Morgunblaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. HVAÐA ÖRYGGI VAR ÓGNAÐ? Áratugum saman hafa þeir, sem áannað borð hafa talið að forsetiÍslands hefði þann rétt að skjóta lögum til þjóðaratkvæða- greiðslu samkvæmt 26. grein stjórn- arskrárinnar, litið svo á að þar væri um nokkurs konar neyðarrétt að ræða, sem hugsanlega mætti beita ef afar sérstakar aðstæður kæmu upp í stjórnkerfinu. Þannig segir Ólafur Jóhannesson, lagaprófessor og síðar forsætisráð- herra, í grundvallarriti sínu Stjórn- skipan Íslands, sem fyrst kom út 1960 og vitnað var til hér í blaðinu í gær: „Við óvenjulegar aðstæður er og hugs- anlegt, að forseti neyti hins formlega valds síns í ríkari mæli en ella, án þess að slíkt verði talið brot á stjórnskip- unarlögum. Það ber að hafa í huga, að þó að forsetastaðan sé hér á landi fyrst og fremst táknræn tignarstaða, er forsetinn jafnframt einskonar ör- yggi í stjórnkerfinu, og getur komið til hans kasta, ef stjórnarkerfið að öðru leyti verður óstarfhæft.“ Í svipaðan streng tók Bjarni Bene- diktsson, sem einnig var bæði lagaprófessor og forsætisráðherra og átti sæti í nefndinni, sem samdi tillög- urnar að stjórnarskrá lýðveldisins. Hann sagði í viðtali hér í blaðinu fyrir forsetakosningarnar 1968: „Í stjórn- arskránni er forsetanum að nafni eða formi til fengið ýmislegt annað vald, þar á meðal getur hann knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lagafrum- varp með því að synja frumvarpinu staðfestingar. Þarna er þó einungis um öryggisákvæði að ræða, sem deila má um, hvort heppilegt hafi verið að setja í stjórnarskrána. Aldrei hefur þessu ákvæði verið beitt og sannast sagna á ekki að beita því, þar sem þingræði er viðhaft.“ Núverandi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur sjálfur sagt: „Þótt forseti Íslands hafi samkvæmt stjórnarskrá heimild til að vísa lögum til þjóðaratkvæðagreiðslu verður að gæta ýtrustu varkárni og rök vera ótvíræð þegar því valdi er beitt.“ Þessi „ótvíræðu rök“ er ekki að finna í yfirlýsingu þeirri, sem Ólafur Ragnar gaf út í fyrradag er hann synj- aði lögunum um eignarhald á fjölmiðl- um staðfestingar. Er stjórnkerfið óstarfhæft? Hefur verið brotið gegn stjórnskipan landsins eða grundvall- armannréttindum? Er fullveldi ríkis- ins í hættu? Er ástæða til að vefengja starfshætti Alþingis, þannig að forset- anum sé það nauðugur kostur að ganga gegn þingræðinu og neita að staðfesta lög, sem samþykkt eru með meirihluta á löglega kjörnu þingi? Hvaða öryggi var ógnað, þannig að forsetinn sæi sig tilneyddan að grípa til öryggisákvæðis, sem aldrei hefur áður verið beitt? Engin svör við þessum spurningum er að finna í yfirlýsingu forsetans, sem þó hefði mátt telja eðlilegt þegar rök- styðja átti jafnafdrifaríka ákvörðun. Meginefnisröksemd Ólafs Ragnars Grímssonar er að það sé gjá á milli vilja þings og þjóðar í málinu. Eins og bent hefur verið á, hefur oft áður virzt mikill skoðanamunur á milli þings og þjóðar, án þess að forseti lýðveldisins hafi séð ástæðu til að grípa til öryggis- ákvæðisins. Í þessu ljósi hljóta menn líka að spyrja hvort það sé boðlegt að eftir að hafa gefið út yfirlýsingu með jafnrýr- um efnisrökum, neiti forsetinn að svara spurningum fréttamanna um hana og það sé síðan gefið út, þar sem hann kemur fram opinberlega, að hann svari engum spurningum. Fólk hlýtur að vænta meiri rökstuðnings frá forsetanum, fyrst hann telur sig knúinn til að grípa til neyðarréttar síns. SKÝRARI LAGATEXTI Jón Steinar Gunnlaugsson hæsta-réttarlögmaður og prófessor, skrifaði grein hér í blaðið sl. þriðjudag, sem hófst með þessum orðum: „Það hefur verið afar áberandi í seinni tíð, hversu alls konar lögfræði- leg álitamál eru orðin snar þáttur í átökum á vettvangi stjórnmálanna. Það kemur varla svo upp deilumál, að ekki þurfi að leita til lögfræðinganna um álit.“ Þetta er rétt lýsing hjá Jóni Steinari. Raunar eru þrætur á milli lögfræðinga um hvernig beri að skilja einstaka lagatexta orðnar hvimleiðar og þreyt- andi. Jafnframt fer ekki á milli mála, að lögfræðingar teygja sig sífellt lengra út fyrir lagatextann sjálfan í túlkun hans. Stundum má sjá lögskýringar, sem virðast ekki í nokkru skynsamlegu samhengi við texta laganna eða stjórn- arskrár. Það er umhugsunarefni, hvað valdið hefur þessari þróun. Hefur laga- kennslan við lagadeild Háskóla Íslands af einhverjum ástæðum þróast í þessa átt? Eru dómstólar farnir að ganga lengra í túlkun laganna en góðu hófi gegnir? Það getur ekki verið, að hægt sé að túlka einstakar lagagreinar á þann veg, að nánast ekkert samhengi sé á milli túlkunar og lagatexta. Það þýðir ekki að deila við dómarann og það þýðir heldur ekki að deila við lögfræðinga, sem í sumum tilvikum kunna að teygja sig langt í lagatúlkun í þágu skjólstæðinga sinna. Leiðin til þess að takast á við þetta vandamál og draga úr möguleikum lög- fræðinga til þess að túlka ákvæði stjórnarskrár og laga langt út fyrir það, sem heilbrigð skynsemi segir okk- ur að standist er augljóslega sú, að Al- þingi leggi meiri vinnu í lagasmíðina. Lögin sjálf þarf að skrifa skýrar og ít- arlegar til þess að lögfræðingar og aðr- ir fái ekki tækifæri til að túlka lögin langt út fyrir það, sem þeir í raun hafa nokkra heimild til. Hið sama á við um stjórnarskrána. Nú fara fram að mörgu leyti furðulegar umræður um hvernig eigi að skilja stjórnarskrána og t.d. stöðu forseta Íslands samkvæmt henni. Þá liggur beint við að lögð verði vinna í að endurskoða stjórnarskrána og gera það á þann veg, að texti hennar gefi ekki færi á þeim mismunandi túlk- unum á efni hennar, sem nú vaða uppi. Til þess að Alþingi geti sent frá sér betur unnin lög þarf þingið að hafa fleiri starfsmenn til þess að undirbúa löggjöfina. Þingið sjálft hefur fjárveit- ingavaldið í sínum höndum og því eru hæg heimatökin. Óvissa ríkir um hvort forsetinn hafi valdtil þess að synja lögum staðfestingareða hvort það vald er hjá ráðherra.Það gæti hins vegar verið pólitískt skynsamlegt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu óháð því hvort menn telji forsetann hafa synj- unarvald eða ekki. En hvernig sem á málin er litið hefur forseti með því að neita í fyrsta sinn að staðfesta lög gerbreytt eðli forsetaembætt- isins með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þetta var meðal þess sem kom fram á málfundi Sam- bands ungra sjálfstæðismanna um forsetaemb- ættið í gær þar sem dr. Hannes Hólmsteinn Giss- urarson, Ingvi Hrafn Óskarsson og Birgir Tjörvi Pétursson héldu erindi. Staða forseta ótrygg ef frumvarpið verður samþykkt Í erindi Hannesar Hólmsteins kom fram að hann teldi bæði rök Þór Vilhjálmssonar, fyrr- verandi hæstaréttadómara, sem og rök Sig- urðar Líndals um synjunarvald forseta vera sterk. En hvort sem málsskotsrétturinn væri hjá forsetanum, eins og Sigurður telji eða hjá ráð- herra, eins og Þór telji, væri eðlilegt að hugsa sér málsskotsrétt þjóðarinnar, þ.e. að þriðj- ungur kjósenda gæti krafist þjóðaratkvæða- greiðslu um lagafrumvörp. Hannes sagði for- setaembættið hafa verið táknræna tignarstöðu og meginreglu íslenskrar stjórnskipunar vera þingræðisregluna. Hannes sagði það sína skoð- un að fjölmiðlafrumvarpið væri ekki nógu stórt mál til að réttlæta málsskot miðað við ýmis önn- ur mál. Þá hafi það einnig verið óheppilegt vegna náinna fjárhagslega tengsla forsetans við þá sem telji að frumvarpið bitni á sér. Hannes benti hins vegar á að jafnvel þótt stjórnin myndi tapa atkvæðagreiðslu væri ekkert því til fyr- irstöðu að hún gæti setið áfram, það hefðu stjórnir t.d. Noregs og Svíþjóðar gert eftir at- kvæðagreiðslur um Evrópusamband og evruna. Ef forseti tapaði hins vegar í atkvæðagreiðsl- unni væri staða hans mjög ótrygg. Fordæmalaus ákvörðun forsetans Ingvi Hrafn ræddi um tilgang forsetaembætt- isins og sagði m.a. að sér virtist frumvarpið, sem forsetinn hefði synjað að staðfesta, ekki vel til þ b v o a e s þ r v h b s h h i þ o k v é h h l Umræður um synjunarvald forseta og eðli forsetaem Frumvarp ekki nógu mál til að réttlæta má Davíð Oddsson forsætis-ráðherra sat fyrir svör-um í Kastljósi Ríkis-sjónvarpsins í gærkvöld. Hann sagðist vera þeirrar skoðun- ar að boða verði til þjóðaratkvæða- greiðslu um fjölmiðlalögin og að nefnd sérfróðra manna yrði skipuð til að fjalla um hvernig eðlilegt væri að standa að atkvæðagreiðslunni. Hann sagði að ríkisstjórnin muni ekki setja neina peninga í kosn- ingabaráttu að öðru leyti en því að senda lögin heim til kosningabærra manna. Davíð sagði allt benda til að for- seti væri með synjun sinni að ganga erinda fyrirtækis frekar en þjóð- arinnar og að hann væri ekki ánægður með að þessu umdeilda ákvæði sé beitt í fyrsta skipti í sög- unni af ekki stærra tilefni. Eðlilegra að ræða á ríkisráðs- fundi en blaðamannafundi Davíð sagði að forseti hafi átt við hann um 20 sekúndna samtal um hálftíma áður en blaðamannafund- ur hófst þar sem Ólafur Ragnar til- kynnti ákvörðun sína. Forsætisráðherra sagði að hann hefði talið eðlilegra að forseti hefði boðað til ríkisráðsfundar til að ræða þessi mál, en að kynna ákvörðun sína á blaðamannafundi. „Í heila viku eftir að málið er samþykkt er þingið að störfum. Forseti hefði þá, því hann er þess vegna búinn að ákveða þetta fyrir, eins og maður sá á þessari grein- argerð á þessum blaðamannafundi og öllu þessu sem gert var, hefði hann að sjálfsögðu átt að hafa sam- band við þingið og láta vita af því að það stæði til að fara í þessa aðgerð þannig að þingið hefði þá getað brugðist við,“ sagði Davíð í Kast- ljósinu í gærkvöldi, þingið hefði t.d. getað undirbúið lög fyrir þjóðarat- kvæði. „Ég segi nú líka, menn hafa kall- að þetta tímamót í íslenskri stjórn- skipan, ég vil nú ekki kalla þetta svo virðulegu nafni, en ef það væri nú svo hefði ég haldið að slíkur at- burður hefði átt að gerast á rík- isráðsfundi, þar sem ráðherrarnir hefðu haft tóm til að segja skoðun sína á málinu og færa það til bókar, en ekki á blaðamannafundi. Þetta er gert á blaðamannafundi, ekki ríkisráðsfundi. Ég hef ekki einu sinni enn þá fengið lögin sem er al- veg furðulegt. Þannig að þetta hef- ur allt mjög undarlegan brag sem einhvern tímann þarf nú að útskýra betur,“ sagði Davíð. „Ég ekki ánægður með að þessu umdeilda ákvæði skuli allt í einu beitt núna, af ekki stærra tilefni. Ég myndi halda að eftir 60 ára svefn, dauðasvefn yfir þessu ákvæði, sem mjög umdeilt er, þá hefði það verið notað af einhverju öðru tilefni heldur en þessu. Það verð ég að segja alveg eins og er. Þetta kemur mjög á óvart því þetta er ekki mál sem er stórkostlegt hagsmunamál fyrir fólkið í land- inu,“ sagði Davíð og nefndi að ann- að væri uppi á teningnum ef til stæði að leiða dauðarefsingu í lög eða ganga í Evrópusambandið og allir stjórnmálaflokkar sem hefðu lofað atkvæðagreiðslu um það hefðu svikið það. „Við höfum ekki haft kvæðagreiðslu, raunverul við vorum að greiða atk það að Ísland væri fullva stætt ríki. Og að leggja þ fjölmiðlamál, að jöfnu við þ mér eiginlega alveg óútsk enda kom það öllum á óv mér og þjóðinni,“ sagði bætti við að þó að fjölmi mikinn hávaða út af þe telji hann að hávaðamæ ekki að stýra því hvort for festi lög eða ekki. Verða að finna flöt til a þjóðaratkvæðagrei Davíð sagðist telja rök hjálmssonar lögfræðings u seti hafi ekki þetta neitun því sé hann að brjóta stjó með því að synja fjölmiðla samþykkis stórkostlega og athyglisverð. Fleiri lög ar hefðu hallast að því a hafi synjunarvaldið, en Da að ekki væri hægt að l manna saman og því væri ekki endilega merkilegr sagði að óvarlegt væri að túlka 26. grein stjórnar sem kveður á um synjun ekki eftir orðanna hljóða verði að telja að forseti ha til að synja lögum staðfest „Þannig ég er þeirrar s og deili skoðun minni með Ásgrímssyni að við verðum einhvern flöt á því að far Forsætisráðherra um væntanlega atkvæð Ríkisstjórnin setja fé í kosni Davíð Oddsson telur að eðlilegra hefði ver- ið að forseti Íslands hefði tilkynnt að hann hygðist ekki staðfesta fjölmiðlalögin á rík- isráðsfundi en á blaðamannafundi eins og hann gerði. Forseti tilkynnti forsætisráð- herra í um 20 sekúndna löngu símtali hálf- tíma fyrir blaðamannafundinn að hann hygðist synja lögunum staðfestingar. Davíð Oddsson forsætisrá varpsins í gærkvöldi vegn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.