Morgunblaðið - 29.05.2004, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2004 59
„Humm … það hefur verið ein-
hver með mun fjörugra ímynd-
unarafl en ég (hlær).“
Tónlistin fer ansi víða.
„Já, hún er út um allt. Ég vildi
ekki að þetta hljómaði eins og
rokksveit, frekar eins og einhvers
konar nútímatónlist. Þetta átti
ekki að vera fjórir gaurar að
djamma en ég vildi heldur ekki
skrifa eða semja upp í topp. Ég
vildi hafa tónlistina stóra og hæga
og það var ekki auðvelt fyrir mig
að skrifa tónlistina þannig og þetta
var mikil áskorun. Við lögðum
okkur mjög fram við þetta og not-
umst við hin ýmsu tæki og tól til
að ná fram réttu stemningunni.“
Spilið þið þetta verk á tón-
leikum?
„Já en ekki allt samt. Það hefur
virkað mjög vel þar og passar vel
með gamla dótinu, merkilegt nokk.
Blandan er orðin meira spennandi
því það er ekki verið að keyra á
fullu allan tímann heldur er
rennslið svona hægt-hratt-hægt-
hratt.“
Fantômas er stundum kallað
ofuband vegna liðskipunarinnar …
„Það má kalla þetta hvaða nöfn-
um sem er (hlær). Ég hef sann-
arlega heyrt það verra!“
Þarf ekki að selja tónlistina
Er ekki erfitt að samhæfa þessa
sveit þar sem allir meðlimir eru í
öðrum sveitum líka?
„Jú, það getur verið harla snúið.
Við getum t.d. ekki haldið fleiri
tónleika þetta árið þar sem allir
eru að fara í önnur verkefni. Það
þarf að beita smáskákpælingum til
að koma þessu öllu saman.“
Hann Hosky Hoskulds hefur
unnið með ykkur (Íslendingur sem
hljóðblandaði hina gríðarvinsælu
plötu Noruh Jones, Come Away
With Me. Hann tók upp tvær síð-
ustu plötur Fantômas). Hvað seg-
irðu mér af honum?
„Hosky er vinur minn. Hann
sagði mér frá Bláa lóninu og Hum-
arhúsinu. Ég ætla svo sannarlega
að fara þangað.“
Semur þú alla tónlistina?
„Já. Allt draslið er eftir mig og
ég kenndi sveitinni svo partana.
Þetta er ekki sameiginleg vinna
hjá sveitinni þannig, nema hvað
viðkemur spilamennskunni.“
Og hvernig gengur Icepac svo?
„Mjög vel. Það er afskaplega
gaman að standa í þessu. Ég stofn-
aði þetta í upphafi til að koma
dótinu mínu út en það hefur undið
upp á sig. Þetta veitir mér vissa
öryggistilfinningu.“
Þú ert kannski öruggari í dag en
þegar þú varst svaka rokkstjarna
með Faith No More?
„Ja … tími minn með Faith No
More er ekkert sérstaklega of-
arlega í minningunni. Einhvern
veginn trúði ég því alltaf að ég
gæti gert allt sem mig langaði til.
Það sem er best við Icepac er að
nú þarf ég ekki að selja neinum
tónlistina. Ég á hana, get gert
hvað sem mig langar til og þarf
ekki að hafa áhyggjur af því hvað
einum né neinum finnst. Það sem
var óþægilegt við Faith No More
var að útgáfan átti tónlistina okkar
og gat sett stopp á útgáfur ef
henni líkaði ekki það sem hún
heyrði. En nú er það ég sem borga
brúsann og stend og fell með
mínu. Það er miklu afslappaðra að
hafa eitthvert svona fast athvarf.“
Sumir segja: „Vá, Mike Patton,
hann var í Faith No More en nú er
hann að gera einhverja stór-
skrýtna hluti.“ Hvað finnst þér um
þetta?
„(hlær lengi) Humm … ég
myndi segja að þetta væri bara
frekar nákvæm lýsing á þeirri
stöðu sem ég er í í dag. Ég tek
þetta sem hrós!“
Fantômas leikur með Korn á
morgun og á mánudaginn í Laug-
ardalshöll. Enn eru til miðar á
síðari tónleikana og er sérstakt
tilboð í gangi, tveir fyrir einn, og
eru það Síminn, Coca Cola og X-
ið 97,7 sem að því standa.
Miðaverð er 4.500 kr. í stæði en
5.500 í stúku.
Miðasala er í verslunum Skíf-
unnar, Pennanum Glerártorgi Ak-
ureyri, Pennanum Akranesi,
Hljóðhúsinu Selfossi og BT Eg-
ilsstöðum.
arnart@mbl.is
ÉG hafði bara meira gaman af
henni Ellu en ég bjóst við. Myndin er
alls ekki gallalaus, en það er einhver
gamaldags, saklaus sjarmi yfir henni
sem fær mann til að líða vel og njóta.
Tæknibrellurnar eru á stundum ein-
um of gamaldags – minntu á fyrstu
Stjörnustríðsmyndina – en það hafði
vissan sjarma líka.
Og sagan er líka gamaldags. Hún
er byggð á skáldsögu þar sem höf-
undurinn vildi aðeins poppa upp
öskubuskusöguna. Ella er í álögum
því álfamærin gaf henni „gjöf“
hlýðninnar svo aumingja stúlkan
hlýðir öllum skipunum, hversu fá-
ránlegar sem þær eru. Og þegar
vondu stjúpsysturnar fara að not-
færa sér þetta er henni nóg boðið og
hún verður að finna álfamærina til að
leysa sig undan álögunum.
Segjast verður að myndin er þó-
nokkuð stefnulaus og yfirhlaðin. Þar
ægir nokkrum tegundum kvik-
mynda saman, hver ofan í annarri,
og ekki alveg víst að leikstjórinn og
handritshöfundarnir hafi vitað
hvernig mynd þau vildi gera. Hér er
á ferð grín, spenna og ævintýri með
söng- og dansatriðum. Það er hins
vegar greinilegt að Shrek og Princ-
ess Bride hafa verið ofarlega í huga
þeirra við gerð handritsins.
Myndin höfðar líkast til helst til
ungra stúlkna á aldrinum 8–12 ára,
og svona á bakvið grínið leynast lítil
skilaboð til þeirra um að láta ekki
kúga sig og réttlæti handa öllum.
Leikkonan Anne Hathaway er líka
fínasta fyrirmynd handa þeim. Hún
er sannfærandi sem klár og ákveðin
ung kona með réttlætiskennd sem þó
hefur húmor fyrir lífinu. Eiginlega
var ég heilluð af Anne. Það er miklu
meiri reisn yfir útgeislun hennar en
margra af þessum ungu leikkonum,
líkt og Lindsay Lohan, Mandy
Moore og Hillary Duffy, sem eru
meira bara krúttibollur með tilvilj-
unarkenndan viljastyrk. Anne er
virkilega hæfileikarík, gáfuleg og
tignarleg.
Marga aðra fína leikara má finna í
myndinni, og furðulegt að sjá marga
af fínustu leikurum Breta leika hlut-
verk sem eru hvorki stór né sérlega
spennandi. Söngatriðin byggjast öll
á gömlum slögurum frá áttunda og
níunda áratugnum. Það er ekki
spurning að foreldrar eigi eftir að
njóta þeirra betur – alla vega á öðr-
um forsendum – en það er um að
gera að kynna Queen og fleiri snill-
inga fyrir ungdómnum.
Á heildina litið er þetta eiginlega
hallærisleg mynd, en svo vinalega
hallærisleg að gaman er að.
Heillandi Ella
– og hallærisleg?
KVIKMYNDIR
Regnboginn og Smárabíó
Leikstjóri: Tommy O’Haver. Handrit:
Laurie Craig eftir skáldsögu Gail Carson
Levine. Kvikmyndataka: John De Bor-
man. Aðalhlutverk: Anne Hathaway,
Hugh Dancy, Cary Elwes, Vivica A. Fox,
Joanna Lumley, Aidan McArdle og Minnie
Driver. 95 mín. BNA. Miramax 2004.
ELLA ENCHANTED / ELLA Í ÁLÖGUM
Hildur Loftsdóttir
Indæla Ella er hallærislega heill-
andi að mati Hildar Loftsdóttur.
Nýr og betriHverfisgötu 551 9000
Sýnd kl. 10. B.i. 16.
HP
Kvikmyndir.com
„Gargandi snilld“
ÞÞ FBL
„Öllum líkindum besta
skemmtun ársins“
HL MBL
„Algjört Kill Brill“
ÓÖH DV Skonrokk
FRÁ HANDRITSHÖFUNDI PANIC ROOM
BYGGÐ Á SÖGU STEPHEN KING
Ó.H.T Rás2
www .regnboginn.is
Sýnd kl. 4 og 6. Íslenskt tal.
Sýnd kl. 4, 5.30, 8 og Powersýning kl. 10.30.
www.laugarasbio.is
Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 16 ára.
Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 16 ára.
Dóttur valdamesta manns í heimi er rænt getur
aðeins einn maður bjargaðhenni. Frábær
spennumynd frá leikstjóranum og
handritshöfundinum David Mamet.
l í i i
i i j i.
l i j
i i i .
Sýnd kl. 4, 6 og 8. Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16.
Æðisleg ævintýramynd
fyrir alla fjölskylduna
með Anne Hathaway
úr Princess Diaries!
Sýnd kl. 2.30, 4, 5.30, 7, 8.30, 10 og Powersýning kl. 11.30.
Svakaleg stórmynd um náttúruhamfarir í sinni
mögnuðustu mynd sem stefna öllu lífi á jörðinni í
hættu. Þvílíkt sjónarspil hefur aldrei áður sést
á hvíta tjaldinu! Missið ekki af þessari.
HEIMSFRUMSÝNING
Léttöl
Kvikmyndir.com
ELLA
Í ÁLÖGUM
Powersýningá stærsta THX tjaldilandsinskl. 10.30Í Laugarásbíó
Að breyta fortíðinni
getur haft óhugnalegar
afleiðingar fyrir
framtíðina. Svakalegur
spennutryllir sem fór
beint á toppinn í USA.
DV
Ó.H.T Rás2