Morgunblaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 25
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2004 25 Efnalaug og fataleiga Garðabæjar Garðatorgi 3 • 565 6680 www.fataleiga.is ÚTSALA á glæsilegum samkvæmis kjólum Keyrum Ísland áfram! Glæsilegir hópferðabílar með öllum búnaði fyrir minni og stærri hópa ! w w w . h o p f e r d i r . i s Xylitol er notað í stað sykurs. fyrir þá sem hugsa um heilsuna Fæst í heilsubúðum www.xylitol.is Hollt Í bakstur og matargerð Verndar tennur Verndar gegn beinþynningu Xylitol 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s Einkennin hjá þeim sem eru með of-næmi fyrir frjókornum birkis, grasaeða súru eru þegar farin að geravart við sig en mikið af birkifrjói er farið að fjúka um landið um þessar mundir. Ofnæmi fyrir grasfrjói er þó algengara en birkiofnæmi hér á landi en grasfrjóið er venju- lega í hámarki seinni hluta júlímánaðar og í ágúst. Þeir sem eru með ofnæmi fyrir grasi eru þó strax farnir að finna fyrir einkennum og má kenna góðu tíðarfari um það, að sögn Davíðs Gíslasonar læknis, sérfræðings í ofnæm- issjúkdómum. Því um leið og byrjað er að slá grasið finna þeir sem hafa ofnæmi fyrir gras- frjói fyrir einkennum, vegna uppgufunar úr heyinu. Ferðalög og frjómagn í lofti Tímabil birkifrjókornanna er venjulega frá 20. maí og fram í byrjun júní en grasfrjó eru í lofti frá því í júní en eru í hámarki seinni hluta júlí og í ágúst. Davíð segir mjög mikilvægt að huga að frjómagni í lofti þegar þeir sem þjást af ofnæmi skipuleggja sumarleyfið. „Það er aldrei nóg brýnt fyrir fólki að það er óskynsamlegt fyrir fólk með gróðurofnæmi að fara til útlanda á vorin, því utan Íslands eru einkennin yfirleitt mánuði fyrr á ferðinni. Margir spilla því fyrir sér sumarfríinu með því að fara út að vori og koma svo heim þegar grastímabilið er að hefjast hér á landi. Fyrir þá sem hyggja á utanlands- ferðir eitthvað suður á bóginn er því langskyn- samlegast að fara seinni hluta sumars í frí, til dæmis í ágúst eða seinni hluta júlí.“ Frjóspá eins og veðurspá Að sögn dr. Margrétar Hallsdóttur hjá Nátt- úrufræðistofnun hefur birkifrjó í lofti mælst samfellt frá 14. maí og tók nokkurt stökk 23. maí. Í fyrra var birkið um viku fyrr á ferðinni og var það metár hvað magn varðar. Eitt og eitt grasfrjó er farið að mælast í lofti núna en Mar- grét segist búast við að þau fari að mælast fyrstu viku júní, þar sem háliðagras er sums staðar þegar „skriðið“, þ.e. blómöx eru komin. Margrét hefur haft umsjón með mælingum á frjókornamagni í lofti hér á landi frá árinu 1988, þegar þær hófust. Tölur hafa verið birtar eftir á, a.m.k. síðustu ár, bæði í textavarpi og á Netinu. Hér á landi hefur hins vegar ekki verið gerð frjókornaspá eins og víða erlendis, þar sem fólk er varað við miklu frjómagni á ákveðnum svæð- um o.s.frv. Margrét segir að slíkt hafi verið rætt hér á landi og sé mögulegt, ef til komi samstarf Náttúrufræðistofnunar og Veðurstofunnar þar sem frjóspá byggist á veðurspá. Gögn frá frjó- kornamælingum í 16 ár eru einnig fyrirliggjandi hjá Veðurstofunni. Stór gleraugu gera gagn Þeir sem hafa gróðurofnæmi geta linað þján- ingarnar með því að taka ofnæmistöflur, nefúða og augndropa á frjókornatímabilinu, að sögn læknisins. „Ofnæmistöflurnar eru grunn- meðferðin því þær virka alls staðar í lík- amanum, bæði á nef og augu og kláða í gómi og nefi. Yfir hágróðurtímann þarf fólk yfirleitt líka að taka bólgueyðandi úða í nefið og augndropa. Það gildir um nefúða og töflur að það þarf að taka að staðaldri. Augndropana má nota eftir þörfum,“ segir Davíð. Hann segir að frjókornaofnæmi og linsur fari þó illa saman. „Linsur auka á viðkvæmni í slím- húðinni en gleraugun verja frekar augun. Stór gleraugu gera sitt gagn.“ Læknirinn bendir fólki sem þjáist af gróðurofnæmi á að taka lyf að staðaldri en bíða ekki eftir einkennum, t.d. í úti- legu um verslunarmannahelgi þegar grasfrjó er í hámarki. Davíð segir að ekki hafi orðið nein bylting í meðferð við ofnæmi á allra síðustu árum. „En virkni og sérhæfni ofnæmistaflnanna hefur auk- ist og þær eru því mun betri en eldri lyf, sér- staklega hvað varðar aukaverkanir eins og svefnhöfgi sem á að vera úr sögunni með þeim.“ Á Norðurlöndunum tíðkast að fólk með birki- ofnæmi fái eina sprautu áður en birkifrjókorna- tímabilið hefst. Það eru bólgueyðandi sterar með langtímaverkun í 3–6 vikur. Ein sprauta verndar því fólk gegn óþægindunum yfir allt birkitímabilið. „Hér á landi þyrfti fólk að fá a.m.k. tvær ef ekki þrjár sprautur og það teljum við ekki henta. Sérstaklega ekki ungu fólki sem þyrfti þá að vera undir áhrifum stera í langan tíma,“ segir Davíð. Ofnæmishraðlestin nær til Íslands Tíðni ofnæmis hefur farið vaxandi í yngri ald- ursflokkum hér á landi. En hjá þeim sem komn- ir eru á miðjan aldur er minna um ofnæmi hér á landi en í nágrannalöndunum. „Þar vegur birki mjög þungt. Um 15% fólks í Skandinavíu er með ofnæmi fyrir birki en ekki nema 3% hér á landi. Annað ofnæmi meðal fullorðinna Íslend- inga er líka minna en meðal fullorðinna í ná- grannalöndunum. En þetta forskot Íslendinga er horfið hjá börnunum, hjá þeim er nú jafn- mikið um ofnæmi hér og í nágrannalöndunum.“ Davíð segir að ofnæmishraðlestin svokallaða hafi sem sagt náð til Íslands. „Þessi mikla aukn- ing á ofnæmi hefur orðið eftir heimsstyrjöldina síðari í öllum löndum þar sem lífskjör eru veru- lega góð. Fyrstu áratugina náði þetta ekki til Ís- lands og Austur-Evrópu en nú er eins og við höfum náð hraðlestinni og það er tengt lífsmát- anum. Það er vitað að hreinlætið sem við búum við virðist eiga einhvern þátt í þessu því þeir sem alast upp í sveit fá síður ofnæmi. Ég er þeirrar skoðunar að sá siður að senda börn í sveit eins og gert var fram yfir 1960 hafi haft góð áhrif hvað þetta varðar,“ segir Davíð. Hann tekur undir grein á fréttavef BBC þar sem fram kemur að ekki megi skella skuldinni alfarið á aukið hreinlæti á heimilum en ekki megi mæla með minna hreinlæti. Í grein BBC kemur fram að vissulega þurfi heimili ekki að vera sótthreinsuð, ákveðið jafnvægi þurfi í heimilisþrifum líkt og öðru. Í skýrslu vísinda- manna hjá London School of Hygiene and Tropical Medicine er ályktað sem svo að aðrir þættir geti valdið aukinni tíðni ofnæmis, t.d. breytingar á mataræði og hreyfingu.  OFNÆMI Gróður- ofnæmi er meira í góðu tíðarfari Kláði í augum og koki, nef- rennsli og nefstífla. Þetta eru einkenni sem þeir sem hafa of- næmi fyrir frjókornum birkis, grasa eða súru þekkja vel. Davíð Gíslason læknir sagði Steingerði Ólafsdóttur að tíðni ofnæmis hefði farið vaxandi hjá yngri aldursflokkum. Birkiofnæmi: Birkigrein með „reklum“ þar sem frjókornin myndast og dreifast síðan með vindinum. Morgunblaðið/Árni Torfason Grasofnæmi: Grænt grasið er fallegt en getur valdið þjáningum hjá sumum. steingerdur@mbl.is TENGLAR ................................................................... www.polleninfo.org (upplýsingar um Evrópu) www.pollen.com (upplýsingar um Bandaríkin) www.ao.is (Astma- og ofnæmissamtökin) HINN svonefndi Gíraffastóll sem fram- leiddur er á Íslandi dró nýverið að sér marga áhugasama gesti í Bella Center- sýningarmiðstöðinni í Kaupmanna- höfn. Stóllinn var sýndur á norrænni húsgagnasýningu í miðstöðinni 12.–16. maí sl. en þar voru sýnd húsgögn og húsbúnaður frá norrænum hönnuðum og fyr- irtækjum. Gíraffastóllinn er hugverk hönnuðar- ins Chuck Mack en hann er bandarísk- íslenskur og bú- settur hér á landi. Fyrirtækið Sóló- húsgögn framleiðir stólinn en að sögn Björns Ástvaldssonar, sem er eigandi fyrirtækisins ásamt konu sinni Kristínu Rós Andrésdóttur, fór stóllinn í sölu í nóvember og hefur selst vel. Á sýningunni í Bella Center, sem er sú fyrsta sem stóllinn er sýndur á, spurðust fjölmargir er- lendir fagaðilar fyrir um hann, frá löndum á borð við Ástralíu, Portúgal, Japan og Dan- mörku. Nú þegar hefur verið fjallað um Gír- affastólinn í dönskum dagblöðum og er von á frekari umfjöllun en m.a. hyggst þýska hönn- unartímaritið Möbelkultur birta umfjöllun um stólinn á síðum sínum. Fjölhæfur Gíraffi Gíraffastóllinn er lítill og handhægur stól- kollur með 30 cm háu handfangi sem grípa má í. Hann má nota sem hjálparhellu við ýmsar aðstæður. Stóllinn er bæði stöðugur og léttur svo auðvelt er að færa hann til og nota til að stíga á og ná upp í efri hillur, sitja á þegar leit- að er í neðstu skúffunum eða tylla á fæti þegar reima eða bursta þarf skó. Þar að auki getur stóllinn verið skemmtilegt leikfang og hafa börn hrifist af honum en Gíraffastóllinn er framleiddur úr stáli og má fá í ýmsum litum á borð við rauðan, bláan og svartan eða úr við- artegundum eins og kirsuberjavið, eik eða beyki. Vísir að frekara samstarfi? Að sögn Björns í Sólóhúsgögnum vinnur fyr- irtækið mikið með arkitektum og hönnuðum að sérlausnum. Gíraffastóllinn er sá fyrsti sem Sólóhúsgögn framleiða eftir hönnun Chucks Mack og segir Björn að töluverð vinna sé eftir við markaðssetningu og sölu stólsins. Hann upplýsir þó enn fremur að áframhaldandi sam- starf sé mögulegt þar sem hugmyndir virðist ekki skorta hjá hönnuðinum Chuck Mack.  HÖNNUN Gíraffa- stóllinn í góðum gír Gíraffastólinn: Handhægur í ýmislegt og má nota eins og hugarflugið býð- ur. Fæst í Sóló- húsgögnum og Kokku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.