana mjög sem leik-
konu.“
Hún var auðvitað stórkostleg í
Secretary. Þvílík mynd!
„Ó já.“
Maður nánast skammaðist sín
fyrir þær undarlegu tilfinningar
sem flóðu um mann þegar maður
var að horfa …
„Já, mjög kynferðisleg en um leið
fjallar hún um samband og innileika
á milli fólks.
Mjög svöl mynd.“
Fæddust þið systkinin með ein-
hver leikaragen eða
„Tjaa … ég veit ekki … kannski
(hlær) … Pabbi er leikstjóri og
mamma handritshöfundur og við ól-
umst upp í þessum heimi. En
kannski erum við með eitthvert leik-
arablóð í okkur líka.“
„Partur af prúgrammet“
Svo hefur þú gert svolítið af því að
leika á sviði. Hvernig finnst þér það
vera, samanborið við kvikmynda-
leikinn?
„Á sviði færðu viðbrögð áhorf-
enda beint í æð og færð að klára
heila sögu frá upphafi til enda. Í
kvikmyndnni er allt brotið upp og
þetta er allt miklu meira batterí ein-
hvern veginn. Og þú sjálfur hefur
enga stjórn á þessu.“
Geturðu labbað niður í bæ án þess
að verða fyrir truflunum?
„Ég get það í Evrópu. En það er
að verða mjög erfitt hér í Bandaríkj-
unum.“
Er þetta ekki bara „partur af
prúgrammet“ eins og sagt er?
„Auðvitað. Ef þú ætlar að hasla
þér völl sem leikari er mikilvægt að
gera sér strax grein fyrir fylgifisk-
unum. Andlitið á þér er á skjánum
og það er sama andlitið og fólk sér á
götunni. Og það er eðlilegt að fólk
bregðist við því.“
Jæja, ætli ég verði nú ekki að fara
að spyrja þig eitthvað út í myndina!?
„Jú (hlær hátt og innilega).“
Hvernig var að vinna hana. Erf-
itt?
„Nei nei (segir hann og hefur
greinilega engan áhuga að tala um
sig og er sýnu uppteknari af pólitík-
inni í myndinni). Það sem mér finnst
mikilvægast við þessa mynd er að
hún sendir skilaboð um móður jörð
og verndun hennar. Þó að þetta sé
stór og spennandi mynd segir hún
dálítið sem myndir af þessum toga
forðast að gera. Það að við þurfum
að hugsa okkar gang og bera ábyrgð
því að þetta er sameign okkar allra.
Sérstaklega þarf að koma á þessum
þankagangi hér í Bandaríkjunum.“
Ég er alveg sammála þér. Það er
sannarlega visst meðvitundarleysi í
gangi.
„Einmitt. Það þarf að stuða fólk
til að fá það til að hugsa og kannski
leggur þessi mynd einhver lóð á þær
vogarskálar.“
Jake Gyllenhall fer með eitt aðalhlutverkið í Ekki á morgun heldur hinn
„Ég dýrka
þessar risastóru
sumarmyndir“
Jake Gyllenhall er einn af efnilegri leikurum Holly-
wood og hefur komið að mörgum og ólíkum verk-
efnum á stuttum ferli. Arnar Eggert Thoroddsen
ræddi við leikarann vegna þáttar hans í stórmynd-
inni Ekki á morgun heldur hinn.
Hin algera stórslysamynd? Sam Hall (Jake Gyllenhall) kemst hér í hann krappan.
arnart@mbl.is
Ekki á morgun heldur hinn er
komin í bíó.
Jake Gyllenhall
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2004 57
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
0
9
1
3
8
800 7000 - siminn.is
Aðeins
hjá Símanum
Ef þú hefur VIT valmynd hefur þú aðgang
að öllu því sem skiptir máli um bíó.
Þetta er einfalt, þú ferð bara inn í VIT valmyndina,
velur þér flokka og færð sent SMS skeyti um hæl.
Ef þú hefur ekki valmyndina, þá sendir þú SMS:
vit kvik 1, á númerið 1848.
Flokkarnir eru:
Nýtt í bíó
Kvikmyndahús
Sýningartímar
Gagnrýni
Topplistar
Væntanlegtí símann
Fáðu sent
allt um
bíó
þinn
Hvert SMS skeyti kostar 19 kr.