Morgunblaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. EMBÆTTI ríkissaksóknara hefur gefið út ákæru á hendur Grétari Sigurðssyni, Jónasi Inga Ragnars- syni og Tomasi Malakauskasi fyrir að hafa staðið að innflutningi á 223,67 grömmum af metamfetam- íni sem Vaidas Jucevicius flutti hingað til lands innvortis 2. febrúar sl. Einnig er þremenningunum gefið að sök brot gegn lífi og lík- ama skv. 1. mgr. 221 gr. almennra hegningarlaga fyrir að koma Vaid- asi ekki til hjálpar í lífsháska eftir að hann veiktist vegna stíflu í mjógirni, af völdum fíkniefna- pakkninga, sem leiddi hann til dauða að morgni 6. febrúar. Varðar sú sök allt að 2 ára fangelsi. Þá er ákærðu gefin að sök ósæmileg meðferð á líki Vaidasar skv. 1. mgr. 124. gr. hegningarlaga, með því að hafa flutt líkið austur til Neskaupstaðar þar sem ákærðu sökktu líkinu í sjó. Í lögunum segir að ef nokkur raskar grafarhelgi eða gerist sekur um ósæmilega meðferð á líki, þá varði það sektum eða fangelsi allt að 6 mánuðum. Ákæra og málsskjöl hafa verið send Héraðsdómi Reykjavíkur. Ákæra á hendur þremur mönnum BÁTASMIÐJAN Trefjar hf. í Hafnarfirði hefur nú selt nærri 20 báta af gerðinni Cleopatra til Bret- landseyja á undanförnum árum og á sjávarútvegssýningu sem haldin var í Glasgow í Skotlandi dagana 20.–22. maí sl. fékk fyrirtækið pantanir í sex nýja báta. Högni Bergþórsson, tæknilegur fram- kvæmdastjóri Trefja, segir bátana hafa slegið í gegn á Bretlandseyj- um, sérstaklega við humar- og krabbaveiðar. Hann segir bátana hafa reynst vel til gildruveiða og þeir orðnir mjög eftirsóttir. „Við höfum til dæmis afgreitt þessa báta með sérstökum búnaði til að halda humrinum lifandi um borð sem hefur mikið að segja um verð- mæti hans. Bátarnir þykja sömu- leiðis mjög góðir sjóbátar og menn hafa einnig hrifist af vinnuhagræð- ingu sem felst í góðu skipulagi veiðibúnaðar á dekki,“ segir Högni. Íslenskir bátar vin- sælir í Bretlandi  Sex pantanir/16 MÁL efnahagsbrotadeildar ríkis- lögreglustjóra gegn aðalféhirði Landssímans og fjórum öðrum sak- borningum var dómtekið í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gærkvöldi að lokinni munnlegum málflutningi. Ákæruvaldið krafðist fangelsis- refsingar yfir ákærðu, en verjendur allra sakborninga nema aðalsak- borningsins, Sveinbjörns Kristjáns- sonar, sem játað hefur sök, krefjast sýknu. Saksóknari sagði brot Svein- björns margslungin og dulin fyrir starfsmönnum Landssímans en við ákvörðun refsingar ætti að líta til samvinnufýsi hans. Þá yrði að taka tillit til þess að um stærsta mál þessarar tegundar sé að ræða við ákvörðun refsingar. Frásögn ákærða talin ótrúverðug Frásögn Sveinbjörns var í mörg- um atriðum afar ótrúverðug og ótraust, að mati saksóknara. Verj- andi hans krafðist vægustu refs- ingar sem lög leyfa, en allt að sex ára fangelsi liggur við fjárdráttar- brotum skv. almennum hegningar- lögum. Verjendur meðákærðu sögðu skjólstæðinga sína ekki hafa haft vitneskju um að féð sem dreift var til þeirra var illa fengið, en þau eru ákærð fyrir hylmingu og peninga- þvætti. Dómur verður kveðinn upp í mál- inu hjá Héraðsdómi Reykjavíkur hinn 23. júní. Landssímamálið dómtekið  Verjendur/10 og 11 VORHÁTÍÐ Stakkaborgar við Bólstaðarhlíð var haldin í góð- viðrinu í gær. Þar litu til dæmis Mikki refur og Lilli klifurmús inn í heimsókn og sjá mátti að krakk- arnir kunnu vel að meta að fá svo fræga skógarbúa í heimsókn til sín. Einnig var hoppukastali í garðinum og grillaðar pylsur of- an í mannskapinn. Margir for- eldrar sáu sér fært að mæta og taka þátt í gleðinni. Morgunblaðið/Ómar Mikki og Lilli litu við í Stakkaborg ÁSAHREPPUR og Skeiða- og Gnúpverjahreppur munu setja Norðlingaölduveitu í Þjórsárver- um inn á aðalskipulag sitt og aug- lýsa það í sumar í kjölfar sam- komulags sem náðst hefur milli sveitarfélaganna og Landsvirkj- unar. Sömuleiðis mun samvinnu- nefnd um svæðisskipulag miðhá- lendisins gera breytingar og kynna þær í sumar. Aðalsteinn Guðmundsson, odd- viti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, segir hreppsnefndina hafa á end- anum samþykkt framkvæmdina, sérstaklega þar sem Eyvafen sleppur nær alveg miðað við nýj- ar mælingar. Samkomulagið var samþykkt einróma í hreppsnefnd á þriðjudag. Loks komist að samkomulagi Agnar Olsen, yfirmaður fram- kvæmdasviðs Landsvirkjunar, segir að með þessu samkomulagi við Ásahrepp og Skeiða- og Gnúpverjahrepp sé loks lokið ára- tuga löngum deilum um þessa framkvæmd, en mikilvægt sé að sátt verði um framkvæmdina. Umsamin lónhæð verður 566 metrar yfir sjávarmáli að sum- arlagi, en 567,5 metra rekstrar- hæð að vetrarlagi. Segir Agnar þá lónhæð vera lágmarkshæð og með þessari niðurstöðu eigi lónið ekki að hafa áhrif inn í Eyvafen, og nú verði sett af stað skipulags- vinna í samræmi við samþykkt- ina. Samkomulag um framkvæmdir við Norðlingaölduveitu Sveitarfélögin setja veituna á skipulag  Samkomulag/6 NORRÆNU útvarpsleikhúsverðlaunin voru afhent í gær í Norræna húsinu. Það var Svefnhjólið, leikgerð Bjarna Jóns- sonar og hljómsveitarinnar múm eftir skáldsögu Gyrðis Elíassonar, sem hlaut verðlaunin en þetta er í 5. sinn sem þau eru afhent. Það eru leiklistardeildir rík- isútvarpsstöðvanna í Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og Íslandi sem standa að verðlaununum og nema þau 70 þúsund norskum krónum. Hver stöð tilnefnir eitt verk til verðlaunanna sem dómnefnd velur síðan úr. Formaður dómnefndarinnar, Magnus Florin, leiklistarstjóri sænska útvarpsins, afhenti Bjarna verðlaunin og sagði að Svefnhjólið „væri ferðalag milli draums og veruleika, lífs og dauða, ævintýrs og sögu. Hljóð, texti og tónlist vinna saman í fjölþættri frásögn þar sem áheyrandinn er staddur í spennandi og framandi um- hverfi.“ Bjarni Jónsson sagði að verðlaunin væru mikill heiður fyrir þau sem stóðu að verkefninu, þar sem samkeppnin væri mikil og í raun væri ólíku saman að jafna þegar leiklistardeild RÚV væri borin sam- an við leiklistardeildir ríkisútvarpsstöðv- anna á Norðurlöndunum. „Þetta er einnig heiður og hvatning fyrir íslenska rík- isútvarpið sem aldrei áður hefur hlotið þessi verðlaun og er jafnframt eina út- varpsstöðin á Íslandi sem framleiðir leikið efni.“ Svefnhjólið var að sögn Bjarna unnið þannig að eftir að hann hafði skrifað handritið hafði hann samband við múm og falaðist eftir samstarfi við þau. Svefnhjólið hlutskarpast Morgunblaðið/Golli Bjarni Jónsson tekur við verðlaunum af Magnus Florin, formanni dómnefndar. Norrænu útvarpsleikhús- verðlaunin afhent KASSI með um 7 kg af dínamíti fannst á lofti gamallar tréskemmu sem starfsmenn Stykkis- hólmsbæjar voru að rífa í fyrradag. Dínamítið var í plastpokum og var nítróglyserin farið að leka úr því en sennilega hefur sprengiefnið legið á skemmuloftinu í um þrjá áratugi. Ólafur Guðmundsson, yfirlögregluþjónn á Snæfellsnesi, segir að starfsmennirnir hafi komið með dínamítið á lögreglustöðina, en þeir hafi verið gerðir afturreka enda um mikla sprengihættu að ræða. Var sprengiefninu komið fyrir í gamalli námu í Berserkjahrauni í nágrenni bæjarins og voru kallaðir til sprengjusérfræðingar frá embætti ríkislög- reglustjóra sem gerðu sprengiefnið óvirkt. Mjög hættulegt Ólafur segir, að vitað sé að aðili sem notaði skemmuna hafi verið með sprengiefnaleyfi en um þrír áratugir séu frá því sá notaði sprengi- efni. Líklegast sé að kassinn hafi gleymst á skemmuloftinu. Ólafur segir að gamalt sprengiefni sem þetta sé mjög hættulegt og hugsanlega hefði kassinn getað sprungið við það eitt að falla á gólf. Fundu 7 kíló af dínamíti í tréskemmu Kassinn með dínamítinu hefði getað sprungið við það eitt að falla á gólf, að sögn lögreglu. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.