Morgunblaðið - 29.05.2004, Page 58

Morgunblaðið - 29.05.2004, Page 58
58 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 11.30 Sýnd kl. 12, 2, 4 og 6. EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 12, 2, 4 og 6. Frá meistara spennunnar Luc Besson kemur Taxi 3. Sýnd kl. 5.50 og 10. B.i. 16. Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 12, 2.40, 4, 5.20, 8, 10.40 og Powersýning kl. 12.15. Svakaleg stórmynd um náttúruhamfarir í sinni mögnuðustu mynd sem stefna öllu lífi á jörðinni í hættu. Þvílíkt sjónarspil hefur aldrei áður sést á hvíta tjaldinu! Missið ekki af þessari. Léttöl  Kvikmyndir.com kl. 12.30,3, 5.50, 8.30 og 11.10. HP Kvikmyndir.com „Gargandi snilld“ ÞÞ FBL „Öllum líkindum besta skemmtun ársins“ HL MBL  „Algjört Kill Brill“ ÓÖH DV  Skonrokk Æðisleg ævintýramynd fyrir alla fjölskylduna með Anne Hathaway úr Princess Diaries! ELLA Í ÁLÖGUM HEIMSFRUMSÝNING Sýnd kl. 3.40. Með íslensku tali Sýnd kl. 1.30. Með íslensku tali Sýnd kl. 8. B.i. 16. DV  Ó.H.T Rás2 F erill Mikes Pattons er með miklum ólík- indum. Hann hóf fer- ilinn með tilrauna- sveitinni Mr. Bungle en öðlaðist svo heimsfrægð með þungarokkssveitinni Faith No More (sem hann átti eftir að hafa mikil áhrif á, sjá t.d. meistaraverk sveitarinnar, Angel Dust). Eftir upplausn þeirrar sveitar er eins og hann hafi snúið „heim“ aftur því að í dag er hann einn af virkari jaðar/ neðanjarðartónlistarmönnum Bandaríkjanna og hefur t.d. gefið út tvær sólóplötur á merki Johns Zorns, Tzadik, sem innihalda súrar og brjálæðislegar raddæfingar. Þær plötur komu út ’96 og ’97 en tveimur árum síðar stofnaði Patton eigið merki, Icepac (sem beitir fyr- ir sig slagorðinu „Making People Sick since 1999“), og hefur þar gefið út plötur með listamönnum á borð við Melvins, Queens of the Stone Age, Sensational, Young Gods, Isis og Eyvind Kang. Fantômas er stjörnum prýdd sveit en ásamt Patton eru í sveit- inni þeir Trevor Dunn, bassaleik- ari Mr. Bungle, Dave Lombardo, fyrrverandi trymbill Slayer (var á Show No Mercy til og með Seas- ons in the Abyss), og Buzz Os- bourne, leiðtogi hinnar ógurlegu Melvins. Fantômas hefur gefið út þrjár plötur, hverja annarri sérstæðari, en sú nýjasta er eitt 74 mínútna verk, Delirium Cordia, og þar ægir öllu saman, munkatónlist, þunga- rokki, kokkteiltónlist, tæknói og sveimi; allt saman toppað með ótrúlegri rödd Pattons. Fantômas er að fylgja verkinu eftir um þessar mundir en loka- tónleikarnir í Evróputúrnum verða hér á Íslandi. Dregið úr ofsanum Þú hefur ekkert verið hér áður er það nokkuð? „Aldrei. En hlakka mikið til að koma. Ég á mikið af vinum sem hafa komið til Íslands.“ Ætlið þið að dvelja hérna eitt- hvað? „Já, við ætlum að vera eitthvað fram í vikuna. Þetta verða loka- tónleikarnir á túrnum okkar þann- ig að það er við hæfi að taka sér smáfrí. Við verðum auðvitað að tékka á Bláa lóninu maður! (hlær).“ Til hamingju með nýju plöt- una … „Takk.“ Ég var að lesa að hún hefði gengið afskaplega vel í sölu!? „Já, miðað við hvers eðlis hljóm- sveitin er hefur þetta gengið furðu vel. En á mælikvarða hins hefð- bundna plötumarkaðar hefur hún gengið hroðalega!“ Þetta er mjög epískt verk. „Það er fallega sagt af þér. Hin hliðin á þeim peningi væri þá lík- lega að þetta sé algerlega óþolandi drasl! Ég er glaður að heyra að þér líkar platan en við höfum feng- ið afskaplega mikið af kvörtunum og spurningum. Dagskrárgerð- armenn á útvarpsstöðvum eru náttúrulega kolvitlausir af því að þeir geta ekki spilað neitt af henni. Ég skil það nú ekki alveg því að í raun gerir platan þeim starfið auð- veldara. Þeir geta skellt henni á og farið heim að ryksuga.“ Hver er eiginlega hugmyndin á bak við þessa plötu? „Mig langaði til að búa til eitt- hvað sem væri ólíkt því sem við höfum verið að gera áður. Ég vildi ekki hafa þetta eins og hinar plöt- urnar sem hljóma eins og það sé verið að troða simpansa í gegnum hakkavél. Ég vildi draga úr ofs- anum og búa til bakgrunnstónlist; svona sveimandi stemningstónlist sem þú nýtur eins og málverks. Bara líður með í rólegheitum. Mér finnst Delirium Cordia vera af- slappandi verk.“ Ég hef heyrt plötunni lýst svona: „Þetta er eins og að vera læstur inni í geðsjúkrahúsi að nóttu til.“ Rætt við Mike Patton, leiðtoga Fantômas, sem hitar upp fyrir Korn í Höllinni á morgun og hinn Ryksugutón- listin hin nýja Fantômas er eitt af mörgum verk- efnum hins mikilhæfa Mikes Pattons, sem þekktastur er fyrir að hafa verið söngspíra Faith No More. Arnar Egg- ert Thoroddsen ræddi stuttlega við hinn tilraunaglaða Patton. Fantômas er skipuð þeim Mike Patton, Buzz Osborne, Trevor Dunn og Dave Lombardo.  Fantômas – Fantômas (1999)  Fantômas – The Director’s Cut (2001)  Fantômas – Delirium Cordia (2004) Einnig tónleikaplatan Millenn- ium Monsterwork (2002) sem er samvinnuverkefni Fan- tômas og Melvins. Plötur Fantômas

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.