Morgunblaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞJÓÐARATKVÆÐI Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í viðtali í Kastljósinu í gær- kvöld að ekki yrði komist hjá þjóð- aratkvæðagreiðslu eftir að forseti Íslands synjaði fjölmiðlalögum stað- festingar í gær. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að fá lögfróða menn til að fara yfir stöðuna og veita ráðleggingar um framhald málsins. Tenet sagði af sér George Tenet, yfirmaður CIA, bandarísku leyniþjónustunnar, sagði af sér í gær og virðist afsögnin hafa komið flestum í opna skjöldu. Tenet hefur hins vegar legið undir ámæli vegna þeirra upplýsinga, sem stofn- unin lagði fram um gereyðingar- vopnaeign Íraka en þau hafa ekki fundist enn. Þá hefur hún einnig ver- ið sökuð um andvaraleysi í sambandi við hryðjuverkin 11. sept. 2001. George W. Bush Bandaríkjaforseti fór fögrum orðum um Tenet í gær en sumir telja hugsanlegt, að hann hafi verið neyddur til að láta af embætti. Talsmaður Hvíta hússins neitar því. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 36 Viðskipti 16 Minningar 36/44 Úr verinu 16 Brids 45 Erlent 17/19 Kirkjustarf 47 Höfuðborgin 21 Bréf 48 Akureyri 22 Dagbók 50/51 Suðurnes 23 Staksteinar 50 Austurland 24 Íþróttir 52/55 Landið 24 Leikhús 56 Daglegt líf 25 Fólk 56/61 Listir 26/28 Bíó 58/61 Umræðan 29/31 Ljósvakamiðlar 62 Forystugrein 32 Veður 63 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport- @mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Á SUNNUDAGINN  Umboðsmaður Alþingis  Sýning Þorvaldar Þorsteinssonar  Austurlenskur grillréttur Jóa Fel  Flottir sportbílar  Álfar og huldufólk út um allan heim  Gönguferð um Alpana  Róttæk og djörf hönnun á Sanderson  Sólgleraugu sumarsins Sunnudagur 06.06.04 DÝRINDIS NAUTALUND, HUMAR OG GRÆNMETI MEÐ AUSTURLENSKU ÍVAFI Á GRILLINU HEIMA HJÁ JÓA FEL OG UNNI UMBOÐSMAÐUR OKKAR TRYGGVI GUNNARSSON Snerpa og kraftur heilla: Gamlir og nýir sportbílar af ýmsum gerðum og stærðum eru stolt eigenda sinna Kynningar – Morgunblaðinu fylgir Sjó- mannadagsblaðið. Morgunblaðinu fylgir einnig auglýsingablaðið Ingvar Helgason – Í góðum gír. ÞINGVALLANEFND leggur m.a. til í nýrri stefnumótun um þjóðgarð- inn til næstu 20 ára að forsætisráð- herra verði reistur nýr sumarbú- staður innan þjóðgarðsins í stað Þingvallabæjar, sem verði notaður til fræðslu og upplýsinga fyrir „fróð- leiksfúsa“ ferðamenn sem fara um þinghelgina, auk aðstöðu fyrir þjóð- garðsvörð og presta. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær leggur Þingvallanefnd til að breyta forsendum hótelrekstr- ar í Valhöll. Í stefnumörkunar- skýrslu segir að endurskoða þurfi hótelreksturinn með tilliti til við- halds hússins, árstíðasveiflu í gesta- fjölda og tæknilegra atriða, t.d. frá- rennslis. Dregið verði úr hótel- rekstrinum en áhersla lögð á að í Valhöll verði unnt að fá keyptar veit- ingar, auk þess sem hugað verði að aðstöðu fyrir Alþingi og ríkisstjórn til að koma saman til funda og aðra sem kjósi að efna þar til málþinga eða mannamóta. Húsakostur verði lagaður að þessari starfsemi án þess að tekið sé fyrir gistiaðstöðu. Björn Bjarnason, formaður Þing- vallanefndar, minnir á að nefndin leggi einungis fram tillögur og mark- mið í þessari stefnumörkun. Nefndin muni ekki standa fyrir einstökum framkvæmdum, heldur sé það t.d. forsætisráðuneytisins að taka ákvarðanir um mögulega nýjan bú- stað forsætisráðherra innan þjóð- garðsins. Vísar Björn að öðru leyti til skýrslu nefndarinnar, hann hafi engu við einróma samþykktar tillög- ur hennar að bæta. Tillaga Þingvallanefndar í stefnumörkun til ársins 2024 Nýr bústaður verði reistur fyrir forsætisráðherra BIFREIÐIN á Íslandi á 100 ára afmæli um þessar mundir. Af því tilefni heldur Fornbílaklúbbur Ís- lands sýningu í Laugardalshöll sem hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Sýndir verða 65 bílar af öllum stærðum og gerðum, bílar frá árinu 1904 til ársins 1974. Sævar Pétursson, formaður Fornbílaklúbbs Íslands, segir að mikið verði af glæsilegum bif- reiðum á sýningunni og að ein- hverjar af glæsikerrunum eigi eftir að koma á óvart. Sýningin hefst klukkan 17 í dag og henni lýkur klukkan 21 á sunnudags- kvöld. Morgunblaðið/ÞÖK Björn Ólafsson pússar Chevrolet Bel Air ’56 bíl sinn fyrir fornbílasýninguna. Afmælissýning fornbíla Tveggja ára fangelsi fyr- ir íkveikju HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær þrjá menn, þá Guðjón Þór Jónsson, Ívar Björn Ívarsson og Sigurð Ragnar Kristinsson, í tveggja ára fangelsi fyrir brennu, en þeir helltu bensíni úr tveimur fimm lítra brúsum yfir tröppur, veggi og and- dyri húss í Laugardal og kveiktu í. Taldi héraðsdómur að mennirnir hefðu með þessu stofnað mannslífum í háska og valdið hættu á yfirgrips- mikilli eyðingu á eignum. Eldurinn uppgötvaðist fljótlega og tókst að slökkva áður en hann breiddist út. Tveir mannanna eru á þrítugs- aldri, og einn á fertugsaldri. Þeir ját- uðu að hafa keypt tvo fimm lítra bensínbrúsa og hellt úr þeim á veggi og tröppur hússins sem um ræðir og borið eld að. Ætlun þeirra hafi verið að hræða húseiganda, en þeir Guð- jón og Sigurður höfðu átt í illdeilum við hann. Töldu þeir engan vera heima, en karlmaður og kona voru sofandi í húsinu þegar þetta gerðist, fyrir níu að morgni dags. Dæmdir til að borga fébætur Í dómnum segir, að ákærðu hafi hlotið að sjá fyrir að með því að hella tíu lítrum af bensíni yfir tröppur, veggi og í anddyri hússins og bera eld að, stofnuðu þeir mannslífum í háska og ollu hættu á yfirgripsmikilli eyðingu á eignum. Auk fangelsisdómsins voru þre- menningarnir dæmdir til að greiða manninum og konunni, sem voru í húsinu, 300 þúsund krónur hvoru í bætur. Þá voru þeir dæmdir til að greiða Tryggingamiðstöðinni rúmar 1,3 milljónir króna í bætur. RÍKISSTJÓRNIN hefur tekið ákvörðun um að gera nýjan samning um kynningu á Íslandi vestan hafs undir merkjum Iceland naturally. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra kynnti þessa ákvörðun á árs- fundi Iceland naturally sem nú stendur yfir í Washington. Gert er ráð fyrir að nýr samningur verði til næstu fjögurra ára. Samn- ingurinn er á milli samgönguráðu- neytisins og átta íslenskra fyrir- tækja sem selja vörur og þjónustu vestan hafs. Hefur fimm milljónum Banda- ríkjadala eða tæpum 400 milljónum króna verið varið til kynningarinnar á samningstímanum. Nýr samningur um Ís- landskynningu vestan hafs DRENGUR á fimmtánda ári hrapaði um tíu metra niður snarbratta hlíð skammt frá Spröngunni í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum barst til- kynning um slysið kl. 11.20. Hópur nemenda úr grunnskóla bæjarins var við leik á svæðinu þegar óhappið varð. Drengur- inn var fluttur á sjúkrahús og var í kjölfarið ákveðið að senda hann til Reykjavíkur til frekari rannsókna. Í gærkvöldi hafði drengurinn verið fluttur á al- menna deild á Barnaspítala Hringsins við Hringbraut, og var líðan hans stöðug og eftir atvikum góð, að sögn læknis. Drengur hrapaði 10 metra Veitan á skipulag Ásahreppur og Skeiða- og Gnúp- verjahreppur munu setja Norð- lingaölduveitu á aðalskipulag sitt í kjölfar samkomulags við Lands- virkjun. Sömuleiðis mun sam- vinnunefnd um svæðisskipulag miðhálendisins gera breytingar. Ákært í l íkfundarmáli Grétar Sigurðsson, Jónas Ingi Ragnarsson og Tomas Malakauskas hafa verið ákærðir fyrir að hafa staðið að innflutningi á metamfet- amíni, brot gegn lífi og líkama og ósæmilega meðferð á líki Vaidasar Juceviciusar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.